Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Síða 24
SjálfStæðiSmenn bíða StjórnarSkipta E f marka má skoðanakann­ anir er vandséð að Sjálf­ stæðisflokkurinn verði utan ríkisstjórnar á næsta kjör­ tímabili. Ófáir hafa spáð því að næsta ríkisstjórn muni saman­ standa af Sjálfstæðisflokki og Fram­ sóknarflokki og samkvæmt skoð­ anakönnunum á fylgi flokkanna getur slíkt stjórnarsamstarf vel komið til greina. Í nýlegum Þjóðar­ púlsi Gallup mælist Sjálfstæðis­ flokkurinn með 38% fylgi og Fram­ sóknarflokkurinn með 13%. Ekki er þó útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn leiti frekar eftir samstarfi við Sam­ fylkinguna sem mælist nú með 19% fylgi eða jafnvel Vinstri græn sem eru með 12%. Samstaða, Björt fram­ tíð, Dögun og Hægri grænir ná ekki manni á þing samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. „Hrunflokkar“ aftur til valda? Samkvæmt þingmanni sem vill ekki koma fram undir nafni er óæskilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokkn­ um. Jafnvel þótt flokkarnir nái nægi­ legu fylgi til þess yrði meirihlut­ inn alltaf naumur og óeining innan Framsóknarflokksins gæti sett strik í reikninginn. Eins eigi Sjálfstæðis­ menn og Vinstri grænir lítið sam­ eiginlegt, að andstöðunni við ESB undanskilinni. Því sé ríkisstjórnar­ samstarf við Samfylkinguna kannski besti kosturinn fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að þótt Samfylk­ ingin og Sjálfstæðisflokkurinn séu á öndverðum meiði í ýmsum mála­ flokkum megi vel vera að öldurnar lægi eftir því sem nær dregur kosn­ ingum. Lögð verði lokahönd á að­ ildarsamning við Evrópusambandið innan skamms og fiskveiðistjórn­ unarmálin útkljáð. Því megi ekki útiloka þann möguleika að næsta ríkisstjórn samanstandi af þeim tveimur flokkum sem voru við völd þegar bankarnir hrundu árið 2008. „Hugsa Samfylkingunni þegjandi þörfina“ Eiríkur Bergmann Einarsson, pró­ fessor í stjórnmálafræði, segir þó að sjálfstæðismenn hugsi Sam­ fylkingunni þegjandi þörfina eft­ ir landsdómsmálið. Eins er ljóst að margir áhrifamenn innan stjórnar­ flokkanna eru andvígir því að flokk­ arnir starfi með Sjálfstæðisflokkn­ um í ríkisstjórn. Eiríkur Bergmann veltir upp þeim möguleika að Sam­ fylkingin og Vinstri grænir gætu gengið bundin til kosninga og heitið samstarfi. Jafnframt segir hann ljóst að litlu flokkarnir halli sér frekar að stjórnarflokkunum en flokkun­ um sem nú eru í stjórnarandstöðu: „Dögun stendur nær Samfylkingu og Vinstri grænum en Sjálfstæðis­ flokki og Framsókn. Það sama á við um Bjarta framtíð.“ Bæði Grétar Þór og Eiríkur Bergmann telja að hin nýja ráðuneytaskipan haldist, enda sé skiptingin ekki pólitísk. Vill síst vinna með Samfylkingunni Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segir flokkinn ekki útiloka neitt þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi. Þó seg­ ir hún: „Eins og mín lífsskoðun er þá er það Samfylkingin sem kem­ ur síst til greina.“ Vigdís bætir við: „Eins og Samfylkingin er rekin í dag gætir hún ekki íslenskra hagsmuna. Það er í rauninni flokkur sem á ekki heima í okkar samfélagi.“ Vig­ dís segist bjartsýn fyrir hönd Fram­ sóknarflokksins og væntir þess að flokkurinn gæti náð 20–25% fylgi í næstu kosningum og tekið þátt í myndun tveggja til þriggja flokka ríkisstjórnar. Hún telur hins vegar að Samfylkingin og Vinstri græn­ ir muni bíða afhroð. Þrátt fyrir það segir hún að ásamt Sjálfstæðis­ flokki komi Vinstri grænir einna helst til greina við stjórnarmynd­ un: „Framsóknarflokkurinn, Sjálf­ stæðisflokkurinn og Vinstri grænir – það gæti orðið mjög góð þriggja flokka stjórn.“ Skilyrði fyrir því yrði þó sennilega uppstokkun í forystu Vinstri grænna því Vigdís telur „að Jóhanna og Steingrímur séu búin að vera í íslenskri pólitík“. Hrifin af Hægri grænum „Hægri grænir eru með nokkuð svipaðar áherslur og Framsóknar­ flokkurinn,“ segir Vigdís Hauksdóttir og bætir við að það sama gildi um Samstöðu. Hún segir að Hægri grænir, undir forystu Guðmundar Franklíns Jónssonar, séu mest áber­ andi á meðal nýju flokkanna en býst ekki við miklu af Bjartri framtíð og Dögun. Ekki er þó víst að allir flokks­ menn deili þessari skoðun Vigdísar enda er flokkurinn sagður klofinn í tvær fylkingar. Klofningur og flótti Samkvæmt heimildarmanni DV úr röðum þingmanna eru flokka­ drættir innan Framsóknarflokksins afar skýrir. Segir hann að flokkurinn skiptist mjög greinilega í íhalds­ arm annars vegar, eða „harða kjarn­ ann“, og hins vegar í flokk frjáls­ lyndari einstaklinga sem ekki ráða eins miklu um framgöngu flokksins. „Sigmundur Davíð tilheyrir þessu gamla,“ segir þingmaðurinn og nefnir hann, Ásmund Einar Daða­ son og Gunnar Braga Sveinsson í sambandi við fyrrnefndu fylkinguna auk þess sem hann segir að Vigdís Hauksdóttir sé „bara framlenging af Guðna Ágústssyni.