Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 41
Afþreying 41Helgarblað 6.–8. júlí 2012
Sakamál 3 afkastamestu raðmorðingjar sögunnar eru frá Kólumbíu í Suður-Ameríku. Fjöldi fórnarlamba þeirra er á reiki en talið er að þeir þrír, Daniel Carmargo Barbosa, Pedro Alonso López og Luis Garavito hafi á samviskunni samtals 900–1.000 mannslíf. Garavito var þeirra afkastamestur með jafnvel yfir 400 morð, næstur er López með rúmlega 350 og Barbosa rekur lestina með „aðeins“ 150 morð. Þessar tölur eru ágiskanir og aðeins voru færðar sönnur á 138 morð hjá Garavito, 110 hjá López og 72 hjá Barbosa. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s
Á
aðfangadag árið 2002 var til-
kynnt að Lacy Peterson væri horf-
in af heimili Peterson-hjónanna í
Modesto í Kaliforníu. Þegar þar var
komið sögu var Lacy gengin átta mánuði
með sveinbarn sem hún og eiginmaður
hennar, Scott Lee, sem tilkynnti um hvarf
hennar, hugðust nefna Connor.
Lögreglan í Modesto beindi upphaf-
lega ekki sjónum sínum að Scott vegna
hvarfs Lacy, ekki síst vegna þess að fjöl-
skylda Lacy og vinir lýstu yfir fullkominni
sannfæringu um sakleysi hans.
En innan tíðar vakti ósamræmi í mál-
flutningi hans grunsemdir lögreglu og
þegar í ljós kom, 17. janúar 2003, að Scott
var ekki við eina fjölina felldur í kvenna-
málum styrkust grunsemdir lögreglunn-
ar. Nýjasta viðhald Scott, Amber Frey,
setti sig í samband við lögregluna þegar
hún komst að því að hann var kvæntur
maður – og kvæntur konu sem var sakn-
að. Um svipað leyti lét fjölskylda Lacy af
stuðningi við Scott. Að sögn fjölskyldunn-
ar hafði Scott sagt að hann væri búinn að
missa konu sína og myndi eyða jólunum
án hennar – fjórtán dögum áður en hún
hvarf.
Amber Frey var helsta vitni lögreglunn-
ar og upplýsti að tveimur vikum áður en
Lacy hvarf hafi hann sagst vera ekkill –
hann hefði misst eiginkonu sína. Amber
gaf lögreglu leyfi til að hlera símtöl henn-
ar og Scott og síðar, við réttarhöldin, báru
þau vitni tvískinnungi Scott. Í símtali ein-
hverjum dögum eftir að Lacy hvarf sagði
Scott Amber að hann hefði haldið jólin
hátíðleg í París með tveimur vinum sín-
um. Í reynd hafði hann verið á vöku sem
haldin var vegna hvarfs Lacy.
Þann 14. apríl skolaði líkamsleifum
fósturs á land í San Francisco-flóa, ekki
langt norður af Berkeley-smábátahöfninni
– þar sem Scott hafði reyndar verið á sjó
daginn sem Lacy hvarf. Næsta dag skol-
aði á land hluta af kvenmannsbringu, án
handleggja, og á svipuðum slóðum fund-
ust fætur og höfuð. Í ljós kom að um var
að ræða líkamsleifar Lacy og fóstrið var af
ófæddu sveinbarni hennar.
Ekki reyndist unnt að úrskurða hver
dánarorsök hefði verið en leiddar voru
að því líkur að Lacy hefði verið kæfð eða
kyrkt á heimili Peterson-hjónanna.
Leit á heimili hjónanna, í bifreið Scott,
vöruhúsi hans og báti leiddu ekkert í ljós
nema eitt stakt hár, af Lacy, samkvæmt því
sem talið var, í skærum sem fundust í báti
Scott.
Scott var handtekinn 18. apríl, 2003, í
La Jolla í Kaliforníu. Árið 2005 var hann
sakfelldur og dæmdur til dauða. Hann er
á dauðadeild San Quentin-fangelsisins og
hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.
Þ
að var ekki falleg sjón sem
mætti lögreglunni í Adams-
sýslu í Colorado í Banda-
ríkjunum á heimili Grimes-
fjölskyldunnar í Thornton 4.
september 1980. Blóðslettur þöktu
baðherbergis- og eldhúsgólfið sem
og ganginn sem lá að herbergi eldri
dóttur Grimes-hjónanna.
Inni í herberginu lá líkið af
Nanine Grimes, yngri systurinni, í
vatns- og blóðpolli – á bringu henn-
ar hafði verið lagður hátalari.
Það var eldri dóttir Grimes-
hjónanna, Deanna, sem fann lík-
ið af Nanine þegar hún kom heim
frá vinnu þennan laugardag. Úti-
dyrnar voru opnar og hávær tón-
list barst um húsið. Nanine hafði
verið stungin oftar en 80 sinnum
víða um líkamann og á höndum
hennar og handleggjum var að sjá
varnarsár. En Nanine hafði varist til
einskis og átökunum hafði lokið á
vatnsrúminu sem hafði verið skor-
ið með morðvopninu. Einnig fund-
ust blóðblettir á garðslöngu sem úr
rann vatn inn í kjallarann og á klút
sem fannst í limgerðinu og við bíla-
stæði gegnt húsinu.
