Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 20
AfskriftAkóngAr ÍslAnds 20 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað A fskriftir til íslenskra auð- manna sem voru áberandi og fyrirferðarmiklir í ís- lensku viðskiptalífi bæði fyrir og eftir hrun nema á fimmta hundrað milljarða króna. Afskriftirnar eru svo miklar að hægt væri að reka íslenska ríkið um nokk- uð langt skeið fyrir upphæðina. Afskriftirnar eru flestar vegna mis- heppnaðra fjárfestinga í gegnum eignarhaldsfélög sem hafa aðeins búið yfir verðlitlum eignum. Ein- hver dæmi eru þó um að samið hafi verið um skuldirnar og að eitthvað hafi fengist upp í þær. Allir þeir sem komast á lista DV yfir afskriftakónga landsins eru þrátt fyrir allt vel settir í dag þegar kemur að peningum og eignum. Björgólfur á toppnum Persónulegt gjaldþrot Björgólfs Guð- mundssonar kemur honum í efsta sætið yfir þá sem hafa fengið mest afskrifað. Karl Wernersson, fyrr- verandi eigandi Milestone og fleiri félaga, er hins vegar í efsta sætinu ef litið er til þeirra sem enn standa þrátt fyrir milljarða afskriftir. Útlit er fyrir allt að 90 milljarða afskriftir hjá félögum tengdum Karli en enn er ekki búið að ljúka skiptum á Mile- stone. Ólafur Ólafsson er svo í þriðja sætinu með 64 milljarða króna af- skriftir í gegnum samning sem hann gerði um skuldauppgjör félaga sem honum tengdust. Ólafur var einn þeirra sem leiddi S-hópinn svokall- aða sem keypti Búnaðarbankann af ríkinu þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir. Eins og flestir vita sameinaðist bankinn síðar Kaup- þingi og varð að hinum gríðarstóra alþjóðlega banka sem Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson stjórnuðu. Aðrir auðmenn hafa þó fengið meira afskrifað en venjulegir Ís- lendingar geta átt von á að eignast á ævi sinni. Meðal annarra er Jón Ás- geir Jóhannesson sem fékk 30 millj- arða afskrifaða hjá eignarhaldsfélagi sem hann og faðir hans, Jóhannes Jónsson, áttu. Sjálfir hafa þeir feðgar haldið því fram að þeir hefðu geta borgað allar sínar skuldir til baka hefðu þeir fengið að halda fyrirtækj- um sínum. Það eru einmitt ein verð- mætustu fyrirtæki landsins og er reiknað með að sala á Iceland í Bret- landi komi til með að standa undir stórum hluta Icesave-skuldarinnar. Afskriftirnar lenda á útlendingum Þegar skuldir eru afskrifaðar hverfa þær hins vegar ekki nema úr skuldabókum sem til þeirra n Björgólfur og Karl Wernersson hafa fengið mest afskrifað n Hátt í fimm hundruð milljarðar afskrifaðir eftir hrunið Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is 1 Björgólfur GuðmundssonAfskriftir: 96 milljarðar Fyrrverandi aðaleigandi og stjórnarformaður Landsbankans, gaf bú sitt upp til gjald- þrotaskipta sumarið 2009 tæpu ári eftir fall Landsbankans. Persónulegar skuldir Björgólfs námu þá 96 milljörðum króna. Þetta er stærsta gjaldþrot einstaklings í Íslandssögunni. Fyrir hrun átti Björgólfur meðal annars Eimskip, fótboltaliðið West Ham og Morgunblaðið. Samkvæmt síðustu upplýsingum DV býr Björgólfur í Laugarneshverfinu í Reykjavík, í húsi sem skráð er eiginkonu hans en ekki hann persónulega, og hefur sést keyra um götur bæjarins á Benz-jeppa sem einnig er í eigu konu hans. Björgólfur lætur lítið fyrir sér fara, lifir hæglátu lífi og sést stundum ganga um hverfið með hund þeirra hjóna í bandi. Björgólfur hefur ekki gerst líklegur til að stunda fjárfestingar hér á landi eftir hrun og er afar ólíklegt að hann verði aftur þátttakandi í íslensku viðskiptalífi. 