Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 10
Ó ánægju gætir á meðal bæði atvinnu- og áhugaljós- myndara vegna mynda- samkeppna sem fram fara á netinu hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum þar sem myndum er safnað saman í myndabanka sem ekki er svo greitt af. Keppnirnar sem um ræðir ganga út á að fólk sendir inn mynd- ir sem það á sjálft höfundarréttinn að og á þá möguleika á verðlaun- um. Í smáa letrinu í flestum svona keppnum kemur hins vegar fram að fyrirtækin eða stofnanirnar sem halda keppni af þessu tagi áskilja sér rétt til að nota myndirnar eftir að keppninni lýkur í kynningar- og markaðsefni. Gagnrýna Umhverfisstofnun Ein af keppnunum sem nú eru gagnrýndar af ljósmyndurum er ljósmyndakeppni Umhverfisstofn- unar þar sem keppt er um Canon EOS-myndavél, ljósmyndaprent- ara og þrífót. Fólk er hvatt til að senda inn myndir af friðlýstum svæðum á Íslandi en stofnunin hef- ur meðal annars eftirlit með slík- um svæðum. Í reglum keppninn- ar kemur fram að stofnunin áskilji sér rétt til þess að nota myndirnar án sérstakrar greiðslu til höfundar í kynningarefni fyrir og í tengslum við gerð fræðsluefnis um viðkom- andi svæði. Í raun og veru þýðir þetta að eftir keppnina mun stofn- unin standa eftir með talsvert magn af ljósmyndum sem hún getur not- að, án þess að greiða fyrir, í öllu efni sem unnið er um svæðin. Ekki að búa til myndabanka Fulltrúi Umhverfisstofnunar segir stofnunina ekki vera að koma sér upp myndabanka heldur hafi keppnin að- eins verið hugsuð til að vekja athygli á friðlýstum svæðum á Íslandi. Hún kannast þó við gagnrýnina og segir að nokkrar kvartanir hafi borist og þeim hafi verið svarað. „Við teljum bara að þetta sé skemmtileg keppni sem við fórum af stað með og erum að reyna að vekja athygli á friðlýstu svæðunum okkar, að fólk deili reynslu sinni af frið- lýstum svæðum með okkur,“ segir Að- albjörg Birna Guttormsdóttir, deildar- stjóri á deild náttúruverndar, . Aðalbjörg segir að myndirnar verði hugsanlega notaðar á heima- síðu stofnunarinnar og kannski á skilti. „Ég tel það ekki vera þannig að þetta komi í veg fyrir að við kaupum ljósmyndir af atvinnuljós- myndurum í framtíðinni eins og við höfum verið að gera í mörgum tilfellum,“ segir hún. Ekki fylgst með höfundar- réttinum Aðalbjörg bendir á að fólk þurfi að samþykkja sérstaklega skilmálana fyrir keppnina og því sé gert ráð fyr- ir að þeir sem sendi inn myndir þekki reglurnar sem gilda um hana. Þar komi skýrt fram að notkun á myndun- um sé heimil í ákveðnum tilgangi og að hún verði ekki afhent þriðja aðila. Ábyrgðin sé því hjá þeim sem taka þátt að ákveða hvort þeir vilji gefa heimild fyrir birtingu á myndinni. Til eru dæmi um að ekki sé fylgst með því sérstaklega hver eigi höf- undarrétt að þeim myndum sem sendar eru inn í keppnir af þessu tagi. Vinningsmynd í keppni WOW air og Vísis nú fyrr í sumar var til að mynda tekin af atvinnuljós- myndara en ekki þeirri konu sem sendi myndina inn í keppnina. Fleiri dæmi eru um að höfundar- réttarvarðar myndir séu sendar inn í slíkar keppnir og að slíkt hafi kom- ist upp fyrir tilviljun en ekki við sér- staka eftirgrennslan, samkvæmt heimildum DV. Ekki lengur í eigu Sigurðar n Glæsihöllin í Borgarfirði var færð yfir í annað félag fyrir skemmstu V ið erum bara að vinna fyrir viðskiptavini okkar og höldum trúnaði við þá,“ segir Þorkell Guðjónsson, stjórnarmaður Rhea ehf. Eins og fram kom í miðviku- dagsblaði DV varð nafn- og stjórnar- breyting í einkahlutafélaginu Veiði- læk ehf. sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaup- þings, stofnaði. Tilgangur félags- ins var að halda utan um rekstur og eignarhald á 843 fermetra sumarhúsi Sigurðar í Borgarfirði. Kallast einka- hlutafélagið nú Rhea ehf. Eigend- urnir vilja ekki gefa upp hverjir þeir eru en Þorkell segir Sigurð Einarsson ekki eiga hlut í Rhea ehf. Þar með er sumarhúsið í Borgarfirði ekki lengur í hans eign. Samfara nafnbreytingunni fór Sigurður Einarsson úr stjórn félagsins og Þorkell varð stjórnarmaður ásamt Kristjáni Val Gíslasyni en þeir starfa báðir hjá Virtus. Spurður hvers vegna svo mikil leynd hvíli yfir hverjir eigendur Rhea ehf. séu, segist Þorkell ekki geta svar- að því. „Þetta er samt ekki leynifélag eins og fram kom í síðustu grein DV. Engar athugasemdir hafa verið gerð- ar við þetta félag og það er ekki á van- skilaskrá.