Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 23
Börn myrt í Sýrlandi
D
awood Rajiha, varnar
málaráðherra Sýrlands, og
Assef Shawkat, mágur for
seta landsins, féllu á mið
vikudaginn í sprengingu í
byggingu ríkisstjórnarinnar. Borg
ara styrjöld ríkir nú í Sýrlandi og
eru þetta hæst settu meðlimir ríkis
stjórnarinnar sem fallið hafa frá því
að átök hófust. Sýrlenska ríkissjón
varpið greindi frá því að sprengingin
hafi orðið á fundi ráðherra og yfir
manna hersins.
Um sextán mánuðir eru síðan
átök hófust í Sýrlandi og hatramm
ir bardagar hafa undanfarna daga
átt sér stað fyrir utan Damaskus þar
sem forsetinn, Bashar alAssad, er
með höfuðstöðvar sínar. Fleiri létust
í árásinni en það voru fyrst og fremst
starfsmenn í byggingunni og að
stoðarmenn.
Óhugnanleg fjöldamorð
„Þessi var tekinn af lífi. Hann var
óbreyttur borgari,“ segir ónefndur
aðgerðarsinni þegar hann bendir á
lík í myndbandi CNN. Myndbandið
var tekið af andófsmönnum í Sýr
landi og þar má sjá fjölda líka liggj
andi við byggingu í landinu. „Þetta
var frændi hans, hann reyndi að
bjarga honum,“ segir hann og bend
ir á þann sem liggur látinn við hlið
hins. Hinir látnu voru 45 alls.
Myndbandið er eitt sárafárra
heimilda sem erlendir fjölmiðla
menn hafa aðgang að, enda hefur
sýrlenska ríkisstjórnin bannað öll
um erlendum miðlum að starfa í
landinu. Mennirnir í myndbandinu
tala um fjöldamorð sem framin hafi
verið af hálfu hermanna ríkisstjórn
arinnar. Á meðal hinna látnu í mynd
bandinu má sjá litla stúlku, sem er
með skotsár á enninu.
Tekin af lífi hvert á fætur öðru
Í myndbandinu er því lýst hvernig
hermenn ríkisstjórnarinnar hafi far
ið hús úr húsi í leit að vopnum. Þeir
hafi skipt fólkinu í herbergi – konur í
eitt, karlar í annað – og spurt ítrekað
hvar vopn væru að finna. Þegar þeir
fengu þau svör að fólkið vissi ekki um
nein vopn, hafi þeir byrjað að taka
þau af lífi, eitt og eitt. Að endingu
höfðu öryggissveitir ríkisstjórnarinn
ar tekið 45 af lífi.
Þetta umrædda fjöldamorð er
ekki það eina sem hefur átt sér stað
í landinu en í síðustu viku voru til
að mynda um 200 tekin af lífi í þorpi
í landinu. Það er ljóst að hér er um
borgarastyrjöld að ræða þar sem að
líf óbreyttra borgara er einskis metið.
Rússar og Kínverjar stöðva
tillögur
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hefur haft málið til umfjöllunar
en Rússar og Kínverjar standa nú í
vegi fyrir því að ályktun um refsi
aðgerðir gegn Sýrlandi verði sam
þykktar. Rússar vilja ekki ganga
lengra en að hvetja báða aðila í
deilunni til þess að hætta öllu of
beldi. Kínverjar og Rússar hafa
fellt tvær ályktanir með neitunar
valdi sínu. Íslenska ríkisstjórnin
hefur lýst yfir stuðningi sínum við
tillögurnar og vill að hafnar verði
refsiaðgerðir gegn sýrlensku rík
isstjórninni. Borgarastyrjöldin á
sér rætur í mótmælum þar í landi,
en þá var krafist stjórnarfarslegra
endurbóta. Ríkisstjórnin brást við
af hörku. Núverandi forseti lands
ins, alAssad hefur verið við völd
frá árinu 2000. Hann tók við af föð
ur sínum sem hafði verið við völd
frá árinu 1971.
Erlent 23Helgarblað 20.–22. júlí 2012
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
n Miskunnarlausar aftökur n Stúlka myrt þegar hermenn leituðu að vopnum
Látinn Dawood Rajiha, varnarmála-
ráðherra Sýrlands lét lífið í sprengingu á
miðvikudaginn. mynd ReuTeRs
„Þetta var frændi
hans, hann reyndi
að bjarga honum.
Borgarastyrjöld Hér logar í Homs-borg í Sýrlandi. Borgarastyrjöld geisar í landinu. mynd ReuTeRs
Hraunborgir eru í 70 km fjarlægð frá
höfuðborgarsvæðinu og eru í næsta
nágrenni við margar helstu náttúruperlur
landsins, þar er einnig kjörin aðstaða
til útivistar.
Eigum til ráðstöfunar
nokkrar sumarbústaða-
lóðir á einu vinsælasta
sumarbústaðasvæði
landsins
Að Hraunborgum í Grímsnesi við Kiðja-
bergsveg eru nokkrar 5000m2 lóðir til
leigu. Heitt og kalt vatn er á svæðinu og
eru lóðirnar tilbúnar til afhendingar.