Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn R íkisstjórnin þarf að standa föst fyrir hvað varðar breytingu á kvótakerfinu og upptöku á sanngjörnu veiðileyfagjaldi. Sátt verður að nást um það hvernig málum er skipað hvað varð- ar sameign þjóðarinnar allrar. Og al- menningur verður að kveða upp úr um það gjald sem rennur í ríkiskass- ann vegna þeirra einkaleyfa sem út- hlutað hefur verið til veiða. Stöðugur áróður hefur dunið á fólkinu í landinu vegna fyrirhugaðra breytinga á kerfinu. Grátkór útgerðar- manna er á hæstu tónum vegna þess að ekki sé viðhaft samráð við þá um kvótann og það gjald sem tekið verð- ur vegna veiðanna. Í þeirri gagnrýni gleymist það vopnaskak sem einstak- ir forsvarsmenn útgerðarmanna hafa viðhaft gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í landinu. Miskunnar- laust hefur einstökum fjölmiðlum í eigu útgerðarvíkinganna verið beitt til að niðurlægja stjórnvöld í landinu og koma á þau höggi. Og morð fjár hefur verið eytt í ógeðfelldar áróðursaug- lýsingar sem ætlað er að vekja samúð með útgerðinni og klekkja á ríkis- stjórnarflokkunum. Þeir hafa einskis svifist í baráttu sinni. Hápunktur baráttu útgerðar- manna var þegar þeir sendu skip sín til Reykjavíkur og hásetar á launum mættu á Austurvöll til að styðja við baráttu vinnuveitenda sinna. Ekki er staðfest að sjómönnum hafi beinlínis verið fyrirskipað að mæta til mótmæla en upplýst hefur verið að fiskverka- fólk fékk í einu tilviki frí á launum og áfengi fyrir að stíga upp í rútu og halda á vettvang mótmælanna. Sjómennirn- ir sem stóðu á Austurvelli til að sýna yfirboðurum sínum stuðning eru þeir sömu og hafa slag í slag verið sendir nauðugir á haf út með lagaboði vegna þess að ekki náðust samningar við útgerðina. Þetta eru menn sem hafa í þeim skilningi sætt ofbeldi bæði at- vinnurekenda og stjórnvalda en láta samt draga sig inn í deilu af því tagi sem nú stendur. Stokkhólmsheilkenni, kynni einhver að segja. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur má hvergi hvika. Stjórnar- flokkarnir eiga þann leik í stöðunni að keyra í gegn frumvörpin tvö um kvótakerfi og veiðileyfagjald und- ir því fororði að veiðileyfagjaldið fari undanbragðalaust í þjóðaratkvæði. Þar með fær þjóðin að eiga síðasta orðið um leigugjaldið. Og þá mun Sjálfstæðisflokkurinn, sem stefnir í næstu ríkisstjórn, ekki með góðu móti geta afnumið lögin eða veiðigjaldið, eins og þeir hafa hótað. Það er því nauðsynlegt að kalla eftir þjóðarvilja. Og það verður að tryggja að áróð- ursmaskínu LÍÚ verði mætt með aug- lýsingum sem lýsa hinu sjónarhorn- inu. Þetta er sú lýðræðislega leið sem allir ættu að geta fallist á. Siðareglur Ólafs n Ólafur Ragnar Grímsson segist ekki þurfa að setja forsetaembættinu siðaregl- ur þar sem stjórnarskráin banni forsetanum að hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkafyrirtækja. Þar að auki segir Ólafur Ragnar að hann greini opinberlega frá öllum fundum sínum á vefnum for- seti.is og það sé nóg. Þegar færslur frá árunum 2006 og 2007 á vef forsetaembættisins eru skoðaðar, er hins vegar ekki minnst orði á allar einka- þotuferðirnar sem forsetinn fór í á þeim árum, né heldur