Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 20
Íslensk útrás til Grænlands V ið höfum nú þegar gefið út 150 námuleyfi og ætlum að gefa út 30 í viðbót á þessu ári,“ segir Henrik Stendal, yfir­ jarðfræðingur grænlenska iðnaðarráðuneytisins. Mikil atvinnu­ uppbygging er fyrirhuguð á Græn­ landi. Auk fjölda námuleyfa íhugar álrisinn Alcoa nú byggingu álvers í landinu. Henrik segir viðræður Alcoa og grænlenskra yfirvalda í fullum gangi. „Við höfum til dæmis leitað ráða hjá íslenskum stjórnvöldum. Þau hafa mikla reynslu af svona samningagerð,“ segir Henrik. Gífurleg tækifæri „Það eru gríðarleg tækifæri fyrir ís­ lenskt atvinnulíf á Grænlandi,“ segir Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri verkfræðifyrirtækisins HRV. „Íslensk fyrirtæki eiga að hafa mikla möguleika á því að þjónusta þessar framkvæmdir. Innviðir Grænlands eru tiltölulega veikir og við erum það land sem ligg­ ur næst Grænlandi.“ Aðspurður með hvaða hætti íslensk fyrirtæki kæmu að framkvæmdunum segir Gunnar: „Við gætum til dæmis veitt verkfræði­ þjónustu. Auk þess gætu verktakafyrir­ tæki þjónustað framkvæmdirnar með ýmsu móti.“ En eru íslenskt fyrirtæki samkeppnis hæf við fyrirtæki hinna Norðurlandanna sem hugsa sér gott til glóðarinnar? „Ég held að við ættum að eiga okkar möguleika á því að keppa um þetta, eins og aðrir. Svo hjálpar ná­ lægðin okkur gífurlega.“ Okkar að klúðra „Það eru 130 starfsmenn starfandi fyrir okkur á Grænlandi í dag. Ekki leiðist okkur það,“ segir Kolbeinn Kolbeins­ son, framkvæmdarstjóri verktakafyrir­ tækisins ÍSTAK. Og bætir við: „Við erum núna að byggja vatnsaflsvirkjun í bænum Ilullissat. Það er 13 milljarða verksamningur.“ Kolbeinn segir fyrir­ hugaðar framkvæmdir á Grænlandi fela í sér gífurleg sóknartækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Það væri bara klúður af okkur hálfu ef við Íslendingar værum ekki þarna fremstir í flokki að hjálpa Grænlendingum að nýta sínar auðlindir.“ Kolbeinn segir nálægðina veita okkur forskot. „Við eigum að geta gert það ódýrara og betur en aðrir,“ segir Kolbeinn og bætir við: „Þessi námuverkefni og hugsanlegar álvers­ framkvæmdir skapa gífurleg tækifæri fyrir fyrirtæki eins og okkar og fleiri.“ En það eru ekki bara verkfræðistofur og verktakafyrirtæki sem geta hagnast á uppganginum í Grænlandi. „Flug­ félag Íslands hefur aukið umsvif sín vegna framkvæmda á Grænlandi og mun væntanlega bæta í. Ýmis flutn­ ingafyrirtæki önnur gætu svo hagnast verulega. Þetta styður hvert annað.“ Mikið blómaskeið Össur Skarphéðinsson utanríkis­ ráðherra telur að mikið blómaskeið sé í vændum á Grænlandi. „Græn­ lendingar eru reiðubúnir að opna landið fyrir miklum fjárfestingum,“ segir Össur og bætir við að hvati Græn­ lendinga sé löngun þeirra eftir sjálf­ stæði. „Þeir verða það ekki nema þeim takist að koma efnahagslega undir sig fótunum. En Grænlendingar eru líka gætnir og leita þess vegna til Ís­ lands; lítillar nágrannaþjóðar sem þeir þekkja af góðu einu.“ Samstarf Össur segir ríkisstjórnina hafa unnið að því síðastliðin tvö ár, í samstarfi við grænlensk yfirvöld, að tengja saman atvinnulíf Grænlands og Íslands. Ís­ lensk fyrirtæki hafi mikla þekkingu á sviði mannvirkjagerðar við erfiðar aðstæður og séu því vel til þess fall­ in að koma að væntanlegum fram­ kvæmdum þar í landi. „Það eru að opnast sérstakir möguleikar fyrir ís­ lensk verkfræði­ og tæknifyrirtæki við framkvæmdir tengdar námuvinnslu,“ segir Össur sem telur að enda þótt ís­ lensk fyrirtæki hafi frá fornu fari ekki mikla reynslu af námuframkvæmd­ um þá búi þau yfir óvenjumikilli að­ lögunarhæfni. „Ef íslensku fyrirtækin spila rétt úr sínum kortum þá eiga þau mikla möguleika í hvers kyns námu­ vinnslu á Grænlandi. Þau verða hins vegar að bera sig eftir því. Það líka mikilvægt að þau vinni saman að þessari útrás.“ Til greina kemur, að sögn Össurar, að opna sendiskrifstofu í Grænlandi – slíkir séu hagsmunirn­ ir. „Tengslin eru orði það náin að Flug­ félag Íslands flýgur til fleiri áfangastaða á Grænlandi en innanlands á Íslandi.“ Íslenskt forskot Aðspurður hversu mikil áhrif þessi auknu tengsl muni hafa á íslenskt hagkerfi segir Össur: „Það er erfitt að slá á það. Ég tel að þetta muni verða gríðarleg uppbygging á næstu áratugum á Grænlandi. Það verð­ ur mikil eftirspurn eftir sérhæfðu vinnuafli og þekkingu frá Íslandi. Við höfum forskot á aðrar þjóðir vegna þess að við þekkjum það að vinna á norðurslóðum; í frera og kulda.“ Össur segir að íslensk stjórn­ völd muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða götu íslenskra fyrirtækja. „Við gerum það með því að fá skilning og stuðning græn­ lenskra stjórnvalda við samstarf þjóðanna í millum. Þetta er samt auðvitað allt á markaði; menn verða að hafa sig eftir þessu og standa sig og það eru íslensku fyrirtækin að gera. Þau eru að standa sig.“ „Það væri bara klúður af okkar hálfu ef við Íslendingar værum ekki þarna fremstir í flokki að hjálpa Grænlendingum að nýta sínar auðlindir. n Mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf á Grænlandi n Þekkingin er hér Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Í vinnunni á Grænlandi Íslendingar hafa reynslu af því að vinna við erfiðar aðstæður. Framkvæmdir á Grænlandi Íslensk fyrirtæki hafa mikið forskot á fyrirtæki annarra landa. Fjöldi tækifæra „Það eru gríðarleg tæki- færi fyrir íslenskt atvinnulíf á Grænlandi,“ segir Gunnar Guðni Tómasson, forstjóri verkfræðifyrirtækisins HRV. 20 Fréttir 20.–22. júlí 2012 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.