Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 18
fólki í burtu. Þannig verður þessi nýja stjórn til. Þeir stjórnarmeðlimir sem sátu í fyrri stjórn höfðu hug á að gera ákveðnar breytingar og þá var sú stjórn vísvitandi sprengd í loft upp,“ segir Einar og bætir við að framan af hafi samstarfið gengið þokkalega. Þegar Ingibjörg Guðnadóttir kom heim varð hins vegar „ákveðin tón- breyting“ í öllum samskiptum. Sem lýsandi dæmi um stemninguna sem er ríkjandi í stjórnunarháttum Krossins nefnir Einar orð sem Ingibjörg lét falla á safnaðarfundinum örlagaríka. Ingi- björg sagði efnislega, að sögn Einars: „Þeir sem ekki eru sammála skoðun- um Sigurbjargar Gunnarsdóttur verða að fara í einhverja aðra kirkju.“ Einar bendir á, máli sínu til stuðnings, að umræddur fundur hafi verið tekinn upp og sé til í hljóði og mynd. Blaða- maður hringdi í Sæþór Jóhannsson, núverandi stjórnarmeðlim, og bað um þá upptöku, en fékk synjun. „Það þyrfti ekkert áramótaskaup ef þessi safnaðarfundur yrði sendur út í stað- inn. Ég hef verið viðstaddur ýmislegt í lífinu og tekið þátt í ýmsum málum; ég hef aldrei verið viðstaddur svona upp- ákomu. Ég hef aldrei séð annað eins í lífinu,“ segir Einar. Ósköp venjulegur fundur Ingibjörg Guðnadóttir segir í samtali við blaðamann að umræddur safn- aðarfundur hafi verið ósköp venju- legur fundur. Aðspurð hvort hún hafi staðið upp og hvatt fundarmenn að greiða Gunnari ekki atkvæði og látið þung orð falla hlær hún af mikilli ákefð og segir: „Það er augljóst að þú ert að fá upplýsingar frá fólki sem er að bera út lygar.“ Minnt á, að upplýs- ingarnar hafi komið úr öllum áttum og frá fjölda heimildarmanna hlær Ingibjörg enn hærra og segir: „Ég hef ekkert um þetta mál að segja.“ Gunnar Þorsteinsson vildi held- ur ekki tjá sig um málið þegar blaða- maður náði tali af honum en sagði þó: „Ég geng með guði sem aldrei fyrr. Þið munuð heyra frá frá mér áður en yfir lýkur.“ Nýtt trúfélag Heimildir DV herma að Gunnar sé, í félagi við Jónínu og fylgismenn sína, að undirbúa stofnun nýs trúfélags. Í gær, fimmtudaginn 19. júlí, sagði Jónína á fésbókarsíðu sinni: „Það er svo margt spennandi fram und- an hjá okkur Gunnari Þorsteinssyni. Við höfum ákveðið að láta engar úr- töluraddir, erfiðleika, hatur eða öf- und villa okkur sýn. Sýn okkar snýst um að skapa farveg fyrir trú okk- ar og sannfæringu, um reynslu okk- ar og hugrekki, sýn um það að bæta heiminn og aðra sem til okkar leita, en fyrst og fremst þá sýn að bæta okkur sjálf. Ég vil fara í stjórnmálin og Gunnar vill halda áfram þjónustu sinni við kirkjur þar sem hann er vel- kominn til starfa. Vinnan gengur vel, Gunnar er farinn að tjá sig meira og ég minna :-) Mikill sigur á þessu heimili. Í kvöld verður svo fagnaðar- fundur með góðum vinum. Við vilj- um lifa í gleði því boðskapurinn er fagnaðarboðskapur. Hlakka til þess að sjá ykkur.