Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 11. júní 2012 Mánudagur
Þ
að var ekki beinlínis
hefðbundin útgáfa
af Pétri Gaut Ibsens
sem gestaleikflokkur
frá Luzerner Theater
í Sviss tróð upp með á sviði
Þjóðleikhússins á miðviku-
dagskvöldið í síðustu viku.
Sýningin var þáttur í dagskrá
Listahátíðar. Það sem öðru
fremur gerði hana forvitni-
lega í okkar augum var að
listræn forysta hennar var að
miklu leyti íslensk, samanber
nafnalistann í kynningunni
hér að ofan. Þó að einhverj-
ar útrásartilraunir okkar hafi
endað dapurlega, gildir það
ekki um þær allar. Þessi sýn-
ing er ánægjulegt dæmi um
það.
Ekki hefðbundin, segi ég.
Og þó. Í rauninni var þarna
ekki margt að sjá sem kæmi
þeim á óvart sem haft hafa
nokkra nasasjón af mið-
evrópskum tilrauna- og
framúrstefnuleikhúsum síð-
ari áratuga (ég sleppi því að
tína til þá fræðilegu merki-
miða sem á þau eru gjarn-
an settir, en þeir eru ýms-
ir). Jafnvel leikmyndin kom
þeim kunnuglega fyrir sjón-
ir sem minnast misgóðra, en
stöku sinnum ágætra, svið-
setninga Litháans Tuminas-
ar í Þjóðleikhúsinu á árum
áður, enda er það samstarfs-
maður hans, okkar ágæti
Vytautas Narbutas, sem hef-
ur séð um hana. Hún lítur út
eins og sambland af antíkbúð
og leikmunageymslu; ef vel
var gáð mátti jafnvel sjá lítið
líkan af Þjóðleikhúsinu þar í
haugnum, að vísu svo smátt
að ég er ekki viss um að allir,
sem sátu aftar í salnum, hafi
komið auga á það. Við erum
sem sé stödd í leikhúsi í leik-
húsinu og ekki í fyrsta sinn
sem boðið er í slíkan dans.
En það er ekkert höfuðatriði.
Það sem máli skiptir er hvort
dansinn skemmti okkur, segi
okkur eitthvað, hreyfi við
okkur, snerti okkur.
Að gera góða hluti
Þorleifur Örn Arnarsson hef-
ur verið að gera það gott sem
leikstjóri á meginlandinu frá
því að hann útskrifaðist úr
Ernst Busch-leiklistarskól-
anum í Berlín fyrir sjö árum.
Ég hef ekki haft tækifæri
til að fylgjast með störfum
hans þar nema úr fjarlægð,
mest í fréttum af undirtekt-
um við sýningum hans sem
hafa verið misjafnar. Nú síð-
ustu árin mun hann aðallega
hafa starfað í Sviss. Þar hafa
sýningar hans farið nokkuð
misvel í Svisslendinga, ein-
hverjar valdið hneykslan hjá
ýmsum, en hrifið aðra; um
sumt af þessu má lesa nán-
ar á leiklistarvefnum reykvel-
in.is sem opnaður var fyrr í
vetur og ég hvet ykkur til að
líta öðru hverju á. Það var
sannarlega kominn tími til að
við fengjum ofurlítið bragð af
því sem Þorleifur Örn hefur
verið að gera og á Listahátíð
þakkir skildar fyrir að sjá til
þess.
Pétur Gautur (1867) var á
sínum tíma stimplaður sem
lesleikur, svona eins og Fást
Goethes, fremur en sviðs-
verk. Ætli ástæðan hafi ekki
aðallega verið sú hversu
illa hann passaði inn í rea-
listískt leikhúsapparat sinn-
ar tíðar. En auðvitað var
Ibsen í þessu eins og svo
mörgu öðru langt á undan
sínum samferðamönnum.
Nú er þetta leikhúsapparat
löngu horfið veg allrar ver-
aldar og önnur komin í stað-
inn. Einfaldur og lausleg-
ur söguþráður og skáldlegar
og ljóðrænar víddir verksins,
sem birtast ekki síst í magn-
þrungnu myndmáli þess og
seiðandi orðlist (sem enginn
hefur vitaskuld túlkað betur
á okkar máli en Einar Ben)
bjóða upp á endalausar til-
raunir til nýrrar skilnings-
leitar, nýrrar túlkunar. Pétur
Gautur er kominn í flokk með
Hamlet, Don Kíkóta, Fást og
fleiri sístæðum tákngerving-
um ákveðinna grunnþátta
í mannlegu eðli og atferli.
