Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 11. júní 2012 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr.
Algengt verð 248,7 kr. 248,5 kr.
Algengt verð 248,6 kr. 248,4 kr.
Algengt verð 248,9 kr. 248,7 kr.
Algengt verð 250,9 kr. 248,7 kr.
Melabraut 248,7 kr. 248,5 kr.
Aðstoða við-
skiptavini í
vandræðum
n Lofið fær Íslandspóstur í Síðu-
múla fyrir greiðvikna og góða
þjónustu. Sérstakt borð er fyr-
ir þá viðskiptavini sem ganga frá
póstsendingum. Þar er boðið upp
á nokkrar stærðir pappakassa
undir sendingarnar og misjafn-
lega gengur fyrir viðskiptavini að
setja þá saman. Sumir þeirra eiga í
hreinskilni sagt í mestu vandræð-
um með að finna út úr því
hvernig brjóta á þá í rétt
form. Starfsfólk Síðumúla
er snöggt til að aðstoða
þá sem augljóslega
hafa ekki verkfræði-
gáfur og aðstoða þá
við gjörninginn.
Stóðu ekki
við afslátt
n Lastið að þessu sinni fær Polarn
O. Pyret í Smáralind. Kona hafði
samband vegna auglýsingar í
Fréttablaðinu. Í henni kom fram að
í versluninni yrði 30% afsláttur af
vörum fyrirtækisins á miðnætur-
sprengju í Smáralind.
„Þeir auglýstu í Fréttablaðinu í dag
að það yrði 30% afsláttur á mið-
nætursprengju, en þegar ég kom á
staðinn var aðeins 20%
afsláttur. Starfsmenn
POP sögðu að þetta
væri mistök af hálfu
Smáralindar en að
mínu mati hefði búð-
in þó átt að standa við aug-
lýstan afslátt.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last Skemmt grænmeti til Sölu
U
m allar tegundir gildir
að við eigum að forðast
þær þegar þær eru orðn-
ar skemmdar,“ segir Ólafur
Reykdal matvælafræðing-
ur sem segir matarsjúkdóma af
völdum baktería í grænmeti og
ávöxtum hugsanlega en ákaflega
fátíða. „Merki um skemmd getur
verið mygla auk þess sem bragð og
lykt getur verið vísbending. Þrosk-
un er eðlilegur ferill og geymsluþol
grænmetis er misjafnt eftir tegund-
um. Það er ákaflega mikilvægt að
grænmeti sé geymt við þær aðstæð-
ur sem henta hverri tegund hvað
varðar raka- og hitastig. Ef menn
passa sig á því haldast gæðin
og næringarefnin.“
Skorpið og nær-
ingarsnauðara
Ólafur segir að hægt
sé að sjá það á útlitinu
hvort tegund sé komin
fram yfir sitt geymslu-
þol. „Grænmetið fer
þá að skorpna og verður
ljótt en það getur líka gerst
ef það hefur ekki verið geymt
við réttar aðstæður. Þá getur tapast
vatn úr grænmetinu og það sama
gildir með ávextina.“
Ólafur segir gamalt grænmeti
innihalda minna af vítamínum
en ferskt grænmeti. „C-vítamín er
ágætt dæmi en það er einna óstöð-
ugast. Hér gildir það sama, að ef
grænmeti er geymt við góðar að-
stæður ættu vítamínin að haldast
nokkuð vel.“
Lint rótargrænmeti skemmt
Aðspurður segir hann
að oftast sé nóg að
skera skemmda
hlutann í burtu
af grænmetinu.
„Rótargræn-
meti, eins og
laukar, geym-
ast mjög lengi
við réttar að-
stæður. Ef þeir
verða linir getur
verið um skemmd
að ræða. Yfirleitt er
nóg að skera lina bitann í
burtu en við ættum að forðast slíkt
og nota til þess bæði lykt og bragð,“
segir hann og bætir við að ef varan
þyki ekki girnileg henti hún ekki til
átu. „Allt grænmeti og ávextir geta
skemmst. Og það geta líka verið
bakteríur utan á grænmetinu. Þess
vegna er mælt með að skola það
rækilega,“ segir Ólafur og bætir að
lokum við að einnig sé mælt með
því að skola íslenskt grænmeti.
DV fór á stúfana og
kannaði ástand græn-
metis og ávaxta í
nokkrum versl-
unum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Blettóttar og
illa þefjandi
Í Bónus úti á
Granda voru róf-
ur og rauðrófur illa
útlítandi og margar
þeirra linar. Það allra
versta í úrvali grænmetis og ávaxta
í þeirri verslun voru gulræt-
ur þaktar svörtum blettum
og hlutar þeirra linir og
illa lyktandi. Gulræturn-
ar kostuðu 159 krónur
kílóið. Ávextirnir í versl-
uninni, salat, spínat og
kryddjurtir var ferskt og
vel útlítandi. Spergilkál-
ið var margt farið að gulna
en íslenska grænmetið var
áberandi fallegt.