í boði hverra þær voru. Fullkomin hræsni n Morgunblaðið heldur áfram einbeittum tilraunum sínum til að endurskrifa söguna og reka til baka bús- áhalda- byltinguna. Í Staksteinum blaðsins, sem eru nafnlaus- ir en á ábyrgð Davíðs Odds- sonar ritstjóra, er Ríkisútvarpið sakað um að vera „svívirðilega misnotað“ í umfjöllun um sjávarútvegs- mál. Morgunblaðið er í 70 prósenta eigu útgerðarmanna og því er ritstýrt af formanni Sjálfstæðisflokksins. Bæði er blaðið harkalega andsnúið öllu sem útgerðarmönnum mislíkar, og svo er það undir- lagt af vörn fyrir Davíð. Brjálað samsæri n Í Staksteinum var RÚV gagnrýnt fyrir að það „… útvarpaði gagnrýnislaust svívirðingum og stóryrðum, sem þeir, sem fyrir þeim urðu, áttu engan kost á að svara.“ Er þar vísað til útsendinga af mótmælum tugþúsunda Íslendinga gegn ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, og störfum Davíðs Oddssonar í Seðlabank- anum. Framvegis hlýtur Sjón- varpið að hunsa umfangs- mikil mótmæli almennings. Athyglisverðast er að Stak- steinarnir bera titilinn „Sam- fylkingarstöðin enn á ferð“. Samsæriskenningin er því að RÚV hafi verið misnotað af Samfylkingunni til að styðja við mótmæli gegn ríkisstjórn Samfylkingarinnar. Valgarður hættur n Eyjubloggarinn Valgarður Guðjónsson er hættur að skrifa eftir að sonur hans, Andrés Valgarðsson, var dæmdur til að greiða milljón vegna meið- yrða í svokölluðu Aratúns- máli. Andrés óskaði eftir því að fá undanþágu Hæstaréttar til að áfrýja málinu en því var hafnað. Lífið er yndislegt Jói og Gugga hafa verið edrú í rúmlega ár. – DV Kvótann í þjóðaratkvæði Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Grátkór útgerðar- manna er á hæstu tónum R íkisútvarpið er að deyja,“ sagði ég í blaðaviðtali fyrir um það bil fimmtán árum. Ég man ekki vel hvert tilefnið var en starfs- maður Útvarpsins heilsaði mér ekki í mörg ár fyrir að vera svona and- styggilegur við stofnunina á opinber- um vettvangi. Þetta var reyndar vel meint. Ég var að benda á þá augljósu staðreynd að fyrirtækið væri að lognast út af, deyja andlegum dauða. Í fyrra sagði ég það sama í grein hér í DV og hvatti stjórn Ríkisútvarps- ins ohf. vinsamlegast til að hætta störfum. Það væri tímabært að skipta út pólitískt skipuðum fulltrúum og fá í stjórnina fólk sem hefði raunveru- legan áhuga á rekstrinum. Það voru engin viðbrögð við þeirri grein, nema að Páll Magnússon forstöðumaður lét hafa eftir sér að þetta væri persónu- leg gremja greinarhöfundar og því ekki svaraverð. Málverkin á 5. hæðinni Mér finnst þetta ennþá gríðarlega fyndinn og góður punktur hjá for- stöðumanninum. Í samfélagi Rík- isútvarpsins er gengið út frá því að þeir sem gagnrýna stofnunina séu fæddir óánægðir. Það hljóti að vera helsti draumur hvers manns að fá fasta vinnu hjá fyrirtækinu. En, nei takk. Ég er ekki að halda þessu fram til þess að ég hagnist á því persónu- lega eða í pólitískum tilgangi. Það er fleira til í fjölmiðlaheiminum en sæti á fyrsta farrými hjá hinu opin- bera. Það vilja ekki allir fá málverk af sjálfum sér á efsta degi á 5. hæð í Út- varpshúsinu. Ekkert að frétta Stutta útgáfan af þessari gagnrýni er þessi: Það er hægt að gera meira