Þetta er eitt þeirra verka sem
einungis vinna á eftir því sem
við eldumst og rekumst oft-
ar á það – og rekumst oftar á
Pétur Gaut í fari okkar sjálfra.
Þorleifur Örn hefur stokk-
að mjög upp í spilum Ibsens,
ugglaust í samvinnu við hinn
svissneska dramatúrg sem er
einnig skrifaður fyrir verkinu.
Á heildina litið finnst mér
þeir spila nokkuð vel úr þeim.
Heimferð Péturs í fimmta
þætti, endurkoma hans sem
aldraðs manns og endur-
fundir við gamla og misvel-
komna kunningja, verður
meginuppistaða leiksins sem
hefst með sjóvolki Péturs fyr-
ir utan Noregsstrendur. Síð-
an fléttast þeir viðburðir úr
æsku hans, sem fyrstu þrír
þættirnir lýsa, inn í vegferð
fimmta þáttarins: minning,
draumur, á köflum martröð.
Þrautþjálfaðir leikarar
Tveir leikendur fara með
hlutverk Gauts, yngri og
eldri, og sá eldri stekkur oft
inn í drama þess yngra, án
þess auðvitað að geta breytt
nokkru um gang mála. Þessi
tvískipting gengur fullkom-
lega upp, af því að hún á sér
skýrar forsendur í skáldverk-
inu. Við flýjum ekki fortíð
okkar, draugar hennar draga
okkur að lokum uppi og
skora okkur á hólm. En Pétur
Gautur var heppinn, af því
að það stóðu konur á bak við
hann – eða svo segir Beyg-
urinn sem sækir að honum
eftir atganginn í Dofrahöll-
inni, ugglaust frægasta at-
riði leiksins. Fjórði þátturinn
með viðskiptabralli og eyði-
merkurferðum Gautsins er
hér að mestu dottinn út, ef
frá eru talin brot út geðspít-
alaatriðinu í lok hans. Taum-
laus sjálfshyggja Péturs hlýt-
ur að enda í geðveiki, það
verður að komast til skila og
gerir það líka.
Það eru þrautþjálfaðir,
samstilltir og flinkir leikarar
sem hér koma fram og skila
allir því sem til er ætlast und-
ir öruggri stjórn Þorleifs Arn-
ar. Í leikskrá er að vísu tekið
fram að útlit sýningarinnar
sé lagað eftir sviði Þjóðleik-
hússins og ekki nákvæmlega
eins og það var í Luzern. Það
er sjálfsagt að fella alla dóma
um þennan gestaleik með
þeim fyrirvara. Þá erum við
missleip í þýskunni, eins og
gengur, jafnvel þótt leikend-
ur leitist við að fara skýrt með
textann sem var auðfund-
ið að þeir gerðu. En meðal
annarra orða: textavélin yfir
sviðinu var fullkomlega mis-
heppnuð; það var eins og lýs-
ingin innan af sviðinu ynni
gegn henni, svo letrið var
vart sýnilegt þaðan sem ég
sat í salnum, að sönnu fram-
arlega. Reyndar er sýningin
öll svo sjónræn að hún kall-
ar á sífellda skoðun og frá-
leitt að maður endist til að
lesa textann á meðan á henni
stendur. Það hefði verið al-
veg eins skynsamlegt að láta
áhorfendur fá stuttan útdrátt
á blaði, eins og oft var gert í
gamla daga og enn er gert
í óperunni. En líklega voru
flestir þeirra áhorfenda, sem
sátu í salnum á miðvikudags-
kvöldið, svo handgengnir
verkinu að slíkt væri óþarft.
