Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 7
KIRKJUR ÍSLANDS glæsilegar og hentugar handbækur Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Minjasafn Reykjavíkur Hið íslenska bókmenntafélag Dómkirkjan er með elstu kirkjum landsins, reist 1787-1796. Síðar var hún hækkuð og byggð við hana kór og forkirkja. Merkustu gripir hennar eru skírnarfontur úr marmara eftir Thorvaldsen og altaristafla. Fríkirkjan, smíðuð 1902-1903, síðar stækkuð og byggður við hana kór. Útskurður Stefáns Eiríkssonar myndskera setur mikinn svip á kirkjuna hið innra. Kristskirkja var reist 1926-1929. Íslensk minni, burstir og stuðlaberg, eru ofin saman við gotnesk stíleinkenni. Af ríkulegri kirkjulist ber hæst Maríulíkneski frá 14. eða 15. öld. Viðeyjarkirkja, næstelsta kirkja landsins, reist 1768-1774, skartar elstu kirkjuinnréttingum landsins, ásamt merkum kaleik og patínu. Safnkirkjan í Árbæ er forn að stofni, byggð 1959-1961 úr viðum gömlu Silfrastaðakirkju í Skagafirði, frá 1842. Laugarneskirkja, reist 1941-1949, er heilsteypt verk, í senn formfögur og tignarleg, hún ber einkenni funksjónalismans. Neskirkja reist 1943-1957, er tímamótaverk í íslenskri byggingar listasögu, þar sem tekist var á um hefðbundna formhugsun og módernisma. Ritstjórar eru Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason. Reykjavíkurprófastsdæmi Í 27 binda glæsilegri ritröð um KIRKJUR ÍSLANDS eru friðaðar kirkjur landsins skoðaðar með hliðsjón af byggingarlist, stílfræði og þjóðminjavörslu. Á lipru máli og með glæsilegu myndefni er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt merkum kirkjugripum og minningarmörkum. Þetta er saga listar og fólksins sem skóp hana. Með útgáfunni opnast viðamikil sýn inn í mikilvægan þátt í menningarsögu okkar Íslendinga. Kirkjubyggingar eru ekki aðeins musteri trúar, heldur einnig sýnileg tákn mynd þess merkasta í byggingar- og listasögu þjóðarinnar á hverjum tíma, eins og alþekkt er úr menningar- og listasögu annarra Evrópuþjóða. Í glæsilegum listaverka bókunum er þessi oft sér-íslenska list rakin. Í nýjustu bindum ritraðarinnar, hinu 18. og 19. er fjallað um sjö friðaðar kirkjur í Reykjavíkur prófastsdæmum. Áður voru komin út samsvarandi rit um kirkjurnar í Árnesprófastsdæmi, Skagafjarðar-, Húnavatns-, Eyjafjarðar-, Kjalarness-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dala- og Rangárvallaprófastsdæmi. Þau eru öll fáanleg. Bækurnar eru ritaðar af sérfræðingum á sviði byggingarlistar og minjavörslu og prýddar ljósmyndum Ívars Brynjólfsson á Þjóðminjasafni og Guðmundar Ingólfssonar, Ímynd, auk uppdrátta af kirkjunum sjö. Bókunum fylgir ítarlegur úrdráttur á ensku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.