Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 30
Í bók sinni „Hetjur og hugarvíl“, sem geðgreinir „hetjur“ Íslendinga­ sagna, ritar Óttar Guðmundsson læknir um Mörð Valgarðsson, ná­ frænda Gunnars á Hlíðarenda: Mörð­ ur var „annálaður fyrir baktjaldamakk og undirferli“ og „er persónugerving­ ur hinnar slægu lögmannastéttar ... án samviskubits eða eftirþanka þó hann komi iðulega illu til leiðar ...“ Mörður „hirðir ekki um siðferðilegar spurn­ ingar“ og „minnir á hina raunverulegu sigurvegara íslenska efnahagshruns­ ins, lögfræðinga ... Mörður er fyrsti alvöru íslenski lögfræðingurinn og ætti skilið að klækjaverðlaun stéttarinnar yrðu kennd við hann og afhent árlega að Bessastöðum að viðstöddum fjöl­ miðlum.“ Slík keppni – um Marðarböllinn? – yrði hörkuspennandi. Kannski væru undirflokkar – stór, stærri og stærsti Marðarböllurinn veittur – t.d. fyrir getuleysi og skussaskap. Sá flokkur yrði fjölmennur en ég er ekki í miklum vafa um sigurvegarann. Sýslumaður: Hvar eru gögn málsins? L tók að sér skilnaðarmál K, sem veiktist alvarlega í miðjum málaferl­ um. Úrskurða átti um atriði málsins af sýslumanni og mikilvægt var að leggja gögn varðandi veikindi K fyrir embættið. Það vanrækti L hinsvegar, þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar frá ættingjum K varðandi veikindin, um leið og þau greindust. Sýslumaður sendi lögmanninum tvær fyrirspurnir varðandi læknisvott­ orð og veitti óumbeðinn vikulangan frest til gagnaöflunar, en lögmaðurinn sagðist „ekki óska eftir frekari fresti.“ Aftur sendi sýslumaður fyrirspurn, „ég ... ítreka fyrirspurn um hvort óskað sé eftir frekari fresti vegna málsins til framlagningar gagna og frekari upp­ lýsinga. Sé svo er veittur [vikulangur] frestur ...“ Lögmaðurinn svaraði stutt og laggott: „Ég var þegar búin að svara fyr­ irspurn þinni um þetta atriði. Ekki er óskað eftir frekari fresti.“ Lögmaðurinn útskýrði hins vegar fyrir úrskurðarnefnd lögmanna að læknisvottorð hefðu ekki verið lögð fyr­ ir sýslumann vegna þess að lögmaður­ inn hafði „ekki undir höndum“ gögn um heilsufar K, gögnin „voru ekki til staðar á þessum tíma.“ „Mjög tímafrekt er að afla læknisvottorða ...“ Ástæða þess að lögmaðurinn hafði gögnin „ekki undir höndum“ var auð­ vitað ekki vegna þess að gögnin „voru ekki til staðar,“ heldur vegna þess að lögmaðurinn bar sig ekki eftir þeim og neitaði að afla þeirra! Það að sýslumaður innti lögmann­ inn tvisvar eftir frekari gögnum og veitti óumbeðinn frest til að afla þeirra hefði átt að gera lögmanninum ljóst að gögn varðandi veikindin skiptu máli við úrlausn málsins. K, sem greiddi lögmanni sínum hátt í eina milljón króna í málskostnað, kærði hann til úrskurðarnefndar LMFÍ. Nefndin tók sér nærri ár til að velta fyr­ ir sér málinu og komst að þeirri niður­ stöðu að lögmaðurinn hefði „ekki gert á hlut kæranda ...“ Rök Samtryggingarnefndarinnar eru svo hallærisleg að þau væru hlægi­ leg ef ekki væri um að ræða jafn alvar­ legt réttarbrot. Þessi röksemdafærsla nefndarinnar ávinnur henni sjálfkrafa Marðarballartilnefningu „Vel er þekkt að mjög tímafrekt getur reynst að afla læknisvottorða ...