Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 17
Spurningin
Lífið er
alltof stutt
Jón Gerald Sullenberger eigandi Kosts óskar Jóhannesi Jónssyni alls hins besta með Iceland. – DV
Meðvirkni með ofbeldi
„Ég trúi því að þessir auðmenn séu
búnir að sannfæra sjómenn um að
taka þátt í þessum mótmælum, þeir
vilja bara halda kvótanum í sínum
vasa. Það er kominn tími til að innleiða
nýtt kerfi; það verður alveg vesen, það
verður nokkurra ára ferli og fólk verður
bara að sætta sig við það. Á endanum
kemst auðurinn til þjóðarinnar.“
Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir
19 ára nýstúdent
„Burt með kvótann!“
Fritz Hendrik Berndsen
18 ára vinnur við Skapandi sumarstörf
hjá Hinu húsinu.
„Þessari umræðu er stýrt af hags-
munasamtökum og er mikið heitt loft.“
Valgerður Þóroddsdóttir
23 ára nemi/blaðamaður
„Útgerðarmenn eru ein launahæsta
stétt landsins og mér finnst allt í lagi
þó að sá peningur minnki aðeins og sé
meira í þjóðareign.“
Þuríður Blær Jónsdóttir
21 árs námsmaður
„Mér fannst mótmælin í sjálfu sér
vera frekar mikil leiðindi og aðgerðir
ríkisstjórnarinnar mjög réttmætar.“
Hjalti Vigfússon
19 ára námsmaður
Styður þú mót-
mæli gegn kvóta-
frumvörpunum?
Sameiginlegur óvinur
E
nginn hafði trú á honum, en Ást-
þór Magnússon, hinn fallni rað-
forsetaframbjóðandi, náði fram
sínu að lokum.
Eftir að hafa barist af hörku fyrir
friði um nokkurt skeið tók Ástþór upp
nýtt aðalbaráttumál. Hann byrjaði að
berjast gegn vondu fjölmiðlunum á Ís-
landi sem voru allir á móti honum.
Þetta var fyrst ráðgáta. Ástþór, afar
frambærilegur maður og kjörþokka-
fullur, náði sáralitlu fylgi. Af óskilj-
anlegum ástæðum valdi þjóðin ekki
besta kostinn fyrir Bessastaði: Mann-
inn sem myndi vinna að heimsfriði.
Hvernig gat þjóðin verið á móti heims-
friði? Svo áttaði hann sig. Ástæðan fyr-
ir því að fólk kaus hann ekki voru fjöl-
miðlarnir!
Hann sprautaði tómatsósu á ljós-
myndara þegar hann var í enn einu
dómsmálinu gegn andstæðingum frið-
ar. Hann fór í kröfugöngu gegn fjöl-
miðlum, myndaði blaðamenn í gegn-
um gluggann og skrifaði harðar greinar
þar sem hann ljóstraði upp um óeðli
fjölmiðlamanna.
Framan af stóð Ástþór einn í þessari
mikilvægu baráttu gegn fjölmiðlunum.
Nú hefur hins vegar orðið slík bylting,
að áhrifa Ástþórs gætir meðal allra
frambjóðendanna. Þeir hafa allir átt-
að sig á því að fjölmiðlarnir vinna gegn
því að þjóðin kjósi þá. Allt í einu er
stærsta kosningamálið orðið það sama
og hjá Ástþóri.
Það var stór stund í Hörpu þegar
þrír frambjóðendur tóku sig saman
um að gera árás á sjónvarpsstöð sem
reyndi að grafa undan þeim. Þeir yf-
irgáfu sjónvarpskappræður, vegna
þess að kappræðurnar voru milli
tveggja og tveggja í einu – og allt gekk
út á að láta vinsælustu frambjóðend-
urna enda saman. Einn þeirra, Andr-
ea Ólafsdóttir, sakaði líka Fréttablað-
ið um að segja ósannar fréttir þegar
það birti frétt um skoðanakönnun sem
sýndi að Ólafur Ragnar væri með 56
prósent fylgi og Þóra 34 prósent. Sjálf
mældist hún með 0,6 prósent fylgi, en
ósannindin voru að gera ráð fyrir því
að fylgi óákveðinna myndi skiptast á
milli frambjóðendanna í sama hlut-
falli og fylgi ákveðinna. „Enn og aftur
setja fjölmiðlarnir niðurstöður skoð-
anakannana fram með röngum hætti.“
Hún segir að þetta sé „skoðanamót-
andi inngrip í hið lýðræðislega ferli að
setja fram svona tölur,“ sem sagt, að
segja aðeins frá þeim í fyrirsögn sem
gefa upp afstöðu.
