Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 6.–8. júlí 2012 Helgarblað H in grískættaða sjónvarps­ kona, Alexandra Pascalidou ræðir í ítarlegu viðtali við DV um ástandið í Grikk­ landi. Mynd hennar, Hvað er að Grikkjum?, var sýnd á RÚV fyrir skömmu og vakti athygli. Hún segir að það taki mörg ár fyrir Grikki að ná sér á strik aftur, en að þeir vilji ekki yfirgefa ESB eða evruna, því þá blasi „þriðji heimurinn“ við. En það er einnig margt í gangi til þess að bæta ástandið. Lögreglumenn kusu nasistana „Þeir sem eiga að vernda ríkið, lög­ reglan, kaus nasistana í stórum stíl, allt að annar hver lögreglumaður kaus nasistaflokkinn Gyllta dögun. Þeir kjósa sem sagt flokk, sem hótar innflytjendum, samkynhneigðum og vinstrimönnum, með hótunum á borð við að þeir „skuli gera sápu úr þeim“.“ Þannig kemst gríska sjónvarps­ konan Alexandra Pascalidou að orði á bloggi sínu, sem hún heldur úti. Heimildamynd hennar um ástandið í Grikklandi var sýnd á RÚV fyrir skömmu, en í henni reynir Alexandra að fá svar við spurningunni: Hvað er að Grikkjum? Í stuttu máli má segja að hún fái ekki svar við þessari spurningu í myndinni, en hún varpar upp skugga­ legri mynd af samfélagi sem er gegn­ sýrt af spillingu. Innviðir samfélagsins sem hún lýsir eru rotnir og skemmd­ ir. Grískir stjórnmálamenn hafa logið og svikið kjósendur. Þeirra sérgrein er frændhygli. Svarta hagkerfið um 25 prósent Á blogginu segir Alexandra frá því að eitt af loforðum flokksins Nea Demokrati (Nýtt lýðræði), sé að lækka skatta, í samfélagi þar sem undanskot frá skatti er nánast þjóðaríþrótt. Í frétt á BBC í fyrra var sagt frá því að hug­ myndin um að borga skatta, sé mörg­ um Grikkjum sérlega fjarlæg, en talið er að allt að 25 prósent af þjóðarfram­ leiðslunni sé „framhjátengd“. En hvernig á að reka opinbera þjónustu, skóla og menntakerfi í slíku samfélagi – er það yfirhöfuð hægt? Alexandra Pascalidou er grísk í báðar ættir og flutti til Svíþjóðar þegar Grikkland var undir herforingjastjórn, en það ástand stóð frá 1967 til 1974, þegar lýðræði komst aftur á. Í þessari vöggu lýðræðis, sem getið hefur af sér helstu heimspekinga heimsins; Platón, Sókrates og Aristóteles, svo einhverjir séu nefndir. Grikkland er fámennt, það búa um 11 milljónir í landinu og eyjarnar í Eyjahafinu skipta þúsundum. Þær bera sögufræg nöfn á borð við Naxos, Ródos og Krít. Alexandra Pascalidou settist að í innflytjendahverfinu Rinkeby, við Stokkhólm, en hefur náð langt og hef­ ur stjórnað fjölda sjónvarpsþátta, gef­ ið út bækur og er bloggari á heimasíðu eins stærsta kvennatímarits Svíþjóð­ ar, Damernas Värld (Heimur kvenna). Árið 1996 var hún einnig kosin kyn­ þokkafyllsta kona Svíþjóðar. Hér er því komin grísk gyðja, búsett í Svíþjóð. Orsakir kreppunnar flóknar „Orsakir þess sem gerðist í Grikklandi eru flóknar. En eins og þið vitið á Ís­ landi, þá er þetta mikið bönkunum að kenna. Þegar ég bjó í Aþenu var hringt daglega í mig og mér boðin lán, gull og grænir skógar. Menning hinna nýríku var ræktuð af miklum krafti. Banda­ ríski Goldman Sachs hjálpaði Grikkj­ um til dæmis við að „snyrta“ tölurnar áður en við fengum evruna og menn lokuðu hreinlega augunum fyrir mik­ illi spillingu, skattsvikum og ekki bætti þunglamaleg stjórnsýsla úr skák.“ DV spyr Alexöndru hvað Grikkir hafi langan tíma til stefnu, til að ná sér á strik? „Í grísku goðafræðinni er til guðinn Kronos, guð tímans. Hann át upp börnin sín svo þau myndu ekki rísa gegn honum. Fyrir fjölmarga Grikki er tíminn liðinn, sem og fyrir þá sem svipta sig lífi, en það gerir um það bil einn Grikki annan hvern dag. Ég myndi segja að það þurfi að minnsta kosti þrjú ár með víð­ tækum umbótum á flestum sviðum,“ segir Alexandra. Um 70 prósent ungs fólks vilja flytja Samkvæmt opinber­ um tölum vilja um 70 prósent ungra Grikkja flytja frá landinu og margir af vinum henn­ ar hafa gert það, eða eru á leiðinni. Gamalt fólk og konur hafa orðið sér­ staklega illa úti og margir lifa á matar­ gjöfum og SOS­barnaþorpin starfa víða. „Á Poseidon­breiðstrætinu selja einstæðar mæður sig og ég hef rætt við forstöðukonur í kvennaathvörfum sem segja mér að ofbeldi gegn kon­ um hafi aukist. Konur geta ekki skil­ ið vegna þess að þær hafa enga efna­ hagslega möguleika í framhaldinu.