Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 34
34 Viðtal 6.–8. júlí 2012 Helgarblað með ríkisborgararétt og útlendingar mega ekki kaupa íbúðir hér á landi. Fólk sem flytur hingað á alveg jafn mikla möguleika og Íslendingar á að byggja upp líf sitt hér,“ segir Amal. „Ef innflytjandi lærir eitt íslenskt orð á dag, þá talar hann íslensku eftir fimm ár,“ staðhæfir Amal. Það átti við um hana sjálfa. Eftir fimm ár hafði hún náð tökum á íslensk- unni. „Það tók mig fimm ár að læra íslenskuna nógu vel til að geta farið í háskólann. Þar fór ég í félagsfræði og þá fann ég baráttukonuna í mér aftur. Ég hafði verið virk í kvenna- baráttu í Palestínu og ég fann sjálfs- traustið vaxa. Ég tók félagsfræðina á þremur árum og útskrifaðist árið 2004. Þá fékk ég starf sem fræðslu- fulltrúi, ráðgjafi og túlkur hjá Al- þjóðahúsinu,“ segir Amal. Í skuld við íslenskt samfélag Árið 2008 markaði tímamót hjá Amal. Þá fékk hún samþykkta tillögu að fyrstu framkvæmda áætlun stjórn- valda í málefnum innflytjenda og varð fyrsti innflytjandinn sem stýrði fundum innflytjendaráðs, en í ráð- inu sátu fulltrúar félags- og trygg- inga mála ráðuneytis, heilbrigðis- ráðuneytis, menntamála ráðu neytis, dóms- og kirkju mála ráðu neytis og Sam bands íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa innflytjenda. Þá stofn- aði hún Jafnréttishús 2008 sem hefur það hlutverk að aðstoða innflytjend- ur við aðlögun að íslensku samfé- lagi og stuðla að virkum samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda. Það er gert með því að vera með íslensku og lífsleiknikennslu, samfélagsnám- skeið og ýmsa viðburði, einnig ráð- gjöf og túlkaþjónustu. „Mér fannst ég skulda íslensku samfélagi. Ég vissi hvað skipti mig máli og hvað varð til þess að gera líf mitt og barnanna farsælt. Það sem skiptir mestu máli er hversu mikið Íslendingar hafa verið til í að spjalla við okkur og blanda við okkur geði. Ég tel ýmislegt hafa breyst í íslensku samfélagi sem gerir að verkum að út lend ingar eru einangraðri en áður og samlagast því ekki eins vel. Nú er vinna fyrir útlendinga og það er vinna fyrir Íslendinga. Þú þarft að tala við fólk til þess að fá tengingu við samfélagið. Þá verður líka að vera íslenskukennsla á vinnustað. Á vinnutíma. Þetta er mjög mikilvægt, fólk af erlendum uppruna er með lægri laun en Ís- lendingar en þarf samt að lifa af í samfélaginu, vinnudagar þess eru því oft langir. Þeir fá oft ekki tæki- færi til þess að læra íslensku nema á vinnutíma. Því miður eru fáir atvinnurek- endur sem taka þessa samfélags- legu ábyrgð. Í fyrirtækjum er oft töluð enska og lítið lagt upp úr sam- skiptum á íslensku. Það finnst mér léleg framkoma. Margir stjórnendur verða hreinlega pirraðir á því að það sé ætlast til þess að þeir beri ábyrgð hvað þetta varðar.“ Hún tekur fram að nokkur fyr- irtæki sýni góða viðleitni í þessum efnum. „Eitt af því er ISS ræstinga- fyrirtækið sem leggur mikið upp úr því að kenna starfsmönnum sínum íslensku. Það skilar sér í betri vinnu- stað og betra samfélagi. Ávinningur- inn er allra,“ segir hún ákveðin í fasi. Konur leita betra lífs Jafnréttishús er í samstarfi við sjö stofnanir; í Bretlandi, Tékklandi, á Grikklandi, Ítalíu og Kýpur í verkefni til tveggja ára sem heitir „Woman Understanding Woman“, eða kon- ur sem skilja konur. „Okkur tókst að færa saman konur úr mismunandi umhverfi. Það er merkilegt,“ segir Amal sem telur að konur gegni lykil- hlutverki í samfélaginu. Þær aðlagist frekar breytingum og þeim sé eðlis- lægt að leita betra lífs. „Verkefnið hófst árið 2010 og hefur fært saman konur úr mismunandi umhverfi til að greina málefni kvenna og deila skoðunum sínum og reynslu.