Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2012, Blaðsíða 40
40 Lífsstíll 17.–19. ágúst 2012 Helgarblað Tannkremið er ekki hættulegt Það kannast eflaust margir við að hafa heyrt það sem börn að það mætti ekki kyngja tannkremi því það innihéldi svo mikið af hættu- legum efnum sem gætu ver- ið slæm fyrir líkamann. Það má segja að það sé hálfgerð mýta því þú þyrftir að öllum líkindum að borða innhald heillar tann- kremstúbu til að finna fyrir ein- hverjum óþægindum í magan- um. Tannlæknar ráðleggja meira að segja fólki yfirleitt að skola ekki munninn með vatni eftir tann- burstun því það dregur úr áhrifum flúorsins. Þá þarf ekki að bleyta tann- kremið á burstanum áður en þú byrjar að bursta. Appelsínur gegn streitu Það er að sjálfsögðu alkunn stað- reynd að ávextir eru meinhollir og gott að er að neyta nokkurra slíkra á degi hverjum. Það getur þó verið gott að velja sér réttu ávextina, sér- staklega ef þú þjáist af þrálátum kvilla eins og streitu. Ef þú finnur fyrir streitu eða stressi þá getur nefnilega verið góð hugmynd að fá sér einhvers konar sítrusávöxt. Þýskir vísindamenn rannsök- uðu 120 einstaklinga sem neyttu C-vítamíns í mismiklu magni og komust að þeirri niðurstöðu að þeir sem innbyrtu mikið af því, til að mynda með neyslu sítrusá- vaxta, þjáðust síður af streitu og blóðþrýstingur þeirra var einnig lægri. Kanill við sykursýki Kanill hefur lengi verið notaður í matargerð og sem bragðefni í kök- ur en kanill er einnig talinn getað hjálpað gegn meltingartruflunum, sveppasýkingu og liðagigt. Sam- kvæmt sænskri rannsókn getur kanillinn verði góður í meðferð við sykursýki II en niðurstöður hennar sýndu marktæka lækkun á blóðsykri hjá sjúklingum sem notuðu 6 grömm af kanil út á hrís- grjónagrautinn sinn, í samanburði við sjúklinga sem ekki notuðu kanil. Þetta kemur fram á heilsu- bankinn.is. Kanill er unninn úr innri berki kaniltrésins en besti kanillinn þykir sá sem kemur frá Sri Lanka. Góð og áhrifamikil blanda er að hræra saman tvær matskeiðar af hunangi og 3 teskeiðar af kanil í um það bil hálfan lítra af vatni eða tei og drekka daglega. Hann er einnig hægt að nota út á mat og nota í olíur. Þ eir eru alveg ofsalega ólíkir. Annar er dökkhærður með brún augu en hinn ljóshærð- ur með blá. Annar er með mikið skap en hinn síbros- andi. Samt eru þeir báðir hlátur- mildir og skemmtilegir,“ segir söng- og leikkonan Íris Kristinsdóttir sem eignaðist tvíbura í apríl. Drengirn- ir hafa fengið nöfnin Rökkvi Örn og Hrafn Unnar en þeir eru hennar fjórða og fimmta barn. Værir og góðir Drengirnir eru tvíeggja en koma þeirra kom foreldrunum mjög á óvart. „Við fórum snemmsónar og fengum að vita að við ættum von á tvíburum strax á sjöundu viku. Við vorum samt mjög hissa,“ segir hún brosandi og bætir við að drengirnir hafi alltaf verið værir og góðir. „Þeir hafa sem betur fer verið frískir, fyr- ir utan smá magakveisu hjá öðrum þeirra. En það leið allt hjá á fyrstu þremur mánuðunum. Það er samt alveg nóg að gera. Maður kvartar allavega ekki yfir því að hafa ekkert að gera,“ segir Íris brosandi og bætir við að litlu synirnir séu smám saman að uppgötva hvor annan. „Þeir skoða hvor annan þegar þeir sitja á móti hvor öðrum í ömmustólnum þannig að tærnar snertast. Þá ýta þeir gjarn- an aðeins á hvor annan og hlæja. Annars finnst þeim mamma sín mest fyndin. Og eldri systkin þeirra.