Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 42
Hvað er að
gerast?
Laugardagur
Föstudagur
Sunnudagur
7
júl
6
júl
8
júl
Besta útihátíðin
Besta útihátíðin verður í þriðja sinn
dagana 5–8.júlí. Hátíðin fer fram
á Gaddastaðaflötum við Hellu en
aldurstakmark er 18 ár. Miðaverð
er 12.500 krónur og verður lífleg
dagskrá er alla helgina. Á meðal
tónlistaratriða eru Á móti sól,
Botnleðja, Blaz Roca, Gísli Pálmi,
Úlfur úlfur, Páll Óskar, GusGus og
ótal fleiri.
Rauðasandur Festival
Rauðasandur Festival er haldin í
annað sinn á Rauðasandi á Vest-
fjörðum. Lögð er áhersla á kántrí,
þjóðlagatónlist, blús og reggítón-
list. Meðal listamanna sem koma
fram í ár eru Lay Low, Prinspóló,
Snorri Helgason, Ylja og fleiri.
Jóga á sandinum, gönguferðir á
söguslóðir, sandkastalakeppni og
bátsferðir eru dæmi um aðrar upp-
ákomur á hátíðinni. Rauðasandur
Festival er haldin á bóndabænum
Melanesi. Hægt er að kaupa miða
á midi.is.
Date á Norðurlandi
Leikverkið Date er sýnt í Rýminu á
Akureyri um þessar mundir. Sýn-
ingin fjallar um það sem þú átt ekki
að gera á stefnumóti. Leikstjóri
sýningarinnar er Jón Gunnar en
hann hefur meðal annars sett upp
Hárið, Rocky Horror, Himnaríki og
Með fullri reisn. Aldurstakmark
á sýninguna er 14 ár en á meðal
leikara eru Aron Óskarsson, Hjalti
Rúnar Jónsson, Karen Rebecca
Olrich White, Kristján Guðmunds-
son og Sölvi Árnason. Hægt er að
nálgast miða á midi.is.
Four á Jómfrúnni
Á sjöttu tónleikum djasssumar-
tónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu,
laugardaginn 7. júlí, kemur fram
bandaríski djasssaxófónkvartett-
inn Four. Kvartettinn skipa þeir
Mark Watkins á sópran- og altsax-
ófóna, Ray Smith á altsaxófón,
Sandon Mayhew á tenórsaxófón
og Jon Gudmundson á barítónsax-
ófón.Tónleikarnir hefjast klukkan
15 og standa til klukkan 17. Leikið
er utandyra á Jómfrúartorginu.
Aðgangur er ókeypis.
Nyström á Klaustri
Sunnudaginn 8. júlí, mun danska
listakonan Litten Nyström opna
nýja sýningu í gallerí Klaustri undir
heitinu Árangur (Landvinding/
Achievement). Sú sýning er
innsetning unnin sérstaklega með
tilliti til staðarins og mun Litten
vinna bæði úti og inni á sunnu-
daginn frá klukkan 14 og fram eftir
degi við að skapa innsetninguna.
42 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
„Fyndin og
hjartnæm mynd“
„Umgerð leiksins og öll myndræn
úrvinnsla er mikið augnagaman“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Moonrise Kingdom
Wes Anderson
Gamli maðurinn og hafið
Berg Ogrodnik
Ákveðinn, öruggur og skondinn
D
V leitaði til fjölbreytts hóps
málsmetandi álitsgjafa í leit
að besta sjónvarpsmanni
Íslands í dag. Fjölmargir
komust á blað en það er
hinn fjölhæfi Sigmar Guðmundsson
sem stendur uppi sem sigurvegari.
Sigmar hóf ferilinn sem rokkari í út-
varpinu en starfar í dag sem ritstjóri
Kastljóss auk þess sem hann hef-
ur verið annar stjórnenda spurn-
ingaþáttarins Útsvars um árabil.
Hinn stjórnandinn, Þóra Arnórs-
dóttir, hefur áður hlotið þenn-
an eftirsóknarverða titil. Þar sem
Þóra starfar ekki lengur í sjónvarpi
vekur athygli að hún hlýtur samt
nokkur atkvæði. Aðrir sem lentu
ofarlega eru þeir Logi Bergmann
Eiðsson sem álitsgjafar blaðsins
segja mest af öllum minna á ekta
sjónvarpsstjörnu, bæði hvað varð-
ar trúverðugleika sem og líflegan
og skemmtilegan sjarma. Annar
góður, samkvæmt álitsgjöfum, er
Kastljósmaðurinn Helgi Seljan en
Helgi þykir einstaklega beittur, spyr
spurninga sem aðrir þora ekki.
1. sæti
Sigmar Guðmundsson RÚV
„Stórkostlegur í öllu sem hann tek-
ur sér fyrir hendur. Flottur í Kastljósi,
flottur í Útsvari, flottur sem kynnir í
Eurovision og ætti að vera kynnir okk-
ar þar í framtíðinni.“
„Það er eitthvað mjög faglegt við
Simma og um leið einhver grallari í
honum sem fær mann til að missa
ekki af einni sekúndu þegar hann er
á skjánum. Þá skiptir ekki máli hvort
hann er í Kastljósinu eða Útsvari.