“ Læknastéttin teflir réttar­ örygginu í tvísýnu? Nefndin útskýrði ekki hversu „vel þekkt“ tímafrekja í útgáfu læknisvott­ orða er en greinilega er hér alvarleg heilbrigðiskerfiskrísa sem teflir réttar­ öryggi í dómsmálum í tvísýnu og ekki hefur fengið verðskuldaða athygli. (Það tók ættingja K þrjá daga að afla læknis­ vottorðanna, um mitt sumar þegar hálf þjóðin er lömuð af sumarleyfum). Áfram vall viskan úr Samtrygg ingar­ nefndinni: „... mátti allt eins gera ráð fyrir því að læknar vildu ekkert fullyrða um [heilsu K] fyrr en kærandi jafnaði sig eftir fyrirhugaða aðgerð ...“ Vitan­ lega mátti allt eins gera ráð fyrir því að læknarnir hefðu heilmikið um það að segja. En best að vera ekkert að hafa fyrir því að gá. „... nýjum gögnum um heilsubrest mætti koma að á kærustigi.“ Nefndin taldi enga ástæðu til þess að lögmaður­ inn hefði kannski átt að reyna að ljúka málinu hjá sýslumannsembættinu, þar sem það var búið að liggja í nærri hálft ár, svo ekki þyrfti að kæra það! Einnig fór alveg framhjá nefndinni að lögmaðurinn sýndi enga viðleitni „á kærustigi“ til að koma að „nýjum gögn­ um um heilsubrest“ þegar hún kærði úrskurðinn til innanríkisráðuneytisins (þar sem málið fékk að rotna áfram í eitt og hálft ár). „Skálkaskjól“ dómskerfisins K getur nú „áfrýjað“ úrskurði Sam­ tryggingarnefndarinnar, en til þess verður hún að höfða dómsmál og kaupa á ný dýra „þjónustu“ lög­ manns og K veit af slæmri reynslu að peningamokstur í lögmenn tryggir ekki hagsmunagæslu. K óttast að dómurinn staðfesti niðurstöðu Sam­ tryggingarnefndarinnar – enda er Hér­ aðsdómur Reykjavíkur, eins og Ólaf­ ur Arnarson orðaði það, „ekki skjól fyrir þá sem þurfa að leita réttar síns“ heldur „skálkaskjól“ – og dæmi hana í ofanálag til greiðslu málskostnað­ ar nefndarinnar. K telur sig hafa litla möguleika í baráttu við einn þekktasta hæstaréttarlögmann landsins sem einnig er í bestavinafélagi forsætisráð­ herra. Í héraðsdómi sitja kannski líka vinir lögmannsins eða félagar úr laga­ deildinni, fólk sem saman „sósíalíser­ ar“ í íslenska forréttindafélaginu. Sú ákvörðun K að kæra lögmann­ inn mætti litlum eldmóði meðal henn­ ar nánustu vegna þess – eins og lög­ fræðingur og gamall skólafélagi K sagði – að „það þýðir ekkert að kvarta við Lögmannafélagið – þeir sjá um sína.“ Og Marðarböllinn hlýtur ... lög­ maðurinn L! Eða kannski Sam­ tryggingarnefnd LMFÍ eins og hún leggur sig. Keppnin yrði hörð. Sandkorn K reppan er búin; Jón Ásge­ ir Jóhannesson sást nýlega á glænýjum Range Rover í eigu fjölmiðlafyrirtækisins 365 miðla. Björgólfur Thor Björg­ ólfsson er með veislu í London um helgina. Lýður og Ágúst Guðmunds­ synir eru að sölsa undir sig Bakkavör, líklega með arði sem þeir greiddu sér af bólufyrirtækinu Exista og komu síðan undan til útlanda, þar sem arðurinn tvöfaldaðist í krónum talið þegar krónan hrundi vegna banka­ hruns sem varð vegna viðskiptahátta manna eins og þeirra; krosstengsla, áhættusækni og glórulausra lána til vildarvina. „Góðærið heldur áfram,“ sagði Stein grímur J. Sigfússon um daginn. Hann sagði þetta í umræðu um stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Í þessu góð­ æri, ólíkt því síðasta, virðist aðallega vera byggt á alvöru verðmætum en ekki stórfelldum lántökum. Furður góðærisins í kringum 2007 voru margar. Enginn skildi almenni­ lega hvernig þetta góðæri varð til. En fólk sannfærðist að lokum á þær skýringar að við værum bara svo frá­ bær þjóð í eðli okkar. Þannig varð gagnrýni árás á þjóðina. Í síðasta góðæri tók fólk erlend lán fyrir fasteignum, og gat meira að segja grætt á því þegar krónan styrkt­ ist á óútskýranlegan hátt sem út­ skýrður var með ýmsum hætti öðrum en hættumerkjum í efnahagslífinu. Nú er aftur komin bóla á fast­ eignamarkaði og Ingibjörg Þórðar­ dóttir, formaður Félags fasteigna­ sala, er aftur farinn að koma fram í fjölmiðlum og lýsa því hvernig fast­ eignaverð muni hækka ennþá meira. „Bankarnir bjóða nú óverðtryggð lán og flestir telja skynsamlegast að fjár­ magna kaup á fasteignum með slík­ um lánum,“ sagði hún í viðtali um daginn, undir fyrirsögninni „Fast­ eignaverð hækkar á næstunni“. Það eru líka furður í þessu góðæri; Fólki eru boðin óverðtryggð lán á ótrúlegum kjörum: 6,4% vextir í 5,4% verðbólgu, sem þýða 1% vextir. Það kostar minna að taka lánið en að geyma peningana á bankabók. 10 milljóna sparnaður á sparireikningi með 3,5% vexti rýrnar um 200 þús­ und á ári. 10 milljónir að láni með 1% raunvöxtum kosta 100 þúsund á ári. Hjá Íslandsbanka er ódýrara að fá pening að láni en að spara hann. Eitthvað er verulega bogið við þetta, en það borgar sig kannski ekki að tala um það, því orðfæri góðæris­ ins er líka á uppleið. Við vorum með forsetaframbjóðanda um daginn sem sagði að það ætti ekki að „tala niður“ hlutina á Íslandi. Þóra Arnórsdóttir fékk þriðjung atkvæða, út á stefnuna að boða jákvæðni og tala upp land og þjóð. Þegar gagnrýni fólks verður aft­ ur svarað með því að það sé að „tala niður“ hluti vitum við fyrir víst, að umræðuhefðin er aftur orðin eins. „Það er óábyrgt og óheppilegt ef einhverjir vilja sko tala niður gjald­ miðilinn okkar,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í septem­ ber 2007, þegar einhverjir töluðu um hvort skoða ætti hvort taka ætti upp evru. Jóhanna Sigurðardóttir, þá fé­ lagsmálaráðherra en nú forsætis­ ráðherra, réðst að Seðlabankanum fyrir raunsæja spá, um 30% lækkun fasteignaverðs þann 6. maí 2008: „Ég held að það hafi verið mjög óskyn­ samlegt af Seðlabankanum að tala niður fasteignaverð með þeim hætti sem hann gerði“. Áðurnefnd Ingi­ björg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, reiddist Seðlabankan­ um af sama tilefni og sagði hann vera að „tala niður markaðinn“. Árið 2006 gagnrýndi Björn Þorri Viktorsson, nú frægur baráttumaður gegn fast­ eignaskuldum, en þá formaður Fé­ lags fasteignasala, að fasteignaverð væri „talað niður“. Það var óbærileg­ ur þrýstingur á að tala upp. Ólafur Ragnar skammaði fólk í fyrra fyrir að „tala niður íslenskt atvinnulíf“, Bjarni Benediktsson skamm aði ríkisstjórnina í mars fyrir að „tala niður“ krónuna, Sigmundur Davíð tók í sama streng og Bjarni – en hélt síðan ráðstefnu um að skipta krónunni út fyrir Kanadadollar. Til hamingju