Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 16
Í stjórnarskrárslag við sjálfstæðismenn S jálfstæðismenn vilja skýra hlutverk forseta Íslands og ætla að leggja fram eig- in tillögur um stjórnarskrár- breytingar í haust. Ólafur Ragnar Grímsson, nýendurkjörinn forseti Íslands, varar hins vegar við því að stjórnarskránni sé breytt „í bullandi átökum og ágreiningi“. Þessi málflutningur hefur kallað á hörð við- brögð úr ýmsum áttum, ekki síst frá fulltrúum stjórnlagaráðs. „Gjörsamlega út í hött“ „Ég veit ekki til þess að nokkur maður ætli að gera þetta í bullandi átökum og ágreiningi,“ segir stjórnlagaráðs- fulltrúinn Eiríkur Bergmann Einars- son um stjórnarskrárbreytingarnar og beinir orðum sínum að Ólafi Ragnari. Margrét Tryggvadóttir, þingkona Hreyfingarinnar sem situr í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd, telur að málflutningur Ólafs sé „gjörsamlega út í hött.“ Hún vísar í óvissutal for- setans og segir jafnframt: „Ef það má aldrei breyta neinu vegna einhverrar óvissu, þá getum við bara jarðað okk- ur strax. Þótt það ríki einhver óvissa þá þýðir það ekki að við eigum að hafa hlutina eins og þeir voru árið 1874.“ Túlkun Ólafs „sérkennileg“ Eiríkur segir að ekkert átakaferli standi yfir varðandi stjórnarskrármál- in og Ólafur hljóti að vera að vitna í eitthvað annað. Hann bætir því við að túlkun Ólafs sé sérkennileg og komi honum á óvart. Stjórnskipunarleg staða forseta, löggjafa, ríkisstjórnar og dómsvalda sé miklu skýrari í þeim stjórnarskrárdrögum sem nú liggja fyrir en er í núgildandi stjórn- arskrá. „Sé einhver óvissa í stjórnar- skrá landsins, eins og forsetinn hef- ur lýst, þá er þeirri óvissu eytt með því að samþykkja stjórnarskrá stjórn- lagaráðs,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort hann telji að Ólafur muni beita sér sérstaklega gegn breytingum á stjórnar skránni segist Eiríkur ekki trúa því. „Enda væri slíkt algjörlega fráleitt mál og gjörsamlega úr takti við stjórnskipun landsins.“ Stjórnlagaráðsfulltrúar í hart Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, er sama sinnis. Í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í vikunni sagð- ist hún telja stjórnarskrárbreytingar best fallnar til að styrkja og skýra hlut- verk þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslum. Um Ólaf Ragnar sagði hún: „Hann leggst gegn því að þetta breytingaferli standi áfram,“ og bætti því við að hún teldi að Ólafur gengi erinda stjórnarandstöðunnar á hverj- um tíma og því væri það skammsýni „… þeirra sem nú sitja í stjórnarand- stöðu“ að styðja hann. Stjórnlagaráðs- fulltrúarnir Þórhildur Þorleifsdóttir og Þorvaldur Gylfason voru einnig við- mælendur Síðdegisútvarpsins og tóku í sama streng og Björg. Þórhildur sagði að sér virtist sem forsetinn vildi einn sitja að málskots- réttinum, enda talaði hann gegn frumvarpi sem gæfi tíu prósentum kosningabærra manna málskotsrétt. Þá sagði Þorvaldur málið vera í hönd- um þingsins: „Það getur enginn rifið málið upp úr þeim farvegi – málið er í höndum þjóðarinnar og það fer ekki vel á því að forseti Íslands reyni að þyrla upp ryki og óvissu í kringum þetta.“ Stjórnarskrártillaga úr Valhöll Sjálfstæðismenn ætla að leggja fram þingfrumvarp með eigin tillögum að stjórnarskrárbreytingum í haust. Í því skyni hafa fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd, þau Bjarni Benediktsson, Birgir Ármannsson og Ólöf Nordal, stýrt málefnavinnu innan flokks- ins. „Þegar þing er komið saman og meirihlutinn í stjórnskipunar- og eftir litsnefnd leggur fram sínar tillög- ur, þá ætlum við að vera tilbúin með okkar,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og bætir við: „Okkar nálgun hefur ver- ið sú að eðlilegra sé að miða vinnuna við að bæta núgildandi stjórnarskrá. Við höfum aldrei fallist á þá nálgun sem meirihlutinn í þinginu hefur lagt upp með og stjórnlagaráð byggi sínar tillögur á, að nauðsynlegt sé að endurskrifa stjórnarskrána frá a til ö.“ Birgir gerir ráð fyrir því að það séu skiptar skoðanir innan Sjálfstæðis- flokksins um hlutverk forseta. Sjálf- ur telur hann að forsetaembættið „… eigi svona frekar að vera til hlés í hinni pólitísku orrahríð.“ Hann bendir þó á að Pétur Blöndal hafi hvatt til þess að forsetaembættið yrði lagt niður. Lítill vinnufriður vegna framsóknarmanna Margrét Tryggvadóttir telur fram- göngu sjálfstæðismanna hlægilega. „Að ímynda sér að einhver hand- valin lögmannaklíka úr Sjálfstæðis- flokknum skapi einhverja sátt, það er bara fráleitt,“ segir hún. Jafnframt gerir hún nefndarstörf stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar að umtals- efni og segir að það hafi verið lítill vinnufriður í nefndinni vegna full- trúa Framsóknarflokksins. Ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðsla um til- lögur stjórnlagaráðs fara fram í haust, en svo verða tillögurnar teknar til efnislegrar meðferðar hjá þinginu. „Þá fer fram þessi umræða sem sjálf- stæðismenn eru alltaf að kalla eftir,“ segir Margrét. „Skjálfandi á beinunum“ Stefán Ólafsson, prófessor í félags- vísindum við Háskóla Íslands, spáir því að endurkjör Ólafs Ragnars muni koma í bakið á Sjálfstæðisflokknum. „Það hljómar kannski mótsagna- kennt ef maður skoðar hvernig fylg- ið dreifðist, en ég held að sjálfstæðis- menn hefðu verið miklu rólegri með Þóru sem forseta, enda lýsti hún því yfir að hún ætlaði ekki að blanda sér í pólitísk deilumál og aðeins að beita málskotsréttinum sem neyðarvörn,“ segir Stefán. Með málflutningi sín- um í kjölfar kosninganna telur Stef- án að Ólafur Ragnar hafi tekið af öll tvímæli um að hann hyggist beita sér af krafti í pólitískri umræðu. „Hann virðist ætla að gera það meira en hann hefur gert, hann telur sig hafa fengið sérstakt umboð til þess. Ég held að sjálfstæðismenn hljóti að vera skjálfandi á beinunum út af þessu,“ segir Stefán. Ólafur styrki samningsstöðu vinstriflokkanna Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa lýst því yfir komist sjálf- stæðismenn til valda muni þeir fella veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnar- innar úr gildi. Stefán Ólafsson tel- ur líklegt að Ólafur Ragnar vísi slíku máli til þjóðarinnar, enda hafi hann áður lýst því yfir að fiskveiðimálið sé kjörið mál fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá heldur Stefán því fram að sjálfstæðismenn vilji þrengja stöðu Ólafs Ragnars, því annars geti hann orðið þeim óþægur ljár í þúfu í ýmsum málum. Fari svo að sjálf- stæðismenn komist til valda gæti seta Ólafs Ragnars á Bessastöðum jafnvel styrkt samningsstöðu vinstri- flokkanna ef þeir verða í stjórnarand- stöðu. Birgir Ármannsson vildi ekki tjá sig sérstaklega um viðhorf Stef- áns Ólafssonar. „Hann getur túlkað hlutina eftir eigin höfði,“ segir Birgir, „en það raskar ekki ró minni hvort hann gerir það með jákvæðum hætti eða neikvæðum.“ n Háskólaprófessor segir sjálfstæðismenn vilja þrengja stöðu Ólafs Ragnars „Ég held að sjálf- stæðismenn hefðu verið miklu rólegri með Þóru sem forseta. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Hlægilegt „Að ímynda sér að einhver handvalin lögmannaklíka úr Sjálfstæðis- flokknum skapi einhverja sátt, það er bara fráleitt,“ segir Margrét Tryggvadóttir. Umdeildur Ólafur Háskólaprófessor telur að Ólafur valdi sjálfstæðismönnum vandræðum. 16 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað Rauði kross Íslands: Til aðstoðar í Austur-Evrópu Reynsla og sérþekking Rauða krossins á Íslandi af upp- byggingu neyðarvarna og á við- brögðum við náttúruhamförum er ein af burðarstoðunum í stóru neyðarvarnaverkefni í Armeníu og Georgíu sem Evrópusam- bandið styrkir um 770,000 evra eða sem nemur um 120 milljón- um króna. Náttúruhamfarir svo sem öflugir jarðskjálftar, aurskriður, snjóflóð og flóð ríða reglulega yfir í löndun- um tveimur. Almanna- varnir þessara landa hafa fram að þessu verið fremur bágbornar og hafa stjórn- völd og íbúar átt erfitt með að takast á við af- leiðingar náttúruhamfara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Rauði krossinn á Íslandi legg- ur til þrjá íslenska sérfræðinga sem munu næsta árið aðstoða Rauða krossinn í Armeníu og Georgíu við uppbyggingu neyðarvarna í löndunum tveim- ur og byggja þar á reynslu Ís- lendinga. Auk þess styrkir Rauði krossinn á Íslandi verkefnið um sjö milljónir króna. Jóhann Thoroddsen sál- fræðingur er nú staddur í Armeníu, þar sem hann þjálfar 22 leiðbeinendur í sálrænum stuðningi eftir hamfarir. Leið- beinendurnir munu í kjölfarið þjálfa fjölda sjálfboðaliða Rauða krossins í löndunum tveimur í sálrænum stuðningi. Jón Brynjar Birgisson, ver- kefnastjóri neyðarvarna og neyðaraðstoðar, mun síðar á ár- inu aðstoða við uppbyggingu al- mannavarnakerfis og skipulags neyðarvarna og áfallahjálpar í löndunum tveimur í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök. Þá mun Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða krossins, halda námskeið fyrir Rauða krossinn í Armeníu og Georgíu um samskiptamál í neyðarástandi og hamförum, hvernig haga á samskiptum við fjölmiðla og koma nauðsynleg- um upplýsingum til almennings. Verkefnið felst meðal annars í því að efla viðbúnað og bæta þekkingu á neyðarvörnum og neyðaraðstoð. Markmiðið er að lágmarka tjón og slys af völdum náttúruhamfara og kenna rétt viðbrögð við þeim. Verkefnið verður í gangi næstu 17 mánuði og mun ná beint til um 125.000 manns. Um þrjár milljónir manna munu njóta góðs af því óbeint í formi öflugra almannavarnakerfis og betri neyðarviðbúnaðar í löndunum tveimur, að því er Rauði kross Íslands segir í til- kynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.