Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 19
tekur svona syrpur, græðir eitt- hvað, klúðrar einhverju, græðir, klúðrar – þetta er svona upp og niður. Stundum hefur hann ekki átt fyrir mat.“ Greiðir ekki meðlag Sverri var stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barns- faðernismál árið 2010. Hann er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006, en móðir stúl- kunnar hafði ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri án árangurs. Hún fór fram á að Sverrir greiddi henni meðlag, en hann hafði ít- rekað hundsað beiðni sýslumanns um að koma á hans fund. Vandræði í Brasilíu Margt bendir til að Sverrir eigi sér hatursmenn og sé misvel liðinn í undirheimum hér landi. Það gæti verið ein af ástæðum þess hve lítið hann hefur haldið sig á Íslandi. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þó Sverrir einnig hafa lent í vandræðum í Brasilíu: „Á tímabili var hann kominn í vesen þarna úti, skuldaði hér og þar og gat ekkert verið í Brasilíu.“ Sverrir hefur búið víðar en í Brasilíu, meðal annars á Spáni, í Hollandi og Danmörku. „Sverrir er enginn aumingi, hann er bara á millistiginu og hefur ef- laust haft það bara ágætt síðustu árin,“ er haft eftir viðmæland- anum. „En hann er náttúrulega búinn að étast alveg upp.“ „Góður í að tala fólk til“ Ef marka má frásögn þeirra sem þekkja til Sverris er hann að jafn- aði yfirvegaður í hátterni en æsist þegar að honum er vegið. Hann er þó sagður kurteis og koma vel fram við fólk meðan hann er lát- inn í friði. Þá þykir Sverrir nokkuð mælskur: „Þessi gaur er vingjarn- legur og góður í að tala fólk til. Hann er þannig séð ósköp venju- legur gaur,“ sagði einn af heim- ildarmönnum blaðsins og bætti því við að Sverrir væri vel gefinn. Fréttir DV frá 2003 um námsár- angur Sverris á Litla-Hrauni styðja þessi ummæli, en á Litla-Hrauni var hann vinsæll meðal kennara og þótti afar samviskusamur. Við- mælendur DV virðast almennt sammála um að Sverrir sé tiltölu- lega varkár og þannig hafi honum tekist að forðast laganna verði um nokkurt skeið. n Fíkniefnasmygl frá Brasilíu Mikið fíkniefnasmygl hefur átt sér stað milli Brasilíu og Evrópulanda síðustu ár. Fram- boð kókaíns í Brasilíu er gríðar- legt og verðið á því lágt. Hins vegar er auðveldara að nálgast hass í Evrópu. Fíkniefna- höndlarar hafa nýtt sér þennan verðmun með því að flytja hass frá Evrópu til Brasilíu, skipta því út fyrir kókaín og selja kókaínið á uppsprengdu verið í Evrópu. Kókaín er með dýrustu fíkniefnum á Vesturlöndum. Brasilíufanginn sem fékk 10 í Bókfærslu Fréttir 19Helgarblað 6.–8. júlí 2012 n Sverrir Þór grunaður um aðild að fíkniefnasmygli í Brasilíu n Leiddist snemma út af beinu brautinni leiddur fyrir dómara og næstu árin á eftir hafði lögregla ítrekað af- skipti af honum vegna umferðar- og fíkniefnabrota. Smám saman urðu afbrot Sverris skipulagðari og stórtækari og á árunum 1991– 1995 hlaut hann fjóra dóma fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefna- brot. Í undirheimum Reykjavík- ur var Sverrir ævinlega þekktur undir viðurnefninu Sveddi tönn vegna tannlýtis. Blaðamaður DV hafði samband við félaga Sverr- is af Litla-Hrauni sem þekkir vel til undirheima. „Hann var upp á sitt besta fyrir árið 2000, en sá tími mun ekki koma aftur. Þá var hann áberandi í fíkniefnaheiminum á Íslandi.“ Verðir með vélbyssur „Á tímabili átti hann rosalega villu í Brasilíu og þarna voru verðir með vélbyssur og sundlaug og allt. Al- gjört glæsihýsi,“ segir viðmælandi DV sem sat um tíma í fangelsi með Sverri Þór Gunnarssyni. Nokkrir af félögum Sverris eru sagðir hafa heimsótt hann til Brasilíu á síð- ustu árum og dvalið þar í góðu yf- irlæti. Aðspurður hvort Sverrir lifi hátt segir heimildamaður DV að það sé allur gangur á því: „Hann Lærdómshesturinn Sveddi tönn Þegar Sverrir Þór sat á Litla-Hrauni þótti hann agaður og stundaði nám af kappi við Fjölbrautaskól- ann á Suðurlandi. Sverrir þótti samviskusamur námsmaður og sló í gegn meðal kennara. Fjallað var um námsárangur hans í DV árið 2003, en um það leyti var hann fluttur frá Litla-Hrauni í fangelsið á Akureyri. Sverrir fékk háar einkunnir: 10 í bókfærslu, 10 í verslunarrétti, 9 í stærðfræði og 8 í íslensku. Ingi Ingason, þá kennslu- stjóri á Litla-Hrauni, sagði í viðtali: „Ég get alveg staðfest það að hann hefur staðið sig ákaflega vel. Hann er mjög samviskusamur alla jafnan.“ Fram kemur í umfjöllun DV að Sverrir Þór hafi einnig hlotið lífsleiknikennslu. Ekki fyrir- myndin að Brúnó Sögusagnir hafa gengið um að persónan Brúnó í bókinni Svartur á leik, og samnefndri kvikmynd, sé að einhverju leyti byggð á Sverri Þór. Þeir kunningjar Sverris sem DV leitaði til hlógu að þessu og sögðu að Sverrir væri ekki ofbeldishneigður líkt og persóna myndarinnar. Einn þeirra benti á að menn í hans ástandi væru ekki færir um mikið ofbeldi. Þótt söguþráður Svartur á leik byggi að hluta á stóra fíkniefnamálinu segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar, að Sverrir sé ekki fyrirmyndin að Brúnó. „Karakterinn byggir bara á ýmsum, þetta eru allt svona blöndur,“ segir Óskar. „Á tímabili átti hann rosalega villu í Brasilíu og þarna voru verðir með vélbyssur og sundlaug og allt. Algjört glæsihýsi. Handtekinn Sverrir Þór var handtekinn fyrir fíkni- efnasmygl í Brasilíu síðast- liðinn mánudag. Hann á að baki nokkurn sakaferil hér á landi en hefur búið erlendis síðustu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.