hjá Ríkisútvarpinu ohf. fyrir þessar 3.200 milljónir sem félagið fær frá skattborg- urum árlega. Það er ekki hægt að fyr- irtækið sé bæði á framlögum frá hinu opinbera og líka að keppa á almenn- um auglýsingamarkaði. Það eru til heilu hillumetrarnir hjá Samkeppnis- stofnun, þar sem ítrekað er fundið að því að Ríkisútvarpið sé að vinna á báð- um vígstöðvum. En ekkert gerist í því máli heldur. Það er sem sagt ekkert nýtt að frétta frá Ríkisútvarpinu ohf. Ekki síðan í fyrra eða frá því fyrir fimm- tíu árum. Það hafa reyndar komið tveir nýir fulltrúar stjórnmálaflokka í stjórn félagsins. Það er búið að koma saman frumvarpi sem er í ljósritunar- vélinni á Alþingi og sjálfsagt fast þar. Það er allt og sumt. Áfram eru bíó- myndirnar um helgar í boði Toyota Yaris og engin dagskrárstefna, engin útboð á framleiðslu dagskrárefnis fyrir útvarp eða sjónvarp, og ofrík- ið á auglýsingamarkaðnum er látið óáreitt. Öðru hverju útvarpar PR-deild Ríkisútvarpsins einhverjum tölum, um einstakt áhorf eða frábæran ár- angur í rekstri. En það sem rennur út úr viðtækjunum segir alla söguna. Rás 1 og Rás 2 eins og úr graníti, á sama gamla staðnum á FM-skalan- um, ekki gramm fram yfir það dag- skrárefni sem nauðsynlega er hægt er að komast af með. Dægurmenn- ingu er sinnt af miklum þrótti í sjón- varpinu, Kastljós, söngvakeppni sem tekur heilan vetur, einn bókaþáttur, einn menningarþáttur, best of Sigfús Halldórsson, danskir matreiðsluþætt- ir, spurningaþættir og EM í fótbolta, sem er allt ágætt efni, takk. En stendur til að gera meira? 19. sæti Þetta er einmitt spurningin sem ég spurði nýjan formann stjórnar Rík- isútvarpsins ohf: Stendur til að gera meira? „Það eru breytingar… “ sagði Björg Eva Erlendsdóttir, og hún skuldar mér svo sem engar frekari út- skýringar. Ég trúi því vel að stjórn Rík- isútvarpsins trúi því sjálf að það séu breytingar. En ég sé engar breytingar. Þeir sem bera ábyrgð á þessari dauðans kyrrstöðu eru stjórnin og síðan fjármálaráðherra, sem er handhafi eina hlutabréfsins í þessu hálf opinbera fyrirtæki. Já, og svo náttúrulega menntamálaráðherra. Þessi beckettíska bið þeirra eftir nýju lagafrumvarpi og þessi barns- lega trú þeirra á að þar liggi kannski breytingarnar, er sorgleg. Því það er alveg skýrt samkvæmt lögum, að stjórn Ríkisútvarpsins getur gert þær breytingar sem hana langar til. Það var svo ekki að spyrja að því að fulltrúar Sjónvarpsins stóðu við land- ganginn þegar Júrúvision söngvararn- ir komu heim. Þeim var fagnað eins og sigurvegurum með blómum og kröns- um fyrir að ná 19. sætinu í keppninni. Þetta er táknrænt, því kannski er stofnunin sjálf stödd nákvæm- lega á þessum slóðum á heimslista fjölmiðla, bara sæmilega um miðja deild. Og allir svo glaðir yfir því að æfingarnar ganga vel í Bakú. Æfingarnar ganga vel í Bakú „Kannski er stofnunin sjálf stödd nákvæm- lega á þessum slóðum á heimslista fjölmiðla. 16 11. júní 2012 Mánudagur Kjallari Þorsteinn J. Vilhjálmsson Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR Ég er að vinna á Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi finnur fyrir jákvæðri bylgju. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.