“ Um þennan hóp Framsóknar­ manna segir heimildarmaður DV: „Þau sitja bara og standa eins og sjálfstæðismenn vilja.“ Birkir Jón Jónsson, varaformaður Fram­ sóknarflokks, er sagður standa á milli hópanna tveggja. Sagt er að Eygló Harðardóttir fari fyrir síðar­ nefndu fylkingunni ásamt, meðal annarra, Höskuldi Þórhallssyni og Siv Friðleifsdóttur. Talið er að sá hópur sé ekki eins viljugur til stjórnarmyndunar með sjálfstæðis­ mönnum og „harði kjarninn“ og líti frekar til annarra flokka. Þessi armur flokksins virðist þó ekki njóta eins mikilla áhrifa innan flokks­ ins og segir þingmaður að meðlim­ ir hans sæki í auknum mæli á önnur mið. Í því samhengi eru nefnd Krist­ björg Þórisdóttir, fyrrverandi for­ maður Framsóknarkvenna, sem nú hefur fært sig yfir í Samstöðu ásamt Sigurjóni Norberg Kjærnested, fyrr­ verandi formanni Sambands ungra framsóknarmanna. Auk þeirra má nefna Gísla Tryggvason, sem nú er í framkvæmdaráði Dögunar, og G. Valdimar Valdemarsson, sem nú situr í framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar. Vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum Skiptar skoðanir eru innan Sam­ fylkingarinnar um æskilegt stjórnarsamstarf eftir kosningar. Í þeim efnum munu eflaust próf­ kjörin í haust skipta sköpum. Róbert Marshall, þingmaður Sam­ fylkingarinnar úr Suðurkjördæmi, vonast til þess að Samfylkingin og Vinstri grænir geti haldið áfram samstarfi sínu á næsta kjörtímabili. „Ég held að mestar líkur séu á því að þetta verði Samfylking ásamt tveimur eða þremur öðrum flokk­ um og ólíklegt að Sjálfstæðisflokk­ urinn verði meðal þeirra. Kannski verður þetta Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn og hugsanlega Björt framtíð,“ sagði Róbert í samtali við DV. Aðspurð­ ur hvort samstarf við Sjálfstæðis­ flokkinn komi til greina segist Róbert vera þeirrar skoðunar að n Ólíkar fylkingar takast á innan flokkanna n Sjálfstæðisflokkur að ná vopnum sínum n Bjarni Ben hugsanlega næsti forsætisráðherra 24 Fréttir 6. - 8. júlí 2012 Helgarblað „Þau sitja bara og standa eins og sjálfstæðis- menn vilja Minna en ár í kosningar Þingmenn stjórnarflokkanna hljóta að vera með hnút í maganum vegna skoðanakannana. Bjarni líklegur forsætisráðherra Samkvæmt skoðanakönnunum verður Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari í næstu þingkosningum. Ef flokknum tekst að mynda ríkisstjórn liggur beinast við að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, verði forsætisráðherra. Bjarni er umdeild- ur meðal flokkssystkina sinna en hann var endurkjörinn formaður í nóvember með aðeins 55% atkvæða. 45% þeirra sem greiddu atkvæði á landsfundinum vildu frekar að Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi flokkinn. Bjarni hefur bæði verið gagnrýndur af frjálslyndari armi flokksins fyrir eindregna afstöðu sína gegn Evrópusambandsaðild, en jafnframt hefur hann orðið fyrir árásum frá íhaldsarminum fyrir að hafa stutt þriðja Icesave-samninginn. Þar á bæ eru menn þó ánægðir með framgöngu hans í lands- dómsmálinu. Ólíkt leiðtogum annarra stjórnmálaflokka er Bjarni Benediktsson með vafasama viðskiptagjörninga á bakinu. Á útrásarárunum var hann stjórnarformaður N1 og DV hefur fjallað ítarlega um fasteignaverkefni Bjarna með Karli og Steingrími Wern- erssonum í Makaó. Þá er ljóst að Bjarni skrifaði undir fölsuð skjöl þegar hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Vafningi voru veðsett hjá Glitni í febrúar 2008. Hvort draugar for- tíðar muni elta Bjarna og gera honum erfitt fyrir er ómögulegt að segja. Í samtali við DV segir Anita Sigurbergsdóttir leiðtogafræðingur að fortíð Bjarna muni án efa há honum, en taki hann ábyrgð á gjörðum sínum og biðjist jafnvel afsökunar geti hann fengið uppreisn æru og unnið sér traust. „Heilindi skipta ótrúlegu máli,“ segir Anita og bætir því við að framtíð Bjarna ráðist að einhverju leyti af því hvernig hann „tæklar“ fortíðina. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.