Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 32
32 20.–22. júlí 2012 Helgarblað
Stórafmæli Harpa Hrönn Frankelsdóttir vefstjóri hjá Múrbúðinni 40 ára 20. júlí
61 ára 21. júlí
Gamanleikarinn Robin Williams, en hann fékk
óskarsverðlaunin fyrir hlutverk í Good Will Hunting.
20 ára 22. júlí
Selena Gomez, en hún er ein öfundaðasta
kona heims því hún er kærasta Justins Bieber.
32 ára 20. júlí
Brasilíska nærfatamódelið hjá Victoria ś Secret,
Gisele Bundchen.
20. júlí
1198 – Bein Þorláks Þórhalls-
sonar biskups tekin upp og lögð í
skrín í Skálholti.
1627 – Guðbrandur Þorláksson
biskup á Hólum lést eftir 56 ár
í embætti. Hann var dugmikill og
sat lengur í embætti biskups en
nokkur annar.
1783 – Eldmessa Jóns Stein-
grímssonar sungin
á Kirkjubæj-
arklaustri.
Stöðvaðist þá
framrás hrauns-
ins skammt
þaðan frá og var
þakkað trúarhita prestsins.
1798 – Þeir fáu menn sem sótt
höfðu Alþingi fóru heim frá Þing-
völlum vegna slæms aðbún-
aðar. Þar með lauk þinghaldi á
Þingvöllum.
1946 – Áætlunarbifreið hvolfdi
við Gljúfurá í Borgarfirði og kom
upp eldur í henni. Um borð voru
22 farþegar og slösuðust fimmt-
án þeirra.
1968 – Opnuð var vatns-
leiðsla sem lögð var til Vest-
mannaeyja frá Stóru-Mörk
undir Eyjafjöllum.
1969 – Appollo 11 lenti giftusam-
lega á tunglinu.
1973 – Stofnfundur Flugleiða
hf. var haldinn og sameinuð-
ust Flugfélag Íslands og Loftleið-
ir þá í eitt félag.
1989 – Hvalveiðum Ís-
lendinga lauk um sinn er
síðasti hvalur samkvæmt
vísindaáætlun var veiddur.
21. júlí
1456 – Umsátrið um Belgrad.
1808 – Sveitalögreglu Ís-
lands komið á með tilskip-
un og hreppstjórar gerðir að
lögregluþjónum.
1846 – Sigurður Breiðfjörð, eitt
helsta rímnaskáld nítjándu aldar,
lést í Reykjavík 48 ára að aldri.
Hann var vinsæll af alþýðu, en
hafði sætt mikilli gagnrýni fyrir
rímnakveðskapinn.
1914 – Sigurður Eggerz varð Ís-
landsráðherra og sat í tíu mánuði.
1936 – Á Breiðdalsvík rak á
land sverðfisk.
1963 – Skálholtskirkja vígð við
hátíðlega athöfn. Voru þar saman
komnir áttatíu prestar, pró-
fastar og biskupar.
1987 – Héðinn
Steingríms-
son vann
heimsmeist-
aramót barna 12
ára og yngri í skák.
22. júlí
1245 – Kolbeinn ungi Arnórsson,
höfðingi af ætt Ásbirninga, lést
um 37 ára að aldri.
1581 – Hundrað ára stríð-
ið hófst: Norðurhéruð Niður-
landa sóru afneitunareiðinn og
sögðu sig úr lögum við Filippus II
Spánarkonung.
1910 – Zeppel-
in-loftfarinu
var flogið í
fyrsta skipti.
1939 –
Tveir þýsk-
ir kafbátar komu
til Reykjavíkur. Þetta voru fyrstu
kafbátar sem komu til Íslands.
2011 – Mannskæð hryðju-
verk framin í Noregi, fyrst með
sprengjuárás á stjórnarbyggingar
í Ósló og skömmu síðar með
skotárás á samkomu ung-
mennahreyfingar í Útey. 76 féllu.
Öfgamaðurinn Anders Behring
Breivik var handtekinn vegna
árásanna.
