Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 18
13 afplána erlendis 18 Fréttir 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað U tanríkisráðuneytinu var í ágúst 2012 kunnugt um alls þrettán Íslendinga sem sæta fangelsisvist erlend- is, gæsluvarðhalds eða reynslulausnar og farbanns. Tólf þessara einstaklinga sitja í fangelsi vegna fíkniefnabrota og aðeins einn þeirra vegna ofbeldisbrots. Flest brot Íslendinga erlendis tengjast fíkni- efnamisferlum. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri Íslendingar sitji í fangelsum erlendis. Það er vegna þess að ein- hverjir fangar hafa afþakkað aðstoð íslenska ríkisins og vilja jafnvel ekki að erlend yfirvöld hafi samband við þau íslensku. Einnig eru nokkrir Ís- lendingar sem hafa tvöfalt ríkisfang og gætu því hafa hlotið dóma án þess að íslenskum stjórnvöldum sé gert kunnugt um það. Þá geta fangar far- ið fram á það að afplána dóma hér á landi en ekki í ríkinu sem þeir voru dæmdir, en til þess þurfa að vera samningar á milli ríkjanna. Heimildir DV herma að þessi málaflokkur hvíli þungt á utanríkis- ráðuneytinu og að mikil vinna, tími og peningar fari í að sinna málefn- um íslenskra fanga erlendis. Það er því borgaraþjónusta utanríkisráðu- neytisins og ræðismenn Íslands sem bera helstan hita og þunga af mála- flokknum. Þau starfa með sendiráð- um Íslands víðsvegar um heiminn. Borgaraþjónustunni er ætlað að fara með mál er varða réttindi og íslenska hagsmuni á erlendri grund. Kona í Perú Af þeim þrettán sem eru í fangelsi á erlendri grund er aðeins ein kona. Það er Jóna Sveinsdóttir, fimm barna móðir á fertugsaldri, sem handtekin var 2010 í Perú með tvö kíló af kóka- íni í fórum sínum og afplánar nú dóm þar. Árið 2011 hlaut hún sex og hálfs árs dóm fyrir smyglið sem var talsvert vægari dómur eða þremur árum styttri en búist var við að hún fengi. Fjölskylda hennar hefur óttast mjög um hana í fangelsinu en hún af- plánar dóminn í hinu alræmda Santa Monica-kvennafangelsi í Lima. Talið er að hún þurfi jafnvel aðeins að ljúka tveimur og hálfu ári af dómn- um, en það er þó ekki fullvíst. Fíkniefnasmygl í Brasilíu Tíu íslenskir karlmenn dvelja því í erlendum fangelsum ýmist í gæslu- varðhaldi eða afplána dóma auk þess sem einn er laus á tryggingu og annar hefur hlotið reynslulausn og er því í farbanni. Hann dvelur í Brasilíu og heimildir DV herma að það sé Ragnar Erling Hermannsson. Á árunum 2006–2009 voru fjórir Ís- lendingar stöðvaðir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls. Þrír þeirra hafa lok- ið afplánun, þeir Hlynur Smári Sig- urðarson, Ingólfur Rúnar Sigurz og Karl Magnús Grönvold. Ragnar, sá fjórði, var handtekinn fyrir smygl á tæpum sex kílóum af hreinu kókaíni árið 2009 en mikið fjölmiðlafár varð í kring um gæsluvarðhaldsvist hans. Sveddi tönn Í brasilískum fangelsum má að auki finna einn annan Íslending. Þar situr Sverrir Þór Gunnarsson í gæsluvarð- haldi, en hann er þó betur þekktur sem Sveddi Tönn í íslenskum fjöl- miðlum og daglegu tali. Sverrir hefur verið vel þekktur í íslenska fíkniefna- heiminum, en að þessu sinni komst mál hans í hámæli í vor þegar hann var handtekinn í Ríó de Janeiro. Málsatvik voru sú að unnusta hans var handtekin á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E-töfl- ur. Hún benti á Sverri og var hann handtekinn í kjölfarið á kaffihúsi í Ríó de Janeiro. Hans hafði verið leit- að um nokkurt skeið en hann hefur árum saman verið undir smásjá ís- lenskra lögregluyfirvalda, grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku. Sverrir var þar að auki einn höfuð- pauranna í stóra fíkniefnamálinu svo- kallaða um síðustu aldamót. Hins vegar hefur ekki tekist að hafa hend- ur í hári hans fyrr en nú. Hann hef- ur verið búsettur í Brasilíu og á Spáni undanfarin ár og má nefna sem dæmi að hans var leitað án árangurs á Spáni árið 2010 í kjölfar þess að sakborning- ur í fíkniefnamáli hér á landi benti á Sverri sem höfuðpaur og skipuleggj- anda smygls. Þá ber einnig að geta þess að Sverrir er með níu ára óaf- plánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og er því eftirlýstur af spænskum yfirvöldum. Óvíst er hvort Sverrir verður framseld- ur til Spánar eða hingað til lands. Fjórir í gæsluvarðhaldi Reyndar eru þrír aðrir íslenskir karl- menn í gæsluvarðhaldi víðsvegar um heiminn auk Sverris. Einn þeirra er Brynjar Mettinis- son, sem bíður dóms í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann var, líkt og áður hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum, sýkn- aður á dögunum, en saksóknari áfrýjaði máli hans og er nú beðið eftir því að áfrýjunin verði tekin fyrir, sem ætti að vera í lok ágúst. Brynjar, sem er 26 ára, hefur dval- ið í fangelsi í Bangkok í rúmt ár við afar slæman kost. Í fangelsinu hefur hann þurft að þola líkamlegt