Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 22
Engar eignir fundust í búi félagsins upp í þessar kröfur sem námu samtals 647,7 milljónum króna. „Engar eignir fundust í búinu,“ segir í Lögbirtingablaðinu. Eggert er fyrrverandi formaður Knattspyrnusam- bands Íslands (KSÍ) og fyrrverandi stjórnar- formaður knattspyrnufélagsins West Ham. Hann var einnig forstjóri kexverksmiðjunnar Fróns á sínum tíma. Eggert var stjórnarfor- maður og einn af hluthöfum West Ham eftir að Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbankans, keypti félagið árið 2006. 18 Guðjón Már Guðjónsson Afskriftir: 590 milljónir Eignarhaldsfélag í eigu Guðjóns Más, sem yfirleitt er kenndur við hugbúnaðarfyrir- tækið OZ, skilur eftir sig tæplega 600 milljóna skuldir sem ekkert fæst upp í. Félagið heitir 7 jarðir ehf. og hélt utan um fasteign á Skálholtsstíg 7. Guðjón segist halda fasteigninni þó eignarhaldsfélagið sé farið í þrot. Arion banki var eini kröfuhafi eignarhaldsfélagsins. Bankinn hefur nú afskrifað þessa 593 milljóna króna skuld Guðjóns í OZ. Orðið sem Guðjón notar til að lýsa láninu er að það hafi verið „ónýtt“. Húsið á Skálholtsstíg er tæpir 500 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess tæpar 80 milljónir. Guðjón hefur átt húsið í gegnum ýmis félög allt frá árinu 1998. Björgólfur Thor Björgólfsson Afskriftir: Óvíst Björgólfiur náði samningum um stærstu skuldir sínar við lánardrottna fljótlega eftir hrun. Samningarnir fólu meðal annars í sér að hann fékk að halda flestum eignum sín- um en hann þurfti að selja lyfjafyrirtækið Actavis upp í skuldir. Hagnaður af fyrirtækj- um hans hefur þá runnið að einhverju leyti upp í skuldirnar. Ekki er að sjá að Björgólfur hafi sjálfur eða í gegnum eignarhaldsfélög fengið afskrifað og hefur hann sjálfur haldið því fram í yfirlýsingum til fjölmiðla að allar hans skuldir verði gerðar upp. Hann tengist þó fyrirtækjum sem hafa fengið afskrifað með ýmsum hætti. Actavis fékk meðal annars tugi milljarða afskrifaða á meðan hann var enn eigandi félagsins. Það er þó ekki hægt að skrifa það beint á hann. Björgólfur Thor var og er einn af umsvifa- mestu fjárfestum landsins. Hann er með umsvif um allan heim en hann hagnaðist eins og frægt er orðið með föður sínum í Rússlandi. Hann mætti svo til landsins ásamt viðskiptafélögum sínum og keypti Landsbankann þegar hann var einkavædd- ur. Þá fór hann að sanka að sér hinum ýmsu fyrirtækjum. Skuldir Björgólfs voru eins og eignirnar gríðarlega miklar. Þegar fyrst var greint frá skuldauppgjöri hans var á sama tíma greint frá því að hann skuldaði sem nam tvöföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Björgólfur er einn af auðmönnum nýja Íslands og ekki stefnir í annað en að hann verði fyrirferðarmikill í viðskiptalífinu á næstu árum. Gylfi og Gunnar Afskriftir: Óvíst Eigendur verktakafyrirtækisins Byggs, Gunnar Þorláksson og Gylfi Héðinsson, eiga hluti í eignarhaldsfélögum sem skilja eftir sig skuldir upp á 58 þúsund milljónir króna. Samanlagðar heildarskuldir eignarhalds- félaga í eigu Byggs og helsta viðskiptafé- laga þeirra, eignarhaldsfélagsins Saxhóls, fjárfestingafélags Nótatúnsfjölskyldunnar, nema um 130 þúsund milljónum króna. Áætlaðar endurheimtur af þessum skuldum eru ekki meiri en þrjátíu þúsund milljónir króna hið mesta. Því er um að ræða af- skriftir sem nema um 100 þúsund milljónum króna í heildina. Þrátt fyrir þetta þá halda eigendur Byggs eftir verðmætum fasteign- um. Þá eiga Gunnar og Gylfi verðmætar eignir persónulega sem þeir halda þrátt fyrir tugmilljarða króna skuldir í bankakerfinu. Gunnar býr til að mynda í 500 fermetra einbýlishúsi í Hólmaþingi í Kópavogi. n 22 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað félagsins við Glitni nokkurn veginn sömu upphæð. Í ársreikningi Leitar ehf. fyrir árið 2009, eftir að Glitnir hafði yfirtekið félagið, var síðan búið að færa þessar skuldir við Glitni