Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 37
setjast niður á góðum bar í sólinni í „happy hour“ og rúlla inn í kvöldið í rólegheitum, mikið af góðum börum hérna. Svo er alltaf gaman að vera bara í heimapartíi með góðum vin­ um. Klúbbarnir hérna eru stórkost­ leg fyrirbæri og virkilega gaman að fara á þá og dansa af sér skóna. Það er þó nokkuð af dópi í umferð en maður er ekkert í kringum það lið og skiptir sér ekkert af því. Við drekkum í hófi, en við reykjum ekki og notum ekki eiturlyf.“ Mynduð þið hvetja systkini ykkar til að feta ykkar braut? Steinunn: „Ég á tvær eldri systur, hvorug þeirra er í tónlist. Ég hvet bara frændsystkinin mín til þess í staðinn.“ Alma: „Ég er langyngst í mínum systkinahópi svo systkini mín hafa öll mótað sinn starfsferil. Við höfum samt öll verið viðriðin tónlist og Hugi bróður minn starfar sem tónskáld svo þau skilja hvað ég er að fást við.“ Klara: „Ég á tvær fáránlega hæfileik­ aríkar systur. Önnur þeirra, Ásta Júl­ ía, er leikkona og er nýútskrifuð af leiklistarbraut frá Kvikmyndaskóla Íslands og hin, Elín Lovísa, er söng­ kona. Hún er fáránlega góð og ég sé hana alveg fyrir mér standa sig í þessum bransa. Hún er með bein í nefinu og lætur engan vaða yfir sig. Ég er mjög spennt fyrir laginu Hring eftir hring sem hún gerði með Redd Lights og Ölmu og hlakka til að sjá hvernig það gengur í sumar.“ Fjölskylda? Steinunn: „Foreldrar mínir eru Krist­ jana og Sigurður, sem eiga og reka Gull og Silfur á Laugaveginum. Berg­ lind, eldri systir, mín er kennari og Rósa, elsta systir mín, er gullsmíða­ meistari.“ Alma: „Foreldrar mínir eru Anna Guðrún Hugadóttir námsráðgjafi og Guðmundur Hallgrímsson lyfja­ fræðingur. Systkini mín eru Vera, Daði og Hugi. Vera er lífeðlisfræðing­ ur að mennt og starfar hjá lyfjafyr­ irtæki í Danmörku þar sem hún er búsett ásamt fjölskyldu sinni. Hugi starfar sem tónskáld og er einnig búsettur í Danmörku. Daði er dokt­ or í iðnverkfræði og er búsettur í San Francisco ásamt eiginkonu sinni, þar sem hann er með sitt eigið fyrirtæki, Sensor Analytics. Það er gott að eiga hann að hérna í Kaliforníu og við hittumst reglulega.“ Klara: „Foreldrar mínir eru Elías Jónasson, þjónustufulltrúi hjá Ís­ landsbanka, og mamma mín er Ingi­ björg Ísaksdóttir þroskaþjálfi. Systur mínar eru Ásta Júlía leikkona og Elín Lovísa, söngkona og nemi.“ Steinunn var lengi á föstu með Sig- urði Kaiser. Slitnaði upp úr sam- bandinu vegna fjarlægðarinnar? Steinunn: „Ég sleit því sambandi fyrir mörgum árum, löngu áður en við fórum að hugsa um að fara til Bandaríkjanna og þau sambandsslit voru út af allt öðrum hlutum.“ Var það fjarlægðin sem endaði sam- band Ölmu og Óskars Páls? Alma: „Já, hún spilaði vissulega inn í. Það er ekki auðvelt að halda fjar­ sambandi milli landa með sjö til átta klukkustunda tímamismun.“ Alma og Steinunn hafa báðar verið með eldri mönnum. Eruð þið gaml- ar sálir? Steinunn: „Það getur vel verið að ég sé gömul sál, aldur hefur bara aldrei truflað mig.“ Alma: „Ja, ég veit ekki hvort við erum svo gamlar sálir. Eru konur ekki bara aðeins meira bráðþroska?“ Ætlið þið að eignast börn í framtíð- inni? Steinunn: „Ég stefni á að eignast stóra fjölskyldu, fullt af börnum og hundum og yndislegheit, alveg eins og fjölskyldan sem ég var svo heppin að alast upp í. En núna vil ég einbeita mér að okkur stelpunum og elta æv­ intýrin út um allan heim.“ Alma: „Já, mig langar að stofna fjöl­ skyldu í framtíðinni.