Skilur Ibsen
Hajo Tuschy heitir sá sem
túlkar Gaut hinn unga, Jürg
Wisbach þann eldri. Þeir voru
báðir mjög góðir, hvor á sinn
hátt: túlkun Wisbachs var tilf-
inningalegri og hlýrri, Tuschy
var kaldari og grallaralegri;
hann er augljóslega einkar
fimur og líflegur leikari. Ég
var mjög sáttur við sameig-
inlega mynd þeirra af Gautn-
um. Sumir leikstjórar hafa
viljað sýna hann sem ein-
falt ómenni, líkt og Baltasar
í stórlega ofmetinni sýningu
sinni hér um árið, en það er
fráleitur skilningur á persónu
Ibsens; Pétur hans er einn af
þeim tröllapúkum sem sífellt
skjóta upp kolli í leikritum
hans, hættulegur og heillandi
í senn; meðal dæma úr síðari
verkum eru Hedda Gabler
og Sólness byggingameistari
(sem hefur víst ekki sést hér á
sviði í ein fjörutíu ár). En Ib-
sen sendir Pétur sinn ekki í
sjálfsmorðið eins og þau tvö
og fyrir það verður maður að
vera honum ævarandi þakk-
látur.
Einna veikasti hlekk-
ur leikhópsins fannst mér
Ása Bettinu Riebesel sem
var of ung fyrir hlutverkið
og flutti það undarlega líf-
laust. Christian Baus er í
leikskrá kallaður Pétur hinn
óræði; meðal þess sem hann
fer með er hlutverk Beygs-
ins sem er miðlæg persóna
í leiknum – og raunar öllum
skáldskap Ibsens. Baus flutti
orð hans með einfaldleik og
nístandi þunga sem snart
mig mjög; ég hef ekki oft séð
betur farið með þetta atriði á
sviðinu. Jörg Dathe var líka
skemmtilega ísmeygilegur
og létt demónskur í hlutverki
Hnappasmiðsins sem ætl-
ar sér þá ósvinnu að bræða
Pétur, svipta hann því sjálfi
sem er upphaf og endir til-
vistar hans.
Ég verð að játa að ég hafði
mun meiri ánægju af fyrri
hluta sýningarinnar en þeim
síðari. Þar kýs leikstjórinn að
láta leikarann, Wisbach, stíga
út fyrir hlutverkið og taka að
opinbera eigin persónu og
jafnvel brot úr lífssögu sinni
fyrir áhorfendum á meðan
aðrir leikendur láta sem þeim
sé brugðið, viti ekki hvernig
þeir eigi að taka því. Leikarinn
rekur raunir sínar fyrir okkur,
biður okkur um að hjálpa sér,
alveg búinn að missa tökin á
hlutverkinu rétt eins og Pétur
sínu lífi; í eitt skipti hendist
hann með handritið út í sal
og biður ungan þýskumæl-
andi áhorfanda að aðstoða sig
– sem drengurinn gerði með
prýði og uppskar lófatak fyr-
ir. Fyrir minn smekk var þessi
uppákoma fulllangdregin og
viðbrögð hinna leikendanna
of leikin, of tilbúin. Og endir-
inn varð óneitanlega nokk-
uð óræður, ekki laust við að
við værum skilin eftir í lausu
lofti með allt saman. Söng-
ur Sólveigar fékk alltént ekki
að hljóma með fullum ljóma
hins farsæla endis og líklega
best að hver hafi sína skoðun
á því.
Að öðru leyti er ekki
ástæða til annars en að gleðj-
ast yfir þessari heimsókn. Og
óska Þorleifi Erni til hamingju
með þann árangur sem hann
hefur náð. Við bíðum spennt
eftir því að fá að sjá hann
spreyta sig á íslensku sviði
með íslenskum leikurum – í
einhverju bitastæðu verkefni.
Íslenskur Gautur frá Sviss
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
Leikrit
Pétur Gautur
eftir Henrik Ibsen
Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Lýsing: Gérard Cleven
Tónlistarstjórn og myndband: Símon
Örn Birgisson
Dramatúrg: Christian Morgenstern
Sýnt í Luzerner Theater á Listahátíð
„Það eru þraut-
þjálfaðir, sam-
stilltir og flinkir leik-
arar sem hér koma
fram og skila allir því
sem til er ætlast.
Leikstjóri að gera góða hluti
Það var sannarlega kominn tími
til að við fengjum ofurlítið bragð
af því sem Þorleifur Örn hefur ver-
ið að gera og á Listahátíð þakkir
skildar fyrir að sjá til þess.