Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 3
Heiðrún gefur egg á indlandi Fréttir 3Mánudagur 11. júní 2012 Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is konur mínar hafa áhuga á að gefa þannig að ég kem kannski til með að geta hjálpað þeim eitt- hvað. Það eru svo margir sem vita ekki einu sinni af þessum möguleika,“ seg- ir hún. Heiðrún fær borgað fyrir eggin. „Ég fæ 1.000 dollara sem eru um 130 þúsund, það er svipað og er borgað heima. Síðan er líka flug og uppihald borg- að,“ segir hún og er ánægð með ferðina. „Þetta er rosa- lega framandi allt hérna og öðruvísi en allt sem ég hef áður séð. Það er mikil fá- tækt hérna og maður þarf að slökkva á mömmunni í sér. En það er líka mikið af flottum hofum og bygging- um hérna og mörkuð- um þannig að þetta er líka spennandi.“ n Á Indlandi Tveggja barna móðirin Heiðrún er stödd á Indlandi til að gefa egg. Með eigandanum Hér er Heiðrún með Robin Newman, stofnanda og eiganda Global Egg Donors og Katie frá Ástralíu sem er líka eggjagjafi. Eggjagjafarnir Heiðrún ásamt nokkrum hinna kvennanna sem ætla líka að gefa egg. G uðgeir Guðmundsson, sem játaði að hafa stungið Skúla Eggert Sigurz á lögmanns- stofunni Lagastoð í mars síð- astliðnum, sagði í skýrslutöku í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á föstudag að ástæða árásarinnar væri hatur hans á lögmönnum. Svefnleysi og fjárhags- áhyggjur í aðdraganda árásarinnar hefðu brenglað hugsun hans og hann hefði á tímabili íhugað að svipta sig lífi. Reiðin innra með honum hefði magnast upp og að hann hefði farið á lögfræðistofuna ákveðinn í að „valda skaða“. „Ég var með svo mikið af hug- myndum og möguleikum að þvæl- ast um í höfðinu á mér, þetta var ein hugmynd.“ Saksóknari spurði hann hvort eitthvað í fari Skúla hefði gert það að verkum að hann ákvað ráðast á hann. „Eins og ég sagði við sálfræðing þá fannst mér ég hafa séð örlítið lúmskt bros, eins og ef einhver segir: Flott, ég náði þér. Síðan bara fannst mér eins og það væru einhver svipbrigði hjá kallinum og þá bara sprakk ég.“ Sálfræðingur sem vann að geð- mati á Guðgeiri sagði fyrir dómi að hann væri með alvarlega persónuleikaröskun en ekki væri fullkomlega ljóst hvers konar rösk- un væri um að ræða. Hann væri ein- fari og almennt mjög tortrygginn gagnvart fólki. Að hans mati væri Guðgeir hættulegur og sæi ekki eft- ir að hafa ráðist á Skúla. „Fyrir mér er það þannig, í öllum viðtölum sá hann mest eftir að hafa ekki hugsað þetta til enda. Hann sér eftir mynt- körfuláninu og sér mest eftir því og ákveðinni hegðun, en ekki brotinu. Hann réttlætti þetta brot mjög mikið fyrir mér. Hann réttlætti þetta út frá stöðu manneskjunnar. Mér fannst hann raunverulega ekki sjá eftir þessu, en meira eftir einhverju í for- tíðinni.