Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 6
Íhugar klósettgjald n Ekki sjálfgefið að ferðamenn noti klósettin frítt, segir eigandi Baulu K ristberg Jónsson, eigandi Baulu í Borgarfirði, er orðinn lang­ þreyttur á rútum sem stoppa við sjoppuna í þeim eina tilgangi að nota salerni staðarins. „Ég er bara far­ inn að ergja mig út af þessum árans hlandrútum,“ segir Kristberg, eða Kibbi eins og hann er jafnan kallaður, í sam­ tali við blaðamann DV. „Það er náttúru­ lega óþolandi að það komi hérna 50–60 manns í rútu, fari bara á klósettið og svo beinustu leið út. Það þarf að fara að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Krist­ berg en bætir við að það sé hægara sagt en gert. „Svo hóta þeir manni ef maður er eitthvað að setja út á þetta. Þá segjast þeir bara hætta að stoppa hérna.“ Krist­ berg segist í raun lítið geta aðhafst nema að vekja máls á vandanum og vona að ferðaskrifstofur taki á þessu. Fleiri aðil­ ar eru í sömu sporum og hann. Kristberg hefur rætt málið við nokkra leiðsögumenn og segir við­ brögðin misjöfn. „Sumir bregðast ægi­ lega illa við, aðrir ekki.“ Í sumum tilfellum segir Kristberg að rútur staldri við, ferðamenn fari á klósettið, kaupi ekkert og svo komi leiðsögumenn og biðji um ókeypis veitingar. „Sumir koma bara og heimta eitthvað frítt, ís, kaffi, mat eða eitt­ hvað,“ segir Kristberg og bendir á að leiðsögumenn séu á dagpeningum. „Ég er svo sem ekkert nískur á að gefa fólki kaffi ef það hefur ekki efni á ein­ um kaffibolla.“ Sérstakt klósettgjald gæti komið til greina. „Það er ekkert sjálfgefið að fólk fái að nota klósettin við þjóðvegi landsins frítt,“ segir Kristberg og nefnir í því samhengi salernisferðir á erlendri grundu. „Þegar við ferðumst erlendis förum við ekki á klósett í vegasjoppum landsins án þess að borga fyrir það.“ Til dæmis segist hann sjálfur hafa greitt einn dollara í Bandaríkjunum síðasta sumar fyrir frekar lítilfjörlegan útikam­ ar. „Þetta er farið að pirra mig alveg ægilega.“ 6 Fréttir 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Kristberg argur Kristberg segist ekki útiloka að taka upp það sem hann kallar klósettgjald. Það sé ekki sjálfgefið að nota klósettin við þjóðvegi landsins frítt. E f þetta mál, sem snertir Árvakur og Morgunblaðið, kæmi til umfjöllunar í stjórn þá yrði ég að víkja sæti um málefnið. Einfaldlega vegna þess að sonur minn er fram­ kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna­ eyja. Friðrik Sophusson, stjórnarfor­ maður Íslandsbanka, þyrfti að víkja sæti ef skuldamál Árvakurs, útgáfu­ félags Morgunblaðsins, færi fyrir stjórn bankans. Hann segir það gegn reglum bankans að stjórnar­ menn komi að málum sem tengjast þeim hagsmunatengslum. Slíkt hið sama eigi við þegar fjölskyldutengsl eða önnur vensl eigi í hlut. Mál fara einungis í undantekningartilfellum fyrir stjórnina. Sonurinn er hjá Ísfélaginu Friðrik er tengdur Morgunblaðinu á þann hátt að sonur hans, Stefán B. Friðriksson, er framkvæmdastjóri Ís­ félagsins, sem er einn þriggja stærstu hluthafa í Árvakri. Hlutafé Ísfélags­ ins í Árvakri nemur 164 milljónum króna og er hlutur félagsins 13,43 prósent. Friðrik er einnig tengdur Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgun­ blaðsins, en hann var varaformaður Sjálfstæðisflokksins árin 1981–1989 og 1991–1999, og gegndi þingsetu fyrir flokkinn á árunum 1979–1998. Þá var hann einnig fjármálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar árin 1991–1998. Stjórnarmenn eiga að víkja Friðrik segir í samtali við DV að hann megi lögum samkvæmt ekki tjá sig um málefni einstakra viðskipta­ vina, en í bankanum sé sú regla að stjórnar menn víki þegar fjallað er um málefni sem séu tengd þeim venslum eða hagsmunatengslum. „Ef þetta mál, sem snertir Árvakur og Morgun­ blaðið, kæmi til umfjöllunar í stjórn þá yrði ég að víkja sæti um málefnið. Einfaldlega vegna þess að sonur minn er framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja. Þessar starfsreglur eru einmitt settar til þess að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar verði í ákvörðun stjórnar, og tryggja að það séu armslengdarsjónarmið í umfjöll­ unum og ákvörðunum stjórnar um einstök mál.