Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Page 15
R udy Eugene var skotinn til bana í Bandaríkjunum eftir að hafa sést nakinn ráðast á heimilislausan mann og bíta stykki úr andliti hans. Við krufningu á Eugene fannst þó hvorki kjöt né aðrir vefir úr manni í maga hans og er ljóst að hann hafði í raun ekki borðað bitann eins og áður var talið. Í maga Eugene fannst hins vegar talsvert magn af pillum sem hann hafði ekki ennþá náð að melta. Enn er ekki búið að rannsaka að fullu hvers konar pill- ur það voru. Maðurinn sem Eugene réðst á, Ronald Poppo, lifði árásina af. Talinn undir áhrifum „baðsalts“ Lögregluyfirvöld eru enn að reyna að átta sig á atburðarásinni og ástæðum þess að Eugene réðst á Poppo en þau telja að Eugene, sem er 31 árs, hafi verið undir áhrifum einhvers konar lyfja þegar hann fannst nakinn bogra yfir Poppo. Það hefur þó ekki verið staðfest en grunur leikur á að hann hafi neytt lyfs sem kallað er „baðsalt“ (e. bath salts) en það er skylt am- fetamíni. Auðvelt er að komast yfir lyfið í Bandaríkjunum þar sem ekki er búið að skilgreina það ólöglegt líkt og hefur verið gert í flestum löndum Evrópu. Lyfið var þó sett tímabundið á bannlista í Bandaríkjunum í fyrra. Ekki liggur fyrir hvort Eugene hafi átt við geðræn vandamála að stríða en fyrir liggur að hann hafi neytt eit- urlyfja. Auk fyrrnefndra pilla sem fundust í maga hans benda frumn- iðurstöður krufningarinnar til þess að hann hafi reykt kannabis stuttu fyrir árásina. Með Biblíuna á sér Fjölmiðlar víðs vegar um heim hafa fylgst grannt með málinu allt frá því að bandaríska dagblaðið Miami Her- ald greindi frá því. Fram hefur kom- ið í fjölmiðlum að Eugene eigi sér langan afbrotaferil og að hann hafi nýlega verið borinn út af heimili sínu vegna vanskila. Þá hafa heimilislaus- ir einstaklingar á svæðinu í kring þar sem Eugene bjó sagt í samtali við fjöl- miðla að þeir hafi ítrekað orðið varir við hann ráfa ráðvilltan um hverfið. Samkvæmt bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS Miami var Eugene með Biblíuna á sér þegar hann réðst á Poppo lá sofandi við lestarteina. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni fund- ust blaðsíður sem rifnar höfðu verið úr Biblíunni á vettvangi árásarinnar. Það kemur kærustu Eugene ekki á óvart en hún segir að hann hafi ekki farið neitt án þess að taka Biblíuna sína með sér. Hún segir hann líka hafa verið með Kóraninn á sér öllum stundum en ekki hefur komið fram hvort sú bók hafi fundist á vettvangi árásarinnar. Erlent 15Mánudagur 11. júní 2012 Undir áhrifum Ljóst er að Eugene hafi neytt einhvers konar lyfja áður en hann réðst á Poppo þar sem hann lá sofandi við lestarteina. Mynd ReUTeRs Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Lifði af Poppo lifði árásina af en Eugene beit hann í andlitið. Mynd ReUTeRs16 þúsund milljarðar til bjargar bönkum Engin ummErki um mannát Þúsundir flýjaheimili sínÞúsundir hafa flúið heimili sín á Fílabeinsströndinni í Vestur-Afr-íku, eftir að sjö friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum og átta almennir borgarar voru drepnir í árásum á þorp vestast í landinu. AFP-fréttastofan hefur þetta eft- ir embættismanni Sameinuðu þjóðanna og íbúum við landa- mærin að Líberíu. Bæjarstjórinn í landamæra- bænum Tai sagði AFP að þar væru menn skelfingu lostn- ir. Fólkið hefði gripið það allra nauðsynlegasta með sér og flúið fótgangandi. Ung kona sem komst yfir landamærin segist hafa gengið í gegnum óbyggð- ir með barnið sitt á bakinu. Hún viti ekki um fjölskyldu sína. Stjórnvöld í Líberíu hafa lok- að landamærunum sem liggja Fílabeinsströndinni í austri. Óstöðugt ástand hefur verið í landinu frá því að stríðandi fylk- ingar sömdu um vopnahlé fyrir tveimur árum. Prins laus af spítala Filippus Bretaprins, hertogi af Edinborg, var lagður inn á spít- ala fyrr í vikunni vegna þvagfæra- sýkingar og missti því af seinni hluta 60 ára krýningarafmælis konu sinnar, Elísabetar II Breta- drottningar. Filippus var útskrif- aður af spítala á laugardag og gat því fagnað 91 árs afmæli sínu á sunnudag. Sjúkraliðar voru kallaðir til Windsor-kastala á mánudag í síðustu viku en í tilkynningu frá Buckingham-höll kom fram að það hefði verið varúðarráðstöf- un að flytja Filippus á spítala. Hann fór af sjúkrahúsinu í fylgd lögreglumanna á laugardag. Fil- ippus og Elísabet gengu í hjóna- band 1947. Þau eru bæði afkom- endur Kristjáns 9. Danakonungs og Viktoríu Bretadrottningar. n Árásarmaðurinn Rudy Eugene krufinn eftir voðaverk sitt e

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.