Þessi vinnubrögð hafa nú þegar
kostað okkur einn frambjóðanda. Jón
Lárusson, lögreglumaður á Selfossi,
hætti við framboð vegna þess að hann
fékk ekki nóga athygli! Það er ekki
skrítið að Ólafur Ragnar Grímsson
hafi byrjað kosningabaráttuna á því að
hjóla í fjölmiðlana.
Fjölmiðlar vilja bara fá einn fram-
bjóðanda. Það er Þóra Arnórsdóttir.
Ástþór sagði að hún væri „fjölmiðla-
gæs“ sem væri matreidd ofan í þjóð-
ina. Allir hinir frambjóðendurnir eru
búnir að fatta hvert vandmálið er. Það
er fjallað um Þóru af því að hún er vin-
sæl. En á Íslandi hafa allir jafnan rétt á
því að verða forseti, hvort sem þeir eru
vinsælir eða ekki.
Svarthöfði
N
ýlega var ráðist á mann á
Hlemmi og hann laminn og
sparkað í hann eftir að hann var
kominn niður á hnén. Þolandinn
var síðan dreginn út og öskrað á hann.
Ofbeldismanninum fannst þetta síðan
ekki vera nóg og réðst aftur að mannin-
um og skellti honum utan í gler/plast-
glugga sem brotnaði við höggið. Árásin
náðist á myndband sem er óvenjulegt
með slíka atburði. Myndbandinu var
dreift á netið af fréttamanni og fjöldi
manns hefur séð það.
Það sem mér finnst algjörlega með
ólíkindum eru viðbrögðin hjá sumu
fólki. Sjaldan er raunverulegt ofbeldi
lagt jafn ljóslega á borð fyrir Íslendinga
en mikið er það sem hluti viðbragð-
anna veldur vonbrigðum. Fólk kepptist
hvert við annað um að afsaka ofbeld-
ismanninn og leita skýringa á því að
maðurinn hefði brugðist svona við.
Meðvirknin var bókstaflega áþreifanleg.
Talað var um að það væru tvær hliðar á
öllum málum.
Þetta væri nú útigangsmaður sem
ráðist hefði verið á og bara eðlilegt að
vesalings öryggisvörðurinn væri orðinn
þreyttur á þeim og ágangi þeirra.
Margir töldu ofbeldið eðlilegt vegna
þess að heyrst hafði að þessi hrikalegi
þolandi hefði hótað fjölskyldu manns-
ins og verið með hávaða. Sumir töluðu
fjálglega um að allir gerðu nú mistök og
óþarfi að vera eitthvað að æsa sig yfir
þessu, öryggisvörðurinn var jú miður
sín. Farið var fram á að láta manninn
(öryggisvörðinn) bara í friði af því það
eru jú allir sekir um að hafa einhvern
tíma misst stjórn á skapi sínu. Það þótti
líka fullgróft að svipta manninn vinnu
sinni, af því það ættu allir rétt á að bæta
sig í starfi.
Þetta er aðeins brot af því sem
fólk greip til, til að afsaka ofbeldið.
Nú þekki ég þetta mál ekki persónu-
lega, ekki frekar en þorri þess fólks
sem leyfði sér að tjá sig opinberlega
um málið. Ég þekki hvorki þolandann
né ofbeldismanninn. En ég þekki svo
sannarlega ofbeldi og það sem þarna
gerðist var ekki flókið. Þetta var árás
eins manns á annan. Þarna var mjög
skýrt hver var ofbeldismaður og hver
var þolandi. Þetta var hreint og klárt
ofbeldi og ekkert annað. Ég fordæmi
hiklaust ofbeldi og það slær mig hvað
margir eru umburðarlyndir gagnvart
þessu atviki. Ég minni á að það er ekki
það sama að fordæma ofbeldi og að
fordæma ofbeldismanninn í heild sem
manneskju. Takið eftir því að það er
hægt að óska ofbeldispersónu þess að
hún bæti ráð sitt, vinni í sínum málum
og fái fleiri tækifæri í lífinu án þess að
sætta sig við og samþykkja framið of-
beldi. Velti þetta fólk fyrir sér hvernig
þolandanum hefur liðið að lesa þess-
ar athugasemdir við fréttina? Eða var
bara svona mörgum sama vegna þess
að álitið var að hann væri heimilis-
laus? Það var ráðist á hann innan um
fullt af öðru fólki og reynt að niður-
lægja hann á allan mögulegan hátt og
ekki aðeins hjálpaði honum enginn,
heldur þarf hann að þola að fólk er að
styðja og afsaka ofbeldið gegn honum
í miðlum landsins. Já, það eru stund-
