Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 8
Styrmir í Sigtinu hjá hæStarétti Gengu á Skessuhorn n Gönguhópur Ferðafélags Íslands lagði utan girðingarinnar Þ að var mjög ljúft veður og mjög gaman,“ segir Páll Ásgeir Ás- geirsson, fararstjóri hjá Ferða- félagi Íslands, sem gekk um helgina upp á Skessuhorn ásamt um 100 manna hópi. Í helgarblaði DV var sagt frá því að nýir eigendur jarðar- innar Horns í Skorradal í Borgarfirði, sem fjallið Skessuhorn stendur á, hafi lokað afleggjaranum sem liggur að fjallinu með hengilási. Páll Ásgeir hafði leitast eftir því við nýja eigendur að fá heimild þeirra til þess að keyra umræddan veg en fékk þvert nei, fólkið gæti lagt utan hliðsins að heimreiðinni. Árni Hjörleifsson, annar eigandi landsins, sagði í samtali við DV að þótt þau ættu fjallið vildu þau ekki takmarka aðgang fólks að því en þau vildu minnka bílaumferð á svæðinu. Eiginkona hans, Ingibjörg Davíðsdóttir, birti á Facebook-síðu sinni mynd þar sem hún sagði: „Því- lík fegurð!! Ég á etta.“ Páll Ásgeir seg- ir mikilvægt að vernda rétt göngufólks til að ganga á þjóðagersemar eins og Skessuhorn. Ferðahópurinn lét ekki lokun af- leggjarans hafa áhrif á sig og lagði hópurinn fyrir utan hliðið að heim- reiðinni að bænum og gekk að fjall- inu. Við þetta lengdist gangan um tvo kílómetra eða svo en hópurinn gekk léttilega upp fjallið. „Við höld- um að þetta sé metfjöldi til að ganga á þetta fjall,“ segir Páll Ásgeir en almenn ánægja var með ferðina. 8 Fréttir 11. júní 2012 Mánudagur D ómur Hæstaréttar Íslands í Exeter Holdings-mál- inu bendir sterklega til að dómurinn telji að Styrm- ir Bragason hafi gerst sek- ur um refsiverða háttsemi í viðskipt- unum. Styrmir var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti í málinu. Í héraðs- dómi var Styrmir sýknaður af þess- um ákæruliðum á þeim forsendum að Jón Þorsteinn Jónsson og Ragn- ar Z. Guðjónsson hefðu ekki gerst brotlegir við lög í viðskiptunum. Á fimmtudag dæmdi Hæstiréttur þá Jón Þorstein og Ragnar Z. hins vegar í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í Exeter Holdings-mál- inu og breytir það því stöðu Styrm- is í því. Exeter Holdings-málið snýst um 1.100 milljóna króna lán sem Byr veitti eignarhaldsfélaginu Ex- eter Holdings á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af stjórnendum Byrs, meðal annars Jóni Þorsteini og Ragnari Z., auk MP banka, á yfir- verði. Líkt og rakið er í dómi Hæsta- réttar hafði MP banki gjaldfellt lán þeirra Jóns Þorsteins, Ragnars Z. og fleiri aðila sem tengdust Byr í byrj- un október 2008 og krafið þá um greiðslu á lánum sem þessum að- ilum hafði verið veitt til að fjárfesta í stofnfjárbréfunum í Byr. Jón Þor- steinn og Ragnar voru í ábyrgðum fyrir lánunum og höfðu því hags- muni af því að láta Byr lána Exet- er Holdings fjármuni til að kaupa af þeim bréfin svo þeir losnuðu undan ábyrgðunum. Fyrir liggur að Styrm- ir Bragason kom að því að leggja á „ráðin“, eins og það er orðað í dómi Hæstaréttar, að skipuleggja lán- veitingarnar út úr Byr til stjórnenda Byrs en þessir fjármunir voru síðan notaðir til að endurgreiða MP banka lán. Forsendubrestur Forsendan fyrir sýknudóminum yfir Styrmi brast því í reynd þegar Hæsti- réttur Íslands sakfelldi þá Jón Þor- stein og Ragnar Z. Um þetta segir í dómi Hæstaréttar Íslands: „Eins og áður er rakið var ákærði X [Styrm- ir Bragason, innskot blaðamanns] sýknaður í héraði af báðum þessum ákæruliðum með þeim rökum ein- um að ákærðu Jón og Ragnar telj- ist ekki hafa framið það brot sem í I. kafla ákæru greinir.“ Svo segir að vísa þurfi málinu aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur mun því þurfa að taka afstöðu um það aftur, meðal annars í ljósi dóms Hæstaréttar Ís- lands, hvort og þá hvernig Styrm- ir Bragason gerðist brotlegur við lög með aðkomu sinni að málinu. Dómur Hæstaréttar gefur Héraðs- dómi Reykjavíkur því aðrar forsend- ur en áður til að meta saknæmi hans í málinu því sektardómarnir yfir hin- um sakborningunum varpa öðru og nýju ljósi á málið. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mun dómurinn meðal annars þurfa að velta því fyrir sér hvernig MP banki hagnaðist á við- skiptunum í máli Exeter Holdings. MP banki græddi á tvo vegu Í ákæru sérstaks saksóknara í Exeter Holdings-málinu kemur fram hvern- ig MP græddi á viðskiptunum. Þar sem stjórnendur og starfsmenn Byrs seldu bréf sín inn í Exeter Holdings með lánveitingu frá Byr til að geta staðið í skilum við MP banka, og þar sem MP Banki seldi bréf sín í Byr til að losa Byr við áhættuna af því að eiga bréfin, verður ekki annað séð en að MP banki hafi verið sá aðili sem græddi hvað mest á viðskiptunum. Í ákærunni er tekið fram að lánið út úr Byr til að kaupa stofnfjárbréfin af starfsmönnum og stjórnendum Byrs í tveimur hlutum hafi í heildina ver- ið um 600 milljónir króna. Auk þess keypti Arkea bréf af MP banka í Byr fyrir um 400 milljónir króna. Saman- lagt námu þeir fjármunir sem runnu til MP banka út af viðskiptunum með stofnfjárbréf í Byr sem orðin voru lítils virði því um 800 milljónum króna. Þessir fjármunir komu allir frá Byr. Með þessum hætti færðist tjóns- áhætta af hlutabréfaeigninni í Byr sem og lánunum til starfsmanna Byrs alfarið yfir á MP banka. Um þetta segir í ákærunni: „Þá seldi MP banki Tæknisetrinu Arkea einnig 119.244.757 stofnfjárhluti í Byr sparisjóði í þessum viðskiptum og voru kaupin fjármögnuð á sama hátt með yfirdráttarláni Byrs spari- sjóðs. Með þessu var tjónsáhættu MP Bankanna vegna lánanna komið yfir á Byr sparisjóð.“ Af þessum sökum er það tek- ið fram í ákærunni að embætti sér- staks saksóknara telji að Styrmir hafi tekið þátt í umboðssvikum Jóns Þorsteins og Ragnars þar sem hann hafi bæði komið að kaupum bréf- anna frá stjórnendum Byrs sem og að kaupunum á Byrsbréfunum frá MP banka. Einnig telur embættið að Styrmir hafi gerst sekur um peninga- þvætti með því að taka við pening- um sem var aflað með ólögmætum hætti, það er að segja með umboðs- svikum. Ekki náðist í Styrmi Bragason við vinnslu fréttarinnar. n Sýknaður vegna sýknudóms í héraði yfir Jóni Þorsteini og Ragnari „Með þessu var tjónsáhættu MP bankanna vegna lánanna komið yfir á Byr sparisjóð. Aftur heim í hérað Hæstiréttur Íslands hefur sent mál Styrmis Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, aftur til Héraðsdóms Reykja- víkur til efnismeðferðar. Hann sést hér ásamt Ragnari Hall, lögmanni sínum, þegar málið var flutt í Hæstarétti. Kjúklingasalat + Egils kristall 0,5l júní tilboð Verð aðeins 1.295 kr. d v e h f. 2 0 12 / d ’b o *gildir út júní Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890 Forsætisráðherra fundaði í skipi Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra tók þátt í forsætisráð- herrafundi Norðurlandanna sem fór fram á sunnudag og lýkur í dag, mánudag. Samkvæmt frétta- tilkynningu var rætt um norræna samvinnu, stöðu efnahagsmála á alþjóðavísu, stöðu velferðar- samfélaganna á Norðurlöndum og alþjóðamál. Norðmenn eru í formennsku í norræna samstarf- inu þetta árið og var fundurinn haldinn um borð í M/S Finnmar- ken, sem sigldi með ströndum Norður-Noregs. Kærði nauðgun á Sauðárkróki Kona um tvítugt kærði nauðgun í heimahúsi á Sauðárkróki aðfara- nótt laugardags. Lögreglunni á Sauðárkróki barst tilkynning um nauðgunina frá vinkonu konunn- ar sem þá var farin af heimilinu þar sem atvikið átti sér stað. Lögreglan hitti konuna ásamt vinkonu hennar heima hjá þeirri síðarnefndu eftir að tilkynningin barst þar sem hún fékk meðal annars upplýsingar um mann- inn sem konan kærði. Að því búnu fór lögreglan heim til mannsins þar sem hann var sofandi, vakti hann og tók af honum skýrslu. Bæði maðurinn og konan eru um tvítugt og samkvæmt frétt RÚV um málið hittust þau í samkvæmi fyrr um kvöldið. Lögreglan á Sauðárkróki stað- festir í samtali við DV að málið sé til rannsóknar. Konan var færð á heilbrigðisstofnunina á Sauð- árkróki þar sem hún fékk fyrstu hjálp og undirgekkst rannsókn. Búið er að afla nauðsynlegra sýna en þau verða send til rannsóknar í Reykjavík. Engin hindrun Gönguhópurinn lét vaða á bratta Skessuhorns um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.