Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 48
Hætti á hormónum og blómstrar n Lára Bryndís selur frjósemistölvuna Lady Comp D V fjallaði á dögunum um tæki sem heitir Lady Comp og er frjósemistölva og hentar þeim sérstaklega sem þola ekki hormóna. Lára Bryndís Pálmarsdóttir er umboðsaðili fyrir Lady Comp á Ís- landi og hún notar tölvuna sjálf og DV spjallaði við hana: „Ég var gjörsamlega búin að fá ógeð af líðan minni þegar ég var á hormónum og svo var ég að taka líf mitt í gegn á þessum tíma, en ég er matarfíkill og ég var að breyta algjör- lega mataræði mínu líka. Ég eignað- ist barn fyrir tveimur og hálfu ári en fyrir það hafði ég verið á pillunni og notaði hormónalykkjuna í 6 ár og fór aldrei á blæðingar á þessum 6 árum. Mér fannst það æðislegt á þeim tíma og kvensjúkdómalæknirinn minn sagði að ég væri „ein af þeim heppnu“ en í dag þegar ég hugsa til baka þá finnst mér það mjög óeðlilegt. Það er ástæða fyrir því að konur fara á blæð- ingar og þetta er hálfógeðslegt inngrip að hætta þeim í mörg ár.“ Lára Bryn- dís segir að í dag valdi öll svona inn- grip henni óhug. „Ég hef heyrt að pill- an sé krabbameinsvaldandi og svo er ég með lélegt blóðflæði í fótleggjunum og mamma mín er það líka og henni var stranglega bannað að taka pill- una af því að pillan minnkar blóðflæði til fótanna. Ég er hjá hómópata og ég spurði hann hvort það væri ekki eitt- hvað hægt að nota einhverja náttúru- lega leið til að verða ekki ófrísk og hún hvatti mig til að nota Lady Comp og byrja að flytja þessa frjósemistölvu inn. Ég hef notað Lady Comp í tvö ár núna og mér finnst þetta frábært. Ég mæli mig bara um leið og ég vakna og þetta er ekkert vesen. Þegar ég var á öðrum getnaðarvörnum missti ég alla kyn- hvöt og hún er alveg komin aftur og ég get stundað óvarið kynlíf alla þá daga sem eru grænir en þeim fjölgar eftir því sem ég nota tölvuna lengur.“ Lady Comp er mjög einfalt tæki og þægilegt í notkun en ef þið viljið nálg- ast það er hægt að fara á facebook. com/frjosemistolvur. 48 Lífsstíll 6.–8. júlí 2012 Helgarblað Kjóll úr mannshárum Hárgreiðslukona í Bretlandi, Jodie Breeds, hefur búið til kjól úr mannshárum. Keppandi í feg- urðarsamkeppninni Miss Eng- land, hin 18 ára Holly Lyons, klæddist kjólnum og vakti að von- um mikla athygli. Pabbi tók á móti D rengurinn er dásamlegur og við erum öll alsæl,“ segir fyr- irsætan Ósk Norðfjörð sem eignaðist sitt sjötta barn þann 23. júní. Kærasti og barnsfaðir Óskar er frjálsíþróttakappinn Sveinn Elías Elíasson en litli drengurinn er hans fyrsta barn. Ósk fæddi barnið heima en þetta var hennar þriðja heimafæðing. „Sama ljósmóðirin, hún Kristbjörg, hefur tek- ið á móti hjá mér í öll þrjú skiptin en þetta var heimafæðing hjá henni núm- er 101. Þetta var vatnsfæðing og hún var verkjalaus. Enda margir bænaher- menn í kringum okkur,“ segir Ósk sem er trúuð. Aðspurð segir hún heima- fæðingu yndislegan valkost sem henti henni. „Þetta var yndisleg meðganga og ég var dugleg að hugsa um heilsuna á meðan ég var ófrísk. Svo var líka mik- ið beðið fyrir mér og barninu. Ég á svo frábæra vini í kringum mig,“ segir hún og bætir við: „Meðganga og fæðing eru dásamlegir hlutir sem konur geta not- ið í botn með réttu hugarfari. Fyrir mig er heimafæðing dásamlegur kostur. Þú ert í þínu umhverfi með það fólk við- statt sem þig langar að hafa hjá þér. Ekkert stress – bara falleg stund sem ég naut að upplifa með fólkinu mínu í ró og næði,“ segir hún og bætir við að hinn nýbakaði faðir hafi staðið sig vel í fæðingunni. „Hann stóð sig eins og hetja og tók sjálfur á móti.“ Á nóg að gefa Eldri börnin fimm voru ekki við- stödd en voru í staðinn í góðu yfir læti hjá afa sínum og ömmu á meðan litli bróðir kom í heiminn. Systkinahópur- inn samanstendur núna af fimm drengjum og einni stúlku. Sá elsti heit- ir Brynjar og er fjórtán ára, Bjartur er tólf ára, Bekan níu ára, Freyja fimm ára og Brimir tveggja ára auk þess ný- fædda sem hefur ekki enn fengið nafn en eitthvað sem byrjar á B-i hlýtur að teljast líklegt. „Prinsinn mun að sjálfsögðu fá nafn sitt tattúerað á okkur,“ segir hún brosandi en bæði hún og Sveinn Elías eru með nöfn allra barnanna húð- flúruð á líkama sinn, Ósk á bakinu en hann á brjóstkassanum. Ósk hafði vonast til þess að Freyja fengi systur en er að sjálfsögðu alsæl með litla herramanninn. Hún segist ekki eiga erfitt með að deila ást sinni enda eigi hún nóg að gefa. „Það er nú ekki mikið mál. Þau þurfa á einlægum samskiptum að halda og heiðarleika. Svo veit ég að þau elska hvert annað auk þess sem það er endalaust mik- ið af góðu fólki í kringum okkur, eins og afar og ömmur, sem elska þau með mér. Ég reyni líka að vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Til dæmis að fara með þeim í sund, út að ganga eða bara vera saman inni og spila og spjalla. Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég er ekki ennþá farin út að ganga með prinsinn enda er hann bara rétt rúm- lega viku gamall en ég er þegar búin að fara út að hjóla með hinum,“ segir Ósk. Ósk metur ríkidæmi sitt í börn- unum og útilokar ekki að hún eignist fleiri börn. „Það er alls ekkert útilokað að ég komi með fleiri börn í framtíð- inni en ekki í bráð. Nú ætla ég bara að njóta þeirra gersema sem ég á. Sex heilbrigð börn! Það er ekki hægt að biðja um meiri blessun en það.“ indiana@dv.is „Prinsinn mun að sjálf- sögðu fá nafn sitt tattúerað á okkur Fyrirsætan Ósk Norðfjörð eignaðist sitt sjötta barn í júní. Kærasti og barnsfaðir Óskar, frjálsíþrótta­ kappinn Sveinn Elías Elíasson, tók á móti barninu en um heimafæðingu var að ræða. Ósk útilokar ekki frekari barneignir og hlakkar til að njóta lífsins með gullmolunum sínum. Nýfæddur prins Litli prinsinn fæddist í vatni heima hjá sér. Hamingja Ósk Norðfjörð naut sín á meðgöngunni enda var hún dugleg að hugsa um heilsuna. Hamingjusöm Lára Bryndís og eiginmað- ur hennar Bragi Þór Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.