Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 24
við leik Hollendinga og verður seint sakaður um að hafa valdið mikilli hættu í teig danska liðsins ólíkt því sem hann gerir daginn út og inn með félagsliði sínu Arsenal. Aðeins einu sinni í öllum leiknum gerði hann sig líklegan þegar skot hans snemma í leiknum fór í stöngina. 24 Sport 11. júní 2012 Mánudagur Bróðirinn stal treyjum upp í skuld n Farsinn kringum Ronaldinho á enda Þ að er vart hægt annað en elska blóðhitann í Suður-Am- eríkumönnum. Hvar annars staðar en þar dytti umboðs- manni frægrar knattspyrnu- stjörnu í hug að æða inn í liðsversl- un, grípa 25 treyjur og halda á brott án þess að greiða krónu fyrir? Ein- göngu vegna þess að félagið skuldar skjólstæðingi hans hundruð milljóna króna í launagreiðslur. Þetta átti sér stað fyrir tveimur vikum í Ríó í Bras- ilíu þegar umboðsmaður, og bróðir, stórstjörnunnar Ronaldinho, fékk nóg af litlum svörum forráðamanna Flam- engo vegna launaskulda við bróð- urinn. Umbinn var þó ekki að gera annað en vekja athygli á að bróðirinn frægi hafði á þeim tímapunkti ekki fengið greiddar 200 milljónir króna í laun. Það hafði tilætluð áhrif. Þar hefur Ronaldinho verið á mála um átján mánaða skeið með 80 millj- ónir króna í mánaðarlaun en sú upp- hæð er svo há á brasilískan mæli- kvarða að Flamengo varð að gera sérstakan samning við einkafyrirtæki til að geta greitt laun stjörnunnar. En þrátt fyrir húrrahróp og húll- umhæ stuðningsmanna yfir að fá stjörnuna til liðs við Flamengo hef- ur Ronaldinho átt hörmulega leiki á þeim tíma sem liðinn er. Er hann mun frægari fyrir afrek sín utan knattspyrnuvallarins síðustu mánuði enda velþekkt að kappinn er dug- legur að skemmta sér. Var meira að segja talið að hann hefði kosið að fara til Flamengo eingöngu vegna spennandi næturlífsins í Ríó. Síðar kom í ljós að einkafyrirtæk- ið sem ætlaði að greiða stóran hluta launa Ronaldinho hætti að greiða þar sem vörur tengdar stjörnunni seldust mun verr en ráð var gert fyr- ir. Það þýddi að Flamengo hefur ekki getað greitt laun um skeið og lyktaði málinu með að stjarnan stefndi fé- lagsliðinu fræga fyrir dómstóla vegna vangoldnu launanna. Sú ákvörðun frelsaði Ronaldinho einnig undan samningi sínum við lið Flamengo og í byrjun júní gekk hann til liðs við Atletico Mineiro. Þótti hann sýna gamla takta strax í fyrsta leik sín- um og var heilinn á bak við sigur liðs síns í þeim leik. albert@dv.is Nýtt líf? Tekst Ronaldinho að rífa sig upp úr meðal- mennsku með sínu nýja félagsliði Atletico Mineiro? Bullur láta að sér kveða Mjög var óttast um ólæti og jafnvel ofbeldi á yfirstandandi Evrópumóti enda bæði Pól- verjar og ekki síður Úkraínu- menn þekktir fyrir töluverð læti á knattspyrnuleikjum. Fyrsta helgin á mótinu gekk þó tiltölu- lega vel fyrir sig. Lögregla hefur aðeins einu sinni lent í átökum en það var fjarri knattspyrnuvellin- um í miðborg Poznan í Póllandi. Handtók lögregla tíu manns eft- ir drykkjuskap og hávaða írskra stuðningsmanna sem lenti saman við heimamenn. Um 20 þúsund Írar eru í Póllandi að fylgja sínu liði á EM. Spænska liðið það besta? Það kann að segja sitt um síaukn- ar vinsældir knattspyrnu í Banda- ríkjunum að stór meirihluti lesenda Wall Street Journal telur að spænska landsliðið nú sé besta íþróttalið allra tíma í öllum grein- um. Stendur blaðið fyrir könnun um þetta á vef sínum og þar segja rúm 70 prósent að svo sé. Skýt- ur spænska landsliðið þar aftur fyrir sig öllu vinsælli sigursælum liðum á borð við Dallas Cowboys í ruðningsboltanum, Yankees í hafnarboltanum, Celtics í NBA og Montreal í íshokkíinu. Van Persie orðaður við Juventus Dagblöð á Ítalíu fullyrða að for- ráðamenn Juventus leiti nú leiða til að lokka Robin van Persie til liðsins og það strax í sumar. Bætist ítalska liðið þar í hóp liða á borð við Barcelona og Manchester City sem hafa mikinn hug á að fá Hol- lendinginn til sín. Stjórnarfor- maður Arsenal hefur viðurkennt að ekki sé víst að liðinu takist að halda stjörnunni sem á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur þegar hafnað einum framlengingar- samningi frá enska liðinu. H eims- og Evrópumeistarar Spánverja voru stálheppn- ir að tapa ekki sínum fyrsta leik á Evrópumótinu 2012 þegar Ítalir gerðu sig lík- legri en ekki til að hirða þrjú stig í fyrsta leik þessara liða í