“ Eitt og eitt ball Íris vakti á sínum tíma mikla athygli sem söngkona hljómsveitarinnar Buttercup. Hún hefur nú bætt leik- listarnámi við sig en starfar ennþá við tónlistina. „Leiklistin situr á hak- anum þessa stundina. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Ég tek því sem kemur og núna er ég að syngja. Þessa dagana er það ofan á. Svo get- ur það breyst á morgun,“ segir Íris sem syngur í bandi sem heitir Berg- mál. „Ég er bara að dúlla mér í þessu og mig langar ekkert í sama pakkann og í gamla daga. Núna er þetta bara eitt og eitt ball. Það er voðalega gott að komast út úr húsi annað slagið og gera eitthvað allt annað,“ segir Íris en bandið var stofnað á Egilsstöðum þegar fjölskyldan bjó þar í fyrra. Flutt til Grindavíkur Íris er nú nýflutt til Grindavíkur með fjölskylduna eftir stutt stopp í Hafnar- firði. „Ég bjó í Grindavík um tíma og fjölskylda föður elsta sonar míns býr þarna og svo býr mamma þarna. Ég á líka fullt af vinum í Grindavík. Það átti ekki við mig að búa í svona litlu samfélagi þegar ég var yngri en þegar maður er kominn með svona mörg börn er það mjög þægilegt. Hér eru börnin frjálsari auk þess sem fast- eignaverðið hér er mun lægra. Svo er þetta stutt frá borginni. Krökkun- um líður vel hérna. Stelpan mín er að byrja í grunnskóla og strákur inn fékk pláss á leikskóla um leið og við flutt- um. Ég er búin að flytja oft um ævina og er nú komin í nógu stórt og við- ráðanlegt hús. Hér ætla ég að vera þar til ég fer á elliheimili. Eða það vona ég allavega. Í fyrstu fannst mér þetta afleitt af því að ég er svo mikill Hafnfirðing- ur í mér en núna hef ég vanist til- hugsuninni og sé kostina. Þetta er allt gert fyrir börnin og fjölskylduna – að börnin geti fengið smá pláss og ég geti leyft þeim að stunda tónlistar- nám og íþróttir en samt keypt nammi á laugardögum og það án þess að sprengja sig á afborgunum.“ Tímabundið álag Íris segir systkinin ánægð með stækk- un fjölskyldunnar. „Þeim finnst þetta alveg rosalega spennandi og eru mjög góð við tvíburana. Sérstaklega dóttir mín en hún er sex ára og er alltaf í mömmuleik. Hún hjálpar mér mikið,“ segir Íris brosandi og játar að vissulega geti álagið verið mikið. „Ég væri að skrökva ef ég segði að þetta væri ekki stundum erfitt en ég veit að þetta er tímabundið álag. Þetta er svona erfitt á meðan þau eru svona lítil. Vissulega er þetta mikil breyting fyrir alla en ég hef einbeitt mér að því að sinna eldri börnunum jafn mik- ið núna og áður. Þau skortir enga athygli en vissulega krefst svona stór fjölskylda mikillar skipulagningar. Ég þarf að skipuleggja hverja einustu mínútu dagsins.“ Söng- og leikkonan Íris Kristinsdóttir eignaðist tvíbura í apríl en drengirnir eru hennar fjórða og fimmta barn. Íris hefur oft flutt upp á síðkastið en er nú búin að koma sér fyrir með barnaskarann í góðri íbúð í Grindavík og stefnir á að dvelja þar þangað til hún fer á elliheimili. Allt fyrir börnin Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal „Ég væri að skrökva ef ég segði að þetta væri ekki stundum erfitt en ég veit að þetta er tímabundið álag. „Annars finnst þeim mamma sín mest fyndin Mamma Íris nýtur lífs- ins innan um barnaskar- ann sinn. MYND JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.