Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 10
Svona má hlífa grunnþjónuStunni 10 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað G runnþjónusta er hugtak sem flestir kannast við. Grunn- þjónusta ríkisins er talin mikil væg og hana má helst ekki skera niður. Samt er það gert; heilbrigðisþjónustan, mennta- málin, löggæslan – enginn sleppur við hárbeittan niðurskurðarhníf- inn. Á sama tíma og stjórnmála- menn segjast nauðbeygðir til að skera niður hjá heilbrigðisstofnunum og sameina skóla eyða þeir milljónum í samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna, vest-nor- rænt menningarhús í Kaupmanna- höfn og Listskreytingasjóð. Útgjöld til heilbrigðismála lækkuðu um 3.905 milljónir króna á milli áranna 2009 til 2010, sem eru nýjustu saman- burðartölur, að sögn Fjársýslu ríkis- ins. Á sama árabili lækkuðu útgjöld til löggæslumála um 2.696 milljónir. Ljóst er að ef tekið er tillit til vísitölu- breytinga og fleiri þátta þá er niður- skurðurinn töluvert meiri. DV leitaði til álitsgjafa úr röðum þingmanna og spurði: Hvar á að skera niður til að hlífa hinni umtöluðu grunnþjónustu? „Við ætlum að drepa ykkur hægt“ Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins n Utanríkisþjónustan „Það má skera mjög víða niður. Það má til dæmis skera niður í utanríkisþjónustunni. Sendiráðin eru alltof fjárfrek; það má skera niður þar.“ n Fiskistofa „Það má fækka og draga saman í Fiskistofu, sem er orðin eins og hálfgert skrímsli.“ n Veiðimannasamfélag „Við erum veiðimannasamfélag. Við þurfum þess vegna að hegða okkur eftir flóði og fjöru í gangi mála. Þegar það er ætlast til þess að atvinnulífið dragist saman, þá er ekki ætlast til hins sama af stjórnsýslunni. Þegar þess er krafist kemur þetta eilífa svar: „Við erum með þetta í ferli og við eigum eftir að skoða þetta.“ Og það þýðir nánast bara í einni setn- ingu: „Við ætlum að drepa ykkur hægt.“ Þetta er bara della sem við búum við.“ n Hlífa grunnþjónustunni „Það sem skiptir máli er að sinna grunnþjónustunni, sem er heil- brigðisþjónustan, menntakerfið og löggæslan. Við þurfum aukin- heldur að sinna atvinnulífinu svo það geti skapað okkur verðmæti. Þau verðmæti geta svo gert okkur betur í stakk búin til að fram- kvæma það sem er hægt að gera og væri skemmtilegt að gera.“ Gæluverkefnið ESB Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar n Eftirlitsstofnanir „Ég ætla fyrst að nefna eftirlits- stofnanir sem hafa verið settar á fót eftir að EES-samningurinn var samþykktur. Hér er ég til dæmis að vísa til umhverfisstofnunar. Hún hefur brugðist sínu lögbundna hlutverki, samanber iðnaðarsalts- málið. Þá má draga stórlega úr starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Ég efast um allan eftirlitsiðnaðinn. Það má raunverulega leggja niður allan eftirlitsiðnaðinn, að frátöldu Fjármálaeftirlitinu.“ n Samhæfa rekstur ráðuneytanna „Í öðru lagi má samhæfa rekstur ráðuneytanna. Þar má spara mik- ið. Ég er hér að tala um reksturinn – ekki málefnastarfið.“ n Gæluverkefni „Í þriðja lagi má nefna ýmis gælu- verkefni ríkisstjórnarinnar. Til dæmis ESB-umsóknina. Það á að draga umsóknina til baka vegna þess að þar liggja fleiri tugir millj- óna í nefndarstarfi.“ n Allar nefndir og stofnanir „Það má leggja niður allar nefndir og stofnanir sem stofnað hefur verið til með lögum eftir hrun. Opinbera kerfið er að tútna alltof mikið út. Það er varla til sú laga- setning sem fer í gegnum Alþingi sem gerir ekki ráð fyrir fjölgun opin berra starfsmanna. Þetta hef- ur verið minn málflutningur síðan ég settist á þing.“ n Utanríkisþjónustan „Það er hægt að skera alveg óhemju mikið niður í utanríkisþjónust- unni. Við getum lagt niður ákveðin sendiráð til dæmis eða tekið upp frekara samstarf við Norðurlanda- þjóðirnar í þessum efnum.“ Talið endalaust „Það má leggja umboðsmann skuldara af. Það er enginn árang- ur þar inni; fólk fær ekki úrlausn sinna mála. Sú starfsemi ætti bet- ur heima í bankakerfinu. Fjöl- miðlanefnd má leggja af. Það má leggja af nefndina um kynjaða hagstjórn. Það má skera niður hjá Lyfjastofnun ríkisins. Seðlabanki Íslands þarf að sæta stórkostlegum niðurskurði. Svona gæti ég talið endalaust.