Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 11. júní 2012 Mánudagur S ífellt færist í aukana að fólki láti hvítta í sér tennurnar og það er varla að fagaðilar anni eftirspurn. Þetta stað­ festir Ingveldur Gyða Gísla­ dóttir, tannsmiður á tannlæknastof­ unni Krýnu. Hún sér meðal annars um að útbúa þunnar plastskinnur sem notaðar eru í hvíttunarferlinu og passa fullkomlega upp í hvern og einn sjúkling. Ingveldur segir eftirspurnina í raun vera það mikla að aðrir en fag­ aðilar sem eru sérmenntaðir í tann­ lækningum eða tannsmíði séu farn­ ir að hvítta tennur í fólki. „Þetta finnst okkur fagaðilum auðvitað mjög slæm þróun, en fólk verður að taka ábyrgð á sér sjálft þegar kem­ ur að heilsu og öllu öðru og þá tekur það bara þá áhættu sjálft. Ég myndi auðvitað mæla með því að fólk fari bara til tannlæknis og tannsmiðs þegar lýsa þarf tennurnar. Það er hins vegar góð þróun að fólk vilji lýsa tennurnar, ég held að allir geti verið sammála um að hvítt bros er fallegra en pissugult bros eða kaffi­ brúnt bros.“ Yngir fólk um 10 ár Ingveldur segir konur á aldrinum 40 til 50 ára einn stærsta hópinn sem sækist eftir tannhvíttun en annars sé um að ræða fólk á öllum aldri, báð­ um kynjum og úr öllum þjóðfélags­ hópum. „Enda yngir þetta mann um 10 ár! Það verður bjartara yfir bros­ inu hjá öllum sem lýsa, þó að maður verði ekki skjannahvítur endilega, þá birtir augljóslega yfir manni og já, yngir mann upp,“ segir Ingveldur. En hvernig gengur svona hvítt­ unarferli fyrir sig? „Þú pantar tíma hjá tannlækni, hann/hún tekur mát af efri og neðri gómi. Mátið er sent til tannsmiðsins sem gerir afsteypu af tönnun­ um þínum og býr til þunna plast­ skinnu sem passar nákvæmlega á afsteypuna og þar af leiðandi á tennurnar þínar. Svo kemurðu aftur til tannlæknisins og færð skinnurn­ ar, upplýsingar og hvíttunarefnið.“ Að sögn Ingveldar er það einstak­ lingsbundið hve oft þarf að lýsa en yfirleitt er um að ræða 4 til 6 skipti 2 til 8 klukkutíma í senn. Þá skipt­ ir styrkleikinn á efninu líka máli og hve mikið fólk vill eða þarf að lýsa. Lýsingarferlið sjálft fer svo fram bara heima í rólegheitunum og Ingveld­ ur segir skinnurnar svo þunnar og þægilegar að fólki finni varla fyrir þeim. Lýsingarskinnurnar eru margnota og sjúklingurinn fær þær til eignar. Til að viðhalda litnum á tönnunum þarf svo að endurtaka ferlið einu sinni til tvisvar á ári. Litlar aukaverkanir Aðspurð um aukaverkanir tann­ hvíttunar segir Ingveldur að flestir finni fyrir kuli í tönnum daginn eft­ ir lýsingu. Hún sjálf sé ein af þeim. Þá geta einhverjir einnig orðið aum­ ir í tannholdinu en það er einnig mjög tímabundið. „Ef fólk finnur fyrir sársauka á meðan það er með efnið uppi í sér þá ætti það að hætta að lýsa, það gæti verið skemmd í tönn, eða sprunga sem gerir það að verkum að tönnin er viðkvæmari en ella,“ útskýrir Ingveldur. Hún segir það einmitt eina af ástæðunum fyrir því að best sé að láta fagaðila sjá um að lýsa tennurnar. Á síðasta ári kom einmitt upp umræða um að einhverjir notuðu of sterk efni, en Ingveldur segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. „Umræðan snérist aðallega um að þessir „hvíttunaraðilar“ voru ein­ faldlega ekki fagaðilar á þessu sviði og eiga því ekki að vera að krukka í tönnum og munnholi fólks. Tann­ læknar hafa aðgang að þessu „sterka“ efni sem talað er um og þeir einir kunna að nota það á réttan hátt fyrir réttan aðila.“ Hún segir lýsingarefni ekki eyða glerungnum líkt og hvíttunartann­ krem sem hægt er að kaupa hvar sem er. „Þau eru með litlum korn­ um í sem virka eins og fíngerð­ ur sandpappír. Þessi tannkrem eru ekki góð fyrir glerunginn ef mað­ ur ofnotar þau. Þannig að í raun er betra fyrir glerunginn að hvítta með hvíttunarefni frekar en hvíttunar­ tannkremi.