Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 11. júní 2012
Skemmt grænmeti til Sölu
Epli
Gefa frá sér mikið etýnel. Geymslutími 2
til 6 vikur við 0 til 6°C hita en 1 til 4 vikur
við hærra hitastig, allt að 20°C. Þegar
eplin eru innpökkuð skerðist geymslu-
tími um allt að helming.
Appelsínur
Óinnpakkaðar geymast þær í 2 til 3
vikur við 2 til 5 stiga hita en í 1 til 2 vikur
við hærra hitastig, allt að 20°C. Þegar
appelsínurnar eru innpakkaðar skerðist
geymslutími um allt að helming.
Agúrkur
Geymast best við 7–14°C í 8 til 10 daga
en þær eru viðkvæmar fyrir of miklum
kulda.
Tómatar
Gefa frá sér mikið etýnel. Óinnpakkaðir
geymast þeir best við 11–14°C í 10 til
14 daga en geymslutími fer þó eftir
tegundum.
Paprikur
Græna papriku er hægt að geyma
við 7–10 stiga hita í allt að tvær vikur.
Rauða geymir maður við sama hitastig
en einungis í eina viku.
Hvítkál
Þolir vel að geymast við 0 stiga hita og
hefur mikið geymsluþol eða allt að 6
mánuðum.
Kínakál
Geymist í 24 daga við frostmark.
Ananas
Geymist í 7 daga við 7–10 stiga hita en
eftir þann tíma lætur hann á sjá.
Bananar
Geymast best við 15–17 stiga hita.
Bananar þroskast við geymslu en séu
þeir geymdir í ísskáp er gott ráð að vefja
þá inn í dagblaðapappír.
Kantaloup-melóna
Má geyma í 1–2 daga við stofuhita.
Annars í um það bil 7 daga í ísskáp.
Vatnsmelóna
Geymd í kæli í nokkra daga til að
ávöxturinn haldi ferskleikanum.
Kíví
Geymist í ísskáp í um það bil 7 daga.
Mangó
Geymist við 16–18°C ekki lengur en í 7
daga. Mangó er mjög viðkvæmt fyrir
etýleni.
Sítrónur
Geymast best við 7–10°C hita og helst í
góðum raka. Við venjulegan stofuhita er
geymsluþolið í mesta lagi ein vika.
Þær eru mjög viðkvæmar fyrir etýlen og
taka auðveldlega í sig bragð af öðrum
ávöxtum.
Salat
Viðkvæmt fyrir etýneli og ætti því
ekki að vera nálægt matvælum sem
framleiða það.
þess eftir því. Þar var boðið upp á
girnileg kirsuber í lausu, íslenska
tómata í lausu og salatið fallegt og
laust við skemmdir. Kóríander á 409
krónur var farið að gulna og inn-
flutt spergilkál líka. Í öllum versl-
unum sem DV heimsótti
var ástand spergilkáls
svipað.
Dýr og mygluð
brómber
Í Hagkaupum
á Eiðistorgi
var grænmetið
flest ferskt
og ávextir í
góðu ástandi.
Eggaldin var far-
ið að skorpna og
var lint og í öskju
af brómberjum á 779
krónur var meirihluti berj-
anna myglaður. Það sást þó ekki fyrr
en askjan var opnuð.
Mygluð myntulauf
Í 10-11 á Hjarðarhaga var salatið illa
útlítandi. Iceberg-salat var afar óá-
sjálegt og illa lyktandi. Myntulauf
seld á nærri 700 krónur voru mygl-
uð. Það sást ekki fyrr en pakkningin
var opnuð. Lambhagasalat var farið
að visna. Afgreiðslu-
maðurinn brást við
þegar blaðamaður
keypti salatið. Sagði það
ekki nægilega gott til sölu
og náði í nýtt og ferskt.
Vill samstarf með íslenskum
bændum
Í Kosti var grænmetið allt heillegt
og ferskt. Þó var minna til af ís-
lensku grænmeti en víðast annars
staðar sem var bæði áberandi og
girnilegur valkostur í öllum öðrum
verslunum.
Samkvæmt upplýsingum
frá Jóni Gerald Sullen-
berger fær Kostur nán-
ast allt grænmeti
og ávexti af græn-
metismarkaði í
New York. „Græn-
metið kemur inn
frá Kaliforníu,
Chile og annars
staðar frá, það
fer eftir árs-
tíðunum, á
þennan
stærsta
grænmetis-
markað í heimi.
