Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 26
26 Erlent 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
Telja að arafaT
hafi verið myrTur
Á
rum saman hafa ýmsar sögu-
sagnir verið á kreiki um hvað
raunverulega dró Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna,
til dauða. Arafat lést á sjúkra-
húsi í París í nóvember 2004 eftir
skyndileg veikindi. Arafat veiktist
12. október og var látinn um það bil
mánuði síðar. Þó að Arafat hafi ekki
verið krufinn hafa verið gerðar ýmsar
rannsóknir á bæði blóði og þvagi úr
leiðtoganum, þeirra á meðal ítar-
legar rannsóknir á því hvort eitrað
hafi verið fyrir honum. Ekkert hefur
hins vegar komið út úr því. Þar sem
lík Arafats var ekki krufið hafa vaknað
getgátur um að hann hafi verið með
krabbamein, sjúkdóm í lifrinni eða
jafnvel að hann hafi verið smitaður
af HIV.
Níu mánaða rannsókn
Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin hefur nú
birt niðurstöður rannsóknar á dauða
Arafats sem tók níu mánuði. Niður-
stöðurnar eru algjörlega sláandi.
Hinn 75 ára gamli Arafat virðist hafa
verið við góða heilsu áður en hann
veiktist skyndilega. Í ljós kom hins
vegar að sjaldgæft geislavirkt efni,
póloníum, fannst í höfuðfati sem
hann var með dagana áður en hann
lést. Efnið fannst í hári hans og í bæði
þvag- og blóðblettum sem fundust
í fötum hans. Þá fannst efnið í tann-
bursta leiðtogans. Allt bendir þetta
til þess, að mati vísindamanna hjá
Institut de Radiophysique í Lausanne
í Sviss, að eitrað hafi verið fyrir leið-
toganum. Póloníum finnst í mjög litlu
magni í náttúrunni en ef það mælist í
miklu magni eru miklar líkur á að það
komi frá kjarnorkuveri. Skammtur
sem mannsaugað greinir ekki nægir
til þess að draga fullvaxta manneskju
til dauða á nokkrum vikum.
Árið 2004, þegar vísindamenn
rannsökuðu hvort eitrað hefði verið
fyrir Arafat, var eitrun af völdum pól-
oníums ekki þekkt og því var ekki
skim að eftir því efni í líkamsvess-
um leiðtogans. Árið 2006 varð efnið
hins vegar heimsfrægt, sem eiturefni,
þegar rússneski njósnarinn Alex ander
Litvinenko var myrtur í London eft-
ir að örlitlum skammti af efninu hafði
verið laumað í mat hans á veitinga-
húsi í borginni. Litvinenko missti allt
hárið í veikindunum sem drógu hann
til dauða á nokkrum vikum.
Óútskýrt hvers vegna geislavirkt
efni fannst í fórum leiðtogans
„Ég get staðfest að við mældum mikið
magn póloníum-210 í fórum Arafats.
Það er óútskýrt hvers vegna þetta
efni fannst þarna,“ segir dr. Francois
Bochud, stjórnandi Institut de Radio-
physique.
Þessar ótrúlegu niðurstöður hafa
orðið til þess að Suha Arafat, ekkja leið-
togans, hefur krafist þess að palestínsk
yfirvöld opni gröf hans í Ramallah svo
að hægt sé að taka frekari sýni úr lík-
amsleifum hans. Leiði rannsóknir á
líkamsleifum Arafats í ljós að óvenju
hátt magn póloníums finnist í beinum
hans, telja læknar nærri öruggt að eitr-
að hafi verið fyrir honum.
„Ég veit að yfirvöld í Palestínu
hafa verið að reyna að skilja úr hverju
Yasser lést,“ sagði ekkja hans í við-
tali. „Núna erum við að hjálpa þeim.