“ Hjálpar fólki að brosa af sjálfs- öryggi Ingveldur útskrifaðist úr Tann­ smíðaskóla Íslands árið 2006 og var þá yngsti tannsmíðasveinninn sem hafði útskrifast í sögu skólans. Hún er að vonum stolt af þeim árangri. „Mitt markmið varð fljótt að verða besti yngsti tannsmiður á Íslandi. Ég nenni ekki að vera „meðalmann­ eskja“, hvað þá „meðaltannsmið­ ur“. Árangri í tannsmíði nær maður bara með tíma, reynslu, tækifærum, námsfýsi og meðfæddum hæfileik­ um. Þetta er mjög nákvæm vinna og maður þarf að vera með einstak­ lega gott „auga“ fyrir litum, þrívídd, formi og fegurð.“ En í hverju felst starf tann­ smiðsins í stuttu máli? „Til að ein­ falda hlutina má segja að ég, tann­ smiðurinn, sé hluti af stóru teymi tannlækna, tannfræðinga og tann­ tækna sem hjálpar fólki að ná tann­ heilsu, að tala, að tyggja og síðast en ekki síst að brosa með sjálfsör­ yggi.“ solrun@dv.is „Hvítt bros er fallegra en kaffibrúnt bros“ n Sífellt fleiri kjósa að láta hvítta í sér tennurnar Útbýr skinnur Ingveldur Gyða er tannsmiður að mennt og útbýr meðal annars lýsingarskinnur sem passa fullkomlega upp í hvern og einn sjúkling. Hvítari tennur Ingveldur segir brosið hjá þeim sem lýsa á sér tennurnar verða bjartara. Morgunhanar hamingjusamari Ef marka má rannsókn vísinda­ manna við háskólann í Toronto eru þeir sem fara snemma að sofa og snemma á fætur hamingju­ samari en þeir sem vilja vaka fram eftir og sofa út. Eftirfarandi ráð geta hjálpað jafnvel morgunfúlu­ stu nátthröfnum að verða ferskir morgunhanar. 1 Hleyptu inn birtu Sam-kvæmt svefnsérfræðingnum Shelby Harris getur sólarljósið hjálpað þér við að endurforrita líkamsklukkuna. Vaknaðu fyrst á þínum venjulega tíma en eyddu fyrsta korterinu í sólinni. Farðu svo 20 mínútum fyrr á fætur á hverjum morgni og að sama skapi fyrr að sofa á kvöldin. Áður en þú veist af verður þú farin/n að stökkva fram úr eldsnemma með bros á vör. 2 Slökktu á tækjum Takmark-aðu skjánotkun þína á kvöldin. Slökktu á iPad-inum, tölvunni, símanum og sjónvarpinu. sú tegund af birtu sem stafar frá þessum tækjum kemur í veg fyrir að þú finnir fyrir þreytu, samkvæmt svefnfræðingnum Harris. 3 Gerðu áætlun Framkvæmdu það sem þú þarft að gera á meðan sólin er uppi. Notaðu myrkrið til að hjálpa þér að slappa af. Þetta á líklega ekki við Íslendinga yfir hásumarið þegar sólin sest varla. 4 Aðlaðandi svefnherbergi Vertu viðbúin/n andvökunóttum. Keyptu myrkragluggatjöld, opnaðu gluggann og slökktu á öllum rafmagns- tækjum. Fyrir Eftir Dökkt súkku­ laði gegn heilablóðfalli Það hefur lengi verið vitað að dökkt súkkulaði í hóflegu magni getur dregið úr líkum á of háum blóð­ þrýstingi og sykursýki. Nú hafa vísindamenn við háskólann í Mel­ bourne í Ástralíu einnig komist að því að dökkt súkkulaði getur verið gott fyrir þá sem eru í áhættuhópi vegna hjartaáfalls eða heilablóð­ falls. Vísindamennirnir viðurkenna þó að súkkulaðið virki ekki jafn vel og lyf en það hafi þó engar hættu­ legar aukaverkanir. Rannsóknarteymið notaðist við stærðfræðilíkan til að reikna út af­ leiðingar og áhrif daglegrar neyslu á dökku súkkulaði hjá rúmlega tvö þúsund einstaklingum á tíu ára tímabili. Allir þjáðust af einhvers konar efnaskiptasjúkdómum, með­ al annars of háum blóðþrýstingi, offitu og háu kólesteróli í blóði. Enginn þeirra átti sér sögu um hjartasjúkdóma, sykursýki eða var á lyfjum vegna of hás blóðþrýstings. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að neysla á hundrað grömmum af dökku súkkulaði gæti hugsanlega komið í veg fyrir um sjötíu minniháttar og fimmtán lífs­ hættuleg áföll í æðakerfinu á hverja tíu þúsund einstaklinga á tíu ára tímabili. Vert er að hafa í huga að súkkulaðið þarf að innihalda að minnsta kosti sextíu til sjötíu pró­ sent kakó til að það hafi einhver áhrif. Mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði hafa ekki sömu jákvæðu áhrif. Efasemdarmenn hafa þó sett spurningarmerki við magn hita­ eininga í þetta miklu magni af súkkulaði á dag, og að það hljóti að draga úr jákvæðu áhrifunum. solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.