Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 16
Hafa ekki greitt VSK í 5 ár n Hótel og gistiheimili fá virðisaukann endurgreiddan F rá árinu 2007 hafa hótel og gistiheimili á Íslandi fengið allan virðisaukaskatt á gistingu endurgreiddan. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu og vísar þar í gögn frá fjármálaráðuneytinu. Rekstrar­ aðilar sem greiða virðisaukaskatt af gistingu mega draga frá honum greiddan virðisaukaskatt af vörum og þjónustu sem snerta reksturinn. Til dæmis getur þetta verið þjónusta iðnaðarmanna, ræstingarefni, hús­ gögn eða aðrar vörur tengdar rekstri. Yfirleitt er greiddur 25,5 prósenta skattur af þessum vörum. Þessi frá­ dráttur er í formi endurgreiðslu en sú greiðsla hljóðaði upp á 421 millj­ ón í heild sinni í fyrra. Gögn frá fjár­ málaráðuneytinu, sem RÚV vísar í, sýna fram á að álagning var lækkuð árið 2007 niður í 7 prósent en áður var hún 14 prósent. Þegar hún var lækkuð fengu rekstaraðilar þennan skatt í fyrsta sinn endurgreiddan, alls 267 milljónir. Í fyrra var þessi endur­ greiðsla 421 milljón og hafa hótel og gistiheimili í raun ekki greitt virðis­ aukaskatt af gistingu í fimm ár, að því er RÚV greinir frá. Ferðaþjónustuaðilar hafa talað um að hugmyndin um hækkun virðis aukaskatts í 25,5 prósent sé galin og að með henni væru stjórn­ völd að greiða ferðaþjónustunni rot­ högg. „Því verður ekki trúað að ríkis­ stjórnin ætli að taka atvinnugrein, sem nú er á uppleið og skilar er­ lendum gjaldeyri sem aldrei fyrr, og skattpína hana út af markaðnum,“ stóð í fréttatilkynningu frá Samtök­ um ferðaþjónustunnar. Töldu sam­ tökin óskiljanlegt að þingmönnum dytti í hug að reiða ferðaþjónustunni þetta „rothögg“, sem þau segja hækk­ un virðisaukaskatts upp á 18,5 pró­ sent vera. 16 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað S tarfsmaður Sólningar sem handtekinn var í júní síðast­ liðnum grunaður um fjár­ drátt úr fyrirtækinu var að öll­ um líkindum einn að verki. Rannsókn lögreglu á málinu stendur yfir en heimildir DV herma að starfs­ manninum hafi tekist að svíkja á bil­ inu tíu til fimmtán milljónir króna út úr fyrirtækinu. Þá herma heimildir að svindlið hafi staðið yfir þriggja ára tímabil, frá árinu 2009 og allt þar til nú í sumar. Ekki er ljóst hvort hann átti samverkamenn. Rannsókn máls­ ins er á byrjunarstigi. Töf á rannsókn „Málið er bara í rannsókn,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmda­ stjóri Sólningar, í samtali við DV en hann vildi lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Málið hefur verið á borði rannsóknarlögreglunnar frá því í byrjun júní en lítið hefur miðað við rannsókn málsins vegna sumarfría starfsmanna. „Þetta er mjög flókið vegna þess hvernig þetta var framkvæmt og það líður svolítill tími þar til öll kurl verða komin til grafar,“ sagði Örn Tryggvi Johnsen, fyrrverandi fram­ kvæmdastjóri Sólningar, í samtali við DV. Örn sem var framkvæmdastjóri þegar upp komst um fjárdráttinn, vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. DV talaði við Örn Tryggva rétt eft­ ir að upp komst um málið en þá stað­ festi hann að einn starfsmanna fyrir­ tækisins hefði verið þar að verki. „Það er bara í höndum lögreglu. Við höf­ um ekki mynd af umfanginu enn sem komið er. Þetta er bara í rannsókn,“ sagði hann enn fremur í júnímánuði. Víðtækt svindl Fjársvik starfsmannsins munu hafa verið afar víðtæk en eftir því sem DV kemst næst var smuga í sölukerfi Sólningar sem gerði starfsfólki kleift að skrifa út falsaða reikninga. Þannig leikur grunur á að umræddur starfs­ maður hafi á um þriggja ára tímabili svikið út allt að fimmtán milljón­ ir króna með því að nýta sér þessa glufu í kerfinu. Mun hann hafa skrif­ að út reikninga fyrir vörum sem hann síðan kom sjálfur í verð. Þannig gátu svikin bæði snúið að Sólningu en einnig viðskiptavinum fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum DV er eitt helsta vandamálið við rannsóknina að finna út hverjar af þeim vörum sem finna má á reikningum síðustu ára hafi ekki verið afhentar. Heim­ ildarmaður blaðsins sem þekkir vel til málsins segir allavega ljóst að einbeittur brotavilji hafi verið fyrir hendi af hálfu starfsmannsins sem hafi skipulagt sig vel og komist upp með glæpinn í þetta langan tíma. Málið uppgötvaðist fyrir hreina til­ viljun þegar farið var í tölvukeyrslu á gögnum í leit að hvers kyns frávikum. Sögðu upp verkstjórum Fjársvikamálið hefur haft sína eftir­ mála en eins og gefur að skilja hef­ ur það vakið töluverðan titring innan fyrirtækisins. Þannig voru tveir verk­ stjórar hjá fyrirtækinu nýlega látn­ ir taka poka sinn í alls óskyldu máli. Hafði annar þeirra verið þó nokkuð á milli tannanna á starfsfólki þar sem grunur lék á að hann stæði í miklu svindli. Þessar sögusagnir og ásak­ anir fengust aldrei sannaðar en verk­ stjórarnir tveir voru samt sem áður látnir fara. Heimildir blaðsins herma að fjársvikamálið mikla, og umrót síðustu mánaða, hafi verið notað til að koma verkstjórunum frá. Gunnar Justinussen keypti Sóln­ ingu af Hömlum ehf, dótturfélagi Landsbankans, fyrir 440 milljón­ ir króna síðasta vetur. Gunnar rekur fyrirtækið Pitstop hér á landi.  Sólning Kópavogi ehf. er hjól­ barðaverkstæði og innflutnings­ fyrirtæki með langa sögu að baki. Fé­ lagið rekur í dag fjögur verkstæði; á Smiðjuvegi í Kópvogi, á Fitjabraut í Njarðvíkum og á Gagnheiði á Selfossi og verkstæði undir merkjum Barð­ ans í Skútavogi í Reykjavík. Lager er starfræktur á Smiðjuvegi 11 þaðan sem megninu af heildsölustarfsemi félagsins er sinnt. n „Þetta er mjög flókið vegna þess hvernig þetta var fram- kvæmt og það líður svo- lítill tími þar til öll kurl verða komin til grafar. Dró sér 15 milljónir út úr dekkjaverkstæði n Starfsmaður Sólningar var handtekinn í júní n Var einn að verki Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Fimmtán milljónir Talið er að starfsmaður Sólningar sem grunaður er um fjárdrátt í fyrirtækinu, hafi tekið sér allt að fimmtán milljónir króna á um þriggja ára tímabili. Þýskir í vanda Fimm þýskir ferðamenn lentu í vandræðum seint á miðviku­ dag þegar tveir stórir fjallatrukk­ ar þeirra festust í sandbleytu úti í miðri Þverárkvísl, sem rennur úr Hofsjökli, og kölluðu eftir hjálp.  Landsbjörg sendi til móts við þá 25 manna lið sem ferðaðist á sex fjallabílum. Þrátt fyrir erfiðar að­ stæður tókst þeim þó að ná trukk­ unum upp og koma þeim niður á Kjalveg undir morgun á fimmtu­ dag, en þaðan var för Þjóðverj­ anna upphaflega heitið; áleiðis að Ingólfsskála við Hofsjökul. Neyðarástand í Kattholti „Þetta er ekkert líf fyrir dýrin og við höfum leitað allra leiða til að koma í veg fyrir offjölgun katta, án nokkurs árangurs. Eina vonin til að ástandið batni er að katta­ eigendur fari að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött. Eina leiðin til að stemma stigu við að saklaus dýr eigi í engin hús að venda er sú að taka kettina úr sambandi. Það er einföld aðgerð,“ segir í tilkynningu frá Kattholti þar sem nú um stundir ríkir algjört neyðarástand. Þangað komu tæp­ lega 300 óskilakisur á tímabilinu 1. maí til 7. ágúst. Aðeins hluti þeirra komst aftur heim til sín, aðrar voru teknar á góð heimili en alltof margar þurfti að svæfa. Því vill stjórn Kattavinafélags Íslands enn og aftur beina þeim tilmælum til eigenda katta að láta gelda högna sína og gera ófrjósemisaðgerðir á læðum. Stjórn Kattavinafélagsins kveðst langþreytt á ábyrgðarleysi margra kattaeigenda. Kattholt sé yfirfullt og stöðugt berist beiðn­ ir um að Kattholt taki að sér fleiri ketti. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is Ferðamenn Hótel og gistiheimili hafa fengið allan virðisaukaskatt endurgreiddan frá 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.