niður í núll krónur. Þrátt fyrir þetta hefur Róbert verið stórtækur síðustu ár. Hann hefur unnið að því að byggja upp ferðamennsku á Siglufirði í gegnum fyrirtækið Rauðku ehf. Róbert hefur gert upp hús í bænum og lappað upp á umhverfið á Siglufirði þannig að eftir hefur verið tekið. Hann hefur meðal annars opnað kaffihús, veitingastað og gallerí í bænum. Róbert hefur sömuleiðis verið að leita eftir fjárfestingartækifærum í Reykjavík og nágrenni, meðal annars á sviði fasteigna, samkvæmt heimildum DV. 12 SteinþórJónsson Afskriftir: 4 milljarðar Steinþór Jónsson, fyrrverandi stjórnar- maður í SpKef hefur undanfarið verið mikið í umfjöllun fjölmiðla vegna óreiðunnar sem ríkti í sparisjóðnum. Steinþór var annar eiganda Bergsins ehf. en kröfuhafar félagsins – þar á meðal Sparisjóðurinn í Keflavík sem var á meðal helstu kröfuhafa – hafa afskrifað tæplega 3,8 milljarða króna vegna lánveitinga til félagsins. Fleiri fyrir- tæki tengd Steinþóri hafa að undanförnu fengið milljarða afskrifaða. Þar má nefna eignarhaldsfélagið Blikavelli 3 sem tekið var til gjaldþrotaskipta í febrúar síðastliðnum, en 280 milljóna skuldir þess félags hafa verið afskrifaðar. Steinþór heldur ótrauður áfram þrátt fyrir þessi áföll, en einkahlutafélagið South Properties, sem er að stórum hluta til í hans eigu, eignaðist í upphafi mánaðar tvær íbúðarblokkir í Innri-Njarðvík. Kaupin voru fjármögnuð með lánum. „Það eru sumir sem hafa trú á Suðurnesjum,“ sagði Steinþór í samtali við DV á dögunum, þegar hann var spurður út í blokkakaupin. Steinþór sagði í samtali við DV að markmiðið væri að gera blokkirnar upp og selja þær svo aftur. Bergið keypti hlutabréf í Sparisjóða- banka Íslands síðla árs 2007 fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Um var að ræða 9,5 prósenta hlut í bankanum og varð Bergið í kjölfarið einn stærsti hluthafi bankans. Lánin til að kaupa hlutabréfin í Sparisjóða- bankanum komu frá bankanum sjálfum og frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóðnum í Keflavík en Steinþór, einn af eigendum Bergsins, var varaformaður bankaráðs hans á þessum tíma. 13 Pétur Guðmundsson Afskriftir: 3 milljarðar Á svipuðum tíma og kröfuhafar eignarhaldsfélags í eigu Péturs Guðmunds- sonar þurftu að afskrifa um þrjú þúsund milljónir króna vegna skuldar sem ekkert fékkst upp í hjá fyrirtækinu lauk byggingu áttatíu milljóna króna sumarbústaðar Péturs. Bústaður Péturs er sannkallað glæsihýsi og gnæfir yfir aðra bústaði í Grímsnes- og Grafningshreppi. Úr bústaðn- um er óhindrað útsýni yfir Hvítá og er hann byggður þannig að útsýni er úr mörgum herbergjum yfir ána. Glerveggur er á einni hlið hússins, þeirri er snýr að Hvítá. Stór verönd, þar sem meðal annars er setlaug og myndarlegt grill, snýr einnig þannig að útsýni er yfir ána. „Er ekki í lagi heima hjá þér?“ spurði Pétur þegar blaðamaður leitaði eftir upplýsingum um sumarhúsið. DV greindi frá því í vor að kröfuhafar tveggja eignarhaldsfélaga í eigu móður- félags verktakafyrirtækisins Eyktar hafi af- skrifað samtals þrjú þúsund milljónir króna af skuldum félaganna. Eigandi Eyktar er eignarhaldsfélagið Holtasel en eigandi þess er Pétur Guðmundsson. Milljónirnar 3.000 bætast við afskriftir hjá öðrum eignarhalds- félögum sem tengjast Eykt, meðal annars eignarhaldsfélaginu Höfðatorgi og Bleiks- stöðum. Í árslok í fyrra var greint frá því að kröfuhafar Höfðatorgs, eignarhaldsfélags- ins sem byggði og átti turninn í Borgartúni að öllu leyti, hefðu þurft að afskrifa um fimmtán þúsund milljónir króna af skuldum félagsins. Átján þúsund milljónir af skuldum félagsins hafa þannig þegar verið afskrif- aðar. Miðað við stöðu annarra félaga sem tengjast Eykt ættu afskriftir vegna þeirra að nema vel á fjórða tug milljarða króna þegar yfir lýkur. 