“ Þykja þessi orð ýta und- ir sögusagnir þess efnis að nýtt trú- félag sé í bígerð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru skráðir meðlimir Krossins 515 talsins. Heimildarmenn DV segja að mæting á samkomur sé með dræmasta móti og að margir meðlimir hugsi sér til hreyfings vegna þeirra deilna sem nú skekja trúfélagið. n 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Valdabaráttan Fylgismenn Gunnars n Jónína (eiginkona Gunnars) n Einar Ólafsson (fyrrverandi stjórnarmaður) n Nils Guðjón Guðjónsson (fyrrverandi stjórnarmaður) n Eiríkur Gardner (fyrrverandi stjórnarmaður) n Guðni Gunnarsson (sonur Gunnars) n Jóhanna Gunnarsdóttir (dóttir Gunnars) Fylgismenn Ingibjargar n Sigurbjörg Gunnarsdóttir (dóttir Gunnars) n Anna Berta Geirsdóttir (núverandi stjórnarmaður) n Georg Viðar Björnsson (núverandi stjórnarmaður) n Konráð Rúnar Friðfinnsson (núverandi stjórnarmaður) n Sæþór Jóhannsson (núverandi stjórnarmaður) T rúfélagið Krossinn var sett á fót árið 1979 undir forystu Gunnars Þorsteinssonar. Áður hafði Gunnar verið fé- lagi í Hvítasunnusöfnuðinum en fjarlægst smám saman boðskap hans. Fljótlega tók Krossinn upp víð- tækt samstarf við Christ Gospel-kirkj- una í Bandaríkjunum sem aðhyllist róttæka bókstafstrú og íhaldssemi í kynferðismálum. Gunnar kynntist B. R. Hicks, forsprakka Christ Gospel- safnaðarins, og heimsótti hana til Bandaríkjanna ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu. Störf Krossins urðu fyrir miklum áhrifum frá Christ Gospel-kirkjunni og hefur söfnuðinum verið lýst sem eins konar móðurkirkju Krossins. Undir lok síðustu aldar kom upp ágreiningur innan Krossins vegna samstarfsins við bandaríska söfnuðinn. Þótti stjórnarmönnum Krossins að Christ Gospel-kirkj- an væri farin að hlutast of mikið til um starf félagsins og ákváðu því að slíta samstarfinu. Í kjölfarið gengu tæplega 50 manns úr Krossinum yfir í nýtt trúfélag, Betaníu, sem hefur fylgt Christ Gospel-kirkju að málum síðan. Krossinn hef- ur ekki látið af óbilgjarnri afstöðu sinni gegn samkynhneigð og öðru sem ekki þykir samræmast boð- skapi ritningarinnar, en að sögn fé- laga í söfnuðinum hefur hann þó færst í frjálsræðisátt og er ekki jafn ofstækisfullur og áður var. Gunn- ar Þorsteinsson hefur sjálfur lýst því í predikun hvernig hann hafi fjarlægst kenningar Christ Gospel- kirkjunnar í seinni tíð. Samkvæmt heimildum DV er Ingibjörg, fyrrverandi eiginkona Gunnars, enn með nokkur tengsl við bandaríska söfnuðinn og hefur verið með annan fótinn í Bandaríkjunum árum saman. Tveir af viðmælendum blaðsins telja að skilnað Gunnars og Ingibjargar megi rekja til deilna um samstarf safnaðanna tveggja. Þeir safnaðarmeðlimir Krossins sem hallir eru undir Gunnar og Jónínu telja að Ingibjörg reyni nú að auka millilandasamstarfið á ný. Eins og fram kemur í umfjöllun DV um málið varð aftur uppi fót- ur og fit fyrir tveimur árum þegar Gunnar var sakaður um kynferð- islegt áreiti. Fækkað hefur um 70 manns í Krossinum eftir að ásak- anirnar komu fram og hefur Sig- urbjörg Gunnarsdóttir tekið við af föður sínum sem forstöðumaður safnaðarins. Í dag eru rúmlega 500 manns skráðir í söfnuðinn en með- limir greiða 10 prósent af tekjum sínum til hans. Átökin fylgja Krossinum „Hún lýsti því yfir á safnaðarfund- inum að þrír nafngreind- ir einstaklingar í salnum væru haldnir illum anda. Dóttir Gunnars Sigurbjörg er nú forstöðumaður Krossins. Hún fór frá því að vera einn dyggasti stuðningsmaður föður síns yfir í það að mæla gegn honum á safnaðarfundi. M y N D : S K Já SK o t A F FA cE B o o K . 18 Úttekt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.