Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 4
„Ör á sálum þessara barna“ 4 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað Labrador rakkar til sölu Til sölu 8 vikna labrador rakkar. Undan íslenskum veiðimeistara og íslenskum sýningarmeistara. Topp heilbrigði. Tilbúnir til afhendingar, örmerktir, spraut- aðir og heilsufarsskoðaðir. Með ættbók frá H.R.F.Í. Upplýsingar hjá Elsu í síma 822 7705 www.facebook.com/holabergsraektun Ekkert bólaði á hvítabirni Leit að hvítabirni sem sagður var hafa gengið á land á Vatnsnesi á miðvikudag bar engan árangur á fimmtudag. Þyrla Landhelgis­ gæslunnar var notuð við leitina og flaug yfir allstórt svæði. Leit verð­ ur haldið áfram í dag, föstudag. Það voru ítalskir ferðamenn sem tilkynntu um dýrið og náði lög­ regla tali af þeim á fimmtudag. Viðbragðshópur stjórnvalda vegna hvítabjarna sem koma hingað til lands kom saman og er á einu máli um að fella eigi dýr sem nema land. Það borgi sig ekki að flytja þau í burtu. Gistinóttum fjölgar verulega Gistinætur á hótelum í maí voru um 139.700 samanborið við 120.500 í maí í fyrra. Þetta kem­ ur fram á vef Hagstofu Íslands. Gistinætur erlendra gesta voru um 82 prósent af heildarfjölda gisti­ nátta en gistinóttum þeirra fjölg­ aði um 17 prósent miðað við maí í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölg­ aði um 8 prósent á sama tímabili. Gistinætur á hótelum á höfuð­ borgarsvæðinu voru um 102.500 í maí, en sú fjölgun nemur tæpum 20 prósentum frá fyrra ári. Á Norð­ urlandi voru um 9.400 gistinætur á hótelum í maí sem er um 18,5 pró­ senta aukning miðað við maí í fyrra. Á Austurlandi fjölgaði gistinótt­ um um 18,5 prósent, voru 5.000 en 4.200 í maí í fyrra. Gistinætur á Suðurlandi voru tæplega 13.100 sem er 4,5 prósenta aukning milli ára. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum milli ára. Á Suðurnesj­ um voru 4.800 gistinætur sem jafn­ gildir 11 prósenta fækkun milli ára. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 4.400 gistinætur sem jafngildir 7,5 prósenta fækkun milli ára. Gistinætur á hótelum fyrstu fimm mánuði ársins voru 568.900 en voru 460.600 fyrir sama tímabil árið 2011. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 28 prósent samanborið við sama tímabil 2011. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 10 prósent fyrir sama tímabil. Þ að er skylda mín sem foreldri að vernda börnin mín og það var það sem ég gerði. Mér er refsað fyrir það,“ segir Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, móð­ ir stúlknanna þriggja sem fjar lægðar voru af heimili hennar á föstu daginn í síðustu viku. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, gagn rýnir þær aðferðir sem not aðar voru við að fjar­ lægja börnin af móður sinni. Hagsmunir barnanna í fyrirrúmi „Almennt vil ég segja um þetta mál og mál af þessu tagi að það á helst aldrei að koma til þess að barn sé tek­ ið með lögregluvaldi af foreldri, hvað þá af móður sem börnin eru mjög háð. Þessi aðgerð byggðist á dómum bæði í Danmörku og hér heima. Það breytir því ekki að þegar svona ger­ ist þá má leiða líkum að því að það verði ör á sálum þessara barna alla tíð,“ segir Ögmundur. „Þetta er nokk­ uð sem samfélagið þarf að taka mjög alvarlega og læra af. Núna er þessi hlutur orðinn og þá er að reyna að gefast ekki upp heldur þurfum við að fylgjast með þessu máli áfram inn í framtíðina. Við erum ekki laus allra mála, hvorki í þessu máli né nokkru öðru máli þar sem svona kemur til.“ Ósáttur hvernig staðið er að málinu Ögmundur lagði fram breytingar­ tillögu á Alþingi sem sneri að þessum málum og ákvæði sem hann vildi að yrði tekið úr lögunum. Ákvæðið sem var notað til þess að taka börn Hjör­ dísar frá henni á föstudaginn í síðustu viku. „Þar átti að nema þessa heim­ ild úr gildi en Alþingi var á annarri skoðun og vildi halda henni inni. Ég legg áherslu á að grunnreglan á að vera sú að það á aldrei að koma til þessa. Það hvílir á barnaverndaryf­ irvöldum að reyna að halda þannig utan um foreldrana að hagsmun­ ir barnanna séu alltaf í fyrirrúmi. Þá nægir ekki að horfa bara til barnanna heldur foreldranna líka,“ segir hann. Ögmundur segir ekki hafa ver­ ið farið rétt að í málinu. „Ég hef alla tíð verið mjög efins um að það eigi að fara þessa leið sem var farin. Og er ósáttur við hvernig við sem samfélag höfum staðið að þessu máli. Ég er þó ekki að ásaka neinn einstakling eða stofnun sérstaklega. Heldur er ég að horfa inn í okkar samfélagskerfi. Ég horfi til tvenns, annars vegar að fólk missi ekki sjónar af þessari móður og börnum og öðru lagi að við látum þetta okkur að hvatningu verða til þess að svona gerist ekki aftur. Mér finnst að við þurfum að láta þetta mál verða okkur tilefni til að skoða þessi mál gagnrýnið og heildstætt.