Alinn upp í útvarpi og fyrir vikið skipt-
ir ekki máli hvort hann þarf að lesa af
prompter eða fara sjálfur með texta.
Hikar ekki eina sekúndu eða tafsar á
orðum.“
„Fagmaður fram í fingurgóma. Ber
af öðrum hvað varðar sjónvarpsþokka
og sjarma. Ákveðinn, öruggur og
skondinn þegar það á við. Ég fíla Sig-
mar og fæ aldrei leið á honum.“
„Sjálfsöruggur töffari. Fer honum
betur að vera í hörðum fréttum held-
ur en skemmtilegum spurningaþætti.“
2.–3. sæti
Logi Bergmann Eiðsson Stöð 2
„Ekta sjónvarpsstjarna. Lætur fátt
koma sér á óvart. Getur bæði sagt
fréttir á trúverðugan hátt og stjórnað
skemmti- og spurningaþætti þar sem
hans sérlega skemmtilegi húmor skín
í gegn.“
„Ég trúi honum þegar hann les
fréttir. Hlæ að honum í golfþættinum
og hann fær mig til að hlæja í spurn-
ingabombunni. Ansi gott. Sjónvarps-
kóngur Íslands.“
„Fyrir sinn skemmtilega húmor og
líflega sjarma.“
2.–3. sæti
Helgi Seljan RÚV
„Segir hlutina eins og allir vilja
segja þá, en þora því ekki.“
„Einstaklega næmur fréttaskýrandi
og hefur með vönduðum fréttaskýr-
ingum sínum náð að kafa vel undir yf-
irborð hlutanna og komið upp með vel
unnar fréttir á mannamáli.“
„Beittur í viðtölum sem gefur hon-
um ákveðna sérstöðu á meðal sjón-
varpsfólks. Hann þorir.“
4.–9.sæti
Jóhannes Kr. Kristjánsson
„Veltir við steinum. Hispurslaus og
kafar dýpra en aðrir.“
„Hefur sýnt og sannað að það er
hægt að stinga á fjölda kýla í íslenska
samfélaginu með því að fjalla um
þau. Ef þagað er um vandann (t.d.
læknadóp og ofbeldi) er næsta víst
að hann þrífst og dafnar áfram í skjóli
þagnarinnar.“
4.–9.sæti
Ragnhildur Steinunn
„Fagleg og flott sjónvarpskona. Skýr
og alltaf glaðleg. Stendur sig alltaf
þrusuvel.“
„Flott og viðkunnanleg. Kemur vel
fyrir. Hefur skilað af sér vönduðu og
skemmtilegu efni í gegnum tíðina.
4.–9.sæti
Þóra Arnórsdóttir
„Vandvirk og vel menntuð. Nær að
heilla með sterkri nærveru sinni. Á
vitræna og upplýsandi samræðu við
fræðimenn og aðra, oft á erlendum
málum. Öllum líður vel á meðan á
samtalinu stendur.“
„Var þetta ekki örugglega grín hjá
henni, þessi frammistaða í kapp-
ræðunum? Sjónvarpskona ársins í
dulargervi?“
4.–9.sæti
Helga Arnardóttir
„Tiltölulega ný á skjánum en fjallaði til
dæmis mjög vel og á raunsæjan hátt
um Geirfinnsmálið. Kafaði þangað
sem þurfti að kafa til að leita svara.
Hún er skýrmælt, mismælir sig nánast
aldrei og talar fallegt íslenskt mál.“
„Góðum gáfum gædd, skemmtileg
og svo hefur hún fallega framkomu.
Hefur gott nef fyrir mannlegum frétt-
um. Falleg, sem skemmir ekki fyrir.“
4.–9.sæti
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir
„Nigella Íslands! Ekki bara sexí og
flott. Nær mjög góðum tengslum –
maður finnur kaffilyktina ef hún er að
drekka kaffi. Ætti að vera miklu, miklu
oftar í sjónvarpinu!“
„Svo yndislega ljúf og frábær.
Frábær fjölmiðlamanneskja, jafnvíg í
sjónvarpi og útvarpi.“
4.–9.sæti
Gísli Einarsson
„Hinn sanni íslendingur. Fullur af
fróðleik en samt svo mikill bolur.“
„Talar rosa skýrt íslenskt mál.
Skemmtilega öðruvísi. Leitar uppi
öðruvísi efni. Sveitalegur töffari.
Sjarmerandi á sinn hátt. Með þægi-
lega rödd.“
ÞAU VORU LÍKA NEFND:
Egill Helgason
„Samkvæmur sjálfum sér.“
Andri Freyr Viðarsson
„Hefur allt það sem hinir hafa ekki,
þ.e.a.s. einlægni. Er bara hann sjálf-
ur.“
n Sigmar Guðmundsson er besti sjónvarpsmaður landsins ef marka má álitsgjafa DV