Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 47
Lífsstíll 47Helgarblað 6.–8. júlí 2012
Hipsterinn í andaslitrunum
Frægir erlendir
hipsterar
Kirsten Dunst
Olsen tvíburarnir
Liv Tyler
Alexa Chung
Kate Bosworth
Alexi Wasser
Shia LeBeouf
Devendra Banhart
Vincent Gallo
Gavin McInnes (Stofnandi Vice magazine)
Frægir íslenskir
hipsterar
Magni í Kron Kron
Hugrún í Kron Kron
Högni Egilsson
Davíð Berndsen
Steinþór Helgi
Atli Bollason
Þórunn Antonía
Heiða Kristín Helgadóttir
Jón Gnarr
Sigurður Blöndal
Huginn Arason
Magni í Kron Kron Erkihipster á
Íslandi. Alltaf á undan í tískunni.
Högni hipster Högni Egilsson söngvari í Hjaltalín og tónskáld er hipster sem stund-
um er uppnefndur wipster vegna klæðaburðar síns. (Hipster+wizard)
Alexa Chung Að senda mynd á Instagram
Devandra Banhart Í fimmta
hipstergír.
Er hipsterinn búinn að vera?
„Hipsterinn er líklega alltaf með
puttann á púlsinum, er á undan öll-
um hinum að tileinka sér nýjungar,
nýjar hugmyndir, tækni og tísku-
sveiflur. Þannig fólk hlýtur alltaf að
vera til.“
Hvað er hipster?
„Hipsterinn fer allra sinna ferða
á hjóli, verður að eiga töff hjól frá
Kríu – ekki spurning. Hipsterinn
gengur alls ekki í merkjavöru né fer
hátt með það að hann eigi einhver
tískumerki heldur er bara natural,
afslappaður í eigin skinni.
Veit samt ekki um þetta hugtak.
Er þetta tískumótandi? Er þetta ein-
hver sem er mjög umhugað um út-
lit. Annars vegar þýðir þetta í mín-
um huga fólk sem eltist við nýungar,
vill sífellt vera á nýjum „it“ stöðum,
veitingastöðum og prófa nýja hluti,
vera með nýju tískufyrirbærin.
Hins vegar er þetta fólkið sem
uppgötvar nýju hlutina á und-
an hinum. Þetta er fólk sem er sí-
fellt að kynna sér nýja hluti, endur-
uppgötva. Það eru hipsterarnir
sem breyta merkingu hverfa t.d.
hverfi er í niðurníðslu – hipsterarn-
ir koma og hverfið verður vinsælt.“
Staðalbúnaður hipsterins?
„Staðalbúnaður hipstersins hlýtur
að vera sólgleraugu, sólarvörn og
reiðhjól.“
Hipsterinn er á hjóli
Ilmur Dögg Gísladóttir verkefnastjóri
í Norræna húsinu
Er hipsterinn búinn að vera?
„Já. Ég held alltaf að þegar tísku-
fyrirbæri er búið að fá nafn, þá séu
endalokin að nálgast. Flest svona
tískufyrirbæri verða til vegna ein-
hvers aðskilnaðar frá hópnum. Um
leið og hópurinn hefur tileinkað sér
tískuna þá er hún úr tísku.“
Hvað sérðu taka við?
„Í herrabransanum tekur tísku-
þróun lengri tíma. Sjóliðatískan er
ennþá sterk og mér finnst afslapp-
að kántrí koma sterkt inn á næst-
unni. Svona Louisiana-fílingur.“
Hvað er þá að detta úr tísku?
„Ég er búinn að segja það oftar en
einu sinni að það er mjög tímabært
að fólk hætti að ganga í þessum
leggings-gallabuxum. Þær klæða
afar fáa, þá er alveg dottið úr tísku
að nota leggings eins og buxur. Ég
verð mjög sáttur þegar ég hætti að
sjá konur klæddar í slíkar buxur.
Þá ætti enginn að kaupa sér not-
aða skó nema hann komist ekki
upp með annað. Hins vegar verða
klassísku Ray Ban-gleraugun alltaf
í tísku.“
Endalokin nálgast
Stefán Svan verslunarstjóri hjá Sævari
Karli
Hipsteretta Heiða Kristín er stefnumótandi. Bæði í tísku og í stjórnmálum og
þarafleiðandi hipsteretta.
Er hipsterinn búinn að vera?
„Já, alveg tvímælalaust. Hann er
orð inn of mainstream til að vera í
tísku.“
Hvað er hipster?
„Góð spurning, ætli það sé ekki
fólk sem reynir að vera öðruvísi og
skera sig úr hópnum með tiltekn-
um klæðnaði. Þegar hann getur
ekki skorið sig úr hópnum, þá deyr
hann út.“
Staðalbúnaður hipstersins?
„Converse-skór, skinny jeans, vin-
tage-klæðnaður. Og að sjálfsögðu
bolli af latté. MacBook og allt sem
er Apple.
Er eitthvað af staðalbúnaðinum
orðið lummó?
„Já, allt sem hefur verið ofnotað, til
að mynda Converse-skórnir sem
eru komnir á bannlista. Ballerínu-
skórnir líka. Svo er líka afleitt að
buffaló-tískan sé að koma aftur. Það
er bara hræðilegt fyrir hipsterinn að
taka þeim veruleika.“
Hvað tekur við?
„Ætli rokkið taki ekki við eða grung-
ið, tískan gengur alltaf í hringi.“
Converse-skór komnir á bannlista
n Guðný Björnsdóttir ritstjóri og eigandi Novum magazine
n Gunnar Þorvaldsson grafískur
hönnuður
Er hipsterinn búinn að vera?
„Já, hann hlýtur eiginlega alltaf að
vera búinn að vera. Þeir úreldast á
hverjum degi enda elta þeir tískuna
og það sem er í tísku fer úr tísku.
Hvað er hipster?
„Ég held að þeir sem skilgreina sig
sem hipster, séu að reyna aðeins
of mikið. Þeir sem eru mest áber-
andi í dag myndu líklega aldrei
gera það nema að vera að gera að
gamni sínu.“
Staðalbúnaður hipstersins?
„Iphone, reiðhjól og kaffibolli.
Sumir eru svo langt á undan að
þeir eru komnir hringinn og finnst
uppáhelling meira kúl en tvöfald-
ur espressó.“
Kaffibolli er
staðalbúnaður