Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Blaðsíða 14
Þriðjungi nafna hafnað á árinu M annanafnanefnd hefur samþykkt 25 nöfn, bæði eiginnöfn og millinöfn, það sem af er ári. Nefndin hefur hins vegar hafn­ að þrettán nöfnum, eða rúmlega þriðjungi, af öllum umsóknum. Að minnsta kosti eitt nafn sem nefndin hafði áður hafnað var samþykkt eftir að óskað var eftir endurupptöku um nafnið hjá nefndinni. Annað dæmi er um að nafn hafi ekki verið samþykkt sem millinafn líkt og óskað var eftir en samþykkt sem eiginnafn engu að síður og fært í mannanafnaskrá. Rithátturinn skiptir máli Meðal þeirra nafna sem mannanafna­ nefnd hefur hafnað á árinu eru Nico­ letta, Xenía, Alpine og Tanija. Með­ al samþykktra nafna eru svo Amír, Ermenga, Morgan, Friedrich, Maxim­ us og Nikoletta. Eins og sést getur rit­ háttur nafnanna skipt máli hvað sam­ þykkt varðar, en Nicoletta, skrifað með c, var ekki samþykkt á meðan Nikoletta, skrifað með k, var samþykkt. Þrátt fyrir að svo virðist sem bókstafurinn „c“ hafi farið fyrir brjóstið á Mannanafnanefnd í nafninu Nicoletta þá fékkst nafnið Friedrich, með „c­i“ samþykkt. Mannanafnanefnd hefur vald til að samþykkja eða hafna nöfn­ um sem foreldrar vilja skíra börn­ in sín. Nefndinni er þó ekki ætlað að taka tillit til eigin skoðana um nöfn­ in sem slík að öðru leyti en að athuga hvort þau standist reglur í íslenskri málfræði og önnur lög sem gilda um nafngiftir. Eitt af skilyrðunum er að eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem það ber til ama. Þrír aðilar sitja í Mannanafnanefnd auk þriggja varamanna. Nefndin sker einnig úr um álita­ eða ágreiningsmál sem upp kunna að koma um nafn­ giftir og nafnritun. Nefndin ekki vinsæl hjá öllum Til eru nokkur dæmi um að deilur hafi verið vegna úrskurða Manna­ nafnanefndar og hefur Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, lýst yfir andstöðu sinni við tilvist nefndar­ innar. Hefur hann til að mynda sagt að Mannanafnanefnd sé ann­ að af tvennu í íslensku samfélagi sem kristalli óréttlæti á landinu. Hitt sé Ríkisútvarpið. Blaðamaðurinn Björk Eiðsdótt­ ir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu vegna þess að dóttir hennar, Blær Bjarkardóttir, fær ekki að heita nafni sínu þrátt fyrir að hafa verið skírð Blær. Mannanafnanefnd hef­ ur ekki gefið leyfi fyrir því að konur heiti Blær. Nafnið er hinsvegar sam­ þykkt karlmannsnafn. Eftir að Blær hafði verið skírð hafði presturinn sem skírði hana samband við Björk og sagði henni að mistök hefðu verið gerð, stúlkan mætti ekki heita nafninu. Prestinum hafði láðst að kanna hvort heimilt væri að skíra stúlku þessu nafni fyrir skírnina. Nú fjórtán árum síðar heitir Blær því enn Stúlka í opinberum gögn­ um og lítur íslenska ríkið svo á að foreldrar hennar hafi enn ekki gef­ ið henni nafn. n Skiptar skoðanir á störfum Mannanafnanefndar n Eitt dómsmál í gangi Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Meðal samþykktra nafna eru svo Amír, Ermenga, Morgan, Friedrich, Maximus og Nikoletta. Flest samþykkt Flestir úrskurðir Mannanafnanefndar það sem af er ári eru jákvæðir. Um 34 prósentum umsókna er hins vegar hafnað. MyNd Photos Óréttlæti Jón Gnarr borgarstjóri telur Mannanafnanefnd vera eitt af tvennu á Íslandi sem kristalli óréttlæti í landinu. MyNd sigtRygguR ARi Nöfn sem var hafnað eða voru samþykkt n Þessum var hafnað: Nicoletta Alexsandra Xenía Alpine Borghild Julia Ekene Damien Lísbeth Aðalvíkingur Tanija Auðberg Jean n Þessi voru samþykkt: Ektavon Helgfell Úlftýr Voney Amír Siv Ermenga Morgan Vili Friedrich Evan Atlanta Marella Marísól Þórsteinunn Benidikta Náttúlfur Bestla Maximus Nikoletta Nóri Matta Dante Rorí Linddís Eiginnafn: 23 Mil lin afn : 2 Hafnað: 13 Umsóknir á árinu 2012 „Hefði átt að kynna sér málið“ n snorri í Betel ósáttur við ummæli bæjarstjóra Akureyrar S norri Óskarsson í Betel, fyrr­ verandi kennari við Brekku­ skóla á Akureyri, hefur gefið DV afrit af uppsagnarbréfinu sem honum var afhent í síðustu viku. Þetta gerði Snorri í kjölfar um­ mæla Eiríks B. Björgvinssonar, bæj­ arstjóra á Akureyri, um að uppsögn Snorra hafi ekki tengst skoðunum hans heldur eingöngu störfum hans við Brekkuskóla. Í samtali við Akur­ eyri Vikublað sagði Eiríkur: „Þetta er út í loftið. Uppsögnin snýst ekki um neitt annað en störf Snorra við Brekkuskóla.