“ Mestu mistökin að fara út Í mars 2010 ákvað Hjördís að skilja við barnsföður sinn, af ástæð­ um sem hún hefur áður lýst, með­ al annars í DV. Það verður ekki far­ ið í þær sérstaklega hér en DV hefur verið dæmt fyrir að skýra frá þeim. „Það var ekki auðvelt. Eftir að við komum heim til Íslands leitaði ég hjálpar hjá Kvennaathvarfinu sem var ómetanlegt. Ég fékk stanslaust hótunartölvupósta um að dönsk yfir völd myndu koma og sækja börnin og ég myndi aldrei sjá þau aftur. Það var hringt í mig frá stofn­ un í Danmörku og mér var sagt að það væri nú ekki erfitt að finna mig á Íslandi þar sem það væri nú ekki svo stórt. Ég leitaði þá til Braga Guð­ brandssonar hjá Barnaverndarstofu sem óskaði mér til hamingju að hafa stigið út úr sambandinu. En hann sagði að það væri ekkert ann­ að í stöðunni en að fara aftur út til Danmerkur og klára málið þar – ég hefði alltaf hugsað um börnin og verið heimavinnandi með þau og miðað við öll gögn, gæti ekkert farið úrskeiðis. Það voru mestu mistök­ in hjá mér að fara til Danmerkur en láta ekki frekar reyna á að málið yrði til lykta leitt fyrir dómstólum hér.“ Snúið til baka „Þegar ég kom til Danmerkur kom ég að lokuðum dyrum. Af því að ég var Íslendingur í Danmörku þá var eins og ég hefði engin réttindi. Það vildi enginn hjálpa mér. Börnin urðu sífellt óánægðari með aðstæð­ urnar sem við bjuggum við og voru hrædd,“ segir Hjördís. Þegar hún kom heim var henni gert að snúa til baka til Danmerkur samkvæmt Haag samningum. „Þá tók við mjög erfiður tími þar sem dæturnar voru sendar hverja helgi til föður síns. Elsta dóttir mín kom þrisvar heim með áverka og þrisvar sinnum voru barnayfirvöld látin vita af lækni sem skoðaði hana en þau gerðu ekki neitt. Þau sögðu mér að ef maðurinn vissi að það væri verið að rannsaka hann myndi hann verða verri við börnin. Þegar ég lá inni á sjúkrahúsi með dóttur minni fékk ég niðurstöðu dóms um að þær ættu að búa hjá honum en for­ sjá ætti að vera sameiginleg. Dóm­ ararnir vildu ekki skoða ný gögn í málinu. Ég frétti síðar að ef ég hefði sagt að ég ætlaði að búa með börnin í Danmörku þá hefði búsetan farið til mín. En ég sagði allan tímann að við vildum öll búa á Íslandi þar sem við hefðum næstum alltaf búið, íslenska er okkar móðurmál og hér er fólkið sem við elskum.“ Úrskurða Dönum í vil Hjördís fór heim með börnin en bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hér á landi komust að þeirri niður­ stöðu að hún skyldi fara út með börnin. Það gerði hún í desem­ ber í fyrra til þess að bíða eftir að dómur félli á ný. „Danskir dóm­ stólar úrskurða yfirleitt alltaf því foreldri sem ætlar að búa í Dan­ mörku í vil,“ segir hún og bendir á að fjöldi annarra forræðismála hafi farið á sama veg í Danmörku. „Þeir dæma bara Dönum í hag, sama þó það sé ofbeldi í spilinu. Þegar ég ákvað að koma mér í burtu eftir að maður­ inn hafði látið sig hverfa í tvær vikur og lokaði öllum reikn­ ingum okkar, þá mætti mér ömurlegt viðhorf hvert sem ég fór. Löggan talaði um konur sem væru svo heimskar að láta berja sig og færu alltaf aftur í faðm ofbeldismannanna.“ Mátti ekki ræða við þær Það fór svo eins og áður hefur kom­ ið fram, að faðirinn fékk afhent­ ar dæturnar á föstudaginn í síðustu viku. Hjördís er afar ósátt við að stelpurnar hafi ekki verið kyrrsettar hér á landi meðan málið væri skoð­ að á grundvelli nýrra gagna; lækna­ skýrslna, áverkavottorða og nýju sál­ fræðimati sem gert var á börnunum. „Ég barðist fyrir því að stelpurnar myndu fá hjálp. Það var mælt með því við mig úti að þær fengju hjálp. Við vildum að þær myndu fara í við­ tal í Barnahúsi, bara til að ræða við þær en það mátti ekki því faðir þeirra gaf ekki leyfi til þess. Hvaða faðir vill ekki leyfa að talað sé við börn­ in sín?“ spyr Hjördís. „Það er í raun ótrúlegt að ekkert hafi verið gert. Það eina sem við vildum var að þeirra rödd fengi að heyrast. En því var ekki sinnt. Við vorum ekki að biðja um meira en að þær væru kyrrsett­ ar hér meðan þetta væri skoðað. En nú er staðan sú að þær voru sendar út og við vitum ekki neitt. Vit­ um ekki hvar þær eru, hvernig þeim líður og hvenær við hittum þær næst,“ segir Hjör­ dís. n Ögmundur ósáttur við hvernig dætur Hjördísar voru teknar „Hér er okkar líf og við höfum ekkert að gera þarna úti Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Ósáttur Ögmundur Jónasson er ósáttur við þá aðferð sem notuð var við að taka börnin af Hjördísi. Hjördís og börnin Hjördís hefur ekkert heyrt í dætrum sínum síðan þær voru teknar af henni á föstudaginn í síðustu viku. Hún er ósátt við að börnin hafi ekki verið kyrrsett meðan ný gögn í málinu væru skoðuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.