Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 25
Seedorf minnti á eftir þann leik að Persie hefði heldur ekki staðið sig sem skyldi með hollenska lands- liðinu á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku 2010 og veltir fyrir sér hvað valdi því að einn allra skæðasti framherji heims finni ekki fjölina sína í landsleikjum. Telur Seedorf ekki ólíklegt að of mikil pressa sé á Persie. Hann sé einfaldlega ekki sami leikmaður með Hollandi og með Arsenal. Ráða enskir við Frakka? Í dag, mánudag, fara fram síðustu leikirnir í fyrstu umferð riðlakeppn- innar á EM. Þá mætast annars vegar England og Frakkland og hins vegar Úkraína og Svíþjóð í D-riðli. Engu þessara landsliða er spáð sérstöku gengi á Evrópumótinu en þó eru þeir til sem standa fast á því að Englendingar geti komið á óvart einmitt vegna þess að almennt sé bú- ist við litlu. Franska liðið hefur ekki verið ýkja sannfærandi að undan- förnu og bæði landslið þurfa sannar- lega á góðri byrjun að halda í keppn- inni. Svíar eru taldir töluvert sterkari en Úkraína sem er nokkuð óskrifað blað í keppninni. n Sport 25Mánudagur 11. júní 2012 Dómaraskandall í boxinu? n Sjö ára sigurganga Pacquiaos á enda Þ að er ekki venjan að áhorfend- ur í hnefaleikahöllinni í MGM Grand hótelinu púi að lokn- um skæðum bardaga tveggja fyrsta flokks hnefaleikara. Það gerð- ist þó aðfaranótt sunnudags þegar dómarar dæmdu Timothy Bradley sigurinn gegn Manny Pacquiao þvert á það sem við var búist. Fréttaskýrendur klóruðu sér í hausnum yfir niðurstöðu dómar- anna enda augljóst flestum er með fylgdust að Pacquiao, sem hef- ur ekki tapað bardaga í sjö ár, var mun öflugri í hringnum en keppi- nauturinn. Meira að segja umboðsmaður beggja hnefaleikara gekk svo langt að segja að niðurstaða dómaranna væri án efa lægsti punkturinn á sínum ferli sem umboðsmaður í faginu. „Ég hef aldrei skammast mín eins mikið fyrir hönd hnefaleika og nú.“ Pacquiao, sem er frá Filippseyj- um, tók tapinu með jafnaðargeði en ferill hans í hnefaleikum er með ólík- indum góður. Hefur hann sigrað 54 sinnum og þar af 38 sinnum með rot- höggi í keppni og tapið um helgina er aðeins hans annað á ferlinum. Hefur Pacquiao unnið átta titla í átta mis- munandi þyngdarflokkum í grein- inni en fyrsta og síðasta tap hans fyrir keppnina um helgina varð árið 2005 gegn Erik Morales. albert@dv.is Úrslit EM í knattspyrnu Riðill A Pólland – Grikkland 1-1 1-0 Lewandowski (17.) 1-1 Salpingidis (51.) Rússland – Tékkland 4-1 1-0 Dzagoev (15.), 2-0 Shirokov (24.), 2-1 Pilar (52.), 3-1 Dzagoev (79.), 4-1 Pavlychenko (82.) Staðan L U J T Skor Stig 1. Rússland 1 1 0 0 4:1 3 2. Grikkland 1 0 1 0 1:1 1 3. Pólland 1 0 1 0 1:1 1 4. Tékkland 1 0 0 1 1:4 0 Riðill B Holland – Danmörk 0-1 0-1 Krohn-Dehli (24.) Þýskaland – Portúgal 1-0 1-0 Gomez (72.) Staðan L U J T Skor Stig 1. Danmörk 1 1 0 0 1:0 3 2. Þýskaland 1 1 0 0 1:0 3 3. Holland 1 0 0 1 0:1 0 4. Portúgal 1 0 0 1 0:1 0 Riðill C Spánn – Ítalía 1-1 0-1 Di Natale (60.), 1-1 Fabregas (64.) Írland – Króatía 1-3 0-1 Mandzukic (3.), 1-1 St. Ledger (19.), 1-2 Jelavic (43.), 1-3 Mandžukic (48.) Staðan L U J T Skor Stig 1. Króatía 1 1 0 0 3:1 3 2. Spánn 1 0 1 0 1:1 1 3. Ítalía 1 0 1 0 1:1 1 4. Írland 1 0 0 0 1:3 0 Barði frá sér Hér sést Pacquiao ná inn höggi á Bradley í bardaganum um helgina. Mynd ReUTeRS Tími Lees Westwood kominn? Hann hefur tekið þátt í 57 stór- mótum í golfi án þess að hampa einum einasta titli hingað til. Það er of langur tími að mati Lee Westwood sem virðist fyrirmun- að að sigra á einhverju af þeim fjórum mótum sem teljast til stór- móta í golfinu. En kannski er tím- inn núna því fram undan er Opna bandaríska mótið og Westwood vann Nordea mótið í Svíþjóð um helgina. Hvort það gefur hon- um nægilegan byr til að komast í fremstu röð um næstu helgi kem- ur í ljós. Verða að nýta Ronaldo betur Luis Figo, skærasta stjarna portú- galska landsliðsins til margra ára, segir liðsfélaga Cristiano Ronaldo ekki leggja nógu mikla áherslu á að koma boltanum til hans hvenær sem færi gefist. Ronaldo sé að hans mati sá eini í liðinu sem geti á augnabliki skap- að færi og skorað og ekki veiti af eigi Portúgal að sigra Holland og Danmörk í síðari tveimur leikjum liðsins í sínum riðli. EM VEislan Er hafin Fór illa að ráði sínu Robin van Persie var klaufi í fyrsta leik Hol- lendinga á EM 2012. Markahrókur Mario Gomez skoraði fyrir Þjóðverja. Margir spá honum markakóngstitl- inum á mótinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.