“ Ummæli Eiríks koma ekki heim og saman við það sem stendur í upp­ sagnarbréfinu. Þar er ekki vikið að störfum Snorra við skólann heldur aðeins talað um „brot utan starfs“ og „framkomu og athafnir utan vinnustaðar“. Þá er einnig vitnað í bloggskrif Snorra um það sem hann kýs að kalla „kynbreytingu“ og um að samkynhneigð sé synd. Í uppsagnar­ bréfinu stendur orðrétt: „[...] grunn­ skólakennarar bera ríkar samfélags­ legar skyldur með vísan til laga og reglna, ekki bara innan veggja skól­ ans heldur einnig utan hans.“ „Það sem Eiríkur segir er allt ann­ að en það sem kemur fram í upp­ sagnarbréfinu. Áminningarferlið sner ist ekkert um það, aðfinnslurn­ ar snerust ekkert um það og í upp­ sagnarbréfinu stendur hvergi orð um það.“ Snorri segir ljóst að Ei­ ríkur þekki hreinlega ekki til máls­ ins. „Hann hefði átt að vera búinn að kynna sér málið.“ Hann telur þó líklegt að ummæli Eiríks byggi á misskilningi milli bæjarstjórans og skólayfirvalda Akureyrar. Snorri hyggst kæra uppsögnina og telur hann þetta vera einskon­ ar prófmál – nú reyni á það hvort stjórnarskráin virki. „Má virkilega setja kennurum svona stólinn fyr­ ir dyrnar? Mega þeir hafa einhverjar skoðanir sem ekki hugnast pólitísk­ um meirihluta eða verður þeim sagt upp?“ Ekki náðist í Eirík B. Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. 14 Fréttir 20.–22. júlí 2012 helgarblað Engeyingur til Bretlands Engeyingurinn Einar Sveinsson er fluttur til Bretlands. Ekki liggur fyrir af hverju hann er fluttur af landi brott. „Þetta er persónulegt mál,“ sagði Einar við Viðskiptablað­ ið sem greindi frá málinu. Einar hefur undanfarið búið í Garðabæ. Einar var stórtækur athafnamaður á árunum fyrir hrun en hann var ásamt bróður sínum, Benedikt, eig­ andi BNT, félags sem hélt utan um olíufélagið N1. Einar bætist nú í hóp íslenskra athafnamanna sem búa á Bretlandi en þeirra á meðal eru Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Hannes Smárason. Ólympíuleikar frá morgni til kvölds Ólympíuleikarnir í London hefjast 27. júlí og þeim verða gerð góð skil á RÚV. Á aðalrás RÚV hefjast útsendingar um klukkan 9 að morgni og standa nær sleitulaust fram til um klukkan 21, eða í tólf klukku­ stundir. Kvöldfréttir RÚV hefjast klukkan 18, síðan tekur við út­ sending frá úrslitum einstakra greina. Leikarnir verða sendir út í háskerpu á sérstakri rás hjá Vodafone og Símanum. Að auki verða útsendingar á aukarás, Ólympíu rásinni. Útsendingar á þeirri rás hefjast síðdegis og standa fram undir miðnætti. Ætlar að kæra Snorri Óskarsson segir að dómur í máli hans yrði prófsteinn fyrir stjórnarskrána. Álíka skattbyrði og árið 1995 Skattbyrði ríkra Íslendinga lækk­ aði um helming í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, niður í 17 prósent árið 2007. Skattalækkanirnar voru talsvert meiri en þær voru til ríkra í Bandaríkjunum í stjórnartíð George W. Bush. Þetta segir Stefán Ólafsson hagfræðingur á blogg­ síðu sinni. Þar vitnar hann einnig í orð Egils Helgasonar fjölmiðla­ manns sem sagði á bloggsíðu sinni frá því að grískur vinur sinn teldi Grikkland aðeins komast út úr kreppunni með því að láta ríkt fólk borga meira til samfélagsins. Stefán bendir á að það hafi verið gert hér á landi. „Ríka fólkið var látið greiða hærri skatta eftir hrun og við erum á leið út úr kreppunni,“ segir Stef­ án. Hann nefnir meðal annars að fjármagnstekjuskattur hafi verið hækkaður og að þrepaskipt skatt­ kerfi hafi verið tekið upp þar sem hærri álagning væri á hærri tekjur. „Skattar á lágtekjufólk voru hins vegar lækkaðir.“ Stefán gefur lítið fyrir gagnrýni hægri manna og segir að skatta­ hækkanirnar hafi aðeins haft þau áhrif að skattheimta sé sambæri­ leg því sem hún var árið 1995. „Þessir aðilar réðu öllu fram að hruni og vilja endurheimta þessi forréttindi komist þeir aftur til valda. Þeir vilja lækka skattbyrði ríka fólksins aftur,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.