Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 11. júní 2012 Mánudagur Notar húmor í dansinum n Berglind stendur fyrir vefsíðunni The Berglind festival É g held að málið sé að fólk tengi sig við margt af þessu og þess vegna finn- ist því þetta fyndið. Það finnst öllum gaman að því sem það getur tengt sig við. Svo eru gif-myndir bara svo fyndn- ar, segir Berglind Pétursdóttir sem stendur fyrir vefnum The Berglind festival. Vefurinn er gerður að erlendri fyrirmynd en þar setur hún inn litlar hreyfimyndir og skrifar við þær stuttan skemmtilegan texta. „Ég var mikið að skoða síðuna gulirmidarurgledibankanum. tumblr.com. Ég fór svo bara að herma eftir. Þetta byrjaði allt með þeim,“ segir Berglind sem er hæstánægð með aðsókn- ina að vefnum. „Ég hef ver- ið með þetta í tæpan mánuð eða síðan í maí. Aðsóknin fór strax vel af stað og núna er ég komin með 20 þúsund manns sem kíkja þarna inn á hverj- um degi. Ég held bara að það séu flestir ánægðir með þetta nema kannski einn og einn sem finnst eitthvað pirrandi að maður sé að apa svona eft- ir öðrum. En er það ekki alltaf þannig? Ég er bara að þessu til að gleðja aðra.“ Berglind starfar sem sjálf- stætt starfandi dansari og hef- ur engan áhuga á að færa sig í uppistandið. „Ég hef bara gaman af húmor og á barn með uppistandara. Það hjálp- ar kannski til,“ segir hún hlæj- andi en barnsfaðir hennar er enginn annar en rapparinn og uppistandarinn Dóri DNA úr grínhópnum Mið-Íslandi. „Ég tek dansinn mjög alvar- lega. Er með dansflokka sem heita Litlar nettar og Hnoð auk þess sem ég er í stjórn Reykja- vík Dansfestival. Auðvitað er hægt að nota húmor í dansi en það er mjög vandmeðfarið. En maður reynir samt alltaf að hafa þetta ekki of leiðinlegt.“ Aðspurð segist hún ekki halda upp á neinn sérstak- an grínista eða uppistandara. „Mér finnst vinir mínir bara fyndnastir. Þeir eru bestir. Og gulir miðar.“ Upplifir æsku- drauminn Það má heldur betur segja að æskudraumur Hauks Harðarsonar, íþróttafrétta- manns á RÚV, hafi ræst hvað atvinnu varðar. Hann greindi frá því á Facebook-síðu sinni á fimmtudag að þegar hann var unglingur hefði hann ávallt valið sér sumarstörf sem hentuðu vel með stór- mótum í knattspyrnu. „Man þegar ég var yngri og valdi sumarstörf eftir því hvernig það hentaði að horfa á stór- mótið sem var yfir sumarið með. Þeirri leit er nú lokið,“ skrifaði Haukur á síðuna. Hann getur því unað sér því vel næstu vikurnar yfir EM í knattspyrnu og fær sem fréttamaður greitt fyrir að horfa á leikina. S ólveig Káradóttir, fyrir- sæta og sálfræðing- ur, og Dhani Harri son gengu í það heilaga um síðustu helgi. Á meðal gesta í brúðkaupinu voru stórstjörnur eins og Tom Hanks, Eric Clapton og Paul McCartney en Dhani er sonur Bítilsins sáluga George Harri- son. Þó nokkrir Íslendingar voru viðstaddir brúðkaupið. Má þar nefna Kára Stefánsson, föður brúðarinnar og forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, Þór- unni Antoníu Magnúsdóttur og kærasta hennar Ágúst Bent Sigbertsson, rappara og leik- stjóra. Auk Ylfu Geirsdóttur vöruhönnuðar en hún var ásamt Þórunni brúðarmær. Þórunn