“ Klara: „Við vonum auðvitað, ef Guð lofar, að við eignumst fullt af börnum og fullt af mönnum … eða kannski bara einn á mann. Það er bara ekki tímabært í okkar lífi ennþá að huga að því. Það eru margir sem skilja ekki hvernig við getum verið svona rólegar. Við erum ungar ennþá og við viljum allar geta sagt við börn­ in okkar að við höfum gert allt sem við gátum, lífað lífinu til fulls og elt draumana okkar af öllu hjarta. Er það ekki frábært veganesti fyrir börn­ in okkar?“ Spilið þið á hljóðfæri? Steinunn: „Ég spila afskaplega illa á gítar.“ Alma: „Ég lauk 4. stigi á píanói á sín­ um tíma en get ekki sagt að ég spili neitt af viti í dag. Sá grunnur kemur sér samt alltaf vel.“ Klara: „Ég er eins og Alma – lærði heillengi og sá grunnur er alltaf góð­ ur. En mér láðist að halda því við og þar af leiðandi get ég bara heiðarlega sagst spila eitt og hálft lag á píanó. Allt annað er frekar slitrótt.“ Hvar verðið þið eftir fimm ár? „Eftir fimm til tíu ár sjáum við okk­ ur fyrir okkur búandi í risastóru húsi, allar með sína álmu, með verðlaun­ in okkar og platínuplöturnar upp um alla veggi. Og helst bara uppi á sviði og enn á fullu að vinna í tónlist.“ Hvernig er dæmigerður dagur hjá ykkur? Klara: „Það eru eiginlega engir tveir dagar eins. Við reynum að byrja flesta daga á að hreyfa okkur, fara „hiking“ í Runyon Canyon eða ræktina. Síðan eru ýmist æfingar fyrir gigg, „promo“­ vinna, upptökur í stúdíói eða önn­ ur verkefni sem taka allan daginn og stundum langt fram á nótt.“ Með hvaða lag eruð þið ánægðastar? Steinunn: „Ég er alltaf ánægðust með nýjasta lagið okkar, sama hvað það er. Í augnablikinu er það lagið Hello Luv sem við gerðum með vini okkar og „producer“, Jukebox. Alma: „Já, maður hlustar alltaf mest á það nýjasta sem við höfum gert, en ég á erfitt með að gera upp á milli.“ Klara: „Ég elska alltaf Monster/Eat ME!“ Hvert stefnið þið? „Heimsyfirráð eða dauði.“ Hvað hafið þið þið lært af búsetunni í Ameríku? Klara: „Hvað Ísland er lítið! Við erum aldar upp í landi sem held­ ur að það sé „stórasta land í heimi“ en hérna komum við og Ísland er minna en margir smábæir í Bandaríkjunum. Maður fær ann­ að viðhorf til margra hluta. Sér­ staklega tónlistarbransans heima. Heima ætti popptónlist með réttu að vera kölluð „underground“ og „indie/rokk­tónlist“, sem er lang­ algengust heima, vera popptónlist. Popp stendur nú einu sinni fyrir „popular“!“ Ef þið fenguð eina ósk uppfyllta …? Steinunn: „Grammy!!!“ Alma: „Okkar eigin „world tour“ og svo allt sem því fylgir.“ Klara: „World tour“ og rúlla upp Bill board!!“ Hvað gerir ykkur hamingjusamar? Alma: „Fjölskyldan, allir stórir og litlir sigrar með The Charlies og að eiga þátt í að semja lag og heyra loka­ útgáfuna af því.“ Steinunn: „Fjölskyldan mín, vinirn­ ir, stelpurnar og ævintýrin okkar, tónlistin og svo get ég ekki lifað án súkkulaðis og góðs rauðvíns.“ Hvern ætlið þið að kjósa í forseta- kosningunum? „Einar Bárðarson.“ Hvenær verða stórir tónleikar á Ís- landi? Alma: „Þegar við fyllum Laugardals­ höllina eða Egilshöllina.“ Klara: „Ég efast stórlega um að við komum nokkurn tímann með að halda tónleika af þeirri stærðargráðu heima. En það er aldrei að vita.“ Hver er mesti daðrarinn? Steinunn. Hver er feimnust? Alma. Hver er opnust? Klara. Hver er mesti sælkerinn? Steinunn og Alma. Hver er líklegust til að djamma til morguns? Klara. Hver er besti dansarinn? Steinunn. Hver er jákvæðust? Klara. Hver er neikvæðust? Alma. Hver er pabbinn í hópnum? Steinunn. Hver drekkur mest af bjór? Steinunn (hvorki Alma né Klara drekka bjór!). Hver er mesta svefnpurkan? Klara. Hver er rómantískust? Steinunn. Hver er mesti stríðnispúkinn? Klara. Fórna öllu Fyrir Frægðin „Klara er eigin- lega duglegust að spotta leikara úr alls kon- ar þáttum og segir okk- ur svona laumulega á ís- lensku í hverju þeir hafa leikið.“ Viðtal 37Helgarblað 6.–8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.