2 Karl WernerssonAfskriftir: 90 milljarðar Karl Wernersson, fjárfestir og fyrr- verandi aðaleigendi eignarhaldsfélags- ins Milestone sem úrskurðað var gjald- þrota eftir hrunið árið 2009, hefur fengið hið minnsta um nítján þúsund milljónir króna afskrifaðar, í gegnum eignarhaldsfélög sín. Þannig hefur SJ Eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá og var í eigu eignarhaldsfélagsins Milestone, afskrifað um nítján þúsund milljóna króna kröfur sem félagið átti á hendur Milestone og dótturfélaga eins og Vafnings. Skiptum á þrotabúi Milestone er ekki lokið en reiknað er með að kröfuhafar fái einungis nokkur prósent, í mesta lagi, upp í 90 milljarða króna kröfur á hendur félaginu. Síðasti skiptafundur Milestone var 18. júní en á næstu vikum kemur í ljós hvað fæst upp í skuldir. Karl hefur það gott þrátt fyrir að hafa misst stóran hluta af eigum sínum. Karl er til að mynda forstjóri og eigandi Lyfja og heilsu sem gengur vel, en það er stærsta keðja lyfjabúða hér á landi og telur 63 búðir undir merkjum Lyfja og heilsu og Apótek- arans. Þá býr hann í glæsilegu einbýlishúsi í Engihlíð og heldur eftir hestabúgarðinum Feti í nágrenni við Hellu, auk nokkurra lúxusbifreiða. Þar að auki á Karl víngarð og ræktar ólífur á Ítalíu en hann á meðal annars þriggja hæða sumarhöll í Luca í Toskana-héraði á Ítalíu, þar sem glæsibifreiðar voru hýstar í kjallaranum fyrir hrun. Húsið keypti Karl á sex milljónir evra þegar góðærið stóð sem hæst. Samkvæmt álagningu árið 2010 námu eignir Karls umfram skuldir tæpum 1,1 milljarði króna. 3 Ólafur Ólafsson Afskriftir: 64 milljarðar Ólafur, sem oftast er kenndur við S-hópinn og Samskip, hefur fengið um 64 milljarða króna afskrifaða hjá félögum í sinni eigu. Skuldir Kjalars hafa til að mynda verið nánast afskrifaðar að fullu. Þrátt fyrir skuldirnar er Ólafur stóreignamaður í dag en hann fékk að halda yfirráðum í Samskipum með samkomulagi á milli hans og Arion banka. 4 Magnús Kristinsson Afskriftir: 50 milljarðar Útgerðarmaðurinn og fyrrverandi þyrlueigandinn Magnús Kristins- son fékk stóran hluta tæplega 50 milljarða skulda eignarhaldsfélags síns afskrifaðan. Hann samdi um skuldir sínar við skilanefnd Landsbankans. Þrátt fyrir það hélt Magnús eftir kvótanum sínum, enda var hann ekki persónulega ábyrgur fyrir skuldunum. Hann stendur þó ekki lengur í því að fljúga á milli lands og Eyja í einka- þyrlunni sinni sem hann keypti fyrir hrun og var seld úr landi árið 2010. 5 Jón Ásgeir Jóhannesson Afskriftir: 30 milljarðar Félagið 1998 gat ekki staðið í skilum á skuldum sínum þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta eftir hrun. Afskrifa þurfti 30 milljarða króna. Félagið hélt utan um eignarhlut Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans í mörgum verðmætustu fyrirtækjum landsins. Þrátt fyrir afskriftir, gjaldþrota fyrirtæki og kyrrsetningu eigna er Jón Ásgeir þokkalega vel settur. Hann ekur um á glæsibílum og býr ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Pálmadóttur, í einu dýrasta og flottasta hverfi borgarinnar. 6 Magnús Þorsteinsson Afskriftir: 25 milljarðar Magnús varð þjóð- kunnur þegar hann keypti kjölfestuhlut í Landsbankanum ásamt Björgólfi Guðmundssyni og syni hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni, árið 2002. Þremenn- ingarnir mynduðu Samson-hópinn svokallaða. Þeir ráku saman bruggverk- smiðjuna Bravo í Rússlandi sem þeir seldu síðan til Heineken fyrir um 400 milljónir dollara árið 2002. Magnús var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009 og hefur skiptastjóri bús hans unnið að því gera bú hans upp. Fjárfestirinn er búsettur í Rússlandi um þessar mundir en bjó áður á Akureyri. Kröfur upp á ríflega 25 milljarða króna hafa borist í þrotabú hans. Reikna má með að afskrifa þurfi stóran hluta af þessum skuldum. 7 Guðmundur Kristjánsson Afskriftir: 20 milljarðar Guðmundur, oft kenndur við Brim, hefur fengið tuttugu þúsund milljónir króna, hið minnsta, afskrifaðar af skuldum sínum við nýja Landsbankann. Þrátt fyrir þetta hélt hann áfram þeim hlutabréfum sem hann átti í vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um. Nýlegar fréttir af Guðmundi eru þær að hann fékk stóran hluta af þeim 850 milljóna króna arðgreiðslum sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum greiddi nýlega út, eða sama dag og rúmlega 40 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp störfum. Guð- mundur fékk arðinn greiddan í gegnum fé- lagið Silla útgerð. Félagið á fjórðungshlut í Vinnslustöðinni en Guðmundur á fyrirtækið með föður sínum, Kristjáni Guðmundssyni. Einfalt