Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 4
Verða að tala pólsku n „Misskilningur,“ segir starfsmannastjóri V ið erum ekki á móti Íslending- um en það er auðvitað heppi- legt að starfsmennirnir geti talað almennilega saman, segir Sjöfn Guðmundsdóttir, starfs- mannastjóri fyrirtækisins Borg- arplasts hf., um auglýsingu sem birt- ist á vefsíðu Vinnumálastofnunar á dögunum þar sem fyrirtækið aug- lýsti eftir starfsmönnum. Þar kem- ur fram að menntunar- og hæfn- iskröfur séu eftirfarandi: „Engar kröfur eru gerðar um menntun, en lögð er áhersla á stundvísi og snyrti- mennsku. Viðkomandi þarf að vera pólskumælandi og búa í Mosfells- bæ.“ Sjöfn segir að Íslendingar hafi al- mennt sýnt störfum sem þessum lít- inn áhuga, en um er að ræða verk- smiðjustarf. Því sé Borgarplast með marga útlendinga í vinnu – aðallega Pólverja. „Þetta er samt bara einhver misskilningur. Ég skal breyta aug- lýsingunni ef þú vilt,“ segir Sjöfn að- spurð um tungumálakunnáttukröfur í auglýsingunni. Samkvæmt tölum frá Vinnumála- stofnun eru 10.887 manns atvinnu- lausir á landinu öllu, þar af 9.080 ís- lenskir ríkisborgarar. 273 þeirra búa í Mosfellsbæ. „Mér finnst þetta mjög skrítið,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, aðspurður um málið. Hann kveðst aldrei hafa heyrt annað eins. 4 Fréttir 11. júní 2012 Mánudagur R annsóknarfyrirtækið Kroll dró upp afar dökka mynd af íslenska fjárfestinum Björgólfi Thor Björgólfssyni í skýrslu sem unnin var fyr- ir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr árið 2006. Skýrslan var unnin fyrir Barr vegna áhuga Björgólfs Thors og Acta- vis á að kaupa króatíska lyfjafyrirtæk- ið Pliva. Barr hafði einnig hug á því að kaupa Pliva og var skýrslan notuð gegn Björgólfi Thor í kapphlaupinu um fyrirtækið í Króatíu. Upplýsingum úr skýrslunni var meðal annars lekið í fjölmiðla þar í landi. Svo fór á end- anum að Björgólfur Thor varð und- ir í kapphlaupinu um Pliva í október 2006 þegar Barr keypti fyrirtækið. Í skýrslunni er fjallað um við- skiptasögu Björgólfs Thors og stikl- að á stóru í ævi hans. Sagt er frá Haf- skipsmálinu og þeim áhrifum sem rannsóknin á föður hans í því hafði á Björgólf Thor, uppgangi Björgólfs Thors í Rússlandi, sölunni á Bravo- verksmiðjunni í Rússlandi, kaupun- um á Landsbankanum og ævintýra- legum ferli hans í viðskiptalífi Evrópu eftir Rússlandsdvölina. Kastljósið fjallaði um skýrsluna í fyrra, aðallega um það sem þar kemur fram um við- skipti Björgólfs Thors í Rússlandi. Það sem vekur einna mesta athygli í skýr- slunni er þó ekki umfjöllunin um við- skipti Björgólfs Thors heldur myndin sem dregin er upp af persónu hans. Sagður hafa látið dólgslega Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn nánasti aðstoðarmað- ur Björgólfs Thors á árunum fyrir hrun hafi verið Grikki að nafni Con- stantine Gonticas sem heimildar- menn Kroll gáfu sína hæstu einkunn. Gonticas vann að sölunni á Bravo- verksmiðjunni í Rússlandi árið 2002 þegar hann var starfsmaður banda- ríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch í Evrópu og fór síðar yfir til fjárfestingarfélags Björgólfs Thors, Novator. „Orðspor hans [Gonticas, innskot blaðamanns] í fjármálaheim- inum er afbragðsgott,“ er með- al annars haft eftir ónafngreindum heimildarmanni rannsóknarfyrirtæk- isins. Þá er haft eftir heimildarmanni í skýrslunni að hann skilji ekki af hverju Gonticas vinni með Björgólfi Thor. „Thor er ríkur strákur sem á alla pen- ingana ... Constantine er heilinn á bak við fyrirtækið og vinnur alla vinnuna ... hann beygir sig í duftið fyrir Thor ... hann ætti ekki að vera með þessum mönnum, þetta er mjög skrítið. Hvað í andskotanum er hann að gera með þessum manni?