“ Vill fimm sæti á þingi Amal varð í nóvember í fyrra fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi. Hún segist hafa verið fremur stressuð í fyrstu og hugsað mikið um hvaða þekkingu hún þyrfti að tileinka sér. „Þetta var frábær reynsla. Í síð- ustu kosningum bauð ég mig fram og gerði það meira til gamans. Ég var á þingi í einn mánuð og lærði mikið á þeim stutta tíma. Ég get sagt frá því að burtséð frá því hverju Ís- lendingar trúa, þá vinna þingmenn og ráðherrar sleitulaust. Sitja á nefndarfundum sem hefjast klukk- an átta á morgnana og þurfa meira að segja að skrá sig inn til vinnu með stimpilklukku. Þetta kom mér á óvart, ég hélt að þetta væri frjáls- legra vinnufyrirkomulag. Þing- menn réðu sér sjálfir og væru meira svona: Hæ, hæ, bæ, bæ!“ segir hún og hlær. „Þá kom mér líka á óvart að þótt að þingmenn rífist og bítist í þingsal þá setjast þeir skömmu síðar saman við matarborð og hlæja og gera að gamni sínu. Margir hörðustu and- stæðingar á þingi eru mestu mátar utan þingsalarins. Ég er stolt af því að hafa setið á þingi. Ég ætla að vinna meira fyrir íslenskt samfélag enda finnst mér ég standa í eilífri þakkarskuld. Eftir þennan stutta tíma á þinginu er ég full innblásturs. Og það er góð til- finning. Ég ætla mér að vinna að stefnu- málum innflytjenda. Þeir eru sí- stækkandi hópur, 7–8 prósent þjóð- ar innar. Þá eru ótaldir þeir sem hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt og láta sig enn málefnin varða. Ég fæ fimm sæti á þingi og ætla að sitja í þeim öllum,“ segir hún með lát- bragði og hlær hressilega. Synirnir femínistar Þegar Amal horfir til baka og á af- raksturinn í dag getur hún ekki ann- að en verið stolt. „Ég bý í landi tæki- færanna. Ég er frjáls og ég er á lausu, var ég búin að nefna það?“ segir hún og hlær dátt og lengi. „Það má sko alveg koma fram,“ bætir hún við í miðri hláturroku. „Ég má vera stolt segir hún svo þegar hún hefur jafnað sig. „Þetta var erfitt en það tókst. Ég og börn- in mín fengum ný og góð tækifæri til betra lífs. Það er svo margt sem ég er stolt af sem þau hafa tileinkað sér. Til dæmis er ég stolt af strákun- um mínum því ég kenndi þeim auð- vitað að bera virðingu fyrir konum. Strákarnir mínir eru femínistar. Sonur minn er faðir tvíbura- stráka og byrjar strax að vaska upp og elda og hjálpa konu sinni. Stelpurnar mínar eru líka frábærar. Og öll hafa þau staðið sig vel í námi og í lífinu.“ n Keypti íbúð eftir þrjú ár „Ég keypti mína fyrstu íbúð fljótlega eftir að ég kom hingað til lands,“ segir Amal sem bjó við kröpp kjör með börnunum. Á föstudögum fengu þau svala og banana og það var hátíðarstund. mynd Eyþór ÁrnaSon Á þingi Amal er stolt af því að vera fyrsta konan af erlendu bergi brotin til að sitja á þingi og ætlar að láta til sín taka í stjórnmálum. mynd Sigtryggur ari „Hann lamdi mig oft, í fyrstu barði ég frá mér en seinna lét ég það vera. Opnunartímar mán–fim 8.00 - 18.00 föst 8.00 - 19.00 laugardaga 10.00 - 13.00 Þekking gæði Og Þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.