C-riðli EM. En þótt Spánverjar syrgi töpuð stig var leikurinn frábær skemmtun og að meðtöldum leik Dana og Hol- lendinga mesta skemmtunin hingað til í keppninni. Pressa skapaði stress Er 1–1 jafntefli gegn Ítölum er ekki sú byrjun sem ríkjandi meistarar Spánverja voru að vonast eftir jafn- vel þó andstæðingurinn hafi hreint ekki verið af verri endanum. En Ítal- ir vissu upp á hár hvernig ætti að tækla léttleikandi Spánverjana og pressuðu allan tímann um allan völl með þeim árangri að flumbrugang- ur sást í leik spænskra. Flumbru- gangur sem hefur lítið sem ekkert borið á í leikjum liðsins síðastliðin fjögur til fimm ár. Ætti þetta að gefa öðrum and- stæðingum Spánverja tækifæri til að leika sama leik en Spánn er sem fyrr kyrfilega efst á listum veðbókara yfir það landslið sem líklegast er til að sigra á EM að þessu sinni. Of mikil pressa á Persie? Framherji eins og Robin van Persie ætti að eiga stórkostlega leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu en þess í stað er hann úti á þekju, er taugastrekktur og víðs fjarri þeim van Persie sem er hættulegasti framherj- inn í enska boltanum. Um það bil svona var einkunn- in sem hollenski landsliðsmaður- inn fyrrverandi Clarence Seedorf gaf landa sínum Robin van Persie eft- ir 0–1 tapleik Hollands gegn Dön- um í fyrsta leik þessara liða í B-riðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu um helgina. Tapið kom flestum í opna skjöldu og hollensk dagblöð vönd- uðu leikmönnum landsliðsins ekki kveðjurnar í kjölfarið. Persie, af mörgum talinn besti framherji heims, komst aldrei í takt Albert Eyþórsson albert@dv.is EM 2012 EM VEislan Er hafin n Spánverjar heppnir að ná jafntefli gegn Ítalíu n Hollendingar klaufar 9 10 76 5 8 3 1 17 15 Simon Poulsen Danmörk Andrés Iniesta Spánn 20 Jerome Boateng Þýskaland Cristiano Ronaldo Portúgal Stephan Andersen Danmörk Sergio Ramos Spánn Andrey Arshavin Rússland Alan Dzagoev Rússland Robert Lewandowski Pólland Claudio Marchisio Ítalía Pepe Portúgal Lið helgarinnar Magnaður í markinu Þakka má markverði Dana að stóru leyti fyrir óvæntan sigurinn á Hollandi um helgina en þau úrslit komu velflestum fótboltaáhugamönnum á óvart. Hollendingar sóttu látlaust þann leik og höfðu hann mikið til í hendi sér þrátt fyrir tapið en skot þeirra annaðhvort geig- uðu eða Andersen markvörður steig upp og það með miklum bravúr. Stóðu vaktina vel Sergio Ramos stóð sig fantavel fyrir Spán gegn Ítalíu og afstýrði sennilegast marki hjá Balotelli með fantagóðri tæklingu á ögurstundu í þeim leik. Simon Poulsen var einn af fáum leik- mönnum danska liðsins sem hélt boltanum feikivel og hvers sendingar skópu margar af skyndisóknum Dana í leiknum gegn Hollandi. Pepe hjá Portúgal er heimsklassa varnarmaður sem sjaldan gerir mistök. Engin voru þó í leiknum gegn Þýskalandi þó sá hafi tapast. Sömuleiðis stóð Boateng sig vel hinum megin en hann fylgdi Cristiano Ronaldo eftir eins og skugginn og gerði það mætavel. Dzagoev með tvö Ronaldo kemst engu að síður á blað í liði helgarinnar því hann nýtti þær örlitlu glufur sem hann þó fékk í leiknum gegn Þýskalandi og átti ágætis skot sem markvörður Þjóðverja átti í nokkrum vandræðum með og hefðu á öðrum degi mögulega endað í netinu. Sömuleiðis stóð Ítalinn Claudio Marchisio sig mætavel. Sá var að öllum stundum og tók oftar en ekki af skarið fram á við þegar sóknir Spánverja voru stöðvaðar. Þær sóknir skapaði yfirleitt hinn eitraði Andrés Iniesta sem enginn virtist geta stöðvað með öðru en broti. Þá stóð Rússinn Alan Dzagoev sig mætavel allan leikinn gegn Tékklandi sem vannst 4-1 og skoraði Dzagoev tvö marka Rússa. Eitraðir í sókninni Enginn sóknarmaður stóð sig neitt stórkostlega þessa helgina þó margir væri sprækir. Bæði Antonio Di Natale hjá Ítalíu og Salpingidis hjá Grikklandi voru sem ferskir vindar fyrir sín lið þegar þeir komu inn á seint og um síðir. Það er þó Robert Lewandowski hinn pólski sem fær atkvæði nú enda var hann stórhættulegur gegn Grikkjum og setti inn mark Póllands. Andrey Arshavin komst ekki á blað í stórsigri Rússa en hann var lykilmaður að skapa fram á við og var ógnandi frá fyrstu mínútu. Þá var hann einnig duglegur að koma til baka sem mörgum sóknarmönnum hryllir við að gera. Risaslagur Spánverjar og Ítalir skildu jafnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.