“ Aðspurður hvernig hann svarar getgátum um að hann og Krist- ján Valur Gíslason, starfsmenn Virtus, séu að leppa fyrir Sigurð Einarsson, segist hann ekki ætla að svara því. Skúli Jónsson, sviðsstjóri skráa- sviðs ríkisskattstjóra, segir eigendur einkahlutafélaga ekki skuldbundna samkvæmt lögum til að gefa upp- lýsingar um nafn sitt nema þeir eigi meira en 10 prósenta hlut í félaginu. Þá komi nafn þeirra fram á ársreikn- ingum. Miklar vangaveltur hafa verið um hvaða áform séu um sumarhúsið stóra, Veiðilæk, sem eitt sinn átti að verða glæsihöll Sigurðar Einarssonar. Samkvæmt teikningum var gert ráð fyrir fimm baðherbergjum, vínkjallara, gufuböðum og skotheldu gleri. Áform- in hafa ekki gengið eftir og stendur húsið nú aðeins fokhelt en þó er búið að setja skothelt gler í gluggana. Enn og aftur náðist ekki í Sigurð Einarsson til að spyrja hann nánar út í nafn- og stjórnarbreytinguna á Veiði- læk ehf. þar sem hann er á ferðalagi um Vesturlandið. elin@dv.is 10 Fréttir 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Ekki ánægðir mEð UmhvErfisstofnUn n Ljósmyndarar gagnrýna myndasamkeppni Umhverfisstofnunar„Ég tel það ekki vera þannig að þetta komi í veg fyrir að við kaupum ljósmyndir af atvinnuljósmyndurum í framtíðinni. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Myndir af friðlýstum svæðum Myndasamkeppnin er á vefjum Umhverfisstofnunar og Vatnajökuls- þjóðgarðs sem áskilja sér birtingarétt á myndum sem berast í keppnina eftir að keppninni lýkur. Mynd SiGtryGGUr Ari Ók niður metandælu Strætisvagnabílstjóri ók nið- ur metangasdælu sem stendur við bensínstöð N1 á Ártúnshöfða um klukkan hálffjögur aðfaranótt fimmtudags. Bílstjórinn ætlaði að fylla á tankinn á strætisvagn- inum þegar rör rifnaði með þeim afleiðingum að metangas lak úr dælunni. Starfsfólk bensínstöðv- arinnar kallaði til slökkvilið sem rýmdi svæðið og lokaði fyrir um- ferð í kringum bensínstöðina. Slökkviliðið kallaði til sérfræðinga Sorpu, sem sjá um dæluna, til að reyna að stöðva lekann. Mikil eld- hætta skapaðist á meðan lak, stóð þar sem metangas er afar eldfimt efni. Ölvaðir menn í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti aðfaranótt fimmtudags að hafa afskipti af ungum manni sem beraði sig á Klambratúni í Reykja- vík. Lögreglan handtók manninn eftir að hafa borist tilkynning um athæfi hans. Var hann vistaður í fangageymslu á meðan beðið var eftir því að það rynni af honum. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af utanbæjarmanni sem reyndi að komast inn í bíla við Smiðjuveg. Sá reyndist einnig ölv- aður. Hann bar því við að hann vantaði næturgistingu og væri að- eins að reyna að komast inn í bíl- ana til að fá skjól til að sofa. Þess í stað var hann vistaður í fanga- geymslu þar sem hann fékk að sofa úr sér. Varð undir dráttarvél Um kvöldmatarleytið á miðviku- dag varð maður á níræðisaldri undir afturhjóli dráttarvélar. At- vikið átti sér stað í Brynjudal í botni Hvalfjarðar. Talið er að mað- urinn hafi rifbeinsbrotnað. Verið var að gangsetja vélina með því að láta hana renna. Vinnueftirlit Ríkisins fer með rannsókn máls- ins ásamt lögreglu, samkvæmt til- kynningu frá lögreglunni. Veiðilækur Ekki lengur sumarhús Sigurðar Einarssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.