“ Nú er rætt um að Grikkland jafnvel yfirgefi evruna og jafnvel ESB. Hver eru viðbrögð þín við þeirri umræðu? „Evrópa og Euro (Evra) eru grísk nöfn og Grikkir eru stoltir yfir þessu. Meirihluti Grikkja vill halda evrunni og vera áfram með í ESB. Annars er hreinlega hætt við að Grikkland verði þriðja heims ríki.“ Tómt á Santorini Alexandra var í Grikklandi fyrir skömmu og var á leiðinni aftur þegar DV ræddi við hana. Talið barst að ferðamannaiðnaðinum, sem er ein helsta tekjulind Grikkja. „Straumur­ inn til Aþenu hefur minnkað mest, margir halda að Aþena sé ekkert nema óeirðir og vitleysa. En það er ekki svo. Tölur segja að samdrátturinn í ferða­ iðnaði sé um 20 prósent, sem er mjög slæmt, þar sem milljónir manna hafa lífsviðurværi sitt af ferðamennsku. Þegar ég var á eyjunni Santorini um daginn, var hún hreinlega tóm! En það sem er kannski jákvætt við þetta er að þetta hreinsar kannski út óheiðarlega og óleyfilega aðila úr ferðamennsk­ unni, sem eru því miður margir.“ Það hefur verið sagt um Grikki að þeir vilji ekki borga skatta, hvað er til í því? „Tregi margra Grikkja til að borga skatta er vegna þess að skatttekjurnar lenda á röngum stöðum, í vösum ein­ hverra manna, en fara ekki til að borga fyrir skóla, heilsugæslu og slíkt. Hinir ríku hafa líka sloppið við gríðarlegar skattgreiðslur og þetta reitir hinn al­ menna Grikkja til reiði. En það hef­ ur verið gripið til aðgerða til að bæta skattheimtu (meðal annars með að­ stoð Svía, innsk.blm), þannig að ástandið í þessum efnum ætti að skána.“ Nasistarnir lifa á hræðslunni Tvennar kosningar hafa verið haldnar á Grikklandi á skömmum tíma. Í þeim fengu nýnasistar og flokkurinn Gyllt dögun töluvert fylgi og frá því var sagt í DV í byrjun júní. En eru nýnasistarnir í Gylltri dögun komnir til að vera? „Vonandi ekki,“ segir Alexandra við DV og heldur áfram: „En við höfum fengið stjórn sem er samansett af sömu flokkum og settu allt á hvolf hérna, sömu menn og sömu flokkar, en í nýjum fötum! Vantrú fólks á stjórnmálakerfinu er gríðarleg og fólk er hrætt. Flokkar eins og nasistarnir í Gylltri dögun lifa á hræðslu fólksins. Gyllt dögun er með ofbeldi á stefnu­ skránni og hefur meðal annars ráðist á fólk í beinni útsendingu í sjónvarpinu.“ Svona að lokum, eru einhverjir sem græða á ástandinu? „Já, það eru aðilar í öryggisgæslu og öðru slíku sem græða vel núna. Það eru alltaf einhverjir sem koma vel út úr svona hruni. Til dæmis hefur vopnasala til almennings aukist til muna,“ segir Alexandra Pascalidou að lokum við DV. n Safnar peningum fyrir hrjáða Grikki n Alexandra Pascalidou berst fyrir betri stöðu Grikkja n Gefur fátækum vinum sínum föt af sér Nokkrar staðreyndir um Grikkland Grikkland gekk í Evrópusambandið árið 1981, en frá 1967– 1974 var landinu stjórnað af herforingjastjórn. Á árunum 1944–1949 geisaði borgarastríð í Grikklandi. Íbúafjöldinn er um 11 milljónir og höfuðborgin er Aþena. Lýðræði rekur upphaf sitt til Grikklands. Landið liggur við Eyjahaf í S-Evrópu og eru um 6–8000 eyjar við Grikkland. Helstu atvinnuvegir eru ferðmennska og flutningastarfsemi. Útgjöld Grikkja til hernaðarmála eru með þeim hæstu í Evrópu, vegna spennu á milli þeirra og Tyrklands, en bæði löndin eru í NATO. Árið 2010 unnu Grikkir að meðaltali um 40 stundir á viku, sem er það mesta í ESB. Frakkar unnu 37,5 stundir, sem er það lægsta. Grikkir urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu árið 2004, en féllu úr keppni í átta liða úrslitum á nýafstöðnu EM, töpuðu 2–0 gegn Þjóðverjum. Ferðatöskur fullar af fötum Í sömu viku og þetta viðtal fór í prentun var Alexandra aftur á leiðinni til Grikklands, til að hjálpa samlöndum sínum: „Ég er með söfnun í gangi fyrir SOS-barnaþorpin í Grikklandi. Ég reyni líka hvað ég get til að skýra ástandið í fjölmiðlum, en margir telja að fjölmiðlar hafi líka brugðist í kreppunni. Það eru því nokkuð margt líkt með því sem gerðist í Grikklandi og á Íslandi og kreppan hjá ykkur er oft nefnd hér sem „míní-útgáfa“ af því sem er í gangi hér,“ segir Alexandra sem sagðist einnig taka með sér ferða- töskur fullar af fötum til fátækra vina. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is Er á leiðinni til Grikk- lands aftur „Ástandið þarf að batna verulega á næstu þremur árum.“ Margt til lista lagt Alexandra er ekki bara fjö lmiðlakona, bar- áttukona og bloggari. Hún gefur líka út sína r eigin matarbækur. Þessi er með grískum réttum, að sjálfsögðu , og heitir: Mín stóra, feita, gríska matreiðslubók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.