“ er haft eftir heim- ildarmanni um samband Gonticas og Björgólfs Thors. Í skýrslunni er Björgólfur meðal annars sagður hafa greitt dyraverði á næturklúbbi í Suður-Evrópu nokk- ur þúsund evrur til að komast inn á klúbbinn ásamt vinum sínum. Þegar Björgólfur Thor þurfti að bíða eftir því í nokkrar mínútur að komast inn á staðinn er hann sagður hafa „…orðið brjálaður … þessi maður heldur að hann geti keypt allt.“ Hegðun Björgólfs sögð „ógeð- felld“ Í skýrslu Kroll segir enn frekar að einstaklingar sem fóru út á lífið með Björgólfi og Gonticas hafi staldr- að stutt við þar sem hegðun Björg- ólfs Thors hafi ekki verið ásættanleg. „Aðrir einstaklingar sem við rædd- um við sögðu að þeir hefðu þurft að „fara snemma heim“ þegar þeir fóru út með Gonticas þegar Björgólfur var viðstaddur vegna þess að þeim þótti framkoma hans „svo viðbjóðsleg“.“ Ekki er útskýrt nákvæmlega við hvað er átt með þessum orðum en skilja má þau sem svo að íslenski fjárfestir- inn hafi þótt skemmtanaglaður mjög og „slegið um sig með peningum sín- um“, eins og segir í skýrslunni. Þá segir í skýrslunni að hugsan- legt sé að Björgólfur hafi tileinkað sér slíkan lífsstíl í Sankti Pétursborg þar sem hann er einnig sagður hafa ver- ið skemmtanaglaður og hrifinn af glaumi næturklúbba. Myndin sem dregin er upp af persónu Björgólfs Thors í rannsóknarskýrslu Kroll er því ekki mjög falleg. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs, segir skýrsluna unna að beiðni Barr Pharmaceuticals þegar fyrirtækið barðist við Actavis um lyf- jafyrirtækið Pliva. „Liðu í þeirri bar- áttu Barr var samantekt á orðrómi og dylgjum, sem sett var fram á skýrslu- formi.“ „Heldur að Hann geti keypt allt“ n Slæmri hegðun Björgólfs Thors Björgólfssonar lýst í leyniskýrslu Kroll Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sagður glaumgosi Rannsóknarfyrirtækið Kroll dró upp dökka mynd af persónu Björgólfs Thors í skýrslu um hann árið 2006. Íslenski fjárfestirinn var sagður glaumgosi sem teldi allt vera falt. MYND SIGTRYGGUR ARI Fundaði með Google Fulltrúar frá Google áttu fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöð- um á föstudag. Á fundinum var rætt hvernig Íslendingar beita upplýsingatækni til að tryggja ábyrga og sjálfbæra nýtingu sjáv- arauðlinda og til að hafa eftirlit með veiðum. Þetta kemur fram á vef forsetaembættisins. Þar kemur einnig fram að sendinefnd Google hafi átt í við- ræðum við fyrirtæki á sviði upp- lýsingatækni og í sjávarútvegi, Siglingamálastofnun, Hafrann- sóknastofnun, Vaktstöð siglinga og fleiri í heimsókn sinni hingað til lands. „Þegar ég hitti fulltrúa Google á heimsþingi um höfin sem The Economist skipulagði í ársbyrjun bauð ég þeim að koma til Íslands. Nú er verið að leggja grunninn að spennandi samstarfi,“ segir Ólafur Ragnar einnig um heimsóknin Google á Facebook-síðu sinni. Ölvuð kona féll í sjóinn Hjón á fimmtugsaldri komust í hann krappan í veiðiferð í Keflavíkurhöfn á laugardag. Kon- an kastaði út en festi spúninn í þara á bryggjunni. Þegar hún hall- aði sér fram af bryggjunni til að kíkja vildi svo óheppilega til að hún datt í sjóinn. Maður konunnar og sonur náðu að toga konuna upp úr kafi og héldu henni við bryggjuna þar til hjálp barst. Konan var nokkuð ölvuð þegar atvikið átti sér stað. RÚV greindi frá. Að sögn lög- reglunnar á Suðurnesjum varð konunni ekki meint af volkinu en hún var flutt á sjúkrahús til að- hlynningar enda orðið kalt eftir veruna í sjónum. Margir án vinnu Á tímum mikils atvinnuleysis kemur pólskukunnátta að góðum notum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.