um tvær hliðar á aðdraganda ofbeld-
is en það er aðeins ein hlið á ofbeldinu
sjálfu og það er það sem um ræðir. Og
nei, það er ekki eðlilegt að beita of-
beldi í vinnunni sinni þó maður sé
orðinn þreyttur á því fólki sem maður
umgengst. Og nei, það er ekki eðlilegt
að ráðast á ókunnuga manneskju sem
hefur í hótunum, hafi það gerst hér. Ég
fæ stundum hótanir í mínu starfi og ég
hef aldrei séð það sem eðlileg viðbrögð
að rjúka til og beita ofbeldi. Og jú, við
gerum öll mistök í lífinu og þegar við
gerum þau þá þurfum við sjálf að taka
ábyrgð á mistökum okkar og afleiðing-
um þeirra. Það er lítill manndómur í
því að kenna aðstæðum eða öðrum
um. Langflestir ofbeldismenn eru með
„góðar og gildar“ ástæður og útskýr-
ingar á því af hverju gripið var til of-
beldis og mjög margt ofbeldisfólk er
miður sín eftir að hafa ráðist á aðra. En
það breytir því ekki að ofbeldi var beitt
og það er ofbeldispersónan sem þarf
að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Þarna
voru tveir æstir og reiðir einstaklingar,
en aðeins annar þeirra fór svona gróf-
lega yfir strikið.
Jú, langflest eigum við augnablik í
lífi okkar þar sem við verðum mjög reið
en það gefur okkur ekki leyfi til að ráð-
ast á annað fólk.
Og nei, það er svo sannarlega ekki
sjálfgefið að beita ofbeldi í vinnunni
sinni gegn reiðum „viðskiptavinum“
og fá samt að halda vinnunni. Að sjálf-
sögðu á maðurinn að víkja úr starfi sínu
sem öryggisvörður. Það er nákvæm-
lega þessi meðvirkni með ofbeldi sem
er ein af ástæðunum fyrir því að oft
gengur illa að koma lögum yfir ofbeld-
isfólk. Þetta er sama meðvirknin sem
gerir það að verkum að fólk sem hefur
verið beitt ofbeldi hefur þurft að flýja
heimahaga sína eða jafnvel landið okk-
ar, eða er ekki lengur vært innan sinnar
eigin fjölskyldu. Vegna þess að fólk er
svo ákaft í að afsaka framgöngu ofbeld-
ispersónunnar og ræðst kinnroðalaust
á þolandann fyrir að vera svona leiðin-
legur að vera að gera eitthvert mál úr
þessu. „Skammastu þín þolandi fyrir
að vera skemma svona fyrir ofbeldis-
manneskjunni, greyið gerði bara smá-
mistök.“
Fæst okkar þekkja þessa eintak-
linga sem um ræðir í þessu máli og ég
ætla hvorugan að fordæma sem mann-
eskju en ég fordæmi ofbeldið og ég geri
það hiklaust. Þetta ætti ekkert okkar að
líða eða afsaka sem eðlilega afleiðingu
af streitu í starfi eða sem framhald af
hvössum orðaskiptum tveggja einstak-
linga.
Umræða 17Mánudagur 11. júní 2012
1 Hættir að blogga af ótta við réttarkerfið
Valgarður Guðjónsson þorir ekki öðru
en að hætta að blogga á Eyjunni.
2 Obama sagði brandara um munnmök
Obama sposkur í ræðu í Los Angeles.
3 Handtekinn á nærbuxunum Í misjöfnum erindagjörðum í Reykjavík.
4 Segir ölvunarakstur „geta hent alla“
Sveinn Andri Sveinsson kemur Höskuldi
Þórhallssyni til varnar.
5 Vill Steingrím fyrir landsdóm Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður
um Steingrím J. Sigfússon.
6 Í gufubaði með Colin Farrell Ísold Uggadóttir í góðum félagsskap.
7 Andrúmsloft uppgjafar á Spáni
Ríkisstjórn Spánar bjargað af Evrópu.
Mest lesið á DV.is
Ég gerði
mikil mistök
Höskuldur Þórhallsson var tekinn fyrir ölvunarakstur – Vikudagur
Ég gerði fullt
af mistökum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingkona vill læra af hruninu. – DV
„Frelsið er yndislegt“ Það er ekki víst að þeir verði leiðir á því til lengdar að vera til, þessir litskrúðugu fuglar sem léku sér í uppstreyminu við Úlfarsfell á dögunum.
Mynd: Sigtryggur AriMyndin
Kjallari
Thelma Ásdísardóttir
Starfsmaður hjá Drekaslóð