“ hanna@dv.is Sér ekki eftir árásinni n Svefnleysi, fjárhagsáhyggjur og hatur á lögmönnum Í dómssal Guðgeir Guðmundsson ásamt verjanda sínum við aðalmeðferð í Héraðs- dómi Reykjavíkur. n Marta er 78 ára og starfar enn sem dagforeldri „Þetta er svo skemmtilegt. Ég fæ aldrei leiða á þessu. Elsta dagmóðir landsins M aður helst ungur að vera í kringum börnin, þau eru svo skemmtileg,“ segir Marta Sigríður Hermannsdóttir, elsta starfandi dagmóðir landsins. Þrátt fyrir að Marta verði 78 ára í sumar er hún enn í fullu fjöri og hef- ur passað börn síðan árið 1977, eða í 35 ár. Vildi ekki í leikskóla Upphaflega byrjaði Marta sem dag- móðir þegar yngsta dóttir hennar, Hanna, vildi ekki fara á leikskóla. „Hún vildi ekki fara á leikskólann, það var alveg ómögulegt að fá hana þangað. Þannig að ég sagði bara upp plássinu og hugsaði að ég nennti nú ekki að hanga bara og ákvað að byrja að passa.“ Þá skellti hún sér á námskeið fyr- ir verðandi dagforeldra og fékk fljót- lega til sín fyrstu börnin í pössun. „Fyrstu börnin sem ég passaði voru þriggja mánaða og sex mánaða. Það var ekkert mál að passa þau og svo smám saman bættist í hópinn,“ seg- ir hún. Margt hefur breyst Hún hefur frá því hún byrjaði sem dagmóðir passað að heimili sínu í Hraunbæ þar sem er gott pláss fyr- ir börnin. Þar er hún er með sérleik- herbergi og góðan pall og garð þar sem börnin geta leikið þegar gott er veður. Marta segir margt hafa breyst á árunum frá því hún byrjaði sem dag- móðir. „Þá var ekki svo auðvelt að fá leikskólapláss, yfirleitt fengu bara einstæðar mæður pláss fyrir börn- in sín. Börnin voru því oft hjá mér þangað til þau voru orðin sex ára og byrjuðu í skóla,“ segir hún. Í dag er ýmislegt breytt og nú staldra börnin við í styttri tíma. „Nú fara flest á leikskóla þegar þau eru tveggja ára, þannig að þau eru yfir- leitt ekki lengur en ár,“ segir hún. Má ekki passa ein lengur Fleira hefur breyst í starfinu en nú starfar Sólveig, eldri dóttir hennar, einnig með henni. „Ég má ekki passa ein lengur, eftir 74 ára má maður ekki vera einn með börnin. Hún segir að ég sé undirmanneskja hennar, hún sé yfir mér,“ segir hún hlæjandi og virðist nú ekki vera alveg sammála því. Hún segir þeim mæðgum semja vel og samvinnan sé góð. „Það gengur alveg prýðilega og ekki hægt að setja út á það. Ég elda matinn og hún passar börnin á með- an. Hún er svo afslöppuð í kringum börnin, alveg eins og ljós,“ segir hún brosandi. Þær mæðgur leggja mikið upp úr að hafa góðan mat fyrir börnin. „Við eldum hollan og góðan ís- lenskan mat í hádeginu, kjöt, fisk og grænmeti og svo fá þau skyr í eftirmat.“ Fær aldrei leiða Börnin sem Marta hefur passað má líklega telja í hundruðum. Hún held- ur sambandi við mörg þeirra og er hálfgerð amma þeirra sumra. „Ég held sambandi við mörg þeirra. Þau koma í heimsókn og bjóða mér í af- mæli og svona. Ég var í afmæli hjá einni fyrir hálfum mánuði og annarri rétt þar á undan. Svo halda líka margar mömmur sambandi.“ Hún segist seint munu fá leið á starfinu. „Þetta er svo skemmtilegt. Ég fæ aldrei leiða á þessu,“ segir hún og finnst líklegt að hún muni halda áfram að passa eins lengi og hún get- ur. „Ég er allavega með leyfi fram á næsta ár þannig að ég verð allavega þangað til og vonandi lengur.“ Þangað til hún verður 100 ára? „Já, það getur bara vel verið, ætli það ekki bara,“ segir hún hlæjandi. Matmálstími Marta gefur börnunum banana úti í sólinni. Fær ekki leiða Marta segist seint fá leiða á því að vera dag- móðir. Hún segir það halda sér ungri að vera í kringum börnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.