Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Síða 19
tekur svona syrpur, græðir eitt- hvað, klúðrar einhverju, græðir, klúðrar – þetta er svona upp og niður. Stundum hefur hann ekki átt fyrir mat.“ Greiðir ekki meðlag Sverri var stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barns- faðernismál árið 2010. Hann er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006, en móðir stúl- kunnar hafði ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri án árangurs. Hún fór fram á að Sverrir greiddi henni meðlag, en hann hafði ít- rekað hundsað beiðni sýslumanns um að koma á hans fund. Vandræði í Brasilíu Margt bendir til að Sverrir eigi sér hatursmenn og sé misvel liðinn í undirheimum hér landi. Það gæti verið ein af ástæðum þess hve lítið hann hefur haldið sig á Íslandi. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þó Sverrir einnig hafa lent í vandræðum í Brasilíu: „Á tímabili var hann kominn í vesen þarna úti, skuldaði hér og þar og gat ekkert verið í Brasilíu.“ Sverrir hefur búið víðar en í Brasilíu, meðal annars á Spáni, í Hollandi og Danmörku. „Sverrir er enginn aumingi, hann er bara á millistiginu og hefur ef- laust haft það bara ágætt síðustu árin,“ er haft eftir viðmæland- anum. „En hann er náttúrulega búinn að étast alveg upp.“ „Góður í að tala fólk til“ Ef marka má frásögn þeirra sem þekkja til Sverris er hann að jafn- aði yfirvegaður í hátterni en æsist þegar að honum er vegið. Hann er þó sagður kurteis og koma vel fram við fólk meðan hann er lát- inn í friði. Þá þykir Sverrir nokkuð mælskur: „Þessi gaur er vingjarn- legur og góður í að tala fólk til. Hann er þannig séð ósköp venju- legur gaur,“ sagði einn af heim- ildarmönnum blaðsins og bætti því við að Sverrir væri vel gefinn. Fréttir DV frá 2003 um námsár- angur Sverris á Litla-Hrauni styðja þessi ummæli, en á Litla-Hrauni var hann vinsæll meðal kennara og þótti afar samviskusamur. Við- mælendur DV virðast almennt sammála um að Sverrir sé tiltölu- lega varkár og þannig hafi honum tekist að forðast laganna verði um nokkurt skeið. n Fíkniefnasmygl frá Brasilíu Mikið fíkniefnasmygl hefur átt sér stað milli Brasilíu og Evrópulanda síðustu ár. Fram- boð kókaíns í Brasilíu er gríðar- legt og verðið á því lágt. Hins vegar er auðveldara að nálgast hass í Evrópu. Fíkniefna- höndlarar hafa nýtt sér þennan verðmun með því að flytja hass frá Evrópu til Brasilíu, skipta því út fyrir kókaín og selja kókaínið á uppsprengdu verið í Evrópu. Kókaín er með dýrustu fíkniefnum á Vesturlöndum. Brasilíufanginn sem fékk 10 í Bókfærslu Fréttir 19Helgarblað 6.–8. júlí 2012 n Sverrir Þór grunaður um aðild að fíkniefnasmygli í Brasilíu n Leiddist snemma út af beinu brautinni leiddur fyrir dómara og næstu árin á eftir hafði lögregla ítrekað af- skipti af honum vegna umferðar- og fíkniefnabrota. Smám saman urðu afbrot Sverris skipulagðari og stórtækari og á árunum 1991– 1995 hlaut hann fjóra dóma fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefna- brot. Í undirheimum Reykjavík- ur var Sverrir ævinlega þekktur undir viðurnefninu Sveddi tönn vegna tannlýtis. Blaðamaður DV hafði samband við félaga Sverr- is af Litla-Hrauni sem þekkir vel til undirheima. „Hann var upp á sitt besta fyrir árið 2000, en sá tími mun ekki koma aftur. Þá var hann áberandi í fíkniefnaheiminum á Íslandi.“ Verðir með vélbyssur „Á tímabili átti hann rosalega villu í Brasilíu og þarna voru verðir með vélbyssur og sundlaug og allt. Al- gjört glæsihýsi,“ segir viðmælandi DV sem sat um tíma í fangelsi með Sverri Þór Gunnarssyni. Nokkrir af félögum Sverris eru sagðir hafa heimsótt hann til Brasilíu á síð- ustu árum og dvalið þar í góðu yf- irlæti. Aðspurður hvort Sverrir lifi hátt segir heimildamaður DV að það sé allur gangur á því: „Hann Lærdómshesturinn Sveddi tönn Þegar Sverrir Þór sat á Litla-Hrauni þótti hann agaður og stundaði nám af kappi við Fjölbrautaskól- ann á Suðurlandi. Sverrir þótti samviskusamur námsmaður og sló í gegn meðal kennara. Fjallað var um námsárangur hans í DV árið 2003, en um það leyti var hann fluttur frá Litla-Hrauni í fangelsið á Akureyri. Sverrir fékk háar einkunnir: 10 í bókfærslu, 10 í verslunarrétti, 9 í stærðfræði og 8 í íslensku. Ingi Ingason, þá kennslu- stjóri á Litla-Hrauni, sagði í viðtali: „Ég get alveg staðfest það að hann hefur staðið sig ákaflega vel. Hann er mjög samviskusamur alla jafnan.“ Fram kemur í umfjöllun DV að Sverrir Þór hafi einnig hlotið lífsleiknikennslu. Ekki fyrir- myndin að Brúnó Sögusagnir hafa gengið um að persónan Brúnó í bókinni Svartur á leik, og samnefndri kvikmynd, sé að einhverju leyti byggð á Sverri Þór. Þeir kunningjar Sverris sem DV leitaði til hlógu að þessu og sögðu að Sverrir væri ekki ofbeldishneigður líkt og persóna myndarinnar. Einn þeirra benti á að menn í hans ástandi væru ekki færir um mikið ofbeldi. Þótt söguþráður Svartur á leik byggi að hluta á stóra fíkniefnamálinu segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar, að Sverrir sé ekki fyrirmyndin að Brúnó. „Karakterinn byggir bara á ýmsum, þetta eru allt svona blöndur,“ segir Óskar. „Á tímabili átti hann rosalega villu í Brasilíu og þarna voru verðir með vélbyssur og sundlaug og allt. Algjört glæsihýsi. Handtekinn Sverrir Þór var handtekinn fyrir fíkni- efnasmygl í Brasilíu síðast- liðinn mánudag. Hann á að baki nokkurn sakaferil hér á landi en hefur búið erlendis síðustu ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.