Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 11. júní 2012 Ferðast styttri vegalengdir innanlands Vegagerðin gerir ráð fyrir að um- ferðin dragist saman um 3% á árinu og verði sú sama og 2005. Samkvæmt sextán lykilteljurum, sem þykja gefa góða vísbendingu um heildarþróun umferðar á landinu öllu, var samdrátturinn fyrstu fimm mánuði ársins 1%, mestur var hann í janúar. For- stöðumaður Rannsóknarmið- stöðvar ferðamála, Edward H. Huijbens, sagði í samtali við Rúv, að þetta bitni á innlendri ferða- þjónustu. Íslendingar fari í styttri ferðir innanlands, keyri styttri vegalengdir og gefi sér minni tíma til þessara ferðalaga. Kynntust í fangelsi Annþór Kristján Karlsson og Börkur hafa verið í sviðs- ljósinu undanfarið. Frumkvöðlar styrktir Umhverfissjóður Ergo, fjármögn- unarþjónustu Íslandsbanka, hef- ur veitt Radiant Games og Sæþóri Ásgeirssyni styrki, samtals að fjárhæð 1 milljón króna. Styrkirn- ir eru veittir árlega til að styðja við frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála. Radiant Games er ungt sprota- fyrirtæki sem vinnur að hönnun og þróun á tölvuleik fyrir börn sem fræðir þau um endurnýtan- lega orku. Sæþór Ásgeirsson hef- ur verið að þróa vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður. Fyrstu frum- gerðina í fullri stærð smíðaði hann árið 2009. Markmiðið með styrkjunum er að hvetja til ný- sköpunar og þróunar á þessum sviðum. Handleggsbrotn- aði á Helgafelli Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að aðstoða við að bjarga konu sem handleggsbrotnaði í fjallgöngu á Helgafelli í Hafnarf- irði á sunnudagseftirmiðdag. Konan átti erfitt um vik við að komast niður af fjallinu og þurftu björgunarmenn því að sækja hana. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var í æfingaflugi á þessum tíma og var fengin til að sækja konuna og flytja hana til aðhlynningar á Landspítalanum. n Fleiri kærur berast vegna meintra ofbeldisverka Barkar Birgissonar Kæra BörK fyrir frelsissviptingu T veir einstaklingar hafa stig- ið fram og kært hinn marg- dæmda ofbeldismann Börk Birgisson fyrir ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og hótanir. Samkvæmt heimildum DV á atvikið að hafa átt sér stað fyrir tveimur árum. Flúðu vegna ótta Það var síðastliðinn fimmtudag sem par, sem bjó saman á þeim tíma sem atvikið átti sér stað, kærði málið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Samkvæmt heimildum vildi Börkur meina að maðurinn, sem þá var tvítugur, skuldaði honum pen- ing. Börkur á að hafa haldið stúl- kunni, sem var 18 ára þegar atvikið á að hafa átt sér stað, í gíslingu inni á skemmtistað í Hafnarfirði sem var í hans umsjá. Á stúlkan að hafa komist út af staðnum þegar lögreglan kom á staðinn. Vegna hræðslu við Börk á hún að hafa sagt við lögreglu að hún væri gestkomandi á staðnum og ekki viðurkennt að henni hefði ver- ið haldið nauðugri. Í kjölfar atviksins á parið að hafa þurft að flytja af höf- uðborgarsvæðinu í einhvern tíma af ótta við Börk. Þau hafa hins vegar ákveðið að stíga fram núna og leggja fram kæru þar sem Börkur er í fangelsi og því ekki jafn hættulegur. Samkvæmt heimildum DV eru fleiri einstak- lingar að íhuga að kæra Börk fyr- ir ofbeldi og fjárkúgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsókn málsins. „Hann svífst einskis“ Einstaklingur sem þekkir til Barkar segir í samtali við DV að Börkur hafi stundað handrukkun og sé þekktur fyrir að búa til skuldir á fólk. „Sak- lausasta fólk, krakka sem hafa ekk- ert á milli handanna og geta ekkert svarað fyrir sig. Fólk sem þorir ekki að gera neitt nema að borga honum. Hann svífst einskis.