Blindgata
Lögreglan kannaði fimm einstakl-
inga sem komu til greina sem
morð ingi Nanine, en í kjölfar blóð-
greiningar og fingrafarakönnunar
voru þeir allir útilokaðir. Lögreglan
leitaði langt yfir skammt því einn
af mörgum sem ekki var skoðaður
nánar var unglingur að nafni Troy
Brownlow.
Troy var þekktur í götunni enda
algeng sjón að sjá hann rekja bolta
upp og niður hana og kasta síðan
í körfu sem var í enda hennar. Það
var vitað að Troy dreymdi um að
verða íþróttastjarna.
Í kjölfar morðsins hafði Troy
reynt að hugga Deönnu og meira að
segja haldið tölu þegar hún útskrif-
aðist. „Hann hafði komið nokkrum
sinnum heim, en hann þekkti eig-
inlega ekki systur mína. […] Það
var ég sem hann hafði áhuga á, en
hann átti í rómantísku sambandi
við hvoruga okkar,“ sagði Deanna
síðar.
Eftir að skóla lauk skildu leiðir
þeirra og Troy flutti til Denver þar
sem hann fékk starf sem íþróttaleið-
beinandi hjá YMCA (KFUM).
Grunnt á ofbeldinu
Troy var ekki við eina fjölina felldur
í kvennamálum en kvæntist að lok-
um þegar hann var 25 ára. Tveim-
ur árum síðar fór kona hans fram
á skilnað og bar við líkamlegum
hótunum. Troy kvæntist fljótlega
aftur og eignaðist tvö börn. Hann
flutti með fjölskyldu sinni til Pitts-
burg þar sem hann fékk vinnu hjá
YMCA.
Árið 2000 skildi Troy við aðra
konu sína og flutti aftur til Denver.
Í nóvember sama ár hafði kærasta
hans samband við lögregluna; Troy
hafði beint að henni skammbyssu
þegar hún vildi binda endi á sam-
band þeirra. Troy var ákærður en
flúði til Arizona, þar sem hann var
síðar handtekinn fyrir þjófnað.
Eftir að hafa afplánað þriggja
ára dóm, í febrúar 2004, var hon-
um sleppt, en áður hafði verið tek-
ið af honum DNA-sýni sem fór í
gagnagrunn bandarísku alríkislög-
reglunnar, FBI, tæpu ári síðar.
Sumarið 2004 settu starfsmenn
lögregluembættisins í Adams-
sýslu blóðsýni af vettvangi á heim-
ili Grimes-hjónanna inn í gagna-
grunn í veikri von um að eitthvað
kæmi út úr því.
Bingó!
Viti menn – í byrjun apríl 2005
gerðust undur og stórmerki. Í ljós
kom að blóð sem fundist hafði á
garðslöngunni samsvaraði sýni
úr gagnagrunni FBI – sýni úr Troy
Brownlow. Troy var handtekinn
tíu dögum síðar á vinnustað hans í
Tucson í Arizona.
Troy var framseldur til Adams-
sýslu þar sem réttað skyldi yfir
honum vegna morðsins á Nanine
nærri aldarfjórðungi fyrr.
Réttarhöldin hófust í júní 2006
og verjandi Troy hélt því fram að
hann hefði slasast á hendi áður en
hann fór inn á heimili Nanine. Þar
hefði Troy rekist á „hörkulega bif-
hjólatýpu“ og ekki litist á blikuna.
„Hann hefði getað leikið hetju
þennan dag, ef hann hefði ráðist
á þennan stóra mann í húsinu. En
hann var hræddur táningur, svo
hann forðaði sér. […] Þess vegna
fannst blóð úr honum á þessum
stöðum,“ sagði verjandinn.
Saksóknari vísaði frásögn Troy
á bug og sagði hana endaleysu:
„Í fyrsta skipti í 25 ár viðurkennir
hann að hafa verið inni á heimili
Grimes, að hafa séð þar einhvern
ókunnugan, fullorðinn mann yfir-
gefa húsið, og sagði aldrei neinum
neitt.“
Að sögn saksóknara hugði Troy
að hann hefði komist upp með
viðurstyggilegan glæp, en allan
tím ann hefði DNA-efnið í blóði
Troys verið til staðar og tækn-
in hefði að lokum orðið til þess að
færa sönnur á sekt Troy.
Kviðdómur var saksóknara
sammála og sakfelldi Troy. Hann
fékk lífstíðardóm með fyrsta
möguleika á reynslulausn eftir 20
ára afplánun.
n Í aldarfjórðung hélt morðingi Nanine að hann væri hólpinn
Skuggar
fortíðar
„Hann hafði
komið nokkrum
sinnum heim, en hann
þekkti eiginlega ekki
systur mína. […] Það
var ég sem hann hafði
áhuga á, en hann átti í
rómantísku sambandi
við hvoruga okkar.
Nanine Grimes Í aldar-
fjórðung gekk morðingi
hennar laus.
Troy Brownlow Grunur lögreglunnar beindist ekki að Troy í kjölfar morðsins á Nanine.
DæmDur
til Dauða
Myrti barnshafandi eiginkonu sína