Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 42
42 Brúðkaup 23.–25. mars 2012 Helgarblað Verstu brúðarkjólarnir n Þessar brúðir voru alls ekki smart S umar konur sjá brúðkaupsdaginn í hillingum og hafa jafnvel planað hann í huganum allt frá því þær voru litlar stelpur. Stundum er tilgangurinn að toppa allar brúðir sem nokkurn tímann hafa gengið inn kirkjugólfið. Stundum hefur verið farið langt yfir strikið og útkoman er oft æði skrautleg. Þ egar kemur að brúðar­ förðun er mikilvægt að velja tímalausa förðun og vörur sem endast all­ an daginn. Brúðarförðun breytist ekki mikið á milli ára, tísk­ an í brúðarförðun er því eitthvað sem flestar brúðir ættu að geta lært. Mjúkir litir, kremaðir, gylltir og ljós­ bleikir, eru klassískir litir sem brúð­ ir hafa valið sér. Augun skipta öllu Hver og ein brúður þarf að velja sér stíl sem henni líður vel með, hvort sem það er fallegur „eyeliner“ og maskari eða dökk augnförðun. Augun eru lykilatriði í allri brúðar­ förðun og verður hver og ein brúð­ ur að finna út hversu sterka liti hún er tilbúin að fara út í. Það er frábær lausn að prófa sig vel áfram á með­ an beðið er eftir stóra deginum. Einföld augnhár geta gert mikið fyrir augun og þurfa þau ekki að vera umfangsmikil til að áhrifin skili sér á öftustu bekki í kirkjunni eða hvar svo sem athöfnin kann að fara fram. Gerviaugnhár fást í öllum förðunar­ vöruverslunum og apótekum og í raun miklu víðar. Þau eru til í miklu úrvali og getur því hver og ein brúður fundið gerviaugnhár sem henta eig­ in stíl. Raki grundvallaratriði Byrjaðu á því að undirbúa húðina með góðu rakakremi áður en þú setur á þig farða. Leyfðu rakakrem­ inu að hvíla á húðinni þangað til hún er búin að draga í sig allan rak­ ann. Þegar húðin er vel rakanærð þá endist farðinn mun betur á húð­ inni því þá dregur húðin ekki í sig rakann úr farðanum. Ef þú leyfir rakakreminu að vera á húðinni í um það bil tíu mínútur ætti hún að hafa dregið í sig allan rakann. Ekki taka neina áhættu fyrir stóra daginn eins og að byrja að nota ný krem eða bera á þig á maska sem þú hefur ekki notað áður. Þú veist aldrei hvernig húðin gæti brugð­ ist við. Í raun er mál að undirbúa förðunina og húðina vel vikurnar og jafnvel mánuðina fyrir stóra daginn. Passaðu þig líka á því að bera ekki á þig brúnkukrem daginn áður því það getur reynst virkilega erfitt að laga misfellur sem geta myndast í litnum. Leitaðu ráða ef þú þarft Þú þarft ekkert að skammast þín eða vera feimin við að leita ráða hjá vinkonum þínum eða jafnvel fagmönnum þegar kemur að förð­ uninni. Förðunarfræðingar bjóða margir hverjir upp á prufuförð­ un og ráðgjöf. Það getur líka verið skemmtileg kvöldstund fyrir þig og vinkonur þínar að hittast og fara yfir hugmyndir, leita jafnvel að þeim á netinu og í tískublöðum, skiptast á ráðum og hjálpa til við að finna rétta stílinn. Augun skipta öllu máli n Taktu þér góðan tíma í að undirbúa förðunina fyrir stóra daginn Undirbúðu þig vel Ekki taka neina áhættu fyrir stóra daginn eins og að byrja að nota ný krem eða bera á þig á maska sem þú hefur ekki notað áður. Mynd PHotos „Einföld augnhár geta gert mikið fyrir augun Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Brúðkaupsveislur fyrir þá sem þora Brúðkaupsveislan þarf ekki að krefjast margra mánaða undirbúnings. Ef ástin kallar óvænt á brúðkaup er hægt að framkalla rómantíska stemningu á örskotsstundu. Ekki eyða tíma í áhyggjur af því hver eigi að sitja hvar. Láttu gesti draga númer úr skál þegar þeir mæta. Númerið mun vísa á sætið. Þær ævintýragjörnu geta svo fjarlægt alla stóla og undirbúið lautarferð innandyra. Settu teppi og kodda á gólfið í kringum lág kaffiborð og skapaðu afslappaða og skemmtilega stemningu. Ævintýralegt útibrúðkaup Útibrúðkaup eru hin allra skemmtilegustu þótt veður sé oft með óblíðara móti. Víða má leigja sérstök veislutjöld sem skýla gestum fyrir veðrum og vindum og útkoman getur orðið hin glæstasta. Festa má útiljós sem prýða garðinn þegar skyggja tekur og þá er ágætis hugmynd að taka ljósmyndir í fallega skreyttum garðinum. Heidi Klum og fyrrverandi eigin- maður hennar, Seal, endurnýjuðu heitin í hyskis-þema. Heidi var klædd í þröngan blúndukjól og með fléttur í hárinu og Seal var með sítt að aftan. Allt í gríni gert. Jordan giftist söngvaranum Peter André með mikilli við- höfn. Hún var klædd í bleikan prinsessukjól með kórónu og þótti helst minna á Barbie- dúkku. Christina Aguilera giftist fyrrverandi eiginmanni sínum, Jordan Bratman, árið 2005. Athöfnin var mikilfengleg og kjóllinn var það líka. Slör kjólsins var gríðarlangt og þótti kjóllinn ekkert sérlega smart. Mariah Carey var 23 ára þegar hún giftist Tommy Mottola 43 ára plötuútgefanda. Kjóllinn var í anda þess áratugar og ekkert til sparað. Þetta er dæmi um kjól sem eldist ekki vel á myndum en það gerir líklega ekki mikið til þar sem að hjónabandið gerði það ekki heldur. Celine dion og Re ne Angelil giftu sig með pom pi og prakt í desember 1994. Ekkert var til sparað og k jóll Celine ásamt höfuðskra uti stal allri athyglinni. Sitt sý nist hverjum um kjólinn sem va r í hálfgerðum miðaldastíl með gríðarstóru pilsi og síðum skyrtue rmum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.