“ Sem dæmi um þetta snýr ein af ákærunum á hendur Berki og öðrum þekktum ofbeldismanni, Annþóri Kristjáni Karlssyni, meðal annars að fjárkúgun en í ákæru segir að Börk- ur og Annþór í félagi við aðra menn hafi ráðist með ofbeldi á þrjá einstak- linga, haldið þeim nauðugum og krafist þess að einn mannanna borg- aði þeim hálfa milljón króna daginn eftir en annar var krafinn um að greiða þeim 200 þúsund á mánuði um ótiltekinn tíma. Var mönnun- um hótað frekara ofbeldi ef þeir yrðu ekki við kröfum þeirra. Segir einnig í ákærunni að þremenningarnir, sem urðu fyrir árásinni, hafi ekki átt þess kost að komast út úr íbúðinni vegna hótana, ógnana, nauðungar og ofbeldis. Voru þeir þarna inni í allt að klukkutíma en árásarmennirn- ir yfirgáfu ekki staðinn fyrir en fórn- arlömbin samþykktu að verða við kröfum þeirra um greiðslu fjárins. Margar ákærur Börkur situr nú í einangrun á Litla- Hrauni ásamt Annþóri vegna gruns um að þeir hafi orðið samfanga sín- um að bana í maí síðastliðnum. Þessa nýja kæra bætist því í safn mála sem Börkur á yfir höfði sér en hann er ásamt Annþóri meðal annars ákærður fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjár- kúgunar. Þau mál voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. júní en Börkur og Annþór fengu ekki að vera viðstaddir þinghaldið þar sem það gæti spillt rannsóknarhagsmun- um í máli fangans sem lést. Hrækti á dómara Annþór og Börkur voru handtekn- ir eftir umfangsmikla rassíu lög- reglunnar í undirheimum Reykja- víkur og úrskurðaði héraðsdómur að þeir skyldu afplána eftirstöðvar dóma sem þeir hlutu fyrir nokkrum árum. Við það tækifæri hrækti Börk- ur að dómara og hótaði honum. Börkur hefur enn ekki verið ákærður fyrir athæfið en að hrækja á dómara í starfi flokkast undir brot gegn vald- stjórninni og geta viðurlög við slíku broti varðað allt að sex ára fangels- isvist. Dæmdur fyrir tilraun til mann- dráps Börkur, sem er fæddur 1979 og er úr Hafnarfirði, á langan sakaferil að baki. Hæstiréttur dæmdi hann til sjö og hálfs árs fangelsisvistar árið 2005 fyrir tilraun til mann- dráps á veitingastaðnum A. Han- sen árið 2004. Hann hafði auk þess rifbeinsbrotið tengdaföður sinn og ráðist á fjóra aðra karlmenn. Þá var Börkur dæmdur fyrir ólöglegan vopnaburð og umferðarlagabrot. Að mati Héraðsdóms Reykjaness átti Börkur sér engar málsbætur og var árás hans með öxinni sér- staklega ófyrirleitin þar sem til- viljun ein réð því að fórnarlamb- ið komst lífs af. Þá segir að önnur brot hafi verið fólskuleg, yfirleitt án aðdraganda og beinst að höfði eða andliti þeirra sem fyrir þeim urðu. Áður hafði Börkur þríveg- is verið dæmdur í fangelsi fyrir of- beldisbrot. Meðan á afplánun stóð gerðist hann sekur um alvarleg agabrot og var vistaður í einangr- un vegna þeirra. DV greindi frá því árið 2008 að Börkur hefði bæði ráð- ist á fangaverði og samfanga sína. Nefbraut samfanga Börkur var dæmdur 2007 fyrir að hafa árið áður slegið samfanga sinn á Litla-Hrauni með hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hann nef- brotnaði. Atvikið átti sér stað á fót- boltavelli við fangelsið í útivistartíma fanga. Hann hlaut einnig dóm fyrir að hafa fíkniefni undir höndum inn- an fangelsisins. Fíkniefnin sem voru gerð upptæk voru 5,5 grömm af hassi sem fundust í klefa hans. Samkvæmt heimildum DV urðu Annþór og Börkur vinir þegar þeir sátu inni á Litla-Hrauni. Eftir að hafa hlotið reynslulausn eiga þeir í sameiningu að hafa verið umsvifa- miklir í undirheimum Reykjavíkur. Þeir eru meðstjórnendur í fyrirtæk- inu Mebbakk sem var stofnað í apr- íl í fyrra en Mebbakk rekur meðal annars sólbaðsstofuna Bahamas á Grensásvegi. „Börkur á að hafa haldið stúlkunni, sem var 18 ára þegar at- vikið á að hafa átt sér stað, í gíslingu inni á skemmtistað í Hafnarfirði sem var í hans umsjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.