Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 14
Fundu „vampírugröf“ í Búlgaríu n Búist við ferðamannasprengju F jölmiðlar í Búlgaríu búast við algjörri ferðamanna- sprengju eftir að það sem talið er vera vampírugrafir fund- ust við fornleifauppgröft þar í landi. Þjóðminjasafnið í Búlgaríu staðfestir að við uppgröft við klaustur í borginni Sozopol hafi fundist tvær beinagrind- ur einstaklinga sem hafi verið myrt- ir með því að járnstöng var stungið í gegnum hjarta þeirra. „Í Búlgaríu á miðöldum var þetta hefðbundna leiðin til að taka á þeim sem taldir voru vampírur,“ segir á heimasíðu þjóðminjasafnsins. Fyrir um 700 árum, þegar talið er að „vampírurnar“ hafi verið grafn- ar, var það trú manna að það þyrfti að stinga lík ítrekað með járnstöng í hjartastað til að koma í veg fyrir að það risi upp frá dauðum og réðist á hina lifandi, að sögn safnstjórans Bozhidar Dimitrov. Hann segir meira en hundrað slíkar vampírugrafir hafa fundist í Búlgaríu undanfarna áratugi. Þessi nýjasti fundur hefur fangað ímyndunarafl ferðaþjónustuaðila í Bandaríkjunum, Asíu og víða í Evrópu sem nú eru farnir að undirbúa sérstök „vampírufrí“. Sofia News Agency greinir frá því að þegar hafi raðir tekið að myndast við klaustur heilags Nikulásar þar sem gröfin fannst. Vampíruæði á heims- vísu gæti stuðað sprækan ferða- mannaiðnaðinn í Búlgaríu sem er í miklum blóma þessi misserin. Hvergi í Evrópusambandinu voru fleiri er- lendir ferðamenn bókaðir í hótelher- bergi á síðasta ári en í Búlgaríu og hafði þeim fjölgað um 20 prósent frá því árið áður. mikael@dv.is 14 Erlent 11. júní 2012 Mánudagur Hægri hönd Husseins tekin af lífi Einn af hæst settu ráðgjöfum og trúnaðarmönnum Saddams Hussein var tekinn af lífi af stjórn- völdum í Írak í síðustu viku. Abid Hamid Mahmud al-Tikriti var einkaritari Husseins, öryggisráð- gjafi og yfirlífvörður hjá einræðis- herranum fallna, þekktur sem Tígulásinn. Á lista bandaríska hersins yfir eftirlýsta stjórnarmeð- limi úr stjórn Husseins var Al-Tik- riti í fjórða sæti, á eftir Hussein sjálfum og sonum hans Uday og Qusay. Dómstóll hafði fundið hann sekan um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Hussein var eins og margir muna hengdur í desember 2006 fyrir sömu sakir. Sundurlimuð lík í Mexíkó Yfirvöld í norðurhluta Mexíkó hafa enn á ný fundið lík manna sem talið er að hafi verið myrt- ir á hrottafenginn hátt af fíkni- efnaglæpasamtökum svæðisins. Alls fundust 14 sundurlimuð lík í vörubíl sem lagt hafði verið við opinbera skrifstofubyggingu í El Mante í Tamaulipas. Um var að ræða ellefu karlmenn og þrjár konur. Tamaulipas er eitt það hér- að í Mexíkó þar sem mest er um ofbeldi og blóðugt fíkniefnastríðið í landinu virðist engan enda ætla að taka. Frá því í desember 2006 er áætlað að 50 þúsund manns hafi látið lífið í fíkniefnatengdum of- beldisglæpum. Stjórnvöld virðast gjörsamlega ráðalaus. Munkar gripnir við veðmálabrask Yfirmaður stærstu búddistareglu Suður-Kóreu hefur lýst því yfir að hann muni fá sérfræðinga til að annast fjármál eins klaustra Jogye- reglunnar eftir að munkar þar voru gripnir við ólöglegt veðmála- brask. Ja Seung sagði að reglan muni héðan í frá einbeita sér að and- legum málefnum. Það vakti þjóðarathygli í síðasta mánuði að munkar náðust á falda myndavél þar sem þeir sáust reykja, stunda veðmál og drekka eins og sjóarar. Ekki er þó vitað hver tók mynd- bandið. Vampírur í Búlgaríu Hundrað slíkar grafir hafa fundist í gegnum tíðina í Búlgaríu. Fólk sem drepið hefur verið vegna gruns um að það væri vampírur. 16 þúsund milljarðar til bjargar bönkum Þ að var trúverðugleiki evrunnar sem sigraði, sagði Mariano Rajoy, forsætis- ráðherra Spánar, keikur við blaðamenn í Madríd um helgina þegar ljóst var að ríkissjóð- ur hans yrði að leita á náðir hinna evruríkjanna eftir allt að 100 millj- arða evra neyðarláni. Fjármálaráð- herrar evrusvæðisins samþykktu á laugardag að lána spænskum stjórnvöldum til að bjarga illa stæðu bankakerfi þjóðarinnar. Björgunar- aðgerðirnar hafa lengi legið í loftinu, þó stjórnvöld á Spáni hafi ítrekað neitað að nokkuð slíkt væri yfirvof- andi. Tíðindin um helgina komu því fæstum á óvart. Hefði getað verið verra Bandaríkin, Bretland og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar. Rajoy nýtti tækifærið til að hrósa sjálfum sér og ríkisstjórn sinni og sagði að staðan hefði auðveldlega getað ver- ið mun alvarlegri. „Hefðum við ekki gert það sem við höfum gert undan- farna fimm mánuði hefði tillagan í gær [laugardag] snúist um allsherj- arbjörgun konungsríkisins Spánar.“ Rajoy sagði að björgunaraðgerðirn- ar myndu flýta fyrir flæði lánsfjár- magns til fjölskyldna, lítilla og með- alstórra fyrirtækja og einyrkja. Lánin verða með lágum vöxt- um og er ætlað að bólstra veiku- stu banka Spánar fjárhagslega enda sitja þeir uppi með milljarða evra í svokölluðum „slæmum lánum“ eft- ir að fasteignablaðran sprakk. Ná- kvæm upphæð neyðarlánanna er háð tveimur úttektum sem gerðar verða á bönkum Spánar. Þær úttekt- ir verða að sögn fjármálaráðherra Spánar, Luis de Guindos, gerðar á næstunni. En hvaðan koma peningarn- ir? 100 milljarðar evra, sem nem- ur rúmlega 16 þúsund milljörðum íslenskra króna, koma úr tveim- ur sjóðum ESB, sem í raun eru tve- ir vasar á sömu buxunum. Það eru Björgunarsjóður Evrópu og Stöð- ugleikasjóður Evrópu. Stöðugleika- sjóðurinn mun í fyllingu tímans leysa Björgunarsjóðinn af en sá síðarnefndi mun starfa fram á mitt næsta ár. Hvað gerðist á Spáni? Spánn er fimmta stærsta efna- hagskerfi Evrópu en undanfarið hafa alvarlegar efasemdir verið uppi um styrk bankakerfisins. Spænska ríkið hefur þegar þurft að ríkisvæða Bankia-bankann að hluta og gæti þurft að bjarga fleirum. Matsfyrir- tækið Moody‘s hafði einmitt áhyggj- ur af því þegar lánshæfismat 16 spænskra banka var lækkað í síðasta mánuði að spænska ríkið hefði ekki burði til að bjarga bönkunum ef allt færi á versta veg. Víða er vandinn mikill á evru- svæðinu en á mannamáli má segja að sá vandi sé djúpstæðari og flóknari en svo að hægt sé að útskýra hann með óhóflegri og óagaðri lán- töku ríkja. Grikkland, Portúgal og Ítalía voru allt of skuldsett en á Spáni var jafnvægi í ríkisbókhaldinu, allt fram að fjármálakreppunni haustið 2008. Á uppgangsárunum fyrir 2008 lækkaði skuldahlutfall Spán- ar, andstætt því sem til að mynda átti sér stað hjá Þjóðverjum. Þegar Spánverjar tóku upp evru lækkuðu vextir umtalsvert. En þó að spænska ríkisstjórnin hafi staðist freistingar ódýrra lána, var ekki hægt að segja hið sama um hinn almenna borgara þar í landi. Við tók býsna langlíf fast- eignabóla þar sem spænsk heimili skuldsettu sig upp í topp og gott bet- ur. Frá árunum 2004 til 2008 hækk- aði húsnæðisverð um 44 prósent og þegar bólan sprakk hrapaði það um 25 prósent. Efnahagur Spánar sem óx að meðaltali um 3,7 prósent á árun- um 1999–2007 hefur síðan þá dreg- ist saman um 1 prósent. Þegar húsnæðisbólan sprakk tók hún byggingariðnaðinn með sér. Og þrátt fyrir að spænska ríkið væri til- tölulega skuldlítið þegar þarna var komið sögu er staða þess í dag sú að það þarf að reiða sig á óhóflega lán- töku til að fylla upp í þau göt sem stóraukin útgjöld vegna atvinnu- leysisbóta og hrun á skatttekjustofn- un hafa orsakað. Þegar þetta er lesið verður ekki hjá því komist að greina talsverð líkindi með efnahagskrísu Spánar og Íslands. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Spánn í bobba Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, er fjármálaráðherrum evrusvæðisins eflaust þakklátur fyrir björgunina. Mynd ReuteRS n Spánverjum komið til bjargar n Sigur evrunnar, segir Rajoy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.