Slakt spínat
Í Krónuverslun úti á Granda voru
ávextir við innganginn til fyrir-
myndar. Þar geta viðskiptavin-
ir valið sér ávexti í poka og
voru þeir allir vel útlítandi.
Spínat frá Náttúru var í
mjög slæmu ástandi. Það
var kramið, blautt og
nokkuð af vökva í pok-
anum. Ástand þess
verður að teljast
óásættanlegt en
hver poki kost-
aði 489 krón-
ur. Lárper-
ur keyptar
í versluninni
voru ágætlega þroskað-
ar og það er til fyrir-
myndar.
Erlend paprika
seld á 598 krónur
kílóið var farin að
skorpna. Rauð-
ur belgpip-
ar var í svip-
uðu ástandi.
Jarðarber
á 339 krón-
ur voru í mis-
góðu ástandi.
Víst mátti finna
öskju með öllum
jarðarberjum heilum.
Nokkuð mikið var þó um að
neðst í öskjunni væru fáein
þeirra mygluð. Epli frá
Jonagold voru orðin
afar skorpin og á
blómkáli voru
mygluskemmd-
ir.
Vel hugað að
geymslu
Í Nóatúni í Vestur-
bænum er vel hugað
að geymslu grænmetis
og ávaxta og útlit og ástand
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Indíana Ása Hreinsdóttir
blaðamaður skrifar indiana@dv.is
Grænmeti er hollt og við ættum að
borða sem mest af því. Því miður helst
grænmeti ekki ferskt lengi og margir
bregða því á það ráð að frysta bæði
grænmeti og ávexti. Það er þó misjafnt
hvaða áhrif frostið hefur á matvælin.
Þetta kemur fram á politiken.dk en þar
segir að næringarfræðilega séð hafi
frysting á grænmeti ekki mikil áhrif. Það
getur þó haft áhrif á bragðið.
„Geymslutími grænmetis og ávaxta
er töluvert lengri en geymslutími kjöts.
Það fer þó eftir tegundunum,“ segir Ulla
Kidmose, lektor í Aarhus. Hún segir að
flestar tegundir grænmetis og ávaxta
sé hægt að geyma í frysti í allt að ári
en sumar tegundir þurfi þó ákveðna
meðhöndlun áður. Sumar tegundir sé
nauðsynlegt að snöggsjóða áður en
grænmetið er fryst. Ef það sé ekki gert
muni verða heybragð af því. Þetta eigi
sérstaklega við um baunir, blaðlauk og
spergilkál. Það sé því nauðsynlegt að
hita grænmetið áður, hvort sem það er í
örbylgjuofni, með gufuhitun eða suðu.
Gulrætur eru dæmi um grænmeti
sem missir ekki bragðið eftir eins árs
frystingu. Kaupir þú frosnar gulrætur
er mikilvægt að koma þeim í frysti eins
fljótt og mögulegt er. Þegar þær eru
framleiddar er notað fljótandi nítrógen
til að frysta gulræturnar á sem stystum
tíma. Það er ekki hægt að gera heima
hjá sér en þar má þó lækka hitastig
frystisins. Sjálf frystingin hefur mikil
áhrif á hvernig vítamínin varðveitast
en alltaf má þó gera ráð fyrir að einhver
hluti þeirra tapist. „Þegar þú borðar
ferskt grænmeti færðu meira af vítmín-
um en ef þú borðar frosið grænmeti. Ef
þú kælir eingöngu grænmetið missir þú
hins vegar meira af vítamínunum en við
frystingu,“ segir Ulla Kidmose og bætir
við að til að viðhalda vítamínunum og
gæðum grænmetisins, sé mikilvægt að
koma því sem fyrst í frysti.
Frystu grænmetið
Mehöndlun
og geymsla
n Grænmeti þarf kaldan og dimman stað til
að halda ferskleika sínum eftir að það er
tekið upp.
n Það minnkar geymsluþol að þvo
grænmeti fyrir geymslu en samt þarf að
bursta mold og önnur óhreinindi af.
n Best er að pakka því vel inn í plastfilmu og
geyma í grænmetisskúffu í ísskápnum.
n Rótargrænmeti þarf að geyma á köldum
en frostlausum stað og helst í rökum
sandi, sé þess kostur.
n Aldrei skal geyma ávexti og grænmeti
saman, þá skerðist geymsluþol þess
umtalsvert.
n Súrefni og sól skaða afskorið grænmeti
og því skal forðast að láta það liggja við
þær aðstæður.
UppLýSINgAR FRÁ LEIÐBEININgASTöÐ hEIMILANNA
„Ef þeir
verða
linir getur ver-
ið um skemmd
að ræða
„Það er því oft
á tíðum aðeins
sólar hringsgamalt og
gerist varla ferskara.
n Gamalt grænmeti inniheldur minna af vítamínum n Íslenskt grænmeti áberandi fallegra n Myglað og illa þefjandi grænmeti til sölu
gulrætur Missa ekki
bragðið eftir árs frystingu.