Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 36
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 21 JÚL 20 JÚL 22 JÚL Múgsefjun á Bar 11 Það verður heljarinnar veisla á Bar 11 þegar að hljómsveitin Múgsefjun stígur á stokk. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2008 og fékk hún nafnið Skiptar Skoðanir og hlaut gríðargóðar viðtökur. Nýlega sendi hún frá sér nýja plötu sem hefur verið að fá frábæra dóma í fjölmiðlum og hefur lagið „Fékkst ekki nóg“ setið nærri toppnum undanfarnar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Það ætti því enginn að missa af þessum tónleikum en húsið opnar klukkan 21 og er aðgangur ókeypis. Tælensk danssýning Danssýning frá Kasestart Háskól- anum í Tælandi. Þau munu sýna Hanumal, Manora og hefðbundinn tælenskan dans. Að auki verður skemmtilegur og áhugaverður tónflutningur með tælenskum hljóðfærum. Sannkölluð danssýn- ing sem dansunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Khon er dans frá Tælandi sem var eingöngu sýndur við konungs- hirðina og fluttur af grímuklædd- um karlmönnum, sögumanni og við undirspil tælenskrar tónlistar. Sálin á Sigló Sálin hans Jóns míns spilar á Siglu- firði laugardaginn 21. júlí. Nánar tiltekið á Rauðkutorgi sem tilheyrir Kaffi Rauðku. Hljómsveitin stígur á svið á miðnætti en svæðið verður opnað fyrir miðahafa klukkan 22. Rauðkutorg mun taka við 450 manns á svæðið meðan á ballinu stendur. Viðburðinum verður einnig varpað á skjá í Bláa húsinu. Amboðin tekin fram Heyannir eru árviss viðburður á hverju býli. Nú á sunnudaginn er komið að þeim degi þegar amboðin verða tekin fram á Árbæjarsafni og ljár borinn í gras. Gestum og gangandi er boðið að taka virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðk- uðust fyrir daga heyvinnuvéla. Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur verkfæri en ljá, orf og hrífu til að afla vetrarforðans. Víða var heyjað upp á gamla mátann fram yfir miðja síðustu öld, en nú eru gömlu handbrögðin sjaldséð í sveitum landsins. Því er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja rifja upp fyrri kynni við orf, ljá og hrífur að taka þátt í heyannadegi Árbæjarsafns. Sýningaröð í Skaftfelli Um er að ræða sýningaröð byggða á þrettán örstuttum myndlist- arsýningum sem víxlast á milli tveggja rýma í Bókabúð – verk- efnarými Skaftfells á Seyðisfirði. Til sýnis verða verk eftir ýmsa listamenn sem hefur verið boðið að taka þátt. Margar sýningar leiða af sér margar opnanir og má þess vegna gera ráð fyrir fjörugri dagstund. Milli 14 og 19. 36 20.–22. júlí 2012 Helgarblað „Bókina ættu allir að lesa …“ „… svört grínmynd“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Ég er á lífi, pabbi Siri Mari Seim Sønsteli, Erik Sønsteli Bernie Richard Linklater H vergi í námskrá grunn skólanna kem- ur fram að nám eigi að vera skemmti- legt. Mér finnst það afar skrýtið,“ segir Ása Helga Ragnarsdóttir, einn af ráð- stefnustjórum stórrar nor- rænnar ráðstefnu um skemmt- un í námi. Ása Helga er þeirrar skoðunar að námsefni festist betur í minni nemenda sé það fært í listrænan búning. Bókleg fög oft erfið Ása kennir í Kennaraháskóla Íslands og er fylgjandi kennsluaðferð sem kallast Leiklist í kennslu. Þar kennir hún verðandi kennurum að nota kennsluaðferðina enda mjög nytsöm. „Bókleg fög reynast sumum börnum erfið en það er ekki þar með sagt að þau geti ekki lært námsefnið,“ segir Ása og útskýrir enn frekar: „Ef nemendur eiga til dæmis að læra um Tyrkjarán- ið, getur kennarinn látið nem- endur leika það í stað þess að þeir lesi einungis um það í skólabókum. Þá lifnar það við. Samfara því að skemmta sér í leiklistinni fræðast þau þá um Íslandssöguna. Auk þess festist námsefnið betur í minni nem- enda því þeir lifa sig í gegnum það. Hún bætir líka við að slík námstækni henti nýbúum og nemendum með andlegar raskanir sérstaklega vel; bæði hvað námsárangur varðar sem og félagslega færni.“ Nýstárleg kennsluaðferð Ása segir kennsluaðferðina nýstárlega og ekki ýkja al- genga. Sjálf hafi hún notað hana í tólf ár þegar hún starf- aði sem grunnskólakennari í Háteigsskóla. Hún segir þó æ fleiri kennara á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum nota kennsluaðferðina með hverju árinu sem líði. Einnig segir hún suma skóla á Íslandi færa námsefnið í listrænt form í meira mæli en aðra og að kennarar í öllum stigum skóla- kerfisins noti aðferðina Leik- list í kennslu. Háteigsskóli, Hlíðarskóli, Hagaskóli, Borg- arholtsskóli og Fjölbrauta- skólinn í Garðabæ séu þar fremstir í flokki. Þannig leitast grunnskólakennarar jafnt sem framhaldsskóla- og háskóla- kennarar sem láta nemendur iðka leiklist – og aðra list – við að festa námsefnið í minni nemenda. Þegar Ása er spurð hvort ekki reynist erfiðara að fá unglinga frekar en unga krakka til að taka þátt og leika og tjá námsefnið á listrænan hátt stendur ekki á svari hjá henni. „Mörgum nemendum, óháð aldri, þykir skemmtilegra að leika í leikriti eða semja tónlist við námsefnið í stað þess að lesa um það í bókum. Þar að auki er enginn nem- andi neyddur til að taka þátt. Þeir mega alveg sitja og horfa á óski þeir þess því þeir læra líka af því. Hins vegar er það oftast svo að þeir nemendur sem af einhverjum ástæðum eru ákveðnir frá byrjun í að vera ekki með, skerast í leikinn áður en um langt líður.“ Fyrrverandi nemendur ekki búnir að gleyma Kennsluaðferðin Leiklist í kennslu er upphaflega frá Bretlandi þar sem hún varð til upp úr 1960. Þaðan barst hún til Norðurlandanna. Ása segir það hafa nýst sér vel í kennara- starfinu að hafa látið nem- endur sína ýmist leika náms- efnið, semja tónlist við það eða setja það í myndrænt form svo „Mörgum nemend- um þykir skemmti- legra að leika í leik- riti eða semja tónlist við námsefnið í stað þess að lesa um það í bókum. n Ráðstefna um skemmtun í námi n Bókleg fög færð í listrænan búning Vantar meiri gleði í ná sefni barna Ása Helga glaðbeitt Vill að nám og skemmtun haldist alltaf í hendur. Námsefni breytt í list Kennsluaðferðin Leiklist í kennslu hefur reynst Ásu og fleiri kennurum vel. Börn í leikriti Ása segir náms- efnið festast í minni nemenda með leiklist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.