Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Side 24
24 Sport 11. júlí 2012 Miðvikudagur
Terry svarar fyrir sig
n Mál Antons Ferdinand og Johns Terry fyrir breskum dómstólum
É
g hef verið kallaður öll-
um illum nöfnum inn-
an vallar sem utan. En
að vera kallaður rasisti er
eitthvað sem ég sætti mig ekki
við,“ sagði John Terry, fyrirliði
Chelsea og enska landsliðsins
í knattspyrnu, fyrir breskum
dómstólum á þriðjudag. John
Terry hefur verið ákærður fyr-
ir að hafa haft kynþáttafor-
dóma í frammi gegn Anton
Ferdinand, leikmanni QPR, í
leik liðanna í október í fyrra.
Réttarhöldin hófust á
mánudag og þeim var fram
haldið á þriðjudag. Terry er
meðal annars sagður hafa
kallað Ferdinand „svartan
drullusokk“ (e. black cunt)
í leiknum en Ferdinand er
dökkur á hörund.
Terry hefur staðfastlega
neitað sök í málinu. Leik-
mönnunum lenti saman und-
ir lok leiksins í vítateig QPR
og viðurkennir Ferdinand að
hafa reynt að espa Terry upp
með því að rifja upp ástar-
samband hans við kærustu
liðsfélaga síns, Wayne Bridge.
Terry heldur því þó fram að
Ferdinand hafi misheyrst
þegar hann svaraði honum
og Ferdinand spurt, Terry
að óvörum, hvort hann hafi
virkilega kallað sig „svartan
drullusokk“. Terry hafi endur-
tekið orðin og sagt að Ferdin-
and væri „fábjáni“ ef hann
héldi raunverulega að hann
hefði kallað hann „svartan
drullusokk.“
Terry segist hafa talað við
Ferdinand eftir leikinn til að
hafa það alveg á hreinu að
Ferdinand hefði ekki misskil-
ið orð sín. Ferdinand hafi sagt
honum að allt væri í góðu og
engir eftirmálar yrðu af atvik-
inu. Síðan virðist Ferdinand
hafa snúist hugur og tilkynnt
málið til lögreglunnar. Dóms
í málinu er að vænta innan
fárra vikna.
Lance Arm-
strong í hart
Lance Armstrong, sjöfald-
ur meistara Frakklandshjól-
reiðanna, Tour de France,
hefur ákveðið að stefna
bandaríska lyfjaeftirlitinu.
Lyfjaeftirlitið kærði Arm-
strong á dögunum vegna
rökstudds gruns um að
hann hafi neytt ólöglegra
lyfja á árunum 2009 til 2010.
Armstrong hefur nú komið
með krók á móti bragði og
kefst þess að dómari stöðvi
málsókn bandaríska lyfja-
eftirlitsins gegn honum.
Armstrong byggir kröfu
sína meðal annars á ákvæð-
um í bandarísku stjórnar-
skránni. Armstrong hef-
ur frest til næstkomandi
laugardags til að taka af-
stöðu til kærunnar. Verði
hann fundinn sekur um
lyfjamisnotkun gæti hann
átt yfir höfði sér lífstíðar-
bann frá hjólreiðakeppnum
auk þess að eiga á hættu að
verða sviptur titlum sínum í
Tour de France. Armstrong
hefur staðfastlega neitað
sök.
Þ
ó að kínverska lands-
liðið í knattspyrnu
sitji einungis í 68.
sæti á heimslista
FIFA flykkjast stór-
stjörnur úr Evrópu til lands-
ins. Rétt eins og efnahag-
ur landsins hefur kínverski
fótboltinn verið á stöðugri
uppleið og eru stærstu lið
landsins farin að eyða millj-
örðum króna í leikmenn. Di-
dier Drogba, fyrrverandi leik-
maður Chelsea og einn besti
sóknarmaður heims, samdi
nýlega við Shanghai Shenua
þar sem hann mun hitta fyrir
fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá
Chelsea, Nicolas Anelka. Þess
má einnig geta að stjóri liðsins
er Sergio Batista, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Argentínu.
Seydou Keita, fyrrverandi
leikmaður Barcelona, samdi
einnig við kínverskt félag í
vikunni rétt eins og fleiri leik-
menn hafa gert undanfarna
mánuði.
150 milljónir á mánuði
Uppganginn í kínverska bolt-
anum má að stærstum hluta
þakka blómstrandi efna-
hag sem einkennt hefur Kína
undanfarin ár. Sífellt fleiri
eru orðnir stóreignamenn
og hefur það skilað sér inn í
knattspyrnuna. Flestir þeirra
leikmanna sem farið hafa til
Kína á undanförnum misser-
um eru komnir á síðustu ár
ferils síns. Didier Drogba er
orðinn 34 ára en hann hefði
líklega ekki getað fengið betri
samning hjá neinu af topp-
liðum Evrópu. Samkvæmt
upplýsingum breskra fjöl-
miðla fær Drogba 1,2 millj-
ónir dala á mánuði, eða rúm-
lega 150 milljónir króna, sem
er mun meira en toppleik-
menn í mörgum af bestu lið-
um Evrópu fá í laun.