Merkis-
atburðir Var sportstelpa
og lestrarhestur
H
arpa Hrönn Frankels-
dóttir er fædd og upp-
alin í Reykjavík. „Ég er
alin upp rétt hjá KR
í Vesturbænum, ég
var mikið í fótbolta og öðrum
íþróttum, algjör sportstelpa. Ég
var lestrarhestur líka, þannig
að á milli þess sem maður var
að lesa spilaði maður fótbolta,“
segir Harpa um æskuárin í KR-
hverfinu.
Mikil samheldni í hverfinu
Harpa fór í Melaskóla og síð-
an í Hagaskóla en að eigin
sögn þótti henni ofboðslega
skemmtilegt að læra og búa í
Vesturbænum. „Þetta er rót-
gróið hverfi, skemmtilegt fólk
og ég átti marga vini. Sam-
heldnin var mikil í hverfinu.“
Harpa ákvað að fara í MH en
ekki MR eins og venjan er oft
hjá Vesturbæingum. „Systur
mínar fóru í MH þannig að
ég ákvað að fara í þann skóla
sem er með áfangakerfi, sem
mér þótti spennandi. Fór ég á
félagsfræðibraut og síðan að
læra stjórnmálafræði í HÍ með
lögfræði í vali.“
Eftir menntaskólagönguna
fór Harpa til náms í Essex-há-
skóla í Bretlandi en þar lagði
hún stund á Evrópufræði. Svo
var ferðinni heitið aftur heim
til Íslands, þar sem Harpa fór í
mastersnám í stjórnsýslufræð-
um við Háskóla Íslands.
Pabbi skírður eftir
norðurpólfara
Sagan á bak við nafn föður
Hörpu, Frankel, er skemmtileg:
„Sænskur leiðangur fór á norð-
urpólinn í loftbelg árið 1897
og einn leiðangursmannanna
hét Knut Frænkel. Þetta var
stórfrétt á sínum tíma.“ segir
Harpa. „Síðan spurðist ekkert
frekar til leiðangursmanna fyrr
en lík þeirra fundust árið 1930,
sama ár og pabbi fæddist.
Þetta kom í fréttum á sínum
tíma svo amma hefur heyrt
nafnið Frankel og skírði son
sinn eftir honum.“
Harpa vinnur nú sem vef-
stjóri hjá Múrbúðinni. Áður
hefur hún unnið sem verk-
efnastjóri hjá Mími-símenntun
og Ferðamálastofu, og sér-
fræðingur hjá ríkisskattstjóra.
Þá vann hún við sérverkefni
fyrir sendiráð Íslands í Ósló í
Noregi árið 2003 og einnig var
hún lærlingur hjá Fastanefnd
framkvæmdastjórnar ESB
gagn vart Íslandi og Noregi árið
2003.
Fjölskylda
Hörpu
n Foreldrar:
Ágúst Frankel Jónasson,
f. 21.7. 1930
Helga Birna Jónasdóttir,
f. 17.10. 1932 – d. 22.1. 1979.
n Systkin:
Dagbjört Kristín Ágústsdóttir,
f. 10.2. 1954
Jónas Ingi Ágústsson, f. 9.3. 1955
Unnur Svava Ágústsdóttir,
f. 9.5. 1956
Svala Ágústsdóttir, f. 14.10. 1959
Eplakaka með rúsínum
n Með þeyttum rjóma eða ís
G
amla góða eplakak-
an er alltaf góð. Þessi
er aðeins öðruvísi því
hún er með rúsínum
sem gefa henni aðeins
meiri sætu. Flott í kökuboðið
eða sem eftirréttur.
Eplakaka með rúsínum
n 125 gr smjör
n 125 gr sykur
n 1 egg
n 125 gr hveiti
n 2 tsk. lyftiduft
n 2–3 epli
n 1/2 dl rúsínur
n Kanill og sykur
Þeytið sykur og egg vel saman,
bætið smjöri út í og blandið vel.
Bætið síðan við hveiti og lyftidufti,
síðast rúsínum (má alveg sleppa
fyrir þá sem ekkert eru fyrir rúsínur).
Deigið sett í mót og eplin skorin í
þunna báta, kanilsykri stráð yfir og
eplunum raðað ofan á.
Bakað í hálftíma við 175–200°C.
Borið fram með þeyttum rjóma eða
vanillu- eða súkkulaðiís.