ofbeldi auk þess sem móðir hans þarf að sjá honum fyrir öllum helstu nauðsynj- um auk þess að greiða fyrir lög- fræðikostnað hans. Brynjar dvelur í einu stærsta fangelsi Taílands, þar eru fjölmargir fangar látnir dvelja í hverjum klefa, en engin rúm eru í fangelsinu og þurfa þeir því að sofa á beru steingólfi. Utanríkisráðuneytið hefur beitt sér af miklum þunga fyrir Brynjari og hefur varið bæði tíma og pening- um til að koma máli hans í réttan far- veg. Íslenskir embættismenn hafa meðal annars rætt málið við Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráð- herra landsins auk þess sem Kristín Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína hefur heimsótt Brynjar. Kristín fund- aði með yfirmönnum í utanríkisráðu- neyti Taílands í byrjun þessa mánað- ar en í samtali við RÚV sagði hún: „Þar verður farið yfir málið og látn- ar í ljós þær óskir að íslenskir þegn- ar, í þessu tilfelli Brynjar Mettinisson, fái málsmeðferð sem er viðunandi og sanngjörn.“ Fyrir utan gæsluvarðhald Brynjars eru tveir aðrir íslenskir karl- menn í gæsluvarðhaldi; einn á Spáni og annar í Portúgal. Dópsmygl í Danmörku Gunnar Jónsson, var í apríl 2011 dæmdur í átta ára fangelsi í Dan- mörku fyrir fíkniefnasmygl. Gunnar fór akandi með tæp tíu kíló af am- fetamíni frá Hollandi til Danmerkur í gegnum Þýskaland og var handtek- inn þegar hann kom yfir landamær- in 17. nóvember 2010 síðastliðinn. Hann virðist vera eini Íslendingur- inn sem afplánar dóm í Danmörku, en í febrúar á þessu ári voru tveir Ís- lendingar úrskurðaðir í gæsluvarð- hald þar í landi vegna e-töflusmygls. Þeir voru með 25.000 E-töflur í fórum sínum þegar þeir komu með flugi frá London og voru handtekn- ir á Kastrup-flugvelli. Mennirnir eru taldir hafa ætlað að selja töflurnar í Danmörku, en þeir eru báðir bú- settir þar. DV er ekki kunnugt um að dómar hafi fallið í máli þeirra, en mennirnir gætu hafa afþakkað að- stoð utanríkisráðuneytisins, en ráðu- neytið getur ekki veitt upplýsingar um einstök mál íslenskra fanga á er- lendri grundu. Vill koma heim Erlingur Örn Arnarson var í ágúst 2010 handtekinn í Litháen fyrir vörslu fíkniefna á rútustöð í Vilní- us en í kjölfarið var framkvæmd húsleit á heimili hans sem leiddi í ljós að hann hafði undir hönd- um 733 grömm af kannabisefn- um, 7 grömm af kókaíni og 10 grömm af amfetamíni. Erlingur neitaði að hafa ætlað að selja eit- urlyfin og væru þau aðeins ætluð til einkaneyslu. „Á þeim tíma var ég háður eiturlyfjum,“ er haft eft- ir honum úr dómsal í litháískum n Málefni íslenskra fanga erlendis hvíla þungt á utanríkisráðuneytinu Geta komið heim Verði Íslendingar dæmdir fyrir glæpi í Evrópu er Ísland aðili að samningi Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna til heimalands þeirra. Til þess að hægt sé að flytja Íslending heim á grundvelli þessa samnings þarf ríkið sem hann er dæmdur í að vera aðili að samningnum. Hinn dæmdi verður að vera íslenskur ríkisborgari eða með fasta búsetu á Íslandi. Fanginn getur svo óskað eftir því, eftir að endanlegur dómur fellur í máli hans að hann verði fluttur heim. Það er þá í höndum þess ríkis sem dómur féll í að vega og meta það hvort viðunandi sé að senda Íslendingin heim til að ljúka afplánuninni. Margt kemur þar til athugunar, til dæmis tengsl viðkomandi við Ísland og hvort ríkið sem dæmdi hann meti það sem svo að hegn- ingarvistin geri fanganum það kleift að aðlagast samfélaginu upp á nýtt og tryggja að hann komi úr fangavistinni sem endurhæfður einstaklingur, en allt byggir þetta á því að tryggja félagslega endurhæfingu dæmdra manna. Hið sama á við um Norðurlöndin, þar gilda sérstök lög. Líklegt er að fjölmargir fangar óski eftir því að fá að ljúka fangavist hér á landi, sérstaklega ef þeir eiga rætur og fjölskyldu hér. Það er inn- anríkisráðuneytið sem sér um flutning fanga á milli ríkja. Frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag hafa 17 íslenskir ríkisborgarar í fang- elsum erlendis óskað eftir að afplána dóma sína hér á landi; af þeim hafa 13 verið fluttir til Íslands, tveir höfðu hafið reynslulausn erlendis áður en að flutningi kom, einum var synjað þar sem hann hafði notið fangaflutnings áður. Ein beiðni um flutning er til meðferðar í ráðuneytinu. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Jóna Sveinsdóttir Jóna var handtekin í Perú með tvö kíló af kókaíni í fórum sínum. Sýknaður Brynjar Mettinisson var fyrir nokkrum vikum sýknaður í Taílandi af ásök- unum um fíkniefnamisferli. Hann bíður nú áfrýjunar en dvelur í fangelsi þar sem hann hefur sætt slæmri meðferð. Sveddi Tönn Sverrir Þór Gunnarsson hefur árum saman verið undir smásjá íslenskra lögregluyfirvalda, grunaður um að hafa staðið á bak við mörg stór smyglmál Íslendinga hingað til lands og til Suður-Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.