14 Katrín Pétursdóttir Afskriftir: 2,5 milljarðar Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, stóð í miklum framkvæmdum á landareign sinni í Fljótshlíðinni í fyrra- sumar. Á jörð sinni, Velli 1, hefur Katrín verið að byggja reiðhöll en þar er nú þegar rekið hrossa- ræktarbú. Á landareigninni er þegar eitt hesthús, lítil reiðhöll og íbúðarhús ásamt litlum skúr. Heimildir DV herma að Katrín og fjölskylda hyggist nota reiðhöllina til einkanota og til að sinna sínu helsta áhugamáli – hestamennskunni. Katrín á aðra landareign í nágrenninu, Þórunúp. Ljóst er að þrátt fyrir mikla skuldasöfnun og persónulegar ábyrgðir er Katrín ekki illa stödd fjárhagslega. Katrín var í persónulegum ábyrgðum fyrir um milljarði króna vegna lána sem eignarhaldsfélag hennar, Hnotskurn, fékk hjá Glitni árið fyrir hrun. Félagið skuldaði 2.800 milljóna króna í lok árs 2007, en á sama tíma námu eignirnar ekki nema 244 milljónum í fasteignum og lóðum. Eins og DV hefur greint frá mun Katrínu hafa tekist að semja um afskriftir á skuldum sínum við Glitni. Af þessu má ljóst vera að Katrín og fyrirtæki hennar hafi fengið um 2.500 milljónir afskrifaðar. Katrín hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja og situr ennþá í mörgum þeirra. Hún var meðal annars með- stjórnandi í stjórn FL Group, í stjórn Glitnis allt til ársins 2008, og í Bakkavör Group til ársins 2011. Hún á og rekur einkahlutafyrir- tæki eins og Þórunúp, Hex og Bol. Óljóst er hvort og þá hvaða fyrirtæki í hennar eigu kemur að framkvæmdunum við reiðhöllina. 15 Bjarni Ármannsson Afskriftir: 800 milljónir Bjarni komst að samkomulagi við skilanefnd bankans sem hann stjórnaði um afskriftir á rúm- lega 800 milljóna króna skuldum eignarhaldsfélags í sinni eigu. Bjarni hefur síðan komið sér vel fyrir og heldur áfram að græða milljónir á fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum sínum. 16 Björn Ingi Hrafnsson Afskriftir: 730 milljónir Útgefandi og ritstjóri Pressunnar var einn þeirra fjölmiðla- manna sem nefndir voru sérstaklega í rannsóknarskýrslu Alþingis vegna gífurlega lána sem hann fékk hjá bönk- unum. Eignarhalds- félag hans, Caramba - hugmyndir og orð ehf., fékk slíkt lán en það endaði í þroti eftir að hafa vanrækt að skila ársreikningum í nokkur ár. Afskrifa þurfti um 730 milljónir króna hjá félaginu og fengust aðeins 2,2 milljónir króna upp í skuldir þess. Björn Ingi er þó ennþá einn aðaleigandi Vefpressunnar, sem á og rekur nokkra frétta- og afþreyingarvefi. Caramba fjárfesti í fyrirtækjum sem tengdust Kaup- þingi og eigendum þess og sýna kröfulýs- ingarnar í búið að það var bankinn sjálfur sem fjármagnaði þessi viðskipti Björns Inga. Caramba keypti meðal annars hlutabréf í Kaupþingi, Exista, Bakkavör og SPRON. 17 Eggert Magnússon Afskriftir: 650 milljónir Kröfuhafar eignarhaldsfélags í eigu Eggerts Magnússonar hafa afskrifað tæplega 650 milljóna króna skuldir hjá félaginu. Félagið heitir Kex ehf. og var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar og lauk skiptum á búi þess þann 4. maí síðastliðinn. Lúxushús Pétur Guðmundsson, oft kenndur við Eykt, fékk lúxus-sumarhúsið sitt afhent stuttu eftir að afskrifa þurfti milljarða skuldir. Hvað væri hægt að gera við peningana? n Átján aðilar fengu 434 milljarða afskrifaða Löggæsla í 124 ár Hægt væri að reka lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu í 124 ár miðað við þær afskriftir sem auðmenn landsins hafa fengið. Samkvæmt fjárlögum ársins 2012 er gert ráð fyrir að rekstur embættisins kosti um 3,5 milljarða króna, en það er minna en margir auðmenn hafa fengið afskrifað af skuldum félaga tengdum sér. Í raun væri nóg að taka afskriftir Steinþórs Jónssonar til rekstur embættisins. Milljónir hamborgara Ef allar afskriftir auðmanna sem taldar eru upp í lista DV væru notaðar til að kaupa stóra Heimsborgaratilboðið á skyndibitastaðnum Metro væri hægt að kaupa 288.639.093 máltíðir. Það jafnast á við að hver Íslendingur myndi nýta sér um það bil 920 ham- borgaratilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.