“ Ósáttur við fjárlög Atli Gíslason, utan þingflokka n ESB útgjöldin „Ég vil fyrst nefna ESB útgjöldin. Það eru hundruð milljóna eða milljarðar þar.“ n NATO „Það eru verulegir fjármunir sem fara til NATO. Við höfum ekkert með það að gera að ausa fjármun- um þangað.“ n Utanríkisþjónustan „Utanríkisþjónustan er orðin út- belgd. Og alltof stór miðað við höfðatölu Íslendinga. Þetta nefni ég sérstaklega í ljósi þess að það er hægt að sinna erlendum sam- skiptum á rafrænan hátt.“ n Úrskurðarnefndir „Mig langar líka að nefna allar þessar úrskurðarnefndir. Ég lagði fram fyrirspurn um það á Al- þingi fyrir nokkrum árum síðar; þá kostuðu þær samtals 600 millj- ónir. Þær kosta miklu meira í dag. Ég hugsa að þær kosti tvo eða þrjá milljarða.“ Hættulegur niðurskurður Jón Bjarnason, Vinstri grænum n Heilbrigðisþjónustan „Ég tel að það hafi verið alltof mikill niðurskurður í heilbrigðisþjónust- unni. Svo mikill niðurskurður að hann er hættulegur. Heilbrigðis- þjónustan, löggæslan og þessi grunnþjónusta hefur orðið fyrir of miklum niðurskurði; sérstaklega úti á landi.“ n Stofnanir sprottið upp „Svo getur þú velt fyrir þér hvaða stofnanir hafa verið að spretta upp og í kjölfarið þanist út. Og hverju hafa þær skilað? Hvað er umboðsmaður skuldara að taka mikið til sín? Og hverju er hann að skila? Það veit enginn hvað hann er að gera. Þú getur velt fyrir þér Samkeppnisstofnun. Hvað eru margir starfsmenn þar? Svo getur þú velt fyrir þér stofnun eins og Fjármálaeftirlitinu. Seðlabankinn hefur þanist út án þess að maður viti til hvers.“ n Fjáraustur í tengslum við ESB „Þó að einhverjir segi að það fari ekki mikið fjármagn í aðildarvið- ræðurnar þá má ekki gleyma því að stofnanir og ráðuneytin verða að leggja fram starfsmenn sína til verkefna í tengslum við þær. Þeir geta ekki sinnt öðrum verkefnum á meðan.“ n Stofnana- og höfuðborgarvæðing „Og hvernig verður þetta þegar við erum komin inn í ESB? Þá þurfum við nú heldur betur stórar opinber- ar stofnanir. Þetta er mikil stofn- anavæðing og mikil höfuðborgar- væðing sem núna er í gangi. Það er verið að sanka allri starfsemi; heil- brigðisþjónustu, löggæslu og öllu dæminu inn á höfuðborgarsvæð- ið.“ Sameina sýslumannsembætti Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingar n Sameina háskóla „Það má sameina háskóla, bæði landbúnaðarháskólana og þá einkareknu. Ríkið á ekki að halda úti fjölda háskóla með beinum og óbeinum hætti. Þar má hagræða um hundruð milljóna króna á ári.“ n Búvöruframleiðsla „Síðan má nefna það, að bein- greiðslur vegna búvöruframleiðslu nema á þessu ári um 12 milljörðum króna, og hafa verið verðbættar frá efnahagsáföllum. Á meðan hefur margt annað mátt þola niðurskurð. Þetta fyrirkomulag á að endur- skoða með nýju, hagstæðara fyrir- komulagi.“ n Sýslumannsembættin „Sýslumannsembættin á landinu eru að mig minnir 24. Við kæm- umst að hluta af án þeirra. Þar má sameina og hagræða.“ n Sameining „Neytendastofu og talsmann neyt- enda á að sameina. Landgræðsl- una og Skógræktina á svo að leggja af í núverandi mynd og sameina.“ n Þingmenn leita leiða til að hlífa grunnþjónustunni með niðurskurði annars staðar Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Ný Hobby hjólhýsi Til sýnis og sölu - getum afgreitt strax! HOBBY 540 ufe excellent. Hjónarúm, stór ísskápur, setustofa. Nýtt 2012. Verð 3.630.000.- HOBBY 560 kmfe excellent. Stór ísskápur, hjónarúm, 2 kojur, setustofa Nýtt 2012. Verð 3.890.000.- Upplýsingar gefur Bóas í síma 777 5007, netfang: b1@b1.is B1.is - Fagradalsbraut 25 - 700 Egilsstaðir - HOBBY 560 ul premium. Tvö rúm sem hægt er að gera að einu stóru, stór ísskápur, setustofa. Nýtt 2012. Verð 4.530.000.- B1.is - Fagradalsbraut 25 - 700 Egilsstaðir og fleira. Ný Hobby hjólhýsiAllar gerðir af nýjum Hobby-Hjólhýsum á frábæru verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.