Antonía var þess heiðurs aðnjótandi að fá að syngja fyrir brúðhjónin og brúðkaupsgestina en það er ekki á hverjum degi sem ís- lensk söngkona syngur fyr- ir slíkar stórstjörnur. Þór- unn er góðvinur brúðhjónanna en hún hefur með- al annars sung- ið bakraddir í hljómsveit Dhan- is, Thenewno2. Þórunn hef- ur verið að gera það gott hér heima undan- farið í þáttunum Steindinn okkar og Týnda kyn- slóðin auk þess sem lög eins og Too Late For Love hafa notið mikilla vinsælda. Yfir 100.000 manns hafa horft á mynd- bandið við lagið á YouTube en hún var einnig valin söngkona ársins á Hlustendaverðlaun- um FM 957 fyrir skemmstu. Hún gat ekki verið viðstödd hátíðina þar sem hún var einmitt stödd í umræddu brúðkaupi. Leynd yfir brúðkaupinu Mikil leynd ríkti yfir brúðkaup- inu sem fór fram í London en athygli vekur að ekkert hefur verið fjallað um það í bresku pressunni. Þykir það undr- um sæta þar sem breska slúð- urpressan er ein sú aðgangs- harðasta í heiminum og vegna þess að sonur eins Bítlanna, sem eru í guðatölu í Bretlandi líkt og víðar, var að gifta sig. Brúðurin var samkvæmt heimildum DV einkar glæsi- leg en það var hönnuðurinn heimsfrægi Stella McCartney sem hannaði brúðarkjólinn. Hún var einnig viðstödd athöfnina en hún er dóttir Pauls McCartney. Stella hefur hannað föt á ótal stórstjörnur og má sem dæmi nefna að hún hannaði brúðarkjól Madonnu þegar hún giftist Guy Richie. asgeir@dv.is n Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison giftu sig n Þórunn Antonía söng Stjörnum prýtt Bítlabrúðkaup Dhani og Sólveig Giftu sig um þarsíðustu helgi. Þórunn Antonía Söng fyrir brúðhjónin og gesti. McCartney, Clapton og Hanks Voru meðal gesta í brúðkaupinu. Hildur á Springsteen Femínistinn og nýstirnið Hildur Lilliendahl Vigg- ósdóttir skellti sér á tón- leika með bandaríska tón- listarmanninum Bruce Springsteen þegar hún var stödd í Mílanó á Ítal- íu á dögunum. Samkvæmt fésbókarsíðu Hildar voru tónleikarnir góðir og ekki skemmdi fyrir að „Boss- inn“ byrjaði tónleikana, sem haldnir vour á San Siro-leikvanginum, 20 mín- útum fyrir auglýstan tíma auk þess sem Springsteen spilaði mun lengur en bú- ist var við af stórstjörn- unni. Bruce Springsteen er einmitt stærsta nafnið á Hróarskelduhátíðinni sem fram fer eftir nokkrar vikur. Fagnar 1 árs ríkisborgararétti Jussanam Da Silva stóð í ströngu fyrir rúmlega ári. Þá var henni og dóttur hennar vísað úr landi í kjölfar skiln- aðar. Jussanam og dóttir hennar höfðu aðlagast lífinu á Íslandi vel. Jussanam vann á frístundaheimili og söng í frístundum og dóttir henn- ar var í hjúkrunarnámi. Hún sóttist stíft eftir því að fá að dvelja áfram hér á landi og eftir harða baráttu var henni fenginn ríkisborgararéttur vegna þess hve menningarlíf- ið nýtur góðs af veru hennar hér. Jussanam heldur tón- leika í Gamla bíói þann 18. júní til að fagna eins árs af- mæli ríkisborgararéttarins og til að kynna ný lög. Húmoristi Berglind segist ekki hafa neinn áhuga á uppistandi. Hún segist hins vegar eiga barn með uppistandara sem útskýri kannski húmor hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.