reikningsdæmi leiðir í ljós að þeir hafi fengið um 212 milljónir greiddar í arð. DV hefur áður fjallað um milljarða afskriftir á skuldum Guðmundar í Brimi. Þannig fékk hann, í gegnum félagið Hafnar- hól, fimm þúsund milljóna króna lán hjá Landsbankanum í desember 2006, til að kaupa 4,2 prósenta hlut í fjárfestingabank- anum Straumi-Burðarási. Þegar félagið Hafnarhóll var síðan lýst gjaldþrota árið 2010 fundust engar eignir í félaginu upp í skuldir sem voru þá komnar í 9,5 milljarða króna. „Þetta voru bankabréf, keypt í banka, fjármögnuð af banka og geymd í banka,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í desember árið 2010 um félagið Hafnarhól. „Þetta var keypt froða og lánuð froða, og svo bara hvarf froðan,“ bætti hann við. Guðmundur virðist því ekki hafa haft mikla trú á Straumi-Burðarási þar sem hann sat í stjórn frá því í mars 2007 og þar til bankinn var yfirtekinn af Fjármála- eftirlitinu í mars 2009. 8 Finnur Ingólfsson Afskriftir: 18 milljarðar Félög sem hafa að hluta verið í eigu Finns Ingólfssonar hafa fengið um 18 milljarða króna skuld irafskrifaðar eftir að hafa verið keyrðar í þrot. Bæði félögin hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Önnur félög í eigu Finns hafa hins vegar skilað myljandi hagn- aði frá hruni og er Finnur þrátt fyrir allt einn af auðmönnum nýja Íslands. 9 Nóatúnssystkinin Afskriftir: 12 milljarðar Jón Þorsteinn Jónsson, Einar Örn Jónsson, Júlíus Þór Jónsson og Rut Jónsdóttir, eða Nóatúnssystkinin eins og þau eru kölluð, fengu 12 milljarða afskrifaða vegna fast- eignafélags sem þau áttu sameiginlega. Félagið skuldaði 15 milljarða króna og að- eins þrír milljarðar fengust upp í kröfurnar. Það þýðir þó ekki að þau séu illa stödd enda fengu þau að halda eftir stórhýsinu sem Nóatúnsverslanirnar eru kenndar við og verslunarhúsnæði í Hamraborg í Kópavogi sem hýsir verslun Nóatúns í dag. 10 Sundararnir Afskriftir: 9 milljarðar Kröfuhafar Eignarhaldsfélagsins Sævar- höfða og Fasteignafélagsins Sævarhöfða þurfa að afskrifa samtals um níu þúsund milljónir króna af kröfum sínum í gjaldþrota bú eignarhaldsfélaganna tveggja. Félögin voru í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur, eftir- lifandi eiginkonu Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, sonar hennar Jóns Kristjánssonar, Páls Þórs Magnússonar og Kristins Þórs Geirssonar. Þau áttu og ráku fjárfestingarfélag sem kallað var Sund á árunum fyrir hrunið 2008. Félög sem tengdust Sundurunum svoköll- uðu, voru afar stórtæk í fjárfestingum á Íslandi á árunum fyrir hrun og skulduðu fleiri tugi milljarða króna í íslensku bönkunum. Eins og DV hefur greint frá voru rúmar fjögur hundruð milljónir króna útistandandi hjá eignarhaldsfélagi Sundaranna út af kaupun- um á Harley Davidson-umboðinu árið 2007. Þetta þýðir að kaupverðið á Harley-umboð- inu var aldrei greitt, að það sé ennþá ógreitt og fáist aldrei greitt sökum þess að ekkert fékkst upp í kröfurnar hjá Eignarhalds- félaginu Sævarhöfða. 11 Róbert Guðfinnsson Afskriftir: 6,4 milljarðar Róbert var framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtæk- isins Þormóðs ramma á Siglufirði á tíunda áratug síðustu aldar og var einn af þekktari kaupsýslumönnum landsins. Á árunum fyrir hrunið fór Róbert í útrás til Suður-Ameríku í gegnum einkahlutafélagið Leitar ehf. Félagið sló meðal annars lán hjá Glitni upp á rúmar þrjú þúsund milljónir króna án sérstakra veða, fyrir kaupum á danska eignarhaldsfélaginu Atlantis Group Holding ApS, en það átti og rak fiskeldisfyrirtæki í Mexíkó og Chile. Þegar Glitnir banki tók síðar yfir Leitar ehf. í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi kom í ljós að virði undirliggjandi eigna var óverulegt. Heildatap Leitar nam nærri 6,4 milljörð- um króna árið 2008 og námu skuldir „Er ekki í lagi heima hjá þér? Þau sluppu undan lánum Taka á sig tap Afskriftir er í raun ekkert annað en tap lánastofnana. Erlendir kröfuhafar hafa beðið mest tjón af afskriftum íslenskra auðmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.