með nýja góðær­ ið. Kannski verður þetta góðæri þar sem gagnrýni er dyggð, þar sem traust er ekki blint og þar sem þöggun er löstur. En það gerist ekki sjálfkrafa. Þeir einu sem tapa ekki n Fjármálaeftirlitið hefur gríðarlegar áhyggjur af lífeyr­ issjóðakerfinu, enda vantar 700.000 millj­ ónir króna til að lífeyr­ issjóðirn­ ir geti staðið við skuld­ bindingar sínar í fram­ tíðinni. Verkalýðsleiðtoginn Vilhjálmur Birgisson upplýsti hins vegar á bloggi sínu á DV. is fyrir helgi að einn hópur hefur ekki orðið fyrir neinum skerðingum. Alþingismenn, ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn halda fullum lífeyri þótt Líf­ eyrissjóður opinberra starfs­ manna hafi tapað 100.000 milljónum í hruninu og vanti 447.000 milljónir til að standa við sitt. Það þykir á sama tíma bráðnauðsynlegt að skerða al­ menning. Óháður verðlaunavefur n Vefurinn amx.is fékk ný­ lega frelsisverðlaun Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), sem kennd eru við Kjartan Gunnarsson, framkvæmda­ stjóra Sjálf­ stæðisflokksins og varafor­ mann banka­ ráðs Landsbankans fram að hruni. Verðlaunin fékk vefur­ inn fyrir „miðlun frétta“ og fyr­ ir að vera „óháður stjórnmála­ flokkum“. Með „miðlun frétta“ er átt við að amx.is tengir við fréttir annarra miðla. Þrátt fyrir að vefurinn eigi að heita óháð­ ur, samkvæmt SUS, er verð­ launaveitingin rökstudd með því að vefurinn hafi „reynst dugmikið í baráttunni gegn yf­ irgangi vinstri aflanna“. Hann er því óháður stjórnmálaflokk­ um, en ávallt andvígur Sam­ fylkingunni og VG en fylgjandi Sjálfstæðisflokki. Og ekkert af þessu hefur neitt að gera með það að Friðbjörn Orri Ketilsson, ritstjóri vefsins, hefur ver­ ið dugmikill meðlimur SUS í áraraðir. Fræðimaður verðlaunaður n Hannes Hólmsteinn Gissurar­ son prófessor var verðlaunaður af Sambandi ungra Sjálfstæð­ ismanna (SUS), fyrir framlag sitt til frjálshyggjunnar, alveg eins og vefurinn amx.is. Tí­ unduð voru störf hans í þágu frjálshyggju á fyrri árum, sem vissulega voru brautryðjandi í íslensku samfélagi. Í seinni tíð hefur Hannes hins vegar gerst holdgervingur þess sem frjáls­ hyggjan berst gegn – þeirra sem lifa á ríkisspenanum og eru niðurgreiddir af almenn­ ingi. Hann er til að mynda ævi­ ráðinn ríkisstarfsmaður við Háskóla Íslands og hefur þegið milljónir í styrki og undarleg­ ustu verkefni frá ríkinu í gegn­ um flokksfélaga sína í Sjálf­ stæðisflokknum. Lengi hafa gengið sögur um að ríkisstarfs­ maðurinn Hannes sé einn af helstu slúðurmolahöfundum amx.is, en hann hefur ekki vilj­ að svara spurningum um það. Ótrúlega vina- legur. Veit ekki hvar þau eru. Kristján Páll Kristjánsson í Of Monsters and Men um Jay Leno.– DV Hjördís Svan Aðalheiðudóttir um börnin sín fjögur. – DV „Góðærið heldur áfram“„Það eru líka furður í þessu góðæri Læknakreppa lögmanna„Ég var þegar búin að svara fyrirspurn þinni um þetta at- riði. Ekki er óskað eftir frekari fresti Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Kjallari Íris Erlingsdóttir Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 30 6.–8. júlí Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.