Bóla sem mun springa
Þó svo að uppgangurinn hafi
verið mikill í Kína eru sumir
efins um að þetta sé það sem
koma skal. „Ég held að þetta
geti enst í tvö til þrjú ár í við-
bótar. Ástæðan er sú að þessi
lið þurfa gríðarlega sterka
bakhjarla til að halda þessu
gangandi,“ segir Lou Yichen,
knattspyrnusérfræðingur í
Kína, í samtali við Reuters.
Hann telur að um „boltabólu“
sé að ræða sem að lokum
muni springa. „Mitt mat er að
þetta sé ekki sjálfbær þróun
því flest þessara liða standa
ekki undir þessum fjárfesting-
um til lengri tíma,“ segir hann.
Það að leggja mikinn pening í
verkefni sé engin ávísun á að
þeir peningar skili sér til baka.
Kostir og gallar
Fan Yun, fyrrverandi leik-
maður Shanghai Shenua, er
ekki alveg jafn svartsýnn og
Lou Yichen. „Það eru kostir
og gallar við þetta. Þegar þú
færð svona stór nöfn í kín-
versku deildina mun það
skila sér til yngri kynslóðar-
innar. Áhuginn á fótbolta
mun glæðast og það mun
koma kínversku knattspyrn-
unni til góða þegar fram líða
stundir,“ segir Yun en bætir
þó við að leggja þyrfti meiri
áherslu á að rækta unga
knattspyrnumenn í Kína.
Sem fyrr segir eru Kínverjar í
68. sæti á heimslistanum og
fyrir ofan eru ríki á borð við
Haíti, El Salvador og Síerra
Leóne. Kínverjar eru úr leik
í undankeppni HM 2014 og
nokkuð ljóst að margt þarf að
gerast til að Kínverjar komist
í fremstu röð í knattspyrnu-
heiminum. n
Fyrir dómi John Terry
mætir í dómsal á þriðjudag.
Hann neitar sök. MYND REUTERS
PENINGARNIR
ERU Í KÍNA
n Drogba fær 150 milljónir á mánuði n Efasemdir um „kínversku boltabóluna“
„Ég held
að þetta
gæti enst í tvö til
þrjú ár í viðbótar.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Þekktir leikmenn og stjórar í Kína
Didier Drogba Shanghai Shenhua
Nicolas Anelka Shanghai Shenhua
Giovanni Moreno Shanghai Shenhua
Sergio Batista, stjóri Shanghai Shenhua
Seydou Keita Dalian Aerbin
Fábio Rochemback Dalian Aerbin
Yakubu Aiyegbeni Guangzhou R&F
Darío Conca Gunagzho Evergrande
Lucas Barrios Gunagzho Evergrande
Marcelo Lippi, stjóri Gunagzho Evergrande
Sigurvegari Aðeins örfáum dögum eftir
að hafa tryggt Chelsea sigur í Meistara-
deild Evrópu ákvað Didier Drogba að ganga
í raðir Shanghai Shenua. Þar fær Drogba
150 milljónir króna á mánuði. MYND REUTERS
Borini til
Liverpool
Walter Sabbatini,
íþróttastjóri ítalska úrvals-
deildarfélagsins Roma, hef-
ur staðfest að Liverpool
hafi mikinn áhuga á Fabio
Borini, framherja félags-
ins. Borini, sem er aðeins 21
árs, þekkir vel til Brendans
Rodgers, stjóra Liverpool,
en Borini var lánsmaður
hjá Swansea þegar Rod-
gers var stjóri þar. Leikmað-
urinn skoraði 9 mörk í 24
leikjum með Roma í ítölsku
deildinni í vetur og vann
hann sér inn sæti í ítalska
landsliðið í sumar. „Við sjá-
um til hvað verður,“ segir
Sabbatini og útilokar ekki að
leikmaðurinn verði seldur til
Liverpool. Talið er líklegt að
Liverpool þurfi að reiða fram
átta milljónir punda, eða 1,6
milljarða króna, fyrir leik-
manninn.
Paddy Kenny
til Leeds
Paddy Kenny, markvörður-
inn litríki í liði QPR, mun á
næstu dögum ganga í rað-
ir Leeds. Þetta var ljóst eftir
að QPR samþykkti 400 þús-
und punda tilboð Leeds í
leikmanninn. Kenny, sem
er 34 ára, skrifar að öllum
líkindum undir þriggja ára
samning. Knattspyrnustjóri
Leeds er Neil Warnock en
hann og Kenny hafa unnið
saman áður, bæði hjá QPR
og Sheffield United.