Vörurnar eru svo
komnar í flug til
okkar daginn eft-
ir. Það er því oft
á tíðum aðeins
sólarhringsgam-
alt og gerist varla
ferskara og getur
dugað í marga daga,“
segir Jón Gerald og bætir
við að hann skori á íslenska bænd-
ur um allt land að hafa samband við
sig í haust. „Ég væri mjög til í sam-
starf með þeim sem bjóða upp
á uppskeru sína beint frá
býli. Fimmtudagar eru
svo okkar nammidagar
en þá eru allt helsta
grænmetið og ávext-
irnir á 50% afslætti.
Það finnst mér miklu
sniðugri leið en að
ákveða fyrir aðra hvað
þeir eigi að borða mik-
ið af sælgæti.“
Áhugi á íslensku græn-
meti
„Við kaupum eins mikið íslenskt
og við mögulega getum,“ segir
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, sem
segir verslunina selja
íslenska tómata og
gúrkur allt árið.
„Svo kemur
paprikan inn á
vorin og kar-
töflurnar og
gulræturnar
byrja að koma
seinnipartinn
í júlí og byrjun
ágúst,“ segir hann
og bætir við að
það sé klárlega meiri
áhugi á íslensku græn-
meti en því erlenda.
Paprikan komin
á nokkrum
dögum
Samkvæmt
Bárði Marteini
Níelssyni hjá
Banönum fara
innkaup á græn-
meti og ávöxtum
eftir árstíðum en fyr-
irtækið sér um innflutn-
ing meðal annars fyrir Bón-
us og Hagkaup. „Ef við tökum eplin
þá koma þau yfirleitt frá Ameríku á
veturna, frá Argentínu á sumrin og
Frakklandi á haustin. Uppskeran í
Ameríku er á haustin og því eru epl-
in miklu ferskari þegar þau koma
í nóvember en þegar þau koma í
mars,“ útskýrir Bárður sem segir fyr-
irkomulagið á papriku til dæmis allt
annað. „Við erum náttúrulega með
íslenska papriku en á veturna fáum
við papriku frá Spáni og á sumrin frá
Hollandi. Papriku skorna af plönt-
unni jafnóðum. Hún getur farið frá
Spáni á laugardegi í skip í Hollandi
á miðvikudagsmorgni og er komin
til okkar á þriðjudagsmorgni. Þau
tímabil sem eru hollensk fer hún
beint í skip frá Hollandi og er þá um
Nokkur ráð til að velja það ferskasta
n Veldu íslenskt ef mögulegt er. Reyndu einnig að velja ávexti og grænmeti eftir upp-
skerutímabilum. Þannig ættir þú að fá nýjustu vöruna.
n Grænmeti og ávextir ættu að vera stökkir viðkomu og fullir af næringarefnum og
heilbrigði. Rótarávextir ættu aldrei að vera linir.
n Ferskt grænmeti og ávextir eiga að vera afgerandi á litinn. Ef liturinn er mattur er það
merki um langa geymslu.
n Lyktaðu af vörunni. Það ætti að vera lykt af náttúrunni en ekki af plasti.
n Mold á grænmetinu er jákvætt merki. Það er þó mikið um að grænmeti sé þvegið í
verslunum svo það gæti verið erfitt að finna grænmeti með mold á.
„Uppskeran í Am-
eríku er á haustin
og því eru eplin miklu
ferskari þegar þau koma
í nóvember en þegar þau
koma í mars.
fimm daga gömul þegar hún kemur
til okkar.“
Bárður segir allar viðkvæm-
ar vörur, líkt og ber, krydd og sal-
at, fluttar til landsins með flugi.
„Á þessum tíma koma bláberin
frá Spáni. Fragtvélin millilendir í
Belgíu og kemur svo hingað. Mik-
ið af salatinu kemur frá Ameríku
en einnig frá Evrópu. Flest allt salat
kemur með flugi nema iceberg sem
kemur með skipi.“
300 sýni tekin
á hverju ári
Matvælastofnun tekur um 300 sýni á ári
af bæði innlendu og erlendu grænmeti
og ávöxtum í leit að varnarefnaleifum og
niðurstöðurnar hafa verið góðar. Stofnunin
fær öðru hvoru tilkynningar um grænmeti
eða ávexti sem hafa komið til landsins eða
er á leiðinni sem taka þarf úr umferð og því
er þá eytt. Landsmenn eru þó alltaf hvattir
til að skola grænmeti og ávexti vel áður en
þeirra er neytt.
Frá New York Stundum með aðeins sólar-
hrings gamalt grænmeti.
n Gamalt grænmeti inniheldur minna af vítamínum n Íslenskt grænmeti áberandi fallegra n Myglað og illa þefjandi grænmeti til sölu