“ Bankinn starfi eftir ströngum reglum Segir Friðrik einnig að starfsmenn bankans vinni samkvæmt ákveðnum reglum og skilgreindum heimildum, sem settar séu af stjórninni, og að mál komi ekki til umfjöllunar í stjórninni nema að það fari út fyrir þær heim­ ildir eða sé utan vinnurammans. „Mál berast ekki til stjórnarinnar nema það sé álitið að þarna sé um einhver sérstök tilvik að ræða. En það sem skiptir mestu máli er að bank­ inn verður að fara að öllum lögum og reglum, þar á meðal samkeppn­ islögum, í úrlausn skuldamála fyr­ irtækja. Til viðbótar er bankinn settur undir sérstakt eftir lit nefnd­ ar sem Alþingi hefur sett á laggirnar, og sú nefnd hefur aðgang að öllum upplýsingum,“ segir Friðrik Sophus­ son, stjórnarformaður um málið. Árvakur fékk hátt í milljarð afskrifaðan Árvakur fékk afskrifaðar 994 milljónir hjá bankanum árið 2011. Þetta var gert gegn því að greiddar yrðu rúmar 325 milljónir inn á lánið á þessu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi fé­ lagsins. Björn Valur Gíslason, þing­ maður VG, sagði að spurningar vakni í málinu. Grunaði hann að Morgun­ blaðið hefði fengið sérmeðferð hjá Íslandsbanka – sagði hann að utan frá liti það að minnsta kosti þannig út. Íslandsbanki fór ekki eftir yfirlýst­ um viðmiðum sem auglýst eru á vef­ síðu bankans en Guðný Helga Her­ bertsdóttir, talsmaður bankans, segir hann mega fara út fyrir þau viðmið og að það sé reglulega gert. Guðný tók einnig fram að bankinn færi að lögum í meðferð fyrirtækja í skulda­ aðlögun og að bankinn væri undir eftirliti sérstakrar nefndar sem skip­ uð væri af Alþingi. Þyrfti að víkja vegna sonarins n Sonur Friðriks Sophussonar er framkvæmdastjóri Ísfélagsins Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Myndi víkja Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir að hann þyrfti að víkja sæti, kæmu málefni Árvakurs til umfjöllunar í stjórninni. Djúp lægð um helgina „Um helgina verða miklar veðra­ breytingar, þær fyrstu í nokkrar vik­ ur af þessum toga,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðing­ ur. „Þetta mun hafa í för með sér grundvallarbreytingu á veðrinu á landinu. Nokkuð sem menn hafa haft miklar áhyggjur af – hvað væri eiginlega gerast?“ Einar Svein­ björnsson veðurfræðingur segir eina þá dýpstu lægð sem sést hafi yfir norðanverðu Atlantshafi stefna á landið um helgina. Það var síð­ ast árið 1901 sem svo djúp lægð fór yfir landið í júlí. Sigurður telur að lægðin gæti bundið enda á mikla þurrka sem verið hafa á landinu. „Það þýðir að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af þurrkum, frekar að menn á ferðalagi verði leiðir á bleytu. Síðan er stutt í næstu lægð á miðvikudag með rigningu á sunnan­ og vestanverðu landinu,“ segir hann. Réðst á fyrrver- andi eiginkonu Kona slasaðist eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar réðst á hana með hníf. Árásin átti sér stað á heimili hennar í miðborg Reykja­ víkur um klukkan tíu á miðviku­ dagskvöld. Konan hlaut ekki lífs­ hættulega áverka. Fréttastofa RÚV greindi frá því á fimmtudag að fólkið hefði rifist í aðdraganda árásarinnar. Málið er til rann­ sóknar hjá lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu og var maðurinn látinn gista fangageymslur lög­ reglunnar eftir að hann var hand­ tekinn. Hann var yfirheyrður á fimmtudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.