Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 50
12 ráð við sólbruna Öll vitum við um skaðsemi þess að sólbrenna. Besta leiðin til að koma í veg fyrir bruna er að maka á sig sólarvörn og sitja í skugga en þegar sumarið er loksins komið gleymist stundum að bera á sig sólarvörn. Hér að neðan má finna nokkur góð ráð við sólbruna. 50 Lífsstíll 6.–8. júlí 2012 Helgarblað Fituskert mjólk Áhrif: Mjólkin býr til prótínfilmu á húðina sem dregur úr óþægindum vegna sólarbruna. Hvernig? Settu ískalda mjólk á húðsvæðið með hreinum klút eða grisju. Láttu þetta liggja á í 15 til 20 mínútur og endurtaktu á tveggja til fjögurra tíma fresti. Sólarvörnin er nauðsynleg Mikilvægt er að verja sig fyrir skað- legum geislum sólarinnar. Kartöflur Áhrif: Það er ekki gott ráð að borða mikið af kartöflum ef þú ert að passa upp á línurnar en það gæti verið gott að hafa nokkrar við höndina ef þú brennur í sólinni. Sterkjan í kartöflunum hjálpar til við að lina sársaukann vegna brunans. Hvernig? Skerðu hráa kartöflu í sneiðar og nuddaði þeim á þá staði þar sem svíður mest. Þegar þörf er á enn meiri meðferð er hægt að rífa sneiðarnar niður og úr verður eins konar maukbakstur. Grænt te Áhrif: Andoxunarefnið „catachin“ hjálpar til við að vernda húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar á meðan tannín eða sútunarsýra hjálpar til við að lina bruna. Hvernig?Rannsóknir sýna að með því að drekka tvo bolla af grænu tei á dag eykur þú varnir húðarinnar gegn sólargeislum. Það skal þó tek- ið fram að ávallt skal nota sólarvörn á húðina þrátt fyrir tedrykkju. Ef þú hefur brunnið er gott að setja tepoka í kalt vatn og leggja þá svo á brunasvæðið. Það dregur úr sársaukanum. Haframjöl Áhrif: Þegar þú hefur brunnið í sólinni á öllum líkamanum er hafra- mjöl kannski besta ráðið. Hvernig? Settu um það bil bolla af haframjöli í matvinnsluvélina, settu það út í kalt baðvatn og leggstu í baðið. Þú getur einnig sett hafra- mjöl í grisju og látið vatn renna í gegn. Hentu haframjölinu og leggðu grisjuna á brennda svæðið á tveggja til fjögurra tíma fresti. Granatepli Áhrif: Það er mikið af „ellag“-sýru í granateplum en hún hjálpar til við að vernda húðina gegn skaðsemi UVA- og UVB-geisla. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar næringarfræðistofnunar við A&M- háskólann í Texas. Hvernig? Láttu það eftir þér að borða granatepli á sumrin því bólgueyðandi og andoxunareig- inleikar ávaxtarins gætu gefið húðinni auka kraft til að verjast sólargeislum. Jarðarber Áhrif: Tannín í berjunum dregur úr sviða í brenndri húð. Hvernig? Merjið nokkur vel þroskuð ber og berið á sólbrunann. Þetta náttúrulega sólbrunalyf dregur úr sársauka. Þvoið eftir nokkrar mínútur. Annar möguleiki er blanda saman maíssterkju og vatni og bera á brunasvæðið. Agúrkur Áhrif: Agúrkur draga úr óþægind- um og sársauka af völdum bruna jafnvel og lyf sem keypt eru í búðum. Auk þess eru þær án allra aukaefna sem finna má í kremum. Hvernig? Ef þú hefur brunnið settu agúrku á brunasvæðið. Dian Dincin, höfundur bókarinnar The Complete Herbal Guide to Natural Health and Beauty, segir að agúrkur geti einnig veitt vörn gegn bruna. Þá er best að taka agúrku, afhýða hana, skera og kreista safann úr henni. Blandið safanum við glýserín og rósavatn og þá er komin hin fínasta sólarvörn. Salat Áhrif: Í salati má finna náttúruleg efni sem deyfa sársauka og hjálpa á þann hátt við sólbruna. Hvernig? Best er að sjóða salat í vatni. Taktu salatið úr vatninu og leyfðu vökvanum að kólna í ís- skápnum. Dýfðu bómullarhnoðrum í vökvann og berðu á brunann. Guava Áhrif: Guava-aldinið er ríkt af andoxunarefnum sem geta hjálpað til við að verja húðina. Eitt guava- aldin inniheldur fimm sinnum meira magn af C-vítamíni en meðalstór appelsína. Hvernig? Fáðu þér ávöxtinn þegar þú getur. Ef þú getur ekki nálgast hann þá eru parprika, jarðarber og spergilkál einnig rík af C-vítamíni. Hvítt edik Áhrif: Ediksýran virkar eins og staðbundið bólgueyðandi lyf. Hvernig? Ef þú ert rauð/ur eftir sólina settu örlítið af hvítu ediki á brunann. Það mun deyfa sársauk- ann eftir um það bil 20 mínútur. Gullfífill eða morgunfrú Áhrif: Blómið sem er af körfu- blómaætt er auðvelt að rækta og er stútfullt af bólgueyðandi efnum sem draga úr bruna og óþægindum. Hvernig? Búðu til mauk úr blómun- um og berðu á brunann og hann grær fyrr. Aloe Áhrif: Aloe er vinsælt í heilsu- drykkjum en er einnig gott á brunasár. Hvernig? Brjóttu blað af blóminu, kreistu safann eða gelið úr og berðu á brunann. Settu fyrst á lítinn blett til að athuga hvort þú sért með ofnæmi fyrir því. Ef þú átt ekki aloe-plöntu er hægt að kaupa gel úr henni í apótekum. Gott er að setja það í kæli áður en það er borið á brunann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.