Við höfum mjög mikilvæg vísindaleg
gögn í höndunum.“
Svissneska rannsóknarstofnunin
fékk muni Arafats til rannsóknar fyrir
tilstuðlan sjónvarpsstöðvarinnar Al
Jazeera sem fékk leyfi ekkjunnar til
þess að láta rannsaka þá nánar. Ítar-
leg eiturefnapróf á fötum hans leiddu
ekkert í ljós, svo þeir ákváðu að leita
að óhefðbundnari eiturefnum. Þeirra
á meðal var póloníum. Efnið sem
er mjög geislavirkt er meðal annars
notað til þess að knýja áfram geim-
ferjur. Marie Curie uppgötvaði það
árið 1898, en dóttir hennar var með-
al þeirra fyrstu sem létust af völdum
þess. Hún fékk hvítblæði nokkrum
árum eftir að hún komst í snertingu
við efnið. Heimildir eru fyrir því að
að minnsta kosti tveir starfsmenn í
kjarnorkuáætlun Ísraels hafi látist eft-
ir að hafa komist í snertingu við efnið.
Litvinenko er hins vegar langfrægasta
fórnarlamb póloníumeitrunar.
Sömu einkenni og hjá Litvinenko
Vísindamenn búa ekki yfir mikilli
þekkingu á því hvernig póloníum
dregur fólk til dauða eða hver ein-
kenni eitrunar af völdum þess eru.
Það stafar aðallega af því að þess eru
sárafá dæmi að fólk hafi látist af völd-
um þess. Litvinenko þjáðist af alvar-
legum niðurgangi og uppköstum
sem leiddu til mikils þyngdartaps.
Allt eru þetta einkenni sem komu
einnig fram hjá Arafat.
Í niðurstöðum vísinda-
mannanna kemur fram að í fórum
Arafats fannst að meðaltali tífalt
meira magn póloníums en eðlilegt
gæti talist undir nokkrum kringum-
stæðum. Styrkur efnisins minnkar
um helming á að meðaltali fjögurra
og hálfs mánaðar fresti. Í líki Arafats
er því mjög líklega að finna afar lítið
magn efnisins, ef þá nokkuð finnst.
Í nærbuxum leiðtogans þar sem
þvagblettur fannst, mældist hins
vegar 26 sinnum meira magn efn-
isins en í öðrum nærbuxum sem
rannsakaðar voru til samanburðar.
Það sem flækir málið enn frekar er
að til þess að grafa upp lík Arafats
þyrfti sérstakt leyfi yfirvalda í Palest-
ínu og leyfi Ísraelsstjórnar til þess
að flytja mannabein frá Vesturbakk-
anum.
Niðurstöður vísindamannanna
benda einnig til þess að um 60–80
prósent efnisins var „óstutt póloní-
um“, sem þýðir að það kom ekki úr
náttúrunni.
Hernaðarleyndarmál
„Það eru engin merki um lifrarsjúk-
dóm, engar leifar af krabbameini
eða hvítblæði,“ segir dr. Patrice
Mangin, sem vinnur fyrir stofnun-
ina í Sviss. Dr. Tawfik Shaaban, sér-
fræðilæknir í HIV-sjúkdómnum,
hefur einnig útilokað að Arafat hafi
verið smitaður af honum.
Það hefur hins vegar skemmt
fyrir rannsakendum að ekki er hægt
að rannsaka blóðsýni og þvagsýni
úr Arafat sem tekin voru á spítalan-
um í París. Þau svör fengust að þeim
hefði verið eytt árið 2008, sem kann
að brjóta í bága við frönsk lög, sem
kveða á um að geyma verði slík sýni
í um 10 ár eftir dauða sjúklinga.
„Ég er mjög ósátt við þetta svar.
Venjulega gilda aðrar reglur um jafn
mikilvægt fólk og Yasser. Þeir hefðu
átt að geyma sýnin lengur. Kannski
vilja þeir ekki tengjast þessu?“ segir
ekkja Arafats.
Margir þeirra lækna sem með-
höndluðu Arafat neituðu að ræða
við Al-Jazeera, jafnvel þó þeir hefðu
skriflegt leyfi ekkjunnar til að spyrja
spurninga um þessi mál. Einn
læknir orðaði það þannig að þetta
væri „hernaðarleyndarmál.“
Hver myrti Arafat?
„Þetta er mjög sársaukafull niður-
staða, en við höfum að minnsta
kosti fengið einhverja skýringu á
því hvað gerðist. Það sama á við um
palestínsku þjóðina og gjörvallan
arabaheiminn. Við vitum nú að
hann dó ekki af náttúrulegum völd-
um. Þetta var glæpur,“ segir frú Ara-
fat.
Það liggur nánast beint við ef
Arafat var raunverulega myrtur,
eins og margt bendir til, að gruna
Ísraelsstjórn um morðið. Engin
viðbrögð hafa hins vegar komið
frá ríkisstjórn Ísraels. Vonir standa
til, ef lík Arafats verður grafið upp,
að mögulega verði hægt að sjá úr
hvaða kjarnorkuveri efnið kom. Það
myndi þá þrengja enn hringinn um
hugsanlegan morðingja Arafats.
n Geislavirkt efni fannst í höfuðfati Yassers Arafat
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Yasser Arafat Rannsókn hefur leitt í ljós að geislavirkt efni fannst í fórum Arafats.„Þetta er mjög
sársaukafull niður-
staða, en við höfum að
minnsta kosti fengið ein-
hverja skýringu á því hvað
gerðist.
Flugmaðurinn
gerði mistök
Mannleg mistök urðu til þess
að farþegaþota Air France, með
228 manns innanborðs, hrap-
aði í Atlantshafið árið 2009. Þetta
kemur fram í lokaskýrslu Rann-
sóknarnefndar flugslysa í Frakk-
landi, BEA, um slysið. Allir sem
voru um borð í vélinni létust. Í
skýrslunni, sem gefin var út á
fimmtudag, kemur fram að flug-
menn vélarinnar hafi ekki áttað
sig á því að einn hreyfill þotunnar
hefði drepið á sér þegar hún lenti
í mikilli ókyrrð. Í skýrslunni eru
týnd til tuttugu og fimm atriði sem
hefðu mátt fara betur og þannig
hefði hugsanlega verið hægt að
afstýra slysinu. Vélin var á leið frá
Rio de Janeiro til Parísar þegar
slysið varð.
Lífvörður
rekinn fyrir
að hjálpa
Tomas Lopez, 21 árs lífvörður á
Hallandale-ströndinni á Flórída,
hefur verið rekinn frá störfum.
Ástæður uppsagnarinnar verða að
teljast óvenjulegar en hann yfirgaf
svæði sem hann átti að gæta, til
að koma manni til bjargar annars
staðar á ströndinni. Skýrar reglur
gilda um þetta og segir yfirmað-
ur hans, Susan Ellis, að með þessu
hafi hann stefnt öðrum gestum
strandarinnar í hættu og að Lopez
hefði átt að halda kyrru fyrir á sínu
svæði. Lopez fékk tilkynningu um
mann í vandræðum í sjónum en
þegar hann kom á staðinn höfðu
aðrir strandargestir þegar komið
honum til hjálpar.
Pönduungi
fæddist í Japan
Gleði ríkir í Ueno-dýragarðin-
um í Japan eftir að risapandan
Shin Shin ól pönduunga á dögun-
um. Pöndur eru í mikilli útrým-
ingarhættu en aðeins eru nokkr-
ir dagar síðan kom í ljós að Shin
Shin, sem er sex ára, væri þunguð.
Starfsmenn dýragarðsins grunaði
að hún væri þunguð eftir að hún
tók að bregðast illa við ljósi og há-
vaða. Henni og unga hennar heils-
ast vel, að því er fram kemur í frétt
AP-fréttastofunnar.
Tuttugu ár eru liðin síðan
panda kom í heiminn í Ueno-
dýragarðinum en Shin Shin var
flutt í dýragarðinn í Japan fyrir
tveimur árum.