Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 10
500 rafbílar á næsta ári 10 Fréttir 11. júní 2012 Mánudagur Þ egar þú kaupir rafbíl er eins og þú sért að kaupa bens- ínbíl með 12 þúsund lítr- um af bensíni,“ segir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Northern Lights Energy. Fyrirtækið stefnir að því að tryggja innflutning á 500 rafbílum fyrir lok næsta árs. Raf- bílar hafa til þessa verið miklu dýrari en bensínbílar. Með afnámi skatta og gjalda vegna innflutnings bílanna, eins og allt bendir nú til að verði, verður hægt að bjóða rafbíla sem kost á raunhæfu verði fyrir venjulegt fólk. Þeir verða að líkindum heldur dýrari en bensínbílar en á móti kem- ur að eldsneytiskostnaðurinn lækk- ar stórkostlega. „Það kostar til dæm- is um hundrað krónur að aka frá Reykjavík til Keflavíkur og til baka.“ Stór hindrun úr vegi Á Alþingi liggur nú fyrir í efnahags- og skattanefnd frumvarp sem kveð- ur á um að við innflutning rafbíla og vetnisbíla verði hægt að lækka toll- verð um allt að sex milljónir króna vegna virðisaukaskatts. Einnig verð- ur seljendum heimilt að undan- þiggja frá skatti sömu fjárhæð. Með þessu móti verður hægt að bjóða raf- bíla á viðráðanlegu verði, að mati Gísla. Hann segir að þverpólitísk sátt sé um breytingarnar og á von á því að lagabreytingin nái í gegn á þessu ári. Þar með verði stór hindrun úr vegi rafbílavæðingarinnar. Alls konar bílar Aðeins verða um 150 þúsund rafbílar framleiddir í heiminum í ár, að sögn Gísla. Ef þeim fjölda væri dreift eftir höfðatölu fengju Íslendingar um það bil fimm bíla. „Við lögðum inn pant- anir fyrir tveimur árum og erum þess vegna framarlega í röðinni,“ segir hann. Þess vegna gætu Íslendingar fengið 500 bíla fljótlega. Spurð- ur hvers konar bílar það verði segir hann að það verði vonandi tegund- ir frá öllum helstu rafbílaframleið- endum heims; þetta verði alls kon- ar bílar. „Við erum sjálfir með umboð fyrir flestar tegundir; Tesla, Reva og Coda.“ Hann segist auk þess hafa ver- ið að hvetja bílaumboðin hér heima til þess að þrýsta á að fá rafbíla frá stóru þekktu bílaframleiðendunum. Gísli segir aðspurður að nýju- stu rafbílarnir standist bensínbíl- um fylli lega snúning, jafnvel þótt í þeim sé hvorki vél né gírkassi. Raun- ar séu þeir margir mun kraftmeiri en þess má geta að Gísli var í síðustu viku tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á Tesla-rafbíl. Einn staur með hverjum bíl En hversu langt kemst maður á einni hleðslu og hversu lengi duga raf- hlöðurnar? „Bílarnir sem eru hér í dag komast um 160 kílómetra á einni hleðslu. Ég er á rafbíl og ég klára raf- magnið aldrei. Ég ek svona 35 til 40 kílómetra á dag og hleð hann svo á næturnar,“ segir hann. Það tekur um þrjá tíma að fullhlaða tóman geymi og Northern Lights Energy stefn- ir að sögn Gísla að því að láta einn hleðslustaur fylgja hverjum seldum bíl. Þá standi til að semja við fyrirtæki og jafnvel húsfélög um að sérmerkja stæði fyrir þá sem aki um á rafbílum. Fyrir því hljóti að vera velvilji enda sé ávinningurinn fyrir þjóðfélagið mik- ill. Vissulega sé hægt að hlaða bílana með framlengingarsnúru út um eld- húsgluggann en fyrirtækið vilji stuðla að því að upp verði komið öflugu dreifikerfi. „Svo stefnum við að því að búa til þétt net víðs vegar á þjóðveg- um úti; við verslanir og veitingastaði, svo dæmi séu tekin. Þar verður hægt að hlaða bílana á korteri.“ Hann segir að lithium-rafhlöð- urnar séu með átta ára ábyrgð. Ekki sé enn farið að fjöldaframleiða raf- hlöðurnar svo þær séu enn mjög dýrar; í þeim felist allt að helming- ur af heildarkostnaði við framleiðslu bílanna. Fjöldaframleiðsla muni þó hefjast innan skamms. Hann segir hins vegar að reynslan sýni að eftir 10 til 12 ár séu enn um 50 prósent eft- ir af upphaflegri drægni rafhlaðanna. Kjöraðstæður á Íslandi Gísli segir að þegar búið verði að afnema virðisaukaskattinn og koma upp góðu neti hleðslustöðva sé hugarfarsbreyting það eina sem þurfi til að þjóðin rafbílavæðist. Hann á þó von á því að þegar fólk fari að sjá raf- bíla í umferð, sem verði miklu ódýr- ari í rekstri, verði þetta fljótt að ger- ast. Enda sé til mikils að vinna. Gríðarlegar fjárhæðir megi spara í gjaldeyri með því að velja innlendan, náttúrulegan orkugjafa. Gísli bendir á að hér á landi sé allt til alls; ódýr náttúruleg raforka og gott dreifinet. Þá sé mikil orka van- nýtt á næturnar en það er einmitt sá tími sem bílarnir verði helst í hleðslu. Ekki þurfi að ráðast í að byggja fleiri virkjanir jafnvel þó allur bílaflot- inn yrði knúinn rafmagni. Hent- ugt sé að Ísland sé eyja því þá sé hægt að setja upp net sem full- nægi öllum þörfum rafbíla á Íslandi. Hann segir einnig að á Íslandi séu kjöraðstæður fyr- ir lithium-batteríin, sem geymi raforkuna. Í Kaliforníu í Banda- ríkjunum þurfi til dæmis að setja upp kælibúnað fyrir rafhlöðurn- ar, hitans vegna. Þess gerist ekki þörf hér. Hann segir aðspurður að engin vandræði hafi komið upp við vetr- arakstur á Íslandi. Miklu færri hlutir geti bilað en í bensín- eða dísilbíl. Ef allur rafbúnaður sé í gangi; svo sem rúðuþurrkur, miðstöð og rúðuhitar- ar, aukist raforkueyðslan um 10 pró- sent eða svo. Lithium náttúrulegt efni Spurður hvað verði um rafgeymana þegar fram líða stundir seg- ir hann að þetta séu alls ekki slæmir geymar fyr- ir um- hverfið, þetta séu alls ekki rafgeymar með blýi og sýru eins og eru í öllum bílum í dag. „Lithium er náttúrulegt frumefni sem er bara endurnýjað.“ Hann segir líka að hægt sé að nýta eldri geyma til ýmiss konar minni hleðslu-verkefna. Gísli er bjartsýnn á að rafbílavæð- ingin sé handan við hornið á Íslandi. „Ef þetta gengur vel verður stærsta vandamálið að útvega nógu marga rafbíla.“ n Gísli Gíslason segir stefna í verðlækkunn Rekstrarkostnaðurinn snarlækkar Hleðslustöð Neti þeirra á að koma upp víðs vegar um landið. Hraðskreið lögga Hér má sjá Tesla-lögreglubíl. Nissan Leaf Margs konar rafbílar eru væntanlegir á markað. Tesla-rafbíll Gísli segir að rafbílar séu oft miklu kraftmeiri en bensínbílar. Hann var tekinn fyrir of hraðan akstur á dögunum.Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.