Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Síða 13
Stal bifreið og braust inn
n Síbrotamaður dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar
Í
var Aron Ævarsson, þekkt
ur síbrotamaður, hefur verið
dæmdur til tíu mánaða fangelsis
vistar fyrir ýmis brot. Tveir aðrir
voru í vitorði með honum þegar
flestir glæpirnir voru framdir.
Allir þrír voru ákærðir fyrir að
hafa, í byrjun júnímánaðar, tekið
bifreið ófrjálsri hendi og ekið henni
um götur höfuðborgarsvæðis
ins og um Suðurlandsveg og skil
ið hana svo eftir. Þá hafi þeir dælt
eldsneyti á sömu bifreið og ekið
brott án þess að greiða fyrir.
Sama kvöld brutust þeir inn
í þrjú íbúðarhús og stálu þaðan
ýmsum hlutum, svo sem raftækj
um, áfengi, skartgripum og öðrum
verðmætum.
Ívar Aron var sjálfur dæmdur
fyrir fleiri brot, sem hann framdi
einn síns liðs. Hann hafi ítrekað
ekið undir áhrifum fíkniefna, ver
ið gómaður með fíkniefni á sér og
framið tvö innbrot að auki. Í hinu
fyrra braust hann inn í Kertasmiðj
una ehf. í Skeiða og Gnúpverja
hreppi og stal þaðan sígarettum,
gosdrykkjum, sælgæti, skiptimynt
og símakortum, samtals að verð
mæti 270.781 krónur. Í hinu síð
ara braust hann inn í íbúðarhús
og stal þaðan lyklum og sólgler
augum. Flest brotin áttu sér stað á
þessu ári.
Sakborningarnir játuðu all
ir skýlaust brot sín. Ívar Aron er
elstur þremenninganna en hann
er fæddur árið 1986. Hann er
þekktur síbrotamaður og hef
ur margoft komist í kast við lög
in, meðal annars fyrir auðgunar,
fíkniefna og ofbeldisbrot. Hinir
tveir eru fæddir árið 1993 og varð
ungur aldur þeirra til þess að refs
ing var milduð.
Ívar Aron var sviptur ökurétt
indum ævilangt og hann þarf að
greiða tæplega 750 þúsund krónur
í sakar og málskostnað. Hinir tveir
þurfa að greiða 150 þúsund annars
vegar og 175 þúsund hins vegar í
sakar og málskostnað.
Vitorðsmenn Ívars hlutu þriggja
mánaða skilorðsbundinn fangels
isdóm hvor.
GJALDÞROTASLÓÐ
FORSVARSMANNS
„Ég held hann
hafi bara verið að
reyna að vinna þjóðinni
gagn. Það hafa allir sín-
ar skoðanir á því hvernig
hann vann.
B
jörgvin Þór Þorsteinsson, sem
tekinn var fyrir í þættinum
Kompási árið 2008, stendur á
bak við vefsíðuna likes.is þar
sem fólki er boðið að fá greitt
fyrir að „læka“ Facebooksíður. Þegar
Björgvin birtist í Kompási hafði hann
auglýst eftir fólki sem væri á barmi
gjaldþrots og hugðist greiða því fyr
ir að fá aðgang að kennitölum þess
og hlaða á það eignum. Umsjónar
menn likes.is hafa auglýst vefinn í fjöl
mörgum fjölmiðlum, en svo virðist
sem rúmlega 850 manns noti síðuna
reglulega. Enginn notandi hefur enn
þá getað leyst út fé af reikningi sínum,
en greiðslur fyrirtækja til vefsíðunnar
nema hundruðum þúsunda.
„Hugsað fyrir litla manninn“
Starfsemin gengur þannig fyrir sig
að fyrirtækjum og einstaklingum
eru seldar inneignir á vefinn, en
fjárhæðirnar deilast svo á óbreytta
notendur hans, það er fólkið sem
„lækar“, „tweetar“ og horfir á Youtu
bemyndbönd gegn þóknun. Fram
kemur þó á síðunni að notend
ur verði að hafa safnað að lágmarki
20.000 króna inneign til að fá borg
að og aðeins séu greidd 50 prósent
hverju sinni af upphæðinni sem
fólk safnar á reikningana sína. Skrái
notandi sig ekki inn á síðuna í þrjá
mánuði fyrnist inneign hans.
Ómar Waage, einn af umsjónar
mönnum síðunnar, segir í samtali
við DV að vefurinn sé hugsaður fyr
ir litla manninn. Hér sé um að ræða
nokkurs konar markaðstorg fyrir fyr
irtæki. „Ef þú vilt auglýsa þitt fyrir
tæki og kaupir kannski þúsund krón
ur í inneign þá fer sá peningur inn á
reikning hjá notendum sem „læka“,
útskýrir Ómar. „Ef þú kaupir 1.000
króna inneign geturðu keypt þér 10
„læk“ eða 50 „læk“, allt eftir því hvað
þú vilt borga fyrir hvert og eitt. Þegar
einstaklingur hefur safnað meira en
20 þúsund krónum getur hann tekið
upphæðina út eða notað hana til að
markaðssetja sjálfan sig.“
Gjaldþrot og vanskil ársreikn-
inga
Vefurinn likes.is er skráður á félag
Björgvins Þórs, BO ehf., en Ómar
Waage er umsjónarmaður vefsins.
Björgvin Þór og kona hans eiga sjö
einkahlutafélög, meðal annars Sól
baðsstofuna Sportsól. Öll fyrirtæk
in hafa vanrækt skil á ársreikning
um síðustu árin og sum þeirra hafa
verið tekin til gjaldþrotaskipta. Að
Hnjúkabyggð 4 á Blönduósi hafa að
minnsta kosti sjö fyrirtæki aðset
ur sem tengjast Ómari Waage. Ekk
ert af fyrirtækjunum sem skráð eru
á þessum stað hefur skilað ársreikn
ingum síðustu þrjú árin. Aðspurður
um kennitölurnar bendir Ómar á að
það sé ekkert ólöglegt við það að eiga
margar kennitölur. „Þetta er bara líkt
og að eiga marga bíla,“ segir hann.
Enginn fengið greitt fyrir „læk“
„Við eigum báðir fyrirtækið,“ segir
Ómar um BO ehf. og vefsíðuna likes.
is. „Björgvin er bara skráður fyrir því
eins og er. Við færðum vefsíðuna
yfir á aðra kennitölu af því við áttum
báðir hlut í því í staðinn fyrir að fá
aðra kennitölu hjá ríkisskattstjóra og
sýslumanni,“ segir Ómar enn frem
ur. Meðal þeirra vefsíðna sem keypt
hafa inneign á likes.is eru 2fyrir1.is,
leikhus.is og iPhone.is. Í samtali við
starfsmann fyrirtækisins kemur fram
að enginn notandi hafi safnað nægi
lega hárri upphæð til að geta leyst
út fé af aðgangi sínum. Sá sem safn
að hefur mestu þegar þetta er skrifað
á rúmlega 10.000 króna inneign. Þá
nema fjárhæðirnar sem streymt hafa
frá þeim fyrirtækjum og einstakling
um sem bjóða „læk“ gegn greiðslu
nokkrum hundruðum þúsunda.
Aðspurður hvaðan stofnfé fyrir
tækisins kemur segir Ómar Waage
að nokkrir fjárfestar standi á bak við
fyrirtækið, en þeir vilji ekki láta nafns
síns getið. Ómar er sannfærður um að
starfsemi vefsíðunnar sé í samræmi
við notendaskilmála Facebook, en
öðru hefur verið haldið fram á spjall
síðum veraldarvefsins. „Ef við værum
að selja „lækin“ beint, þá væri þetta
brot á skilmálum Facebook, en við
seljum ekki „lækin“ heldur inneign
irnar. Það eru til svipaðar síður í út
löndum sem ekki hefur verið lokað,“
segir Ómar Waage.
Vafasöm fortíð eigandans
Um viðskiptafortíð Björgvins seg
ir Ómar að Björgvin hafi aldrei
gert neitt ólöglegt: „Ég held hann
hafi bara verið að reyna að vinna
þjóðinni gagn. Það hafa allir sínar
skoðanir á því hvernig hann vinn
ur.“ Í desember árið 2008 mynd
uðu fréttamenn þáttarins Komp
áss fund Björgvins við ungt par sem
þóttist vera skuldsett. Þá bauðst
Björgvin til að kaupa kennitöl
ur fólksins gegn því að fá að hlaða
þær eignum, enda væri fólkið hvort
eð er á leið í gjaldþrot. Á fundin
um viðurkenndi Björgvin að við
skiptin væru vafasöm og sagði orð
rétt: „Þetta er náttúrulega siðlaust,
en þetta er ekki ólöglegt.“ Jafnframt
sagði hann að verið væri að „spila
með einstaklinga sem eru að fara í
þrot.“ Starfsmaður efnahagsbrota
deildar lögreglunnar lýsti athæfi
Björgvins sem svívirðilegu. Ekki
náðist í Björgvin við vinnslu frétt
arinnar.
n Lofar að greiða fólki fyrir að „læka“ vefsíður
Björgvin Þór Björgvin er eigandi likes.is en árið 2008 stundaði hann viðskipti sem voru
„lögleg en siðlaus“ að hans eigin sögn. SKJÁSKOT AF FACEBOOK
Fréttir 13Miðvikudagur 11. júlí 2012
Likes.is Umsjónarmenn vefsins lofa greiðslum gegn því að fólk „læki“ vefsíður.Á LAUNUM ÆVILANGT
n Sex fyrrverandi hæstaréttardómarar fá ennþá greidd full laun n Rétturinn tryggður í stjórnarskrá
þeim dómurum sem ráðn
ir eru í staðinn sömu laun. Rétt
er að taka fram að mismunandi
ástæður liggja að baki því að
dómararnir létu af störfum.
Fangelsi Ívari var gert að
sæta tíu mánaða fangelsi og
greiða 750 þúsund krónur í
sakar- og málskostnað.
Öruggur Stjórnarskráin
tryggir Jóni Steinari rétt til
ríkulegra launa eftir að hann
hættir störfum sem dómari.