Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 2
Heiðrún gefur egg á indlandi Dæturnar óttaslegnar „Þetta er búið að skemma sálina í manni,“ segir Áslaug Ósk Hinriks- dóttir í samtali við DV en hún býr í íbúðinni í Norðlingaholti sem þremenningarnir brutust inn í á föstudag. Hún segir að henni sé sama um hlutina sem þeir tóku en erfiðara sé að horfa upp á dætur hennar óttaslegnar. Áslaug skrifar í löngum pistli á bloggsíðu sinni um þessa lífsreynslu, en þar segir hún meðal annars að innbrotsþjófarnir hafi stolið öllu steini léttara. Margir kannast eflaust við Áslaugu en hún hefur í fjölmörg ár skrifað um bar- áttu dóttur sinnar við krabbamein á þessari sömu bloggsíðu. Í samtali við DV segir hún erfiðast að horfa á hvernig innbrotið hafi komið við börnin: „Stelpurnar sem eru 8–10 ára gamlar þora ekki að vera einar og víkja ekki frá mér. Þær þora ekki út. Eru hættar að borða.“ Hún segir að það muni taka þau þó nokkurn tíma að jafna sig á þessu. „Þetta er bara búið að eyðileggja fyrir okk- ur, það mun taka einhvern tíma að jafna sig, sérstaklega fyrir börn- in mín.“ É g á tvö börn sjálf og hugsa alltaf að ef ég myndi sjálf þurfa hjálp þá myndi ég vilja fá hana,“ seg- ir Heiðrún Arna Friðriksdóttir sem var stödd í borginni Delí á Indlandi þegar DV náði tali af henni. Þar er hún stödd til að gefa egg til sænsks pars, tveggja karlmanna. Þeir þurfa á staðgöngumóður að halda og þess vegna fer eggheimtan fram á Indlandi. Önnur eggjagjöfin Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Heiðrún gefur egg. „Ég gaf egg á Ís- landi í fyrra, mér fannst það ekkert mál þannig að ég hugsaði að ég gæti alveg gert það aftur. En ég vildi ekki gera það á Íslandi því þetta er svo lítið land,“ segir hún. Eftir að hafa gefið egg á Íslandi í fyrra ákvað hún að athuga hvort hún gæti gefið egg erlendis. „Út frá því fór ég að leita að einhverjum sem gæti tekið við alþjóðlegum gjafa, sem myndi borga fyrir mig farið út og svoleiðis. Þá rakst ég á þetta fyrirtæki sem var stofnað fyrir 10 árum og heit- ir Global Egg Donors,“ segir hún. Fyr- irtækið er með útibú meðal annars í Kaliforníu í Bandaríkjunum, á Ind- landi og í Mexíkó. Umsóknarferlið hjá þeim er langt og strangt og að- eins einn af hverjum 15 sem sækir um kemst að sem gjafi. Sænskt hommapar fær eggið Eggið sem Heiðrún gefur fer til sænskra karlmanna sem fyrir eiga eitt barn og hafa verið saman í tólf ár. „Það eru sænskir hommar sem eignuðust barn með hjálp stað- göngumóður fyrir ári þannig að þetta er þeirra annað barn.“ Heiðrún verður samtals í níu daga úti og leggur af stað heim á föstudag. „Það er mjög vel hugsað um mann hérna og ég fer í læknisskoðun ann- an hvern dag. Við erum sjö hérna saman núna sem eru komnar mislangt í ferlinu. Ég er búin að vera að sprauta mig síðan í síðustu viku og fer svo í eggheimtu á þriðjudaginn.“ Eftir að Heiðrún hefur gefið egg- ið verður það frjóvgað og stað- göngumóðir kemur til með að ganga með barnið. Staðgöngumæðrun hef- ur verið umdeild en Heiðrún segir að vel sé búið að þeim staðgöngumæðr- um sem eru þarna á vegum Global Egg Donors. „Þær búa á hóteli fyrir ofan klíníkina, fá húsnæði, pening, hreint vatn, mat, menntun og vel er hugsað um þær.“ Vissi ekki að þetta væri möguleiki Heiðrún segist ekki hafa leitt hugann að því að gefa egg fyrr en hún sá aug- lýsingu um eggjagjafa eftir að hún eignaðist börnin sín. „Ég vissi í raun- inni ekkert að þetta væri möguleiki. Hélt kannski frekar að þetta væri bara eitthvað sem konur gerðu inn- an fjölskyldu sinnar en ekki að þetta væri eitthvað sem maður gæti gefið nafnlaust. Ég sá svo auglýsingu frá Art Medica þar sem auglýst var eftir eggjagjöfum. Eftir að ég komst að því fannst mér ekkert mál að gera þetta. Enda er mikil bið eftir eggjum á Ís- landi, það eru um 100 pör á biðlista hjá Art Medica.“ Veit ekki hvort hún gefur aftur Hún segist þó ekki vera viss um að hún muni gefa egg aftur. „Ég veit ekki hvort ég muni gera þetta aft- ur. Það er kannski alveg nóg að gera það tvisvar. Ég veit að margar vin- 2 Fréttir 11. júní 2012 Mánudagur „Ég gaf egg á Íslandi í fyrra, mér fannst það ekkert mál þannig að ég hugsaði að ég gæti alveg gert það aftur. n Tveggja barna móðir hjálpar sænsku hommapari n Gefur egg í annað sinn Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Á tvö börn sjálf Heiðrún á sjálf tvö börn og segist hefðu viljað fá hjálp ef hún hefði ekki getað eignast börn sjálf því hún skilur hversu dýrmætt það er. Þess virði Heiðrún með stúlku sem fæddist í síðustu viku gegn- um Global Egg Donors. Hana eiga tveir ástralskir menn. Handtekinn á nærbuxunum Ungur maður á þrítugsaldri var handtekinn að kvöldi föstudags við Urðarholt í Mosfellsbæ. Mað- urinn var einungis klæddur í bol og nærbuxur þegar hann var leiddur út í lögreglubíl, að sögn sjónarvotta. Fjórir lögreglubíl- ar voru fyrir utan heimili manns- ins í dágóðan tíma og þar á meðal bifreið rannsóknarlögreglunnar. Varðstjóri lögreglunnar á Krók- hálsi verst allra frétta, vísar á rannsóknarlögregluna og segir málið á viðkvæmu stigi. Heim- ildir DV herma þó að handtakan tengist handtöku þriggja manna sem brutust inn í íbúð í Norð- lingaholti á föstudag, ætluðu að brjótast inn í aðra og óku loks glæfralega um Mosfellsbæ á stoln- um bíl. Vitni að handtöku manns- ins á föstudagskvöld lýsa því þannig að hann hafi verið leiddur út í lögreglubíl klæddur í fátt ann- að en bol og nærbuxur. Maður- inn hafði